Morgunblaðið - 20.07.1978, Síða 19

Morgunblaðið - 20.07.1978, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 20. JÚLÍ 1978 19 i 1956-58 Hermann Jónasson Alþýðubandalagið að koma til sögunnar enda þótt mörgum Al- þýðuflokksmönnum hrysi hugur við samstarfi við sósíalista í þeim hópi. • Alþýðuflokks- mönnum Fulltrúar Alþýðuflokks og Fram- sóknarflokks tóku fyrst þann kost- inn að kanna hvort Alþýðubanda- lagið vildi veita minnihlutastjórn þeirra hlutleysi en fengu neikvætt svar. Hannibal Valdimarsson skrif- aði þá strax hinum flokkunum tveimur og óskaði eftir því að þeir tilnefndu menn til viðræðna um stjórnarmyndun þriggja flokka. Alþýðuflokkur og Framsóknarflokk- ur fólu Hermanni Jónassyni að kanna möguleika á myndun ríkis- stjórnar án þátttöku Sjálfstæðis- flokksins. Stjórnarmyndunarvið- ræður fóru svo fram milli Alþýðu- bandalags, Alþýðuflokks og Fram- sóknarflokks og svo fór að sam- komulag tókst. Fól þá forseti íslands Hermanni Jónassyni að mynda ríkisstjórn og var hún skipuð á ríkisráösfundi 24. júlí 1956. Ráð- herrar voru tveir frá hverjum flokki; Hermann Jónasson forsætis-, land- búnaðar- og dómsmálaráðherra og Eysteinn Jónsson fjármálaráöherra frá Framsóknarflokknum, ráðherrar Alþýðubandalagsins voru Hannibal Valdimarsson félagsmálaráðherra og Lúðvík Jósepsson sjávarútvegs- og viðskiptamálaráðherra og frá Alþýðuflokknum voru Guðmundur í. Guðmundsson utanríkisráðherra og Gylfi Þ. Gíslason menntamála- og iðnaðarmálaráðherra. Emil Jónsson tók að sér störf utanríkisráðherra 3. ágúst 1956 í veikindaforföllum Guðmundar og gegndi þeim til 17. október sama ár. Hermann Jónasson sagði í útvarps- ræöu að samstarfssamningur ríkis- stjórnarinnar byggðist á málefna- samningi Alþýðuflokksins og Fram- sóknarflokksins. Sérstök áherzla skyldi lögð á að leysa efnahags- vandamálin „í náinni samvinnu við stéttasamtök vinnandi fólks", stækkun landhelginnar og fram- kvæmd ályktunar Alþingis frá 28.3. 1956 „um stefnu íslands í utanríkis- málum og meðferð varnarsamnings við Bandaríkin,“ en sú ályktun var samþykkt tillaga Alþýöuflokks og Framsóknarflokks um endurskoðun á varnarsamningnum frá 1951 í því skyni að herinn hyrfi úr landi en íslendingar tækju við gæzlu og viðhaldi varnarmannvirkja. Næðist ekki samkomulag um þetta yrði varnarsamningnum sagt upp. Sjálf- stæðisflokkurinn var á móti tillög- unni, en þegar hér var komið hafði slitnað upp úr stjórnarsamstarfi hans og Framsóknarflokksins, eins og áður er getiö. Emil Jónsson fór til Bandaríkjanna og ræddi við ráðamenn þar um málið. Þegar þær umræður voru á byrjunarstigi réðust Sovétríkin inn í Ungverjaland og um svipað leyti réðust Bretar og Frakkar inn í Egyptaland og tóku Suezskurð. Þessir atburöir höföu þau áhrif aö framhaldsviðræðum í Reykjavík síðla nóvembers 1956 lauk svo að frekari viðræður um brottflutning varnarliðsins urðu ekki. Alþýðu- bandalagið lýsti sig andvígt þessum - málalokum, en ráðherrar þess sátu áfram í ríkisstjórninni og kváöust myndu vinna að því að endurskoð- un með það fyrir augum að herinn færi gæti hafizt fljótlega aftur. • Landhelgismálið Einn liðurinn í samstarfssamningi ríkisstjórnarinnar var að stækka íslenzku landhelgina. islendingar höfðu treyst því að allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna myndi haustið 1956 ræða skýrslu al- þjóðalaganefndarinnar, sem mörgum þótti vera óbein viður- kenning á því að heimilt væri að miða fiskveiðilandhelgi við 12 sjómílur. Á allsherjarþinginu kom aftur á móti fram tillaga um að kalla saman sérstaka alþjóðaráð- stefnu í Genf 1958 til að fjalla um landhelgismálin og var hún sam- þykkt með einu mótatkvæði; atkvæöi íslands. Á árinu 1957 var áfram unnið að landhelgismálinu hér innanlands en talsverðar deilur uröu um málið. Um haustið mun sú afstaða hafa verið tekin þótt ekki væru allir sammála, að stækkun landhelginnar skyldi frestað þar til Genfar-ráðstefnunni lyki, en hún þá fram'kvæmd, hvernig sem niðurstööur ráðstefnunnar yrðu. En þegar kom að því vorið 1958 að gefa út reglugerð um útfærsluna í 12 sjómílur hófust ný átök um máiiö innan stjórnarflokk- anna, sem urðu svo hörð að lá við stjórnarslitum. Gekk svo langt að Alþýðublaðið skýrði frá því 23. maí að „sennilegt væri að ríkisstjórnin myndi biðjast lausnar að loknum fundi sem hefst kl. 3 í dag" og aö ágreiningsefnið væri „hvenær reglugerðin um stækkun landhelg- innar skuli gefin út“. Alþýðubanda- lagið vildi að reglugerðin yrði gefin út strax en Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur að því yrði frestað um sinn svo að tími fengist til kynningar á málinu erlendis og deilt var um hvort og þá með hVaða hætti ætti að blanda Atlantshafs- bandalaginu inn í málið. Á síöustu stundu náðist svo samkomulag. Lúðvík Jósepsson sjávarútvegsráð- herra undirritaði svo reglugerð um 12 mílna fiskveiðilandhelgi 30. júní og gekk hún í gildi 1. september um haustið. Erlendar þjóðir báru fram mótmæli og létu yfirleitt þar viö sitja, en brezkir togarar héldu áfram veiðum innan 12 mílnanna undir herskipavernd eftir að reglugerðin gekk í gildi og hófst þá þorskastríð. Þegar kom fram á árið 1958 fóru erfiðleikarnir í efnahagsmálum vax- andi. Vegna mikils innflutnings og fjárfestingar en minni gjaldeyris- tekna og nýrra uppbóta fyrir sjávarútveg höfðu fjárlög ársins verið afgreidd meö halla og um vorið voru sett ný lög um útflutn- ingssjóð sem m.a. fólu í sér tekjuöflun fyrir ríkissjóð með hækk- un yfirfærslugjalds á erlendan gjaldeyri úr 16 í 55% og aðflutnings- gjöld voru hækkuð. Um leið fengu launþegar 5—7% grunnkaups- hækkanir. Þessar ráðstafanir hrukku þó skammt því um sumarið kom til verulegra kauphækkana og víxlhækkanir kaupgjalds og verð- lags héldu áfram. 1. desember átti svo að taka gildi ný kaupgreiðsluvísitala, sem fól í sér 17 stiga hækkun. Var því fyrirsjá- anlegt að ný dýrtíðaralda myndi skella yfir ef ekkert yrði að gert en samningar innan ríkisstjórnarinnar um aðgerðir drógust á langinn, þar sem stjórnarflokkarnir voru ekki á eitt sáttir um úrræði. Hermann Framhald á bls. 20 Vinstri stjórnin, priðja ráðuneyti Hermanns Jónassonar, á ríkisráðs- fundi. Erfitt hvað tekjumar eru sveiflukenndar Það er ekki hægt að skattleggja tekjur sem eru rétt til að lifa af „Mér finnst þessi gjöld anzi há, miðað við „kollega" mína hér,“ sagði Sigurður Þórðarson útvegs- bóndi, sem greiðir hæstan skatt einstaklinga í Vestmannaeyjum. „Ég á að vera með þriðjung þessarar upphæðar, ef miðað er við stóra kollega mína hér í Eyjum,“ sagði Sigurður. „Ég geri ráð fyrir að mismunurinn liggi í því að hjá mér er um að ræða einkarekstur en ekki hlutafélag, sem koma kannski betur út úr slíku. En ef þessu fé er vel varið, þá er þetta allt í lagi.“ Sigurður rekur fiskvinnslustöð- ina Eyjaborg. Hann kvað skatta Sigurður Þórðarson útvegsbóndi í Eyjum. nú vera miklu hærri en í fyrra. Hann greiðir alls um 11,5 milljónir í gjöld í ár, en hins vegar hvorki tekju- né eigpaskatt. Blm. Mbl. innti Sigurð eftir því. „Það er ekki hægt að leggja á tekjur sem eru bara rétt til að lifa af,“ sagði hann. „Maður þarf alltaf að lifa, þetta er eins og með ellilífeyrinn og annað þvílíkt; þetta er bara ætlað til að skrimta." EKKI náðist í skatthæsta ein- staklinginn í Norðurlandsumdæmi eystra, Leó Sigurðsson útgerðar- mann. Hins vegar náði Mbl. tali af næsthæsta skattgreiðandanum, Kristbirni Árnasyni, skipstjóra á hinu mikla aflaskipi, Sigurði RE. „Mér lízt illa á skattanna að þessu sinni.“ sagði Kristbjörn. „En þetta er vandamál sem fylgir því að tekjurnar eru svo sveiflukennd- ar hjá okkur sjómönnunum. Vertíðin hjá okkur hefur ekki gengið eins vel og í fyrra, enda bilaði báturinn upp úr áramótum og við misstum því af beztu vertíðinni. Það verður því mjög erfitt að mæta þessum greiðslum, því að heildarafli okkar yfir árið „ÉG GET ekkert sagt um þessa skattálagningu nú, því að við erum ekki enn farnir að athuga þessar tölur.“ sagði Arngrímur Bjarna- son, aðalfulltrúi hjá Kaupfélagi Eyfirðinga á Akureyri. KEA er langstærsti skattgreiðandinn í Norðurlandsumdæmi eystra, greiðir samtals 167 milljónir og 656 þúsund, og eru öll útibú kaúpfélagsins með í þeirri upp- hæð. Arngrímur kvað byggingu nýrr- ar mjólkurstöðvar vera stærstu framkvæmdir á vegum KEA undanfarið, og önnur umsvif kaupfélagsins væru smá borið saman við hana. „En þetta er svo víðtæk starfsemi, að það er erfitt að benda á einhverja sérstaka þætti.“ sagði hann. Sem fyrr segir nema gjöld KEA alls rúmlega 167 verður ekki eins mikill og í fyrra.“ sagði Kristbjörn að lokum Kristbjörn Árnason. næstskatt- hæsti einstaklingur á Norður- landi eystra er annar tveggja skipstjóra á aflaskipinu Sigurði RE. milljónum. Af þeim eru aðstöðu- gjöld vegna útibúa víðsvegar langstærsti þátturinn, en þau nema rúmri 101 milljón KEA á Akureyri er langsta'rsti skattgreiðandi á Norðurlandi eystra. Jón Fr. Einarsson bygginga- meistari á Bolungarvík. Miklar bygginga- framkvæmd- ir á Bol- ungarvík Jón Fr. Einarsson hygginga- meistari á Bolungarvík greiðir mestan skatt einstakli.nga á Vest- fjörðum að þessu sinni. Hann sagði í samtali við Mbl. að þetta væri um helmingshækkun frá árinu áður. „Þetta er anzi mikið, og ég veit ekki alveg hvernig ég á að borga þessa skatta,“ sagði Jón. „En ég kvarta ekki, reksturinn gengur vel. Það er mikið um að vera í byggingariðnaðinum á Bolungarvík nú eins og í fyrra. Þar má nefna stækkun frystihússins, byggingu loðnuverksmiðju og byggingu á 20 íbúða fjölbýlishúsi. Það er því mikið um framkvæmdir hér. En ég get ekki alveg sagt álit mitt á sköttunum að þessu sinni, ég hef ekki athugað þá svo vel ennþá.“ Fiskiðjan er stærsti skattgreiðandinn í Vestmannaeyjum. Mynd> Guðlaugur Sigurgeirsson Aðstöðugjöld vegna úti- búa vega þyngst hjá KEA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.