Morgunblaðið - 03.06.1978, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1978
35
andi veikindakvalir og þjáningar.
Og vissulega var það sanngjarnt
að hann Kjartan fengi þannig
hvíld, þó að okkur finnist hún
ótímabær. Einmitt ótímabær
vegna þess m.a. að nú beið hans
loksins langt sumarleyfi — allt að
tveggja mánaða frí. Loksins eftir
hart nær þriggja áratuga þrot-
laust strit og bindandi starf, sáu
þau hjónin fram á góða hvíld svo
til í heilt sumar. En þetta frí kom
of seint. Öðru og lengra fríi hafði
verið ráðstafað áður, og ég er
hræddur um að sumarfríið hennar
Ragnhildar beri annan svip en þau
blessuð hjón voru búin að hugsa
sér fyrir þessa örlagaríku Skot-
landsferð.
Þegar slíkir atburðir gerast sem
þessir, þá leiðir maður ósjálfrátt
hugann að því, hversu dásamlegt
það hafi verið að fá að kynnast og
eiga nokkra samleið með mönnum
eins og Kjartani Árnasyni. Og þó
að endurminningarnar séu ljúfar
og kærar frá ýmsum leikjum og
íþróttum, s.s. bridge á fyrstu árum
mínum hér á Höfn. Síðan
badminton og nú síðustu árin frá
golfinu. Þá minnist ég fyrst og
fremst samskipta við Kjartan frá
því ég var hér kennari á Höfn og
síðar skólastjóri. Kjartan var þá
um tíma í skólanefnd, traustur,
raunsær, hvetjandi. Hann fann
þörfina fyrir bætta aðstöðu til
náms og var með mér og fleirum
i byggingarnefnd íþróttahúss og
gagnfræðaskóla. Hann, og þau
hjónin, virtust alltaf hafa tíma til
þess að sækja til mín, þá er skóli
var settur að hausti og honum
slitið að vori. Það er mikill styrkur
fyrir skólastjóra að finna traust
foreldra barnanna, sem hann
hefur með höndum. Þessa trausts
naut ég mjög vel í mínu starfi og
ekki síst frá þeim kæru hjónum
Kjartani og Ragnhildi. Hlýtt
handtak er mörgum orðum betra.
Kjartan var mikill unnandi útilífs
og stöðugt starfandi að fegrun
þess umhverfis, sem hann bjó í.
Skýrast þar um tala garðarnir
hans, fyrst í Útgarði og síðan við
nýja húsið þeirra hjóna við
Hrísbraut, svo og sumarbústaður
þeirra hjóna í Lóni og allt hans
umhverfi.
Einn aðalhvatamaður að stofn-
un Golfklúbbs Hornafjarðar var
Kjartan, fyrir u.þ.b. 7 árum og í
stjórn hans frá upphafi til dauða-
dags. Á golfvellinum fann Kjartan
þá hvíld sem hann þurfti frá
stöðugu striti daglegs iífs. Þar
fékk líkamlegt þrek hans útrás, og
þar naut hann samvista Við góða
félaga.
En nú hefur verið höggvið stórt
skarð í okkar hóp, og verður það
seint eða aldrei fyllt. Hjartans
bestu kveðjur fylgja þessum línum
frá öllum golffélögum á Höfn til
Kjartans heitins og þakklæti fyrir
mikið og gott félagslegt starf. Að
lokum, hið spaka orðtæki segir:
Maðurinn einn er ei nema hálfur,
með öðrum er hann meiri en hann
sjálfur. Það vissu allir sem ti
Kjartans þekktu, að starfsþrek
hans var með ólíkindum, enda
vinnudagurinn oft afar langur, en
líklega þó ekki alltaf mældur í
klukkustundum. Það vissu líka
allir sem til þekktu, að hann átti
vísa góða hvíld er heim kom. Því
hann hafði valið sér lífsförunaut,
sem fyrst og fremst setti sér það
markmið, að verða góð móðir
barna sinna og skapa þeim og
manni sínum heimili sem yrði
þeim það athvarf sem þreyttir
menn þrá og þarfnast, og börnum
á uppvaxtarárum er nauðsyn.
Frú Ragnhildur Sigurbjörns-
dóttir hefur átt margar andvöku-
nætur einkum fyrr á árum meðan
ár voru enn óbrúaðar og fjallvegir
illfærir. Vitandi af manni sínum
berjast gegn óblíðri veðráttu
vetrarsnjóa og villtra straum-
vatna Skaftafellssýslu beið hún
bónda síns, örugg um heimkomu
hans, viðbúin þreyttum og úrvinda
manni, sem þarfnaðist hvíldar og
umhyggju, því óvíst var hversu
langur svefntíminn yrði. Hún var
líka viðbúin heimkomu hans
sunnudagskvöldið eftirminnilega
úti í Skotlandi. En nú varð biðin
lengri en nokkur sjúkravitjun í
læknishéraðinu erfiða heima á
íslandi. Framhald á bls. 26.
Minning:
Magnús Magnússon
frá Vesturhúsum
Fæddur 12.9.1905
Dáinn 26.5.1978
I dag verður jarðsunginn frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum
Magnús Magnússon frá Vestur-
húsum í Eyjum. Hann var fæddur
í Vestmannaeyjum 12. september
1905 og var alla tíð kenndur við
æskuheimili sitt, Vesturhús.
Magnús var sonur hjónanna
Magnúsar Guðmundssonar for-
manns og bónda að Vesturhúsum
og konu hans Jórunnar Hannes-
dóttur, sem bjuggu þar traustu búi
og voru kunn fyrir dugnað og
atorku. Magnús Guðmundsson var
sonur Guðmundar Þórarinssonar
bónda, sem hóf búskap á
Vestri-Vesturhúsajörðinni árið
1872 og konu hans, Guðrúnar
Erlendsdóttur. Guðmundur var
mikill búhöldur og stækkaði mikið
ræktað land Vesturhúsajarðar.
Jórunn, kona Magnúsar Guð-
mundssonar, var dóttir Hannesar
Jónssonar lóðs að Miðhúsum og
konu hans Margrétar Brynjólfs-
dóttur, en Hannes lóðs var þekkt-
asti áraskipaformaður í Eyjum á
síðari hluta 19. aldar og stýrði
áraskipinu Gideon í 37 vertíðir.
Magnús Guðmundsson var einnig
þekktur formaður og mikill fiski-
maður á sinni tíð. Hann markaði
spor í útgerðarsögu Vestmanna-
eyja, er hann hóf aftur línuveiðar
frá Vestmannaeyjum árið 1897,
eftir að þær höfðu legið niðri í nær
þrjár aldir á Vestmannaeyjamið-
um.
Að Magnúsi Magnússyni stóðu
því styrkir stofnar og ólst hann
upp að Vesturhúsum með systkin-
um sínum þremur; Nönnu, sem var
tvíburasystir hans, gift Helga
Benónýssyni, og er hún látin fyrir
nokkrum árum, Guðmundi, sem
andaðist ungur, og Hansínu, sem
er nú ein á lífi þeirra systkina, en
hún er gift Ársæli Grímssyni. Þau
bjuggu áður að Hvaleyri við
Hafnarfjörð.
Á Vesturhúsaheimilinu voru
alla tíð mikil umsvif, bæði við
búskapinn og svo við verkun og
frágang á fugli og fiski, sem barst
að heimilinu.
Magnús Guðmundsson var góð-
ur lundaveiðimaður og lá á sumrin
við lundaveiði í Álsey, sem var
leigumáli Vesturhúsajarða, og í
fleiri úteyjum. Á vetrarvertíðum
stundaði hann sjóinn; varð ungur
formaður með áraskip, en eftir að
vélbátarnir komu árið 1906, for-
maður með áraskip, en eftir að
vélbátarnir komu árið 1906, for-
maður með m/b Hansínu VE 100
og síðar stærri bát með sama
nafni, VE 200, sem hann átti
ásamt fleirum. I fjarveru Magnús-
ar sá Jórunn húsfreyja um rekstur
heimilsins af alkunnum dugnaði
og stjórnsemi. Vann hún ásamt
börnunum jöfnum höndum við
heyskap, reytslu og verkun sumar-
veiðinnar, lunda, fýls og súlu og
svo við þurrkun vertíðaraflans, en
iðulega var saltfiskur á þremur
stakkstæðum. Það varð því oft að
taka daginn snemma í ungdæmi
Magnúsar Magnússonar. Æsku-
heimilið að Vesturhúsum hafði
ævarandi áhrif á Magnús, sem hér
er kvaddur, og minntist hann þess
ávallt með virðingu og þakklæti.
Þar vandist hann mikilli vinnu við
sjávarútveg, landbúnað og fjalla-
ferðir sem tilheyrðu jarðabúskap í
Vestmannaeyjum langt fram á
þessa öld. Magnús faðir hans var
mikill reglumaður og er óhætt að
segja, að vinnusemi og reglusemi
æskuheimilisins hafi einkennt líf
og störf Magnúsar Magnússonar
allá tíð.
Þótt kunnir sjósóknarar stæðu
að Magnúsi í báðar ættir, hneigð-
ist hugur hans til smíða. Hann hóf
smíðanám hjá Jóhanni Jónssyni,
sem kenndur var við Brekku í
Eyjum, árið 1925 og lauk sveins-
prófi árið 1929, en nokkru síðar
hlaut Magnús meistararéttindi í
iðninni. Magnús frá Vesturhúsum
vann síðan við trésmíðar sam-
fleytt í meira en hálfa öld, og eru
þau ekki fá húsin, sem hann hefur
lagt gjörva hönd að og staðið fyrir
smíði á. Öll manndómsár Magnús-
ar var Vestmannaeyjabær í örri
uppbyggingu og var hann yfir-
smiður og stóð fyrir mótaupp-
slætti og smíði fjölda íbúðarhúsa
og stórhýsa í bænum, má hér t.d.
nefna Sjúkrahús Vestmannaeyja
og Rafstöð Vestmannaeyja, sem
fór undir hraunið 1973.
I fyrstu vann Magnús sjálfstætt,
en árið 1945 stofnaði hann ásamt
nokkrum fleiri smiðum trésmíða-
verkstæðið Smið h.f., sem þeir
félagar ráku með miklum myndar-
skap allt fram að eldgosinu 1973,
en vegna ýmissa erfiðleika var
félaginu slitið, er uppbygging
hófst aftur í Eyjum eftir gosið.
Smiður h.f. var í fremstu röð
trésmíðafyrirtækja hér á landi.
Það var útbúið mjög góðum
vélakosti og hafði á að skipa
úrvalssmiðum. Verður að telja það
mikið tjón fyrir Vestmannaeyjar,
að ekki skyldi takast að koma fyrir
fyrirtækinu aftur á laggirnar eftir
eldgosið og olli þetta Magnúsi
miklum vonbrigðum.
Hinn 1. nóvember 1930 gekk
Magnús að eiga eftirlifandi konu
sína Kristínu Ásmundsdóttur, sem
ættuð er frá Seyðisfirði. Sambúð
þeirra var fögur og innileg og voru
þau samhent í blíðu og stríðu. Þau
eignuðust fjögur börn og komust
þrjú til fullorðinsára, en elzta
barnið, telpu, misstu þau á fyrsta
ári. Börn þeirra eru: Helgi tré-
smíðameistari, kvæntur Unni
Tómasdóttur, Ása, gift Guðmundi
Loftssyni, og Petra, gift Þorkeli
Þorkelssyni. Þau eru öll búsett í
Vestmannaeyjum. Barnabörnin
eru orðin átta og voru þau í miklu
uppáhaldi hjá afa sínum, því að
Magnús var sérstaklega barngóð-
ur; tók ávallt svari barna og
unglinga og hændi þau að sér. Þau
Magnús og Kristín áttu myndar-
legt einbýlishús að Ásavegi 27,
skammt frá hlaði gömlu Vestur-
húsa. Það grófst í ösku í eldgosinu,
og keyptu þau þá íbúð í fyrsta
fjölbýlishúsinu sem byggt var í
Eyjum og stendur við Hásteinsveg.
Það var mesta unun og tilhlökk-
un Magnúsar á hverju sumri að
fara til lundaveiða í, Álsey. Hann
mun hafa farið þangað nær óslitið
á hverju sumri frá barnæsku eða
í yfir 60 sumur. Magnús var
ágætur lundaveiðimaður og góður
úteyjafélagi. Ég sem rita þessi
kveðjuorð, á hugljúfar minningar
um veru mína með Magnúsi í
Álsey og dvaldi ég þar þó ekki að
staðaldri á sumrin. En eitt sinn
vorum við tveir jafnaldrar, ásamt
Helga æskuvini mínum, í vikutíma
í Álsey með Magnúsi. Við vorum
víst-14-15 ára gamlir og höfum oft
síðar minnst á þessa skemmtilegu
dvöl, nærgætni Magnúsar og hlýju
í okkar garð. I mörgum myndum
unglingsára minna og okkar jafn-
aldranna bregður fyrir þeim félög-
unum í Álsey; Magnúsi frá Vestur-
húsum, Árna á Grund, Jónasi í
Skuld, Hjálmari frá Dölum,
Erlendi í Olafshúsum og Jóhann-
esi frá Eyjarhólum. Við fráfall
Magnúsar eru því minningar
tengdar Álsey og úteyjunum ofar-
lega í huga allra, sem voru með
honum þar eða samtíða í öðrum
úteyjum Vestmannaeyja. Allir
þökkum við sem eftir lifum góðar
og skemmtilegar stundir. Magnús
frá Vesturhúsum var ágætur
félagi, gamansamur og skemmt-
inn. Hann var í eðli sínu mikill
félagshyggjumaður og tók virkan
þátt í störfum Iðnaðarmannafé-
lags Vestmannaeyja. Hann sat
lengi í stjórn félagsins og var
heiðursfélagi hin síðari ár. Frá
unga aldri var Magnús félagi í
knattspyrnufélaginu Tý, hann
fylgdist af lífi og sál með störfum
félagsins og íþróttum og var fastur
gestur á öllum kappleikjum.
Magnús frá Vesturhúsum tók
virkan þátt í stjórnmálabarátt-
unni og hafði hjartans áTiuga á
vexti og viðgangi Vestmannaeyja.
Hann var ávallt einn af traustustu
stuðningsmönnum Sjálfstæðis-
flokksins í Vestmannaeyjum.
Magnús sat sem fulltrúi flokksins
í byggingarnefnd í 20-30 ár og
gegndi margvíslegum öðrum trún-
aðarstörfum bæði í fulltrúaráði
flokksins og sem fulltrúi á lands-
fundum og í kjördæmaráði. Magn-
ús stóð fast og ákveðið með sínum
flokki og var þar engin hálfvelgja
yfir. I innra starfi Sjálfstæðis-
flokksins eins og í fulltrúaráði var
hann tillögugóður og ráðhollur, en
ef með þurfti sagði hann öllum
tæpitungulaust sína meiningu, þvi
að hann var manna hreinskilnast-
ur.
Með Magnúsi frá Vesturhúsum
er kvaddur heiðvirður og grandvar
maður, sem vann byggðarlagi sínu
og þjóð vel á langri ævi. Hann var
alla tíð hamhleypa að dugnaði og
vann hvern dag þar til á sl. sumri,
að heilsan fór fyrir alvöru að gefa
sig, en lengi hafði hann harkað af
sér.
I æsku og á unglingsárum var ég
tíður gestur á heimili þeirra
Kristínar og Magnúsar með Helga
syni þeirra. Ég á margar og góðar
minningar um hið fagra og snyrti-
lega heimili þeirra. Gott er að hafa
kynnst og alizt upp með svo góðu
og traustu fólki, en tryggð og
reglusemi, finnst mér alltaf að
hafi verið aðalsmerki Vesturhúsa-
fólksins.
Magnús frá Vesturhúsum and-
aðist í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja,
hinn 26. maí sl. eftir erfiða
sjúkdómslegu í allan vetur.
Framhald á bls. 26.
Fáanlegir aukahlutir
1. Hakkavél
2. Pylsufyllir
3. Grænmetis- og ávaxtakvörn
4. Sítrónupressa
5. Grænmetis- og ávaxtajárn
6. Stálskál
7. Ávaxtapressa
8. Dósahnifur
' " h*
....og hér erönnur
Hér er ein lítil
systir..
CHEFETTE
3 mismunandi litir
Fáanlegir aukahlutir
9. Grænmetis-og ávaxtarifjám
10. Kaffikvörn
11.. Hraögengt grænmetis- og
ávaxtajárn
12. Baunahnifur og afhýdari
13. Þrýstisigti
14. Rjómavél
15. Kartöfluafhýöari
16. Hetta
MINI
nim
KENWOOD
HEKLA HR
Laugavcgi 170-172, - Siml 11240