Morgunblaðið - 20.07.1978, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 20. JÚLÍ 1978
Bragi Asgeirsson:
Rabb að lokinni
Listahátíð
Nokkrar vikur eru liðnar síðan Listahátíð lauk og
verður að segjast, að mikið er Reykjavík nú risminni en
þá minnisstæðu daga. Það var vel til fundið að flagga
í miðborginni frá því að miðasala hófst á hin ýmsu
dagskráratriði hátíðarinnar, — setti þetta lifandi og
skemmtilegan sparisvip á miðborgina og er þess ekki
vanþörf svona öðru hvoru yfir sumarmánuðina, því að
fólk örvast til hátíðarskaps við að líta fánana, verður
léttara í skapi, roði færist í kinnar og glampi í augu ...
— Eins og að líkum lætur
vakti hlutur Erró mikla athygli
enda langsamlega best tíundað-
ur í fjölmiðlum auk þess sem
langt var umliðið frá því að
hann sýndi hér síðast og frægð
hans hafði mjög aukist á tíma-
bilinu. Er mér tjáð að bílastæði
Kjarvalsstaða hafi strax og
sýningin opnaði dag hvern verið
þakið bifreiðum enda var að-
sóknin ein sú mesta á þennan
stað fram til þessa — en engar
tölur hef ég handbærar um það,
og þar sem ekki eru komnir
teljarar við iiinganginn, og lítt
hugsað fyrir þeim í upphafi, —
verður ekki úr því skorið. Álítc
t.d. sumir aðsóknina á yfirlits-
sýningu Halldórs Péturssonar
eiga metið og nefna 13 þúsund
á 10 dögum.
Eg hafði ætlað mér að rita
frekar um þessa sýningu, en þar
sem brottför Erró bar svo
skyndilega að og ég naut þess
ekki að vera með honum í ró og
næði eins og ég átti þó von á —
náði ég ekki að fá skorið úr
ýmsum vangaveltum mínum um
sýninguna er fast sóttu að.
Hafði ég hug að fá hjá honum
ýmsar upplýsingar í sambandi
við eigin útskýringar hans á
myndum í sýningarskrá og
ýmislegt sem mér virtist orka
tvímælis og meðtók ekki til fulls
í birtum viðtölum við hann í
dagblöðum. Verður það að bíða
betri tíma.
Margt óvænt kom fram í
sambandi við þessa sýningu —
átti ég t.d. hálft í hvoru von á
að einhverjir fengju taugaáfall
á sýningunni og hlypu í blöðin
fuilir vandlæti — reynsla var
fengin fyrir slíku frá kvik-
myndahátíðinni sællar minn-
ingar, er tiltölulega saklaus
japönsk ástarlífsmynd var tekin
úr umferð en óhóflega gróf
mynd fékk að ganga allan
tímann! Var ég satt að segja
brynjaður í ritdeilur og hafði
sett á mig hjálminn — en ekkert
gerðist — ég sá hvergi vandlæt-
ingarorð né setningu í rabbdálk-
um dagblaðanna né lesendabréf-
um og hafa margir furðað sig á
slíku og ymprað á því við mig.
Flestir muna t.d. hávaðann í
kringum „Vorleik" Stefáns frá
Möðrudal hér um árið er lög-
reglan skarst í leikinn á Lækjar-
torgi — var þó um mjög
ósaknæma og saklausa mynd að
ræða miðað við sumt á sýningu
Erró. En þetta staðfestir enn
einu sinni það forna orðtak að
eitt er að heita Jón en annað
séra Jón. Ég tel það gefið, að
viðbrögðin hefðu orðið allt
önnur ef að um annan myndlist-
armann og ófrægari hefði verið
að ræða og er ekki einn um þá
skoðun.
Áberandi var hve miklu meira
líf var á kaffistofu hússins þessa
daga sem sýningin stóð yfir —
skyndilega var kominn þéttur
gróður á „Góbí-eyðimörkina“
líkt og ég hef leyft mér að nefna
staðinn á stundum enda sést þar
varla nokkur sála dags daglega.
Þetta kallaði fram nýjan brag á
staðinn og ólíkt líflegri. Þó er
ljóst að aðkallandi eru miklar
breytingar hér á, því eins og
kaffistofan er hönnuð er t.d.
erfitt að koma við skipulegri
þjónustu í mikilli örtröð.
Eftir gaumgæfilega skoðun
sýningarinnar og ótal yfirferðir
undraði mig mjög hve ameríska
neyzluþjóðfélagið fær rífan
skerf af háði og gagnrýni Erró
svo og ýmsar umdeilanlegar
hernaðaraðgerðir frá þess hendi
í spilltum heimi — slíkt getur
verið gott og blessað — og þörf
ádeila, en um leið vaknar sú
spurning hvort ekki hefði verið
skarpari broddur í ádeilurini ef
austrið og vestrið hefðu hlotið
hér hlutfallslega jafnan skerf.
Umtalsvert er að Listasafn
íslands sýndi að mér vitandi
ekki áhuga á að festa myndir né
mun hafa leitað eftir að fylla í
gamlar eyður, og jafnvel
Reykjavíkurborg leitaði ekki
viðskipta og mun hún þó hafa
verið ábyrg fyrir Listahátíðinni
að þessu sinni. Hins vegar
gerðust bæjarfélögin Kópavog-
ur, Keflavík og jafnvel Bolung-
arvík kaupendur að myndum (í
síðasta tilvikinu getur það hafa
verið einstaklingur). Erró sýndi
hér í boði „Listahátíðar" en þó
virtist stjórnendum hennar hafa
láðst að sinna mikilvægu fram-
kvæmdaratriði sem var að
tryggja einhvern ábyrgan aðila
gagnvart sölu mynda og greiðsl-
um fyrir þær, en því fylgir
jafnan mikið umstang, einkum
ef greiðslur eru samkomulags-
atriði og samningsbundnar —
en sjálfur vildi listamaðurinn
ekki koma nálægt slíku vafstri,
sem er meir en skiljanleg
afstaða. Hér af mætti verða
nokkur lærdómur.
Erró fór ekki varhluta af því,
sem útlendum þykir einna lak-
ast á háttum Islendinga þurfi
þeir þá ekki beinlínis að hagnast
á því sjálfir, og á ég þá við ofmat
og átroðslu. Sumum erlendum
er lagið að gera sér mat úr slíkri
áráttu Islendinga og hagnýta
sér rækilega en henda svo
gaman að þessari reynslulitlu
eyþjóð þegar heim er komið.
Ég býst við að Erró hafi haft
lúmskt gaman af þessu öllu
Guðmundur Guðmundsson — Erro. (Ljósm. Mbl. ól. K.
Magnússon).
Þetta þótti mér „ljósmynd Listahátíðar“. Hér er
Viatoslav Rostropovitch mættur til leiks, — brosandi,
galvaskur með sellókassann sinn á hjólum. Persónugerf-
ingur snilldarinnar er treystir á eigin mátt og megin.
Hér eru engin 20 tonn af hjálpartækjum í farangrinum
né 15 — 20 aðstoðarmenn! Einungis reffilegur og
kíminleitur stórsnillingur. (ljósm. Tíminn G.E.)
a.m.k. er komið var aftur til
Parísar og síðan, er hann hefur
notið þess að hvílast í húsi sínu
á Formentera.
Þessi nafntogaði listamaður
er sannarlega margs góðs mak-
legur og vafalítið hefur ekki
annar Islendingur komist inn í
jafn margar uppsláttar- og
listaverkabækur og hann.
— Það vakti athygli mína og
undrun er ég las sem feitletrað
í ritinu Icelandic Review: „að
enginn íslenzkur listamaður
eftir Thorvaldsen hefði náð jafn
mikilli frægð sem Erró“. (No
Icelandic artist since Thorvald-
sen has had a greater
international reputation than
Erró). Hér sá ég í fyrsta sinn
Thorvaldsen alíslenzkaðan sem
listamann! Trauðla getum við þó
rætt og ritað um Thorvaldsen
sem íslenzkan listamann vegna
þess að hann er alinn og
uppfræddur í Danmörku og var
ómælt heiðraður af Dönum. Við
getum verið stoltir vegna þess
að hann var af íslenzku bergi
brotinn í föðurætt — átti
íslenzkan föður með hagleiks-
æðar aftur í ættir. Vísast hefði
farið fyrir honum líkt og svo
mörgum íslenzkum hæfileika-
mönnum, t.d. Sæmundi Hólm
o.fl. ef hann hefði þurft að reiða
sig á landa sína og skulum við
því varast að hreykja okkur hér
hátt á stall. Við höfum lítið sem
ekkert gert til að heiðra minn-
ingu þessa manns nema það að
ágætur mannúðarfélagsskapur
hér starfar undir hans virðulega
og víðfræga nafni.
Hér getum við gjarnan leitt
hugann að því hve það hefur
verið mörgum íslenzkum mynd-
listarmönnum á þessari öld lán
til úrslita á listabrautinni að
geta á einhvern hátt hazlað sér
völl erlendis. Má nefna í laus-
legri upptalningu Jón Stefáns-
son, Guðmund Thorsteinsson
(Mugg), Jón Engilberts, Svavar
Guðnason. Ólöfu Pálsdóttur,
Maríu H. Ólafsdóttur, Tryggva
óiafsson o.fl. í Danmörk. Nínu
Tryggvadóttur í París og New
York, Louise Matthi'asdóttur í
New York — Erró á Ítalíu og í
París, Jóhann Eyfells í Orlando
Florida (er þar prófessor í
skúlptúr) og nú síðast ungu
mennirnir í Amsterdam Hreinn
Friðfinnson, Kristján og
Sigurður Guðmundssynir svo
og Þórður Ben. Sveinsson í
Dússeldorf. Þá bjó borvaldur
Skúlason lengi erlendis fyrir
seinni heimsstyrjöldina og hér
mætti vafalítið nefna marga
fleiri. Vissulega væri listasagan
önnur ef allt þetta fólk hefði
orðið að vera upp á náð landa
sinna komið eingöngu ...
Það mun hafa snert hinar
fínu taugar þeirra er telja sig
þess umkomna að flokka lista-
menn og skipa sjálfa sig yfir-
matsmenn á því sviði hve mikið
Erró var hampað hér og undir-
rituðum jafnvel borin aðalsök
þar á! — Ekki tel ég þetta
allskostar rétt, en vafalítið mun
ég einn af þeim er ýttu snjóbolt-
anum af stað. En hví mátti ekki
hampa þessum alíslenzka lista-
manni er mun eiga það eitt
erindi á íslenzka sendiráðið í
París einu sinni á ári, að
framlengja vegabréfi sínu? ...
— Ekki hefur hann reynt að
troða öðrum um tær hérlendis
um dagana, þótt þeir gæfu
honum gjarnan langt nef í
fjarlægð hans. Menn verða að
gangast við þeirri staðreynd, að
listamenn koma fram sem bylta
hefðum og ríkjandi gildismati
— láta vaða í súðum, og að
mannheimar þróast ekki til
einnar áttar og allrasízt á sviði
lista og leiðandi hugverka.
— Ég sannfærðist um að fólk
hafði almennt óblandna ánægju
af sýningu og heimsókn Erró
þótt ýmsir létu sér þar fátt um
finnast og enn aðrir gerðu
hreinlega grín að, en þetta er
jafnan áhættan hjá þeim lista-
mönnum er feta ótroðnar slóðir
og vilja með list sinni vera
aflvakar og boðberar hvað sem
það kostar. — Einn þeirra er
vissulega Guðmundur Guð-
mundsson — Erró.
Bragi Ásgeirsson.