Morgunblaðið - 13.06.1978, Page 39

Morgunblaðið - 13.06.1978, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1978 39 Felix Jónsson yfir- tollvörður - Kveðja ' Fæddur 27. aprfl 1895 Dáinn 29. marz 1978 Rúmir tveir mánuðir eru þegar liðnir frá því Felix Jónsson yfirtöllvörður andaðist, en af ýmsum ástæðum hef ég ekki fyrr komið því við að minnast þessa góða drengs og samstarfsmanns míns með nokkrum kveðjuorðum. Felix var orðinn aldraður maður, þegar hann var kallaður héðan. Hann hafði lokið löngum og ósviknum vinnudegi í þágu ís- lenzkrar réttargæzlu og var fyrir allmörgum árum seztur í helgan stein eftir giftudrjúgan, blettlaus- an starfsferil. Þessar ofur eðlilegu kringumstæður við andlát aldraðs manns ættu að gera það að verkum, að við vinir hans frá fornu fari tækjum fregninni um andlát hans með nokkru jafnaðar- gerði, því þetta eru endalok okkar allra. En í stað þess finn ég til stöðugs trega yfir að hafa misst þennan holla vin og finnst um- hverfið allt tómlegra og risminna á eftir. Felix hóf störf hjá Tollgæzlunni í Reykjavík árið 1927 og var Jón Hermannsson þá tollstjóri. Árið 1941 var Felix skipaður yfirtoll- vörður og í þeirri stöðu muna Reykvíkingar hann áreiðanlega bezt. Síðar starfaði Felix undir yfirstjórn Torfa Hjartarsonar tollstjóra og báðir þessir yfirmenn Tollgæzlunnar munu hafa metið störf Felix Jónssonar að verðleik- um og vitað að honum mátti ætíð treysta í hvívetna við ábyrgðar- mikil störf. í 38 löng og viðburðarrík ár vorum við Felix samstarfsmenn hjá Tollgæzlunni og í öll þessi ár og miklu lengur síðar, éftir að opinberum starfsdegi hans lauk, naut ég vináttu þessa drengskap- armanns. Á okkar langlífu og grónu vináttu féll aldrei hinn minnsti skuggi. Þetta vil ég þakka hér. Felix var fæddur að Stóru-Hild- isey í Landeyjum í fögru umhverfi með víðan, stórkostlegan sjón- deildarhring; blikandi jökla í bakgrunninum og víðáttu hafsins framundan. Og það er hreint eins og þetta umhverfi hafi sett sitt mark á hinn innra mann hans ævilangt. Hann þurfti aldrei með að sýnast: allt í fari hans var traust og ákveðið. Drengskapur og réttsýni voru honum í blóð borin —, heiðarleiki og óþreytandi starfseljan var honum innrætt í foreldrahúsum, bæði í því uppeldi, er hann hlaut hjá foreldrum sínum, og síðar í öguðu sjálfsupp- eldi. Felix var auk þess ætíð talinn með hinum glæsilegustu mönnum á velli: hár vexti og vel vaxinn, vörpulegur og virðulegur í fram- komu. Tollgæzlan í Reykjavík var ekki fjölmenn á árunum 1930—’40; oftast vorum við 14—15 tollverðir, en starfinn var ærinn. Á þessum árum vann ég við tollgæzlu undir stjórn Felix Jónssonar, en hann var þá orðinn flokksstjórinn okk- ar. Stjórn hans var svo góð, og þó bæði ströng og mannleg í senn, að lýtalaust verður að kalla. Ásamt öðrum í hans flokki urðum við brátt einlægir vinir hans og unnum gjarnan undir hans stjórn. Hann var maður ákveðinn í framkomu og fyrirmæli hans voru skýr og einföld. Síðar, er hann varð yfirtollvörður, komu þessir eiginleikar hans sem stjórnanda ef til vill enn betur í ljós, því einnig í þeim starfa reyndist Felix ætíð stjórnsamur og röggsamur yfir- maður, þannig að enginn þurfti að vera í minnsta vafa, hvað hann ætti að gera. Sem yfirtollvörður hafði Felix það fyrir vana að ganga frá öllum pappírum og skjölum við skipaskoðun úti á höfninni, á meðan við skoðuðum í embættis nafni vistarverur skip- verja. Eftir að við vorum svo komnir í land að þessari skoðun lokinni, bar það ekki sjaldan við, að yfirtollvörðurinn brá sér í hlífðarfötin, og við samstarfsmenn hans vissum það, hvað til stóð. Þessar telpur söfnuðu um daginn 2100 krónum til Dýraspítala Watsons, er þær efndu til hlutaveltu í Hraunbæ 54. — Þær heita Anna Regína Björnsdóttir og Hulda Guðrún Valdimarsdóttir. Sigríður Linda Kristjánsdóttir og Hafdís Hansdóttir, sem heima eiga í Smáíbúðahverfinu, efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra í Melgerði 6. Söfnuðu þær 7000 krónum til félagsins. „Við skulum skreppa út í skipið aftur, drengir." Þá hófst nefnilega það, sem á máli okkar tollvarða kallast „hin grófa leit“ og mun víst óhætt að fullyrða, að mjög oft bar sú leit óvæntan árangur undir stjórn Felix Jónssonar, því þá var sannarlega farið gaumgæfilega í saumana. Felix átti fyrir konu Guðmundu Jóhannsdóttur frá Eyrarbakka, ágæta konu, sem hann unni mjög. Þau hjónin hafa lengst átt heimili sitt að Baldursgötu 7 hér í bæ, og þar uxu börnirf þeirra fjögur úr grasi. Þau eru Svava, Hanna, Gylfi og Grétar. Þau hjónin vönduðu mjög uppeldi barna sinna, enda eru þau öll mannkostafólk og nýtir borgarar þessa lands. Það var mér alltaf bæði hvíld og hressing að koma á h'eimili þeirra hjóna, svo fölskvalaust var viðmót þeirra beggja og vinsemdin einlæg í minn garð. Árið 1935 var Felix kjörinn f.vrsti formaður hins nýstofnaða Tollvarðafélags íslands. Álit starfsbræðra hans á honum var slíkt, að hann þótti allt að því sjálfsagður í það trúnaðarstarf. Það hefur verið mér mikil gæfa að kynnast Felix og njóta vináttu hans um langt árabil. Nú bið ég þessum hollvini mínum alls góðs í nýjum heimi og þakka hin góðu kynni. Guðmundu og börnunum, ásamt öðrum aðstandendum votta ég einlæga samúð mína yfir þeirra mikla missi. Jónas Guðmundsson Grafík eftir ERRÓ Til sölu litgrafíkmyndir eftir ERRÓ, áritaöar og númeraöar. Takmarkað upplag. Myndkynning símar 82420 og 81019. I ferðalagið eða heima Rétt spor í rétta átt, sporin í Torgió! Barna- sumarskor Btæröir 20—27 úr striga kr. 1.465 „ 20—27 röndóttir kr. 1.645 „ 20—24 flauel kr. 1.440 Austurstræti 10 simi: 27211

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.