Morgunblaðið - 13.06.1978, Page 36
36
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1978
H vernig b jarga má
slökunarstefnunni?
Það hcíur Kcngið á ýmsu í
framkvæmd hinnar svo-
kölluðu slökunarstefnu
milli risavcldanna.
Markvcrður árantíur hefur
náðst til dæmis í viðræðum
um afvopnunarmál. cn
stöðugt eru þó hlikur á
iofti í samskiptum hinna
tveffgja risavelda, Banda-
ríkjanna og Sovétríkjanna.
Eftirfarandi grein cr birt-
ist í franska blaðinu Le
Mondc cr rituð af banda-
ríska iögfræðingnum
Samuel I’isar. höfundi bók-
anna „Vopn friðarins“ og
„Viðskipti Austurs og Vest-
urs“ — Er hún önnur
tveggja greina þar sem
höfundur leitast við að
svara því hvort slökunar-
stefnan hangi á veikum
þræði að mati Carters
Bandaríkjaforseta og
hvort henni verði hjargað.
Með því að leggja höfuð-
áherslu á baráttuna fyrir mann-
réttindum í utanríkisstefnu
sinni hefur Carter Bandaríkja-
forseta tekist að rétta við álit
Bandaríkjanna út á við eftir hin
erfiðu ár Víetnam og Watergate.
Honum hefur tekist að skapa
Bandaríkjunum á ný þann sess
sem þeim ber. I fremstu víglínu
í baráttunni fyrir frelsi og
réttlæti.
En krossferð hans fyrir meira
frelsi innan hins kommúnistiska
heims hefur að ýmsu leyti líkst
vindhöggi. Sambúðin milli
Sovétríkjanna og Bandaríkj-
anna hefur ekki verið jafn slæm
og nú um margra ára skeið.
Samkomulagið sem náðist á
síðustu stundu um að fram-
lengja í reynd eldri samninga
um takmarkanir eldflaugavopna
sem útrunnir voru þann 3.
október, um óákveðinn tíma í
því skyni að gefa tóm til nýrra
viðræðna um endurnýjun samn-
ingánna, eftir margra mánaða
erfitt og árangurslítið samn-
ingaþjark, staðfestir hvoru-
tveggja í einu að engar framfar-
ir hafi orðið og þá möguleika
sem fyrir hendi eru, ef málið er
skoðað ofan í kjölinn.
Þannig ræðst áframhald
samningaviðræðnanna af því
hvaða stefnu Washington kann
að taka í samskiptum sínum við
Moskvu — og þar með örlög alis
mannkyns — í áratug. í þetta
skipti eru engar villur leyfilegar
ef treysta á undirstöður frið-
samlegrar sambúðar.
Með því að halda áfram
umvöndunarherferð sinni með
mjög svo vafasömum árangri
svo ekki sé meira sagt, er
augljóst að Bandaríkjaforseti á
á hættu að spilla fyrir öðrum
eigi síður nauðsynlegum mark-
miðum og þá fyrst og fremst
stöðvun hins brjálæðislega víg-
búnaðarkapphlaups milli risa-
veldanna.
Að okkur beri skylda til þess
sem Bandaríkjamönnum að
stuðla hvarvetna að mannlegri
reisn ber enginn á móti. Það er
ekki það sem umræðan stendur
um. Spurningin er sú hvort
Carter forseti hafi kosið heppi-
legustu leiðina að þeim höfuð-
markmiðum sem við þjóð okkar
og heiminum öllum blasa.
Bandaríska þjóðin hefur
markað sér skýra siöferðilega
stefnu jafnt í utanríkismálum
sem á öðrum sviðum. Henry
Kissinger, sem mótaður er af
samningalipurð Metternich,
hefur ekki nægilega vel gert sér
þetta ljóst. Jimmy Carter fann
þessa djúpu tilfinningu þjóðar-
Jimmy Carter
innar fyrir meira réttlæti. Með
því að líta á hlutverk Bandaríkj-
anna í heiminum frá hugsjóna-
legra sjónarmiði hefur honum
tekist að vinna utanríkisstefnu
sinni auknar vinsældir meðal
almennings.
En heildarlausn hinna þýð-
ingarmestu vandamála, sem
ekki verður fundin án náinnar
samvinnu austurs og vesturs
hefur verið skotið á frest ef ekki
hefur verið komið í veg fyrir
hana. Þetta er vandinn sem við
er að glíma.
Viðhorf þeirra nýju manna er
nú móta stefnu okkar gagnvart
öðrum þjóðum minna dálítið á
Don Quixtote. Eitt er að fara
réttilega fram á það við einræð-
issinnaðar ríkisstjórnir í nafni
Ameríku, að þær stöðvi notkun
pyntinga og ofbeldis, en sumar
þessar ríkisstjórnir eru raunar
„okkar megin“. Annað er að
þröngva upp á aðrar þjóðir frá
Kína til Brasilíu og frá Pakistan,
til Kúbu, stjórnmálalegu gildis-
mati okkar og venjum, meðan
meirihluti mannkyns er ennþá í
leit eftir hinum frumstæðustu
mannréttindum — réttinum til
vinnu, húsnæðis, menntunar og
heilsugæslu. Stefna okkar ber
vott um stórkostlega tiltrú og
dálítið óraunverulega, á vald
okkar og þrýsting.
Georges Kennan ritaði ný-
lega „Ef það a-vintýri gerðist
nú að hin ótölulega fjöimenna
alþýða heims yrði spurð að því
í stað fámenns hóps fágaðra
mcnntamanna, hvort hún kysi
frckar raunverulega lýðræðis-
legt stjórnkerfi cða öryggi og
trygga vinnu. þyrfti mikla
dirfsku til að halda þvi' fram að
lýðra'ðið sigraði í slíkri kosn-
ingu ef tekin eru mið af því sem
sagan hcfur kennt okkur“i
Þeir Giscard d‘Estaing Frakk-
landsforseti, Schmidt kanslari
V-Þýzkalands og Trudeau for-
sætisráðherra Kanada hafa lát-
ið í ljós það skoðun sína að
Carter hafi í raun sagt skilið við
hin óskráðu lög slökunarstefn-
unnar með röksemdafærslu
sinni. Samkvæmt þeim skilningi
sem Frakklandsforseti leggur í
þessi óskráðu lög fela þau í sér
„hugmyndafræðilegt vopnahlé".
„Þið veljið ykkur þjóðfélagskerfi
sjálfir og við okkar“, sagði hann
að loknum fundi sínum með
Brésnev í Rambouillet síðastlið-
ið sumar.
Það yrði að sjálfsögðu óþol-
andi fyrir vestræna leiðtoga ef
þeir þyrftu að þegja yfir kúgun-
araðferðum þeim sem beitt er í
kommúnistaríkjunum, aðeins til
að forðast það að leiðtogar
þeirra móðgist. En með því að
ögra Rússum á opinn kerfis-
bundinn hátt með því að minn-
ast á hrein innanríkismál þeirra
og hitta með því á viðkvæmasta
blettinn á stjórnarfari þeirra, er
það staðreynd að með þessu
opna Bandaríkjamenn í raun
nýja hugmyndafræðilega víg-
línu.
Og þegar á annað borð ákafi
Hvíta hússins í að stuðla að
mannréttindum er orðinn að
krossferð, gæti svo farið að
aðrir aðilar hæfu slíkt hið sama.
Slikum athöfnum gæti orðið
ómögulegt að stjórna og gætu
þær hugsanlega farið út fyrir
þau takmörk sem forsetinn og
ríkisstjórnin hafa sett sér.
Þessa sjást þegar nokkur merki
í Fulltrúadeildinni.
I þessu andrúmslofti þjóta
hinar hátt stemmdu ákvarðanir
Carters varðandi ákvarðanir
hans um áframhald vígbúnaðar-
kapphlaupsins, framleiðslu
gagneldflauga og nifteinda-
sprengju, ásamt beiðni hans um
að bandamennirnir innan
NATO auki framlög sín til
hermála, framhjá sem hvirfil-
byljir væru.
Það er óhjákvæmilegt að
sérhvert vandamál sé tengt öðru
bæði stjórnmálalega séð og
sálrænt. Afleiðingin verður end-
urskoðun á samvinnu, jafnvel á
þeim sviðum þar sem Bandarík-
in og Sovétríkin hafa sameigin-
legra hagsmuna að gæta. Áætl-
anir beggja aðila um að draga
úr vígbúnaðarkapphlaupinu
hafa verið settar skör lægra en
áður. Viðskipti landanna staðna
vegna þess að stjórnendur fyrir-
tækja í báðum löndunum fara
. sér hægt vegna óvissunnar um
það hver verður framvinda hins
stjórnmálalega ástands.
Iðnrekendur, vísindamenn,
listamenn og aðrir þeir er hafa
áhuga á samskiptum milli aust-
urs og vesturs á sviði viðskipta,
vísinda og menningarmála taka
að finna til sektarkenndar
vegna þess að þeim er talin trú
um að þeir hafi gert samning við
Kölska.
Yfirlýsingar þær og sú af-
staða sem forsetinn þefur tekið
varðandi hina óverjandi stöðu
mannréttinda í Sovétríkjunum,
réttlæta illa svo ekki sé meira
sagt þann mótmælakór sem
heyrist í frá Moskvu. Einkabréf
Giscard d'Estaing
hans til hins mikla vísinda-
manns og leiðtoga sovéskra
andófsmanna Andrei Sakharov
var ekkert annað en samúðar-
vottur. Hið sama má einnig
segja um fund hans með Vladi-
mir Bukovsky í hvíta húsinu. Ef
hægt hefur verið að líta á hann
sem „ögrun“, er það fyrst og
fremst vegna hinnar fremur
óheppilegu neitunar Fords for-
seta um að taka að móti
Alexander Solsjinitsyn fyrir
tveim árum.
Þá ákvörðun Carters að auka
styrkleika útvarjjsstöðvanna
Frjáls Evrópa og Útvarp Frelsi
má rekja til þeirrar óskar hans
að auka útbreiðslusvæði frétta á
sama tíma sem Rússar hafa
hætt að trufla útsendingar
þeirra.
En samansöfnun og umfangs-
aukning allra þessarra yfirlýs-
inga og ákvarðana skapar kross-
ferðaandrúmsloft sem áhrifa-
menn innan ríkisstjórnarinnar
hafa breytt í fræðikenningu.
Stórkostlegt
hættuspil
Það var teflt á tvær hættur
þegar þeir Nixon og Brésnév
reyndu að koma á sáttum milli
hinna tveggja stóru hugmynda-
fræðilegu andstæðinga og draga
úr spennunni milli þessarra
tveggja keppinauta á hernaðar-
sviðinu. Það er þó ennþá
áhættusamara að lítillækka sig
undir því yfirskini að það geri
andstæðinginn ómannlegri og
kann að vekja upp gömul
deilumál.
I Bandaríkjunum jafnt sem
Rússlandi hafa erfiðleikar kalda
stríðsins í lok fimmta áratugs-
ins skilið eftir djúp spor í minni
almennings. Martraðir þessa
tíma fæðast auðveldlega í þjóð-
arvitundinni ofe erfitt getur
reynst að draga úr þeim eða
þurrka þær burt. Ef þíða sú sem
verið hefur í samskiptum
Bandaríkjanna og Sovétríkj-
anna er enn er veik, er ekki
meðhöndluð af varfærni er hætt
á að hún stöðvist á nýjan leik.
I báðum löndunum eru til hópar
manna sem myndu fagna slíkri
þróun, og þessir hópar eru
áhrifamiklir.
Þeir sem gagnrýna slökunar-
stefnuna í Sovétríkjunum óttast
að þau hafi glatað áhrifum
sínum í Miðausturlöndum, að
Helsinkisáttmálinn hafi gefið
andófshreyfingum í Austur-Ev-
rópu byr undir báða vængi, að
Bandaríkin hafi spennt bogann
of hátt í SALT-viðræðunum og
að þau beiti þvingunum til að
hafa áhrif á innanríkismál í
Sovétríkjunum.
Bandarískir gagnrýnendur
stefnunnar setja á oddinn
ómannúðlega meðferð sem rúss-
neskir andófsmenn verða að
sæta svo og minnihlutahópar,
íhlutun Moskvu í Angóla með
Kúbumenn sem milliliði, van-
traust Rússa í hinum alræmdu
samningaviðræðum um afhend-
ingu korns og að á sama tíma og
vestrænar þjóðir lifi í fölsku
öryggi.
Jafnvel meðal þeirra sem
hlynntir eru slökunarstefnunni í
báðum löndunum ríkir einnig
tortryggni af ástæðum sem eru
og verða bæði raunverulegar og
alvarlegar.
Það verður að finna leið til að
rjúfa þennan vítahring og kom-
ast yfir þann ótta sem lamar
báða aðila af því hvor þeirra um
sig er stöðugt að spá í það
hverjar séu innri hugsanir hins.
Það er alltaf erfitt að draga
skýra markalínu milli stíls og
innihalds þegar um milliríkja-
stjórnmál er að ræða. Eftir að
hafa staðið í samningaviðræð-
um oft á tíðum erfiðum við
Rússa, um árabil, hef ég komist
að þeirri niðurstöðu að í sam-
skiptum Rússa og Bandaríkja-
manna séu stíllinn og innihaldið
óaðskiljanlegir þættir. Sú sið-
bætandi stefna sem Washington
hefur nýlega tekið upp hefur
þannig sett Moskvu út af laginu
og raunar flestar höfuðborgir í
Evrópu. Þannig er nú málinu
varið.
Gömlu kempurnar sem enn
sitja á valdastólum í Kreml
spyrja sjálfar sig þess hvort við
hyggjumst af ásettu ráði að
ráðast gegn þeim þar sem þær
eru veikastar fyrir, eða hvort
stefna okkar mótast af tómri
stríðni. Hvernig svo sem málum
er nú háttað er það ljóst að
hæfni þeirra til samstarfs við
okkur hefur augljóslega minnk-
að. Hin yngri og hógværari öfl
innan Sovétríkjanna, sú kynslóð
er taka mun við völdum, spyr
einnig sjálfa sig hvort við
viljum samvinnu við hana eður
ei.
Hvort sem þessar ályktanir
Yfirlýsing „Yalfrelsis” um
stuðning við Alþýðuflokkinn
BLAÐINU heíur borizt eftirfar-
andi frá „Valfrelsi".
Meiri hluti framkvæmdanefnd-
ar Valfrelsis hefur samþykkt að
lýsa yfir stuðningi við Alþýðu-
flokkinn í komandi Alþingiskosn-
ingum. Ástæðan fyrir þessum
stuðningi er að Alþýðuflokkurinn
hefur tekið tvö aðalbaráttumál
Valfrelsis á stefnuskrá sína. Þ.e.
að sett verði löggjöf um almennar
þjóðaratkvæðagreiðslur, þannig að
hinir almennu kjósendur hafi
virkari áhrif á afgreiðslu mála.
Slíka löggjöf álítur framkvæmda-
nefnd Valfrelsis lykilinn að því
fyrirmyndar lýðræðisríki sem ís-
land ætti að vera. I stefnuskrá
Alþýðuflokksins stendur m.a. „að
sett verði löggjöf um hlutverk
þjóðaratkvæðis í stjórnskipan
Islands" og ennfremur „að kjós-
endur hafi virk áhrif á stjórn
landsins með persónubundnum
kosningum“ sem er annað aðal-
stefnumál Valfrelsis. Ákvarðanir
innan Valfrelsis eru þannig tekn-
ar: Málefnaleg hugmynd kemur
frá einstaklingi ellegar ályktun
um sérstakt mál er samþykkt á
fundi. Þá er framkvæmdanefnd
Valfrelsis falið að kynna sér
afstöðu almennings til málefnis-
ins. Frá þeirri könnun tekur
framkvæmdanefndin ákvörðun um
hvað gera skuli; benda á þau félög,
stjórnmálaflokka eða samtök sem
hafa málefnið á stefnuskrá, styðja
vissan stjórnmálaflokk ellegar
bjóða fram á sérlista. Með þessi
ofangreind tvö mál bar það að
þannig: Fundur var haldinn
snemma árið 1974 að Hótel Borg
og þá var ályktun samþykkt um að
vinna innan allra stjórnmála-
flokka, „að löggjöf um almennar
þjóðaratkvæðagreiðslur og per-
sónubundnar kosningar yrði sett“.
Einnig voru þessi mál rædd á
öðrum fundum við mjög góðar