Morgunblaðið - 13.06.1978, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1978
Guðmundur H. Garðarsson:
HIN NÝJA STÉTT
ógnar frelsi íslendinga
í fyrri grein var gefin stutt
lýsing á hinni nýju stétt í þeim
ríkjum, þar sem valdakerfis-
menn sósíalista á borö viö
Alþýðubandalagsmenn hérlend-
is hafa náð völdum.
En hvað kemur þetta íslandi
við? Alþýðubandalagsmenn á
íslandi eiga ekkert skylt við
erlenda sósíalista! — Skoðum
þetta nánar. Hver er núverandi
staða Alþýðubandalagsmanna í
íslenzku stjórnsýslu- og valda-
kerfi? Hverjir mynda „arðráns-
stéttina" samkvæmt kenningum
kommúnista?
í Þjóðviljanum og jafnvel
Alþýðublaðinu má lesa, að
skcra þurfi niður milliliði,
einkum í þjónustu og viðskipt-
um, þjóðnýta ýmis fyrirtæki
o.s.frv. Þctta þýðir, að nái
þessir flokkar viildum munu
þúsundir manna við verzlunar-
og þjónustustörf missa atvinnu
sína og aleigu.
Engum hugsandi manni dylst,
að sósíalísku flokkarnir og
valdamenn hinnar nýju stéttar
á Islandi, stefna markvisst að
því að eyðileggja lífsgrundvöll
þess hluta íslenzku borgara-
stéttarinnar, sem hefur tekizt
að vernda sjálfstæði sitt fyrir
ofríki kerfisins með virku og
óháðu starfi út í hinu frjálsa
atvinnulífi. Kerfissósíalistarnir
vita sem er, að takist að
einangra þetta fólk og þann
flokk, sem hefur barizt fyrir
tilveru þess, Sjálfstæðisflokk-
inn, verða völd þeirra í landinu
alger.
Frelsið er
dýrmætt
Islendingar mega ekki láta
tálsýnir. falshugmyndir og
fordóma hinnar nýju stéttar
valdamanna, cins og hún birt-
ist í gervi frambjóðcnda
Alþýðubandalagsmanna og
Alþýðuflokksmanna þessa dag-
ana, viila sér sýn.
Frelsið er of dýrma'tt til þess
að því verði fórnað breyting-
anna vegna. Sú hætta blasir við,
vegna þeirrar auknu valdatil-
færslu til vinstriflokkanna, sem
ætti sér stað, ef þeir ynnu
verulega á í alþingiskosningun-
um og mynduðu vinstri stjórn
að þeim loknum. Þessu til
áherzlu má benda á, að flestir
helztu frambjóðendur þessara
fiokka eiga rætur sínar í valda-
stofnunum hinnar nýju stéttar.
Þeir eru annað hvort embættis-
menn, stéttaforingjar eða ráðnir
talsmenn vinstriflokkanna.
Kjarni hinnar
nýju stéttar
Kjarna hinnar nýju stéttar
er nú þegar að finna í fram-
bjóðendum Alþýðubandalags-
ins og Alþýðuflokksins, vinstri
verkalýðsleiðtogum þessara
flokka. vinstri mönnum í
stjórnsýslukcrfi ríkis og sveft-
arfélaga. skólakerfinu. ýmsum
opinberum stofnunum o.s.frv.
— Síðustu vígi hins frjálsa og
óháða einstaklings eru enn
Alþingi og hið frjálsa
atvinnulíf, þar sem sósíalistar
hafa ekki getað hreiðrað um sig.
Fái þeir mikið fylgi í næstu
alþingiskosningum, hafa þeir
öðlazt það úrslitavald, sem
dugir til þess að gera út af við
athafnafrelsið í landinu og þar
með frelsi og sjálfstæði ein-
staklinganna.
Eg er ekki viss um, að fólkið í
landinu geri sér grein fyrir hvað
hin nýja valdastétt vinstri
manna er búin að koma sér vel
fyrir í stjórnunarkerfi þjóðar-
innar. Það eina, sem upp á
vantar til að fullkomna valda-
tökuna er að koma Sjálfstæðis-
flokknum — sjálfstæðu fólki —
á kné og ná lykilvöldum á
Alþingi.
Valdið er
aðalatriðið
Þess vegna gat Lúðvík Jóseps-
son, forustumaður kommúnista
á íslandi, sagt með sigurvissu í
sjónvarpinu fyrir skömmu:
„Okkur — Alþýðubandalags-
mönnum er ekkert keppikefli að
komast í ríkisstjórn aðalatriðið
er að ráða“.
Og hverju ráða svo
kommúnistarnir í íslenzku
valdakerfi?
Þeir ráða yfir Alþýðusam-
bandi íslands, Verkamannasam-
bandi Íslands, Bandalagi starfs-
manna ríkis og bæja, Launa-
málaráði Bandalags háskóla-
menntaðra manna, Samtökum'
kennara og fjölda stórra verka-
lýðsfélaga. Flestir starfsmenn
þessara samtaka eru Alþýðu-
bandalagsmenn og jafnvel
kommúnistar af gamla skólan-
um. Þeir fjalla um málefni tuga
þúsunda manna og hafa gnótt
fjár .í félags- og áróðursstarf-
semi. Einstakir félagsmenn eða
minnihluti eru sjaldan spurðir
ráða. Forustan ræður.
Það þarf tugi milljóna til að
framkvæma og skipuleggja
verkföll, hvort sem er í fagleg-
um eða stjórnmálalegum til-
gangi.
Vitað er um skipulagða undir-
róðursstarfsemi vinstri sinn-
aðra kennara í æðri skólum.
Nemendur eru til frásagnar um
það. Meðan foreldrar þessara
nemenda eru önnum kafnir við
störf úti í þjóðlífinu, eru ýmsir
þessara vinstri kennara á full-
um launum að ástunda þá iðju
að grafa undan frjálsu borgara-
Hluti
legu þjóðskipulagi með þvf að sá
efasemdum í hugi ómótaðs ungs
fólks um ágæti þess og innræta
því sálarlausan sósíalisma.
Eftir síðustu sveitarstjórna-
kosningar, og við það að vinstri
flokkarnir náðu meirihlutanum
í borgarstjórn Reykjavíkur,
hafa Alþýðubandalagsmenn náð
undirtökunum á þessum mikil-
væga vettvangi valddreifingar
til þessa.
Vefur
kommúnista
Myndin er skýr. Kommúnist-
ar hafa ofið sinn vef vel.
Alþýðuflokksmenn eru fastir í
þessum vef. vegna samstöðu
þeirra við kommúnista í ASÍ,
BSRB, sveitarstjórnum og víð-
ar. Hvert atkvseði til Alþýðu-
flokksins í komandi kosningum
styrkir völd Alþýðubandalags-
ins og samtryggingarkerfi
hinnar nýju stéttar.
Islendingar verða að gera sér
grein fyrir hinni miklu hættu
sem vofir yfir þjóðinnt, ef
kommúnistar Alþýðubandalags-
ins eflast enn meir að völdum
með stuðningi Alþýðuflokks-
manna, sem fylgja þeim dyggi-
lega eftir í valdakerfi hinnar
nýju stéttar.
Við viljum
vera frjáls
Víða heyrist fólk segja: Við
viljum nýja menn. Við viljum
Guðmundur H. Garðarsson
breytingar. En áður en endanleg
afstaða er tekin, bið ég hvern
einstakling að íhuga þetta: Er
það breyting til hins betra?
Tryggir það betur frelsi mitt og
barna minna eða styrkir stuðn-
ingur minn við Alþýðubanda-
lagið og Alþýðuflokkinn enn
meir völd hinnar nýju stéttar,
forustumannanna í kerfinu?
Kerfi, sem gerir frjálsa menn
að þrælum. þrælum félags-
sósíalisma hinnar nýju stéttar.
Pólitísk endurhæf-
ing eða brottrekstur
Vinnubrögð hinnar nýju stéttar gagnvart starfsmönnun Reykja-
víkurborgar undir vinstri stjórn. — Þjóðviljinn 10. júní sL:
„Guörún Helgadóttir sagði
fyrir kosningar, að annað hvort
þyrfti að endurhæfa embættis-
menn borgarinnar eða reka þá.
Meirihlutaflokkarnir í borgar-
stjórn hljóta nú að setja reglur
um það, að enginn af æðstu
embættismönnum borgarinnar
verði ráðinn lengur en til 4—6
ára.
Þeim sem eftir sitja hlýtur
að verða gert ijóst að annað
hvort sé að endurhæfa sig
þannig að þeir séu færir um að
framkvæma vilja meirihluta-
flokkanna eða að sjá sóma sinn
í að segja upp störfum, ef þeir
ættu að halda áfram íhalds-
þjónkun sinni og grafa undan
nýjum meirihluta" (Tilvitnun
Þjóðviljans lýkur).
Reykvíkingar og allir lands-
menn takið eftir>
Aðeins hálfur mánuður er
liðinn frá því að kommúnistar
Alþýðubandalagsins náðu undir-
tökunum í borgarstjórn Reykja-
víkur. En þrátt fyrir það hversu
skammt er um liðið frá valda-
töku þeirra, er því slegið föstu,
að þeir embættismenn, sem
kommúnistar vilja losna við,
grafi undan nýja meirihlutan-
um.
Embættis- og starfsmenn
borgarinnar hafa unnið störf sín
að venju. Þeir eru þekktir að
óhlutdrægni.
En persónuofsóknir hinnar
nýju valdastéttar Reykjavíkur-
borgar eru hafnar.
Krafizt er skilyrðislausrar
hlýðni við valdaklíkuna og af-
neitun eigin persónuleika með
endurhæfingu, ef menn eigá að
fá að halda stöðu sinni.
I kommúnistaríkjunum eru
endurhæfingarstöðvar, þar sem
persónuleiki einstaklinganna er
þurrkaður út, veigamiklar stofn-
anir í stjórnsýslukerfinu.
Alþýðubandalagið hefur
kastað grímunni. Hið sanna
eðli valdníðslu og mannfyrir-
litningar segir fljótt til sín.
Þennan flokk kommúnista eiga
íslendingar að varast, vilji þeir
halda frelsi og sjálfstæði.
Þriðjudagur 30. maf 1978
hinnar nýju stéttar
FramkvKmdastjdrn Alþýðubandalagsins héltfnnd I Þórshamri sfftdegis f gær, þar sem r*tt var um kosningadralitin og skipulagntngu kosn-
ingastarfsins fyrir alþingiskosningarnar. A myndinni eru m.a. nokkrir þingmenn Alþýðubandalagsins, verkaiýAsleifttogar og fimm borgar
fulltrúar Alþýðubandalagsins I Revkiavik. — Liósm. eik.