Morgunblaðið - 13.06.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JUNI 1978
5
Kínversku blaðamennirnir ásamt Ilelga Ágústssyni. sem tók á móti þeim í gær fyrir hönd
utanríkisráðuneytisins. Með á myndinni er einnig sendiherra Kína á íslandi. Chen FenK.
Hlutur íslendinga af botnfiskafla:
Fer langt yfir 90% í ár
Lúðvík Jósepsson gerði sér vonir um „allt að 60%
Áþessu ári fer hlutur ís-
lendinga í heildarbotnfisk-
afla á íslandsmiðum langt
yfir 90%. Fyrir tæpum 20
árum eða á árinu 1959 var
hlutur íslendinga aðeins
52%.
í viðtali við Sjómannablaðið
Víking á árinu 1975 lét Lúðvík
Jósepsson, fyrrverandi sjávarút-
vegsráðherra, hins vegar í ljós
vonir um, að hlutur Islands i
aflanum muni hækka í 60%,
„þegar 50 mílurnar fara að koma
betur inn í myndina". Lúðvík
Jósepsson sagði í þessu viðtali: „...
því má slá því föstu, að hér megi
veiða 700.000 til 800.000 tonn
árlega, jafnvel eina milljón lesta,
þegar friðunarárangri hefur verið
náð eða valdi yfir fiskstofnunum
SjáUstæðisflokkur
eða vinstri stjórn
I inngangi að kosninga-
ávarpi Sjálfstæðisflokksins,
sem birt var í hcild í Morgun-
blaðinu í fyrradag segir m.a.r
Alþingiskosningar snúast nú
um það, hvort ný vinstri stjórn
tekur við völdum að þeim
loknum eöa Sjálfstæðisflokkur-
inn verði í stjórn landsins.
Virðingin fyrir einstaklingn-
um og athafnafrelsi hans er
kjarni Sjálfstæðisstefnunnar.
Sjálfstæðisflokkurinn telur
nauðsynlegt að móta fjölbreytt
þjóðfélag, sem stuðlar að því, að
hæfileikar hvers einstaklingsins
fái notið sín sem bezt. Frelsi og
ábyrgð einstaklinganna skapar
aðhald fyrir stjórnvöld og vinn-
ur gegn stöðnun, öfgastefnum
og spillingu í þjóðfélaginu.
Aldrei aftur
vinstri stjórn
Sagan hefur sýnt, að vinstri
stjórnir geta ekki ráðið við
efnahagsmálin vegna sundur-
þykkju og ágreinings. Vinstri
stjórnin sem hrökklaðist frá
1974 hafði bæði stefnt öryggi
þjóðarinnar í voða og komið á
algjöru efnahagsöngþveiti. Á
árunum 1971—1974 stóð vinstri
stjórnin 12 sinnum að skerðingu
eða — tilraunum til að skerða
kjarasamninga og atlögu henn-
ar að þeim lauk með algjöru
afnámi vísitölubóta. Atkvæði
greitt öðrum flokkum en Sjálf-
stæðisflokknum í kosningunum
nú, er lóð á vogarskál nýrrar
vinstri stjórnar — efnahagsöng-
þveitis og upplausnar í varnar-
málum.
Sjálfstæðismenn skora á alla
frjálshuga íslendinga að veita
flokknum brautargengi í kom-
andi kosningum og hrinda þann-
ig atlögu vinstri aflanna með
öflugu og samstilltu átaki. Valið
stendur um það, hvort þjóðin
kýs að takast á við viðfangsefn-
in á raunhæfan hátt á grund-
velli frjálslyndra viðhorfa eða
með frelsisskerðingu og ríkis-
forsjá sósíalismans.
Ný sókn Sjálfstæðisflokksins í
Alþingiskosningunum er eina
tryggingin fyrir því, að hann
geti hér eftir sem hingað til
gegnt mikilvægu hlutverki sínu
sem málsvari frelsis og fram-
fara í íslenzku þjóðfélagi."
Leiðrétting við Kosninga-
ávarp Sjálfstæðisflokksins
í kosningaávarpi Sjálfstæðisflokks-
ins, sem birtist á bls. 48 og 49 í
Morgunblaðinu sl. sunnudag höfðu á
tveim stöðum fallið niður setningar.
í fyrsta lagi í kaflanum við viðnám
gegn verðbólgu, þar átti liður 4 að
vera svohljóðandi: Rétta gengis-
skráningu, frjálsan ferðagjaldeyri
og önnur gjaldeyrisviðskipti til að
tryggja valfrelsi neytenda og örva
framleiðslu. í öðru lagi féll niður
setning í kaflanum Varanlegt slitlag
Sex kínversk-
ir bladamenn
í heimsókn
>»
og dregið hefur verið úr smáfiska-
drápi. Það er staðreynd, að af
þessum mikla afla koma aðeins
3—400.000 tonn í hlut íslendinga
sjálfra (42—55%). Þetta veiðir
allur okkar togara- og bátafloti.
Þetta er aðeins um helmingur þess
afla, sem kemur af miðunum
umhverfis landið. Þó má gera ráð
fyrir, að þetta færist upp í allt að
60% af öllu, þegar 50 mílurnar
fara að koma betur inn í mynd-
ina!“
SEX kínverskir blaðamenn komu
til landsins í gær, en þeir eru hcr
í boði utanríkisráðuneytisins.
Áður hefur þessi kínverska sendi-
nefnd heimsótt Finnland, Svíþjóð
og Noreg, en þaðan komu þeir í
gærmorgun. Kínverjarnir dvelj-
ast hérlendis þar til á laugardag,
er þeir fljúga utan til London.
Formaður sendinefndar Kín-
verjanna er Yuan Hsien-lu, for-
stjóri alþjóðadeildar Dagblaðs
alþýðunnar, en aðrir í sendinefnd-
inni eru: Hsu Kai-hsiang frétta-
skýrandi dagblaðsins Guangming,
Yeh Wei-ping, fréttastjóri ál-
þjóðafrétta við Hsinhua-frétta-
stofuna, Keng Yu-hsin, ritstjóri
„Peking Review", Tsien Yu-jun,
fréttaritari við Pekingútvarpið, og
Shen Ming-ho, ritstjóri erlendra
frétta og fréttaskýrandi við Dag-
blað alþýðunnar.
í gærkveldi sátu hinir kínversku
gestir boð Péturs Thorsteinssonar
sendiherra Islands í Kína, en í dag
munu þeir eiga viðræður við Einar
Ágústsson utanríkisráðherra,
heimsækja Háskóla íslands, og
síðan verður farið í kynnisferð um
Reykjavík.
Á hádegi í dag verður hádegis-
verður í boði sjávarútvegsráðherra
og síðar farið í Þjóðminjasafnið.
Þá munu kínversku blaðamennirn-
ir skoða Morgunblaðið en fara
síðan í móttöku til forseta íslands,
dr. Kristjáns Eldjárns, að Bessa-
stöðum.
Á morgun fara Kínverjarnir
KLÚBBUR
norður til Akureyrar og skoða þar
Akureyri og verksmiðjur SÍS. Þá
fara þeir til Mývatns og koma við
í Kröflu. Annað kvöld koma þeir
aftur til Reykjavíkur.
Á fimmtudag munu Kínverjarn-
ir eiga viðræður við Þórhall
Ásgeirsson ráðuneytisstjóra um
viðskipti, þeir munu skoða Haf-
rannsóknastofnunina, snæða há-
degisverð í boði Sambands ís-
lenzkra samvinnufélaga og skoða
Kirkjusand. Um kvöldið verður
móttaka í kínverska sendiráðinu
og kvöldverður í boði utanrikisráð-
herra, Einars Ágústssonar.
Á föstudag fara Kínverjarnir
um Suðurland, til Þingvalla, að
Gullfossi og Geysi til Hveragerðis
og snætt verður á Laugarvatni.
Um kvöldið verður boð fyrir þá,
þar sem menntamálaráðherra
verður gestgjafi. Eins og áður
sagði munu kínversku gestirnir
fara af landinu á laugardaginn.
Lýst eftir vitnum
MIÐVIKUDAGINN 7. júní s.l. var
ekið á bifreiðina G-6373, sem er
Volkswagen árgerð 1971, græn að lit,
þar sem hún var á bifreiðastæði við
Linnetsstíg í Hafnarfirði. Gerðist
þetta fyrir hádegi. Rannsóknarlög-
reglan í Hafnarfirði lýsir eftir
vitnum og skorar jafnframt á
tjónvald að gefa sig fram við
lögreglu.
a Jl
...
' 7*h
Komdu með 9. júlí en þá er fyrsta ferðin
VILTU
FJÖRÍ
FRUNU?
á hringveginn. Síðasta málsgreinin,
4. málsgreinin átti að vera svohljóð-
andi: Sjálfstæðisflokkurinn leggur
til, að þessar framkvæmdir verði
fjármagnaðar af vegasjóði, tekjum
af umferðinni og með framlögum.
úr Byggðasjóði, enda er hér um að
ræða framkvæmdir, sem hafa mikla
þýðingu fyrir framtíð allra byggða
landsins. Varanleg vegagerð er
raunhæf byggðastefna, sem allir
landsmenn geta sameinast um.
Allt ungt fólk á þess kost að gerast meðlimur
í KLUBB 32, sem er ferða- og skemmtiklúbbur ungs
fólks. Meðlimir fá afslátt í verslunum heima og erlendis.
Skoðunar- og skemmtiferðir þar sem mikið fjör er.
Nú bjóðum við dvöl í nyjum íbúðum, Helios íbúðunum,
- sem eru á Arenal baðströndinni - stærstu baðströnd-
inni á Mallorka, í næsta nágrenni eru tugir diskóteka
og skemmtistaða, og allt það sem ungt fólk
þarf til skemmtunar.
Auk þess getur þú valið dvöl á Hótel 33, þar sem
eingöngu ungt fólk býr.
Brottfarardagar:
Auk þessarar sérstöku ferðar 9. júlí eru ferðir fyrir
Klúbbmeðlimi: 18. júní - 2., 9., 23. og 30. júlí, 3., 10.,
17. og 24. sept., L, 8. og 15. okt.
Nánari upplýsingar gefur
FERÐASKRIFSTOFAN SUNNA
Bankastræti 10.
FERÐAKLÚBBUR UNGA FÖLKSINS
®q®