Morgunblaðið - 13.06.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.06.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1978 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveínsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guómundsson. Fróttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og afgreiðsla Aóalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar AðSlstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2000.00 kr. ó mánuói innanlanda. í lausasölu 100 kr. eintakið. Varanleg vegagerð Fyrir einum ok hálfum áratug voru flestar Kötur í Reykjavík malartíötur. Þáverandi bornarstjóri í Re.vkjavík, Geir Hallíirímsson, laíiði þá fram 10 ára áætlun um malbikun (íatna. Fæstir höfðu trú á því, að sú áætiun fíæti staðizt en reyndin varð sú, að hún stóðst ok vel það. Nú má segja, að það sé reKla, að Kötur í höfuðborKÍnni séu malbikaðar um leið ok hverfin byKKjast. Þessi b.vltinK í KatnaKerð í Reykjavík hafði víðtæk áhrif um land allt. Bæjar- ok sveitarfélöK, fjölmenn sem fárnenn, hafa lagt áherzlu á það á undanförnum árum að leKKja varanleKt slítla-K' á Kötur. Kaupstaðir ok kauptún hafa Kerbreytt um svip. Hins veKar hefur varanleK veKaKerð um landið sótzt seint. I ráðherratíð InKÓifs Jónssonar á tímum Viðreisnarstjórnar var hafizt handa um varanleKa veKaKerð utan Reykjavíkur. En eftir fyrsta átakið á því sviði dró úr framkvæmdum á tímum vinstri stjórnar ok þær hafa aldrei komizt veruleKa á skrið síðan. Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn laKt fram nýja áætlun um varanlega veKaKerð um landið allt á 15 árum. Einhver kann að sefya, að þetta sé kosninKabrella einber, ]>ar sem máiið er kynnt nú skömmu fyrir þinKkosninKar. Það er á misskilninKÍ byKKt- EðlileKt er, að stjórnmálaflokkar kynni í kosninKabaráttu ný baráttumál. Það hefur Sjálfstæðisflokkurinn Kert nú. í kosninKaávarpi Sjálfstæðisflokksins, sem hirt hefur verið, er sú stefna mörkuð að leKfíja skuli varanleKa vökí til allra byKKÖarlaKa á næstu 15 árum. Málefnanefnd um saniKönKumál, sem starfað hefur á veKum Sjálfstæðisflokksins, hefur unnið að nndirbúninKÍ þessarar stefnumörk- unar. Hún leKKur til, að því marki verði .náð á 15 árum að leKlíja varaidéKt slitlaK á veKÍ til allra byKKÖarlaKa. Sumum kann að finnast það lanKur tími. En þetta eru raunhæf stefnumörk. EnKum tilKanKÍ þjónar að leKKja fram tillöKur, sem ekki eru raunhæfar. Slíkar tillöKur eru kosninKabrellur. Sjálfstæðisflokkurinn leKKur til, að varanleKt sIitlaK verði lagt á veKakerfi, sem er 2500 km. að lenKd. Þar af hefur þetta þegar verið framkvæmt á 200 km. LaKt er tii, að fyrsti fimm ára áfanKÍnn nái til 800 km. j öðrum áfanKa er miðað við 800—900 km. í þriðja áfanKa yrði lokið við hrinKveKÍnn ok náð fullri tenKÍnKU við Vestfirði ok önnur byKKÖarlöK tenKd KÓðveKakerfi. Þessar framkvæmdir munu kosta mikið fé. Talið er, að fyrsti 5 ára áfanKÍnn muni kosta um 27 þúsund milljónir króna. En að mati Sjálfstæðisflokksins er hér ekki um stærra verkefni að ræða fyrir • þjóðina alla en það var fyrir ReykvíkinKa á sínum tíma að malbika allar 'Kötur borKarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn K<?rir nákvæma Krein fyrir því, hvernÍK eÍKÍ að fjármaKna þessar framkvæmdir. Lagt er til, að ByKKðasjóður leKKÍ árleKa fram fé til þeirra. Fyrsta árið á B.VKKÖasjóður að leKKÍa fram 1000 milljónir króna ok síðan á sú upphæð að hækka árleKa í samræmi við vísitölu veKamála. Þá er Kert ráð f.vrír, að 2000 milljóna króna verði aflað árleKa með sölu happdrættisskuldabréfa. Loks er tiert ráð f.vrir, að þær tekjur, sem ríkissjóður hefur af umferð oK bifreiðum næstu árin umfram þær forsendur sem afKreiðsla fjárlaKa í ár byKKÍr á KanKÍ til þessara framkvæmda sérstakleKa. Talið er, að þessi liður einn muni nema um 2000 milljónum króna á næsta ári ok vaxa um 10" að verðKÍldi í fyrirsjáanleKri framtíð. Oft er talað um toKstreitu milli þéttbýlis ok dreifbýlis. Hér er um verkefni að ræða, sem fólk í þéttbýli ok dreifbýli Ketur tekið höndum saman um. VaranleK veKaKerð um landið er í allra þágu, hvort sem þeir búa í þéttbýli eða dreifbýii. VaranleK veKaKerð um er næsta stóra framkvæmdin, sem þessi þjóð þarf að ráðast í. VaranleK veKaKerð um landið allt mun breyta íslandi alveK eins ok hún hefur breytt svipmóti kaupstaða ok kauptúna. Þetta er heillandi ok verðuKt verkefni, sem þjóðin öll á að Keta sameinast um. Þess veKna ber að fagna því, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið þetta mál upp nú í kosninKabarátt- unni. VæntanleKa verður það mikið rætt ok ýmis sjónarmið sett fram. En rniklu skiptir, að þessar tillöKur fái hljómKrunn-OK að þeim verði hrint í framkvæmd. Stefna að vinstri stjóm Formenn Sjálfstæðisflokks ok Framsóknarflokks hafa lýst því yfir, að flokkar þeirra gangi til þessara kosninKa með óbundnar hendur um samstarf eftir kosninKar. Það þýðir, að allt er opið í þeim efnum. Urslit syeitarstjórnarkosninKanna eru vísbendinK um, að tilraun verður Kerð til þess að mynda nýja vinstri stjórn að kosninKum loknum. Einn af þinKmönnum Framsóknarflokksins á Austurlandi, Halldór ÁsKrímsson, staðfesti þetta á framboðsfundi í kjördæmi sínu fyrir helKÍna er hann saKÖi, að Framsóknarflokkurinn væri tilbúinn til þess að efna til nýrrar vinstri stjórnar að kosninKum loknum. Afstaða AlþýðubandalaKsins kom skýrt irarn á framboðsfundi í Norðurlands- kjördæmi eystra fyrir nokkrum döKum er Stefán Jónsson, alþinKÍsmað- ur, lýsti því yfir, að af hálfu AlþýðubandalaKsins kæmi stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn ekki til Kreina. Það fer því ekki á milli mála að hverju er stéfnt. Vinstri stjórn þýðir önKþveiti í efnahaKsmálum ok varnarlaust land eins ok þjóðin veit eftir reynsluna af vinstri stjórninni 1971 — 1973. Þess veKna snúast þessar kosninKar að mjöK veruleKu leyti um það, hvort mynduð verður vinstri stjórn að kosninKum loknum eða ríkisstjórn með þátttöku Sjálfstæðisflokksins. EinunKÍs sterkur stuðninKur kjósenda við Sjálfstæðisflokkinn í kosninKunum Ketur komið í veg fyrir, að mynduð verði vinstri stjórn, sem hafi það eitt af helztu stefnumálum sínum að rifta varnarsamninKnum. Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra; Hvernig liði okkur, ef 5 þúsund vinnu- færra manna gengju um atvinnulausir? Ríkisstjórnin tók þegar í upphafi ákveðið á þeim mikla efnahagsvanda, sem blasti við í ágústlok 1974, með þrjú megin- markmið fyrir augum: 1) Að tryggja fulla atvinnu um allt land. 2) Að koma á jafnvægi í við- skiptum við aðrar þjóðir og hamla þar með gegn skulda- söfnun erlendis. 3) Að draga úr verðbólgu. Viðurkenning á staðreyndum Undan því varð ekki vikist að grípa til ráðstafana, sem reynst gætu óvinsælar. Þegar á fyrstu dögum ríkisstjórnarinnar var gengið fellt, óbeinir skattar bækkaðir nokkuð. Hvort tveggja var í reynd ekki annað en viðurkenning á staðreyndum og orðnum hlutum, sem skotið hafði verið á frest fram yfir kosningar af fyrri stjórn. Þá var framlengt afnám vísitölubind- ingar á laun, sem fráfarandi stjórn hafði lögfest um vorið. Á hinn bóginn gerði hin nýja ríkisstjórn samtímis sérstakar ráðstafanir til þess að tryggja hag þeirra, sem lægst laun höfðu, með lögum um launajöfn- unarbætur á lægstu laun og samsvarandi hækkun á bótum almannatrygginga. Viðskiptakjör versnuðu í upphafi var ljóst, að ekki væri þess að vænta, að skjótur árangur næðist á öllum sviðum efnahagsmála. Mikill verðbólgu- þrýstingur var innibyrgður á flestum sviðum efnahagslífsins, er dró lengri slóða eftir sér en jafnvel var unnt að sjá fyrir. Á daginn kom einnig, að þótt upphaflegar efnahagsráðstafan- ir ríkisstjórnarinnar hefðu tví- mælalaust mikil jákvæð áhrif þegar í stað, þá reyndist þróun efnahagsmála í umheiminum okkur svo andsnúin árin 1974 og 1975, að viðskiptakjörin versn- uðu enn, eða um 25—30% á 1 '/2 —2 árum, og þegar í upphafi árs 1975 varð á ný að grípa til róttækra ráða til að tryggja afkomu undirstöðugreina at- vinnulífsins og koma i veg fyrir vaxandi halla í utanríkisvið- skiptum. Það var því ekki fyrr en á árinu 1976, að árangur stefnu hægfara aðlögunar að breyttum ytri skilyrðum fór að koma í ljós að því er varðar viðskiptajöfn- uðinn. Baráttan gegn verðbólg- unni skilaði ekki skýrum árangri fyrr en á árinu 1977. Á árinu 1978 standa vonir til að við náum hallalausum utan- ríkisviðskiptum. Veröbólgan seinunnin Verðbólgan hefur reynst sein- unnin, en um mitt ár 1977 hafði þó tekist að helminga hana frá því sem hún var, þegar ríkis- stjórnin tók við, eða úr 50% í 25—26%. Eftir mitt ár 1977, í kjölfar kjarasamninga þá, sner- ist þróunin hins vegar á verri veg. Við þessu varð að snúast, og þar með erum við komin að nauðsyn efnahagsráðstaf- ananna í febrúar á þessu ári. Þær voru óhjákvæmilegar til þess að við lentum ekki inn í nýrri sprengihækkun verðbólg- unnar. Ríkisstjórnin gerði sér vel ljóst, að ráðstafanirnar yrðu óvinsælar, en setti þjóðarheill ofar stundarvinsældum. Þetta veit ég, að kjósendur munu skilja, þegar að kjörborðinu kemur. Jafnframt því sem ríkis- stjórnin hefur reynt að draga úr verðhækkunum og þjóðárút- gjöldum til þess að koma á jafnvægi í þjóðarbúskapnum, hefur hún freistað þess að óhjákvæmilegar aðhaldsaðgerð- ir kæmu sem léttast niður á þeim, sem hafa úr minnstu að spila. Þetta sanna bæði hennar fyrstu og síðustu gerðir á sviði launamála og aðgerðir hennar í lífeyrismálum. Verulegur árangur Mikill halli varð á ríkisfjár- málum 1974 og 1975, eða 3—4% af þjóðarframleiðslu. Ur þessu tókst að bæta verulega á árinu 1976 og 1977 og stefnt er að jöfnuði á þessu ári. Einnig á þessu sviði er árangur af stefnu ríkisstjórnarinnar að koma í ljós. Þegar á heildina er litið, er árangur í efnahagsmálum veru- legur: í íyrsta lagi hefur full at- vinna haldist um allt land allt kjörtímabilið. í öðru lagi tókst þegar á árinu 1976 að draga verulega úr viðskiptahalla og er nú stefnt að jafnvægi í viðskiptum við aðrar þjóðir og þar með að því að draga úr skuldasöfnun erlendis. í þriðja lagi dró úr verðbólgu á síðari hluta árs 1975, á árinu 1976 og fram á mitt ár 1977, úr 50% í 26%. Nú ríður á að láta ekki hrekjast af þessari réttu leið. í fjórða lagi hefur á síðari hluta kjörtímabilsins tekist að koma á miklu betra jafnvægi í ríkisfjármálum en var þegar stjórnin tók við. í fimmta lagi hefur tekist að ná þessum árangri samhliða því að frá árinu 1976 hefur kaup- máttur kauptaxta og tekna almennings tekið að vaxa á ný og er nú meiri en best hefur þekkst áður í jafnlangan tíma. Þetta er e.t.v. merkilegasti vitnisburður um árangur okkar í efnahagsmálum. Iðnríki Vesturlanda hafa á síðustu árum átt við að stríða umfangsmesta efnahagsvanda síðan á fjórða áratug þessarar aldar, þegar heimskreppan stóð yfir. Um fimm af hundraði af mannaflanum, eða meira en 15 milljónir manna hafa gengið atvinnulausar í löndum þeim, er eiga aðild að Efnahags- og framfarastofnuninni, OECD. Það er þó enn alvarlegra, að menn búast við því, að atvinnu- leysi í þessum löndum verði enn um langa framtíð útbreitt. Hvernig liði okkur ef meira en 5 þús. vinnufærra manna gengju hér atvinnulausir? Á sama tíma og þetta ófremdarástand ríkir víða um lönd, hefur tekist að halda hér á landi fullri atvinnu, jafnframt því, sem við nálgumst viðunandi jöfnuð í viðskiptum okkar við önnur lönd en bætum þó lífskjör almennings. Fimm þús. kr. sekt á kind, tíu þús. á hross I iyrrasumar var sett upp girðing frá Vogum til Grindavík- ur, þvert yfir Reykjancsskaga og er allt land vestan girðingarinn- ar yíirlýst landgræðslusvæði. Skv. frétt í Suðurnesjatíðindum er nú ákveðið að fygja því strangt eftir í sumar að ekki finnist búíé á svæðinu eftir að smölun hefur farið fram og verður beitt sektar- ákvæðum. sem verða 5000 kr. á kind og kr. 10 þúsund á hest, auk þess sem grciða þarf fyrir kostn- að af íóðrun og gæslu gripanna, séu þeir ekki sóttir strax. Þeir verða ella seldir fyrir áföllnum kostnaði. Öllum fjáreigendum innan girð- ingar er skylt að hafa búfé sitt á afgirtum svæðum eða í ógölluðum girðingum í heimahögum viðkom- andi búfjáreiganda. Eftir að girð- ingin var tilbúin í fyrrasumar var sett upp hlið við Reykjanesbraut á móts við Vogaafleggjara og var þess gætt allan sólarhringinn, en þó ekki nema einn mánuð, en þá var komið að haustsmölun. Nú er búið að ráða verktaka til að annast gæslu innan girðingar- innar. Gunnar Einarsson tekur þetta verk að sér fyrir 5 millj. kr. og verða honum til aðstoöar Theodór Guðlaugsson o.fl. starfs- menn. Á undanförnum árum hefur verið mikið vandamál að verja garða og lóðir íbúanna fyrir ágangi búfjár í þéttbýlinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.