Morgunblaðið - 20.07.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.07.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR. 20. JÚLÍ 1978 27 Verður framtíðar- sýnJónsLeifs loks að veruleika? í Morgunblaðspistlum mín- um undanfarna mánuði, og á öðrum vettvangi, hefi ég þrá- faldlega stagast á nauðsyn þess að stofnað yrði á Islandi einskonar tónlistarsamband eða félag er næði til allra þeirra íjölmörgu aðila er nú starfa sjálfstætt að tónlistar- málum. Ekki minnist ég þess að nokkur starfsbræðra minna hafi tekið undir þesei orð við mig á förnum vegi eða á mannamótum. Jón Leifs hafði orð á þeeeu 1952 og voru undirtektir áþekkar. Dundað í kyrrþey Atli Heimir Sveinsson hitti mig að máli fyrir skömmu og sagði af fundi sem haldinn var í kyrrþey, að tilhlutan Tón- skáldafélags íslands, þar sem hugmynd Jóns Leifs var tekin til endurskoðunar. Þetta átti sér stað laugardaginn 31. maí 1975 kl. 15:30! Ekki er ólíklegt að þá hafi verið mörkuð tímamót í íslenskri tónlistarsögu. Eru menn beðnir að leggja þessa dagsetningu á minnið. Fundur- inn átti sér aðdraganda sem nú verður rakinn. En áður skal á það bent, þó það skipti raunar engu máli, að undirritaður hafði ekki hugmynd um þetta framtak á sínum tíma, enda staddur erlendis. Sömu sögu er að segja um marga aðra tónlistarmenn sem hafa aldrei heyrt á þetta minnst. Er því full ástæða til að vekja athygli íslenskra tón- listarunnenda á eftirfarandi: Það var fyrir þremur árum ... Á aðalfundi Tónekáldafélags Tónhvísl eftir GUÐMUND EMILSSON íslands, 15. febrúar 1975, var gerð svohljóðandi samþykkt. „Aðalfundur Tónskáldafélags íslands ... álítur nauðsynlegt að vinna að stofnun Tónmennta- sambands íslands. Felur fund- urinn stjórn félagsins að láta semja reglugerð þar að lútandi og taka upp viðræður við þau samtók tónlistarmanna, sem kynnu að hafa áhuga á því samstarfi. Tilgangur Tón- menntasambandsins yrði að vinna að framgangi þeirra mála, sem eru sameiginleg áhugamál hinna ýmsu hópa tónlistar- manna og stofnana, sem hafa með tónlist að gera. Yrði Tónmenntasamband íslands aðili íslands að International Music Council." Stjórn Tónskáldafélags ís- lands sendi fundarboð til um 20 aðila, en fulltrúar 13 mættu til fundar 31. maí 1975. í upphafi þessarar merku samkomu gerðu Atli Heimir Sveinsson og Þor- kell Sigurbjörnsson grein fyrir tildrögum hennar og kynntu hugmyndir Jóns Leifs og þær aðrar nýjar eru skotið höfðu upp kollinum. Voru menn á einu máli um ágæti væntanlegs Tónmenntasambands íslands og ræddu einstök atriði fram og aftur. Enginn grundvallar- ágreiningur kom fram. I fundar- gerð Tónskáldafélagsins segir í beinu framhaldi af þessu: „Voru fundarmenn á einu máli um að hittast aftur að hausti (1975) og kosnir voru Atli Heimir Sveins- son, Halldór HaraldsSon og Sverrir Garðarsson til að vinna að væntanlegum lögum sam- bandsins. „A fundinum kom fram að fimm eða sex tónlistar- félög, önnur én þau sem fundar- boð fengu, ættu heima í sam- bandinu og var samþykkt að bjóða þeim þátttöku í stofnun þess fyrir væntanlegan stofn- fund. Vart er hægt að hugsa sér glæsilegri byrjun, og því er sárt til þess að hugsa að stofnfundur hefur ekki enn verið haldinn þremur árum seinna, og engar blikur á löfti í þá veru. Eða hvað? Ráðgjöf um löggjöf Atli Heimir svaraði því að- spurður, að líklega yrði haldinn stofnfundur, eða undirbúnings- fundur fyrir stofnfund, í haust eða vetur. Hann sagðist ekki fara leynt með það, að hann hefði haft ótalmargt á prjónun- um að undanförnu og ekki haft svigrúm til að sinna félagsmál- um sem skyldi. En nú væri annað uppi á teningnum. Hann væri nýkominn úr sólríkri ferð til Grikklands, allur iðandi af þrótti og hollustu. Atli sagðist vera orðinn langleiður á pukri íslenskra tónlistarmanna í hornum, og sagðist ætla að stofnun Tónmenntasambands gæti orðið tónlistarlífinu mikil lyftistöng. í því sambandi mætti minna á, að Alþingi hefði nýlega sett lög um leiklist í landinu, og gerði eig brátt líklegt til að setja sambærileg lög um heildar- skipulag tónlistarmála. Tón- menntasamband íslands gæti orðið Alþingi ráðgefandi aðili og þannig forðað okkur frá ótöld- um mistökum. Ný iög í Dan- mörku um tónlist, sem gerðu einmitt ráð fyrir slíkri sam- vinnu löggjafarvalds og tón- menntasambands, gæfust vel. Atli sagði nauðsyn jafnvel brýnni hérlendis þar eð ekkert heildarskipulag væri til að moða úr. Allt yrði að byggja frá grunni. Ekki stjórna heldur sam- ræma Allt benti og á, að það væri ekki hlutverk væntanlegs tón- menntasambands að stjórna einu né neinu í tónlistarmálum íslendinga, heldur samræma aðgerðir þeirra fjölmörgu er starfa á þessum vettvangi, bæði áhuga- og atvinnumanna. Starfssvið sambandsins yrði vítt. Áður var minnst á aðstoð við gerð löggjafar um tónlist. Atli benti einnig á hversdagsleg atriði, t.d. samræmingu tón- leikahalds til að fyrirbyggja að margir aðilar haldi tónleika samdægurs eins og hent hefur. Að lokum gat Atli þess, að tónlistarmenn gætu veitt þessu máli stuðning á almennum félagsfundum viðkomandi félaga. Það eitt myndi ýta á eftir stofnun Tónmenntasam- bands íslands. Um smákónga eða smábændur Um þær mundir er Listaháti'ð 78 var að ganga í garð og stjórnmálaflokkar landsins voru að setja sig í kosninga- stellingar, skundaði undirrit- aður inn á ritstjórnarskrif- stofu Morgunblaðsins með 14 dálka blaðaviðtal undir hönd- um. þar sem rætt var við skólastjóra tónlistarskóla Reykjavíkur um framtíðarhorf- ur annars vegar og væntanleg- an tónlistarháskóla íslands hins vegar. Ekki þótti hátt- virtri ritstjórn framlag mitt girnilegur blaðamatur og síst þar eð Listahátíð og kosningar stóðu fyrir dyrum. Langlokan var engu að sfður prentuð. að vísu í tvennu lagi. og vil ég nota þetta tækifæri til að færa aðstandendum blaðsins þakkir fyrir auðsýnda samúð! Um ringulreið Burt séð frá langlokunni verður hinu ekki neitað, að þarna var á ferðinni brýnt mál og afskipt, sem á erindi til allra er unna fögrum listum, sérstak- lega tónlist. Svo mikil deyfð og stjórnleysi hefur einkennt tón- listarmál höfuðborgarinnar, að menn þegja ýmist þunnu hljóði til að missa ekki fótanna í kapphlaupi um mannvirðinga- embætti, ellegar gerast marg- málir, eins og undirritaður, í fálmkenndri leit að rót meins- ins. Margt leggst á eitt. En kjarni málsins virðist sá, að athuguðu máli, að enginn ræður ríkjum, enginn lýsir ábyrgð, engum hefur verið falin ábyrgð! Skólastjórar tónlistarskóla Reykjavíkur eru „tómir smá- kóngar" eins og Jón Nordal komst að orði í viðtalinu. Um hreppapólitík Blaðaviðtal það við Jón Nor- dal, Stefán Edelstein, Garðar Cortes og Sigursvein D. Kristinsson, sem hér um ræðir, uppiýsti hins vegar margt. Meðal annars það, að skólastjór- ar ^ónlistarskóla höfuðborgar- innar höfðu aldrei hittst fyrr gagngert til að takast á við sameiginleg vandamál skólanna, ellegar til að samræma aðgerð- ir. Það í sjálfu sér er athyglis- vert, ef ekki fáránlegt. Þessir ágætu menn, sem hver um sig starfar ötullega að framgangi viðkomandi tónlistarskóla, virð- ast gjörsneyddir allri félags- hneigð. Alls konar hreppapólitík og nábúakrytur, ef ekki bara hrein og bein öfund, já, eða feimni, virðist vega þyngra á vogaskálum en eðlileg fram- þróun tónlistarlífs í Reykjavík. Að talast við er sama og viðurkenna tilverurétt fjand- manns og því óæskilegt. Betra að láta sem óvinurinn sé ekki til og ota sínum totta í einverunni. En þessi dauðaþögn er óbærileg. Um þúfur Ef samstarfshæfileiki þeirra manna sem nú hafa einokun á tónlistarkennslu í Reykjavík er ekki burðugri en raun ber vitni væri það ríki og borg happa- drýgra að styrkja aðra aðila eða aðeins einn þeirra, til að sinna starfi þessu. Það eru sennilega til önnur skólastjóraefni, kannski dugmeiri, samstarfs- liprari og jafnvel menntaðri en þeir sem nú tróna á þúfum sínum. Þeir geta-alveg eins sótt um styrki til ríkis og borgar, milljónir á milljónir ofan, og stofnað skóla eins og hent hefur. Hitt væri þó betra, að núverandi forvígismenn einokunar í tón- listarmálum tækju höndum saman um að bæta ráð sitt. Þeir mega ekki gleyma því að skattgreiðendur Reykjavíkur. sem greiða obbann af rekstrar- fé tónlistarskólanna. eiga heimtingu á að skólarnir séu reknir í takt við samtímann. en ekki eins og va'ru þeir eignar jarðir hnakkakerrtra smá- bænda. Sameining allra tónlist- arskóla Reykjavíkur er boðskap- ur sem lætur illa í eyrum skólastjóranna. Úr því svo er, hlýtur það að vera lágmarks- krafa að eitthvert samband, þó ekki væri nema símasamband, sé á milli þessara manna, en svo er því miður ekki. Um sveitarlimi Tökum dæmi: Að það skuli aldrei hafa hvarflað að skóla- stjórnum tónlistarskólanna að leita samstarfs um byggingu eins veglegs tónbóka- og hljóm- plötusafns er fráleitt. Nei, í staðinn eiga skattgreiðendur að borga fyrir fjögur vanbúin söfn í framtíðinni. Eins og nú háttar er ekkert slíkt safn að finna í Reykjavík, enda hefur enginn skólanna bolmagn einn sér til að standa undir rekstri safns. Svo eru þessir ágætu menn að tala um að stofna tónlistarháskóla! Nefnum annað dæmi: Skóla- stjórunum, hefur aldrei dottið í hug, að sameina hljóðfæraleik- ara, eða nemendur, til að úr verði ein góð hljómsveit á Reykjavíkursvæðinu. Þetta er að sjálfsögðu fáránleg öfug- mælavísa. Nei, í staðinn verða háttvirtir nemendur að dúsa í fölskum og ófullskipuðum hljómsveitum hvers skóla um sig þar til yfir lýkur. Eins er um samstarf kóra. Um útlaga Og enn eitt af handahófi að lokum: Við Islendingar eigum, Framhald á hls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.