Morgunblaðið - 13.06.1978, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1978
Vínnings-
númer birt í
Skyndihapp-
drætti FEF
Vinningsnúmer í Skyndihapp-
drætti Félags einstæöra foreldra
hafa nú verið birt og eru sem hér
segir:
Toshiba litasjónvarp að verð-
mæti 356 þús. nr. 1805.'Thoshiba
litasjónvarp að verðmæti 266 þús.
nr. 107. Thoshiba stereosamstæða
að verðmæti 165 þús. nr. 7050.
Toshiba stereosamstæða að verð-
mæti 165 þús. nr. 9993. 5.—12
vasatölvur hver að verðmæti kr. 6
þús. komu á þessi númer: 8364,
3131, 5571, 2896, 2886, 8526, 9183,
9192. Vinninga skal vitjað á
skrifstofu FEF í Traðarkotssundi
6.
29555
Leitið upplýsinga
um eignir
SÖIum.
Ingólfur Skúlason
Lárus Helgason
Svanur Þór Vilhjálmsson hdl.
EIGNANAUST
LAUGAVEGI 96
(vió Stjörnubió)
SÍMI 29555
\ÞURF/Ð ÞER H/BYLI
★ Gamli bærinn
Góð 3ja herb. 85 fm. íbúð á 2.
hæð.
★ Tunguheiði
2ja herb. íbúð, rúmlega tilbúin
undir tréverk og málningu,
íbúðin er tilbúin til afhendingar
strax.
★ Æsufell
2ja herb. íbúð á 5. hæð.
★ Birkimelur
3ja herb. íbúð á 3. hæð.
★ Barmahlíð
4ra herb. íbúð í risi. Góð íbúð.
★ Búðargerði
Nýleg 3ja herb. íbúð á 2. hæð.
(efsta hæð). Stofa 2 svefnherb.,
eldhús, bað. Suður svalir.
Falleg eign.
★ Æsufell
5 herb. íbúð, 2 stofui, 3
svefnherb., eldhús, búr og bað.
Glæsilegt útsýni.
★ Garðabær
Fokheld raðhús, með inn-
byggðum bílskúr. Glæsileg hús.
★ Breiðholt
Fokheld raðhús, með innbyggö-
um bílskúr. Húsin verða afhent
pússuð utan með gleri, útihurð-
um. Teikningar í skrifstofunni.
★ Hveragerði
Einbýlishús 160 fm. Verð kr.
10—11 millj.
★ Iðnaðarhúsnæði
1. hæð, 300 fm. Lofthæð 5,60.
Þrennar innkeyrsludyr, 2. hæð,
300 fm. Lofthæð 3 metrar.
Húsið er tilbúið til afhendingar.
HÍBÝLI & SKIP
Garðastræti 38. Sími 26277
Gísli Ólafsson 20178
Björn Jónasson 41094
Málflutningsskrifstofa
Jóri Ólafsson hrl. Skúli Pálsson hrl.
Einstakt
tækífæri
íslenzkt tónlistarfólk á Listahátíð ’78
í kvöld býðst íslenskum
tónlistarunnendum einstakt
tækifæri til að hlýða á vandað-
an kórsöng — einstakt tæki-
færi í fyllstu merkingu þeirra
orða> Það er lán f óláni að
sídasla barnakórakeppni Norð-
urlanda skuli verða á Reyk-
vískri Listaháti'ð '78. í tólf ár
hefur keppnin undið svo uppá
sig, bæði að umfangi og gæðum
tóhiistarflutnings að nú verður
að leggja hana niður! Útvarps-
stöðvar Norðurlanda ráða ekki
lengur við umstangið og undir-
búningsvinnuna og hafa tekið
þetta ráð í trausti þess að
kcppnin hafi nú þegar náð
tilgangi sfnum sem var sá að
hvetja kóra til listrænna af-
reka. Forráðamenn keppninn-
ar fullyrða, að Norðurlöndin
eigi nú á að skipa fjölda barna-
og unglingakóra sem „standa
þeim bestu annarsstaðar f
heiminum hvergi að baki.“
Um hlut íslenskra kóra í
keppninni til þessa, þ.e. kór
Öldutúnsskóla undir stjórn Eg-
ils R. Friðleifssonar og kórs
Menntaskólans við Hamrahlíð
undir stjórn Þorgerðar Ingólfs-
dóttur, segja núverandi forráða-
menn að hún hafi markað
þáttaskil í allri starfsemi beggja
kóranna og orðið „lyftistöng í
starfsemi annarra barna- og
unglingakóra Islands sem í
auknum mæli eru farnir að bera
sig saman við þessa tvo kóra
sem bestir verða að teljast hér
á landi og jafnvel þó víðar sé
leitað." Það er ánægjulegt að
forsprakkar Norrænu barna- og
unglingakórakeppninnar skuli
þess vissir að starf þeirra hafi
borið fullnaðar ávöxt. En það
skýtur skökku við, að stofnun
skuli lögð niður sem allir virðast
sammála um að hafi gefið góða
raun. Væri ekki nær að knýja á
frekar en leggja upp laupana?
Auk þess verður enginn full-
numa í tónlist; kórar, hljóðfæra-
leikarar eða aðrir. Námið er
þrotlaust og það í sjálfu sér
gefur því ómælanlegt gildi. Ef
barna- og unglingakórakeppni
Norðurlanda hefur þann töfra-
mátt sem fólk vill vera láta er
það nánast skylda aðstandenda
hennar að sjá til þess að
starfinu verði haldið áfram í
einhverri mynd ellegar draga úr
stóryrðum og lofi henni til
handa.
Egill R. Friðleifsson tónlistar-
kennari, sem ásamt Guðmundi
Gilssyni vara-tónlistarstjóra
Ríkisútvarpsins hefur borið hita
og þunga undirbúningsstarfsins,
hafði eitt og annað að segja um
keppnina er blaðamaður hitti
hann að máli. En áður en
athugasemdum Egils verður
komið á framfæri birtist hér
fréttatilkynning sení aðstand-
endur keppninnar hafa látið
fara frá sér:
Dagana 12. —18. júní nk.
munu dvelja hér nær 200 nor-
ræn ungmenni við samkeppni í
kórsöng og söngskemmtunum
fyrir almenning. Barnakóra-
keppni Norðurlandanna verður
hér háð í síðasta skipti 13. júní
í Háskólabíói. Hún hefur farið
fram undanfarin 12 ár á hinum
Norðurlöndunum til skiptis og
er nú komið að þáttaskilum.
Bæði er að kostnaðurinn hefur
farið árlega vaxandi svo að
illviðráðanlegt hefur orðið og
svo hitt sem talið er vera
maklegt orðið að árangur þess-
arar samvinnu norrænu út-
varpsstöðvanna hefur orðið svo
mikill að menn eru sammála um’
að bestu barnakórarnir séu
orðnir það góðir að erfitt muni
reynast þar um að bæta.
Islensku kórarnir tveir, sem
undanfarin ár hafa verið þátt-
takendur í þessari keppni, hafa
tekið þeim framförum við að
þreyta þessa raun að þeir eru nú
taldir meðal bestu sambæri-
legra kóra á Norðurlöndum.
Norrænu kórarnir munu
dvelja í Skálholti dagana
14,—16. júní í boði Kórs Öldu-
túnsskóla í Hafnarfirði sem til
þess hefur hlotið nokkurn styrk
frá Norræna menningarsjóðn-
um og Menntamálaráðuneytinu.
Þar munu færustu söngstjórar
Norðurlandanna þjálfa þá sam-
eiginlega og samræma þá söng-
tækni sem bestan árangur hefur
gefið. Einnig verður þeim kennt
að syngja nokkru lög á öllum
Norðurlandamálunum sem kór-
arnir munu syngja á tónleikum
í hátíðarsal Menntaskólans við
Hamrahlíð föstudaginn 16. júní.
Norrænu barnakórarnir
munu taka þátt í þjóðhátíð-
arhöldunum 17. júní, bæði með
því að syngja fyrir sjúka og
aldraða og koma fram á
skemmtuninni á Arnarhóli.
Söngur kóranna verður að
sjálfsögðu hljóðritaður af út-
varpinu, og sjónvarpið mun láta
gera dagskrá úr íslandsferðinni
sem flutt verður í sjónvarps-
stöðvum Norðurlandanna.
Egill R. Friðleifsson sagði, að
keppnisstjórnin hefði farið þess
á leit við Jón Nordal tónskáld og
skólastjóra Tónlistarskólans í
Reykjavík, að hann semdi tón-
verk það, sem öllum kórunum
yrði gert skylt að syngja fyrir
prófdómarana. Jón varð við
þessari ósk og því er nú til
tónverkið SALUTATIO
Egill R. Friðleifsson
MARIÆ fyrir sex samkynja
raddir. Það hefur verið gefið út
af Ríkisútvarpinu. Ber að fagna
þessu framtaki. Það er alltof
sjaldan sem tónverk eru gefin út
hér á landi. Einnig hafði Egill
í fórum sínum nýtt kórlagahefti
sem allar útvarpsstöðvar
Norðurlanda stóðu að en það
hefur að geyma tuttugu og fimm
lög eða fimm lög frá hverju
Norðurlandanna. Þetta hefti á
að gefa hugmynd um tónhefð
Norðurlanda, enda hefur það að
geyma bæði þjóðlög, þjóðsöngva
og samtímaverk. í heftinu, sem
nefnist LÁT SÖNGINN
HLJÓMA, eru þrjú íslensk
þjóðlög. í útsetningu Jóns
Ásgeirssonar, verk eftir Pál P.
Pálsson er nefnist BÚ LÚ LA
LA, auk þjóðsöngsins. Um tilurð
þessa heftis segir Egill, að þar
sem keppnin ein hafi þótt orka
tvímælis, eða keppnisfyrir-
komulagið, hafi Islendingarnir
sem að undirbúningi unnu viljað
gera meira að þessu sinni. Var
Stungið uppá því, að kórarnir
færu allir til Söngmóts að
Skálholti að lokinni keppni þar
sem gæfist tækifæri til að
syngja og starfa saman við
eðlilegri aðstæður. Sönglaga-
heftið var tekið saman gagngert
með Skálholtsmótið í huga. Er
Byggingaréttur —1000 fm
Til sölu er 1000 fm. byggingaréttur á einni hæö (2. hæö). Mjög vel staösettur
í borginni. Upplýsingar aöeins veittar á skrifstofu minni.
Magnús Hreggviösson viðskiptafr.
Síðumúla 33.
Félagshyggja og félagi
Napóleon - leiðrétting
NOKKRAR prentvillur voru því
miður í grein Ólafs Björnssonar
prófessors í blaðinu s.l. laugardag.
í 5. línu að ofan í 3ja dálki á Jsls.
16 á að standa: „Báðum var ljóst“.
í miðjum sama dálki kom orðið
„ekki“ í staðinn fyrir „efld“.
Setningin á að vera: „... en í öðru
lagi að frjáls félagasamtök fólks-
ins bæði á sviði efnahagsmála og
menningarmála séu efld til frekari
áhrifa.“
Rétt fyrir ofan miðju í 1. dálki
á bls. 17 á að standa: „Fyrra
dæmið myndi helzt vera að finna
í ættflokkasamfélagi á steinaldar-
»