Morgunblaðið - 25.07.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1978
13
Samvinnubankastjóri
í tangarkjafti mistaka
Einars Ágústssonar
Vanstilltur bankastjóri Sam-
vinnubankans, Kristleifur Jónsson
frá Varmalæk, kvartar undan því
í þremur dagblöðum samdægurs,
Dagblaðinu, Morgunblaðinu og
Tímanum (20. júlí), að það sé
„hvimleitt að hafa ekki starfsfrið
fyrir rógburði óvandaðra manna."
Hér mun bankastjórinn eiga við
mig og greinar, sem birzt hafa í
Dagblaðinu eftir mig um viðskipti
Samvinnubankans, Guðbjarts
heitins Pálssonar og fleiri manna.
Boðskapur bankastjórans er sá,
að allt, sem ég hef sagt um
viðskitpi Samvinnubankans og
Guðbjarts sé vitleysa. Niðurstaða
hans er sú, að „sjaldan hafa sést
á prenti stóryrtari ásakanir."
Óll er grein mannsins uppbólgin
og fúkyrðafull. Ósjaldan fer hann
yfir strikið og er ástæðan sjálfsagt
sú, að hann á nóg með sína
gráðaböggia í Samvinnubankanum
og ekki á það bætandi að þurfa að
standa reikningsskil gerða sinna
og bankaráðsins á opinberum
vettvangi. Hingað til hefur hann
getað skákað í skjóli margrómaðr-
ar bankaleyndar.
Þótt bankastjórinn frá Varma-
læk sé örgeðja, eins og afi hans,
væri ósanngjarnt að núa honum
því um nasir. Slíkt getur verið
einkenni á mestu sómamönnum.
En hitt er einnig einkenni sóma-
manna að láta brá af sér í stað
þess að senda frá sér fljótfærnis-
legar og illa samdar kvörtunar-
greinar, sem birtar eru opinber-
lega.
Samkvæmt kvörtunargreininni
voru viðskipti Guðbjarts Pálsson-
ar og Samvinnubankans eðlileg.
Við þau var ekkert athugavert eða
gruggugt. Guðbjartur lenti hins
vegar í vanskilum vegna ófyrir-
sjáanlegra ytri kringumstæðna.
Punktum basta.
Haukur í horni
í kaldakolinu
Ég hef hins vegar staðhæft og
stutt óvéfengjanlegum dæmum,
að fyrirgreiðsla Samvinnubank-
ans við Guðbjart hafi verið
fjármálahneyksli. Ég hef sagt, að
Guðbjartur Pálsson hafi notið
betri þjónustu í Samvinnuspari-
sjóðnum og síðar Samvinnubank-
anum en hægt sé að réttlæta á
nokkurn hátt. Ég hef sagt. að
Einar Ágústsson, fyrrverandi
bankastjóri Samvinnubankans og
fráfarandi utanríkisráðherra,
hafi lánað Guðhjarti fé langt
umfram allar tryggingar. Én
ekki nóg með það. Ég hef sýnt og
sannað, að Guðbjartur Pálsson
naut sömu velvildar Einars
Ágústssonar eftir að allt var
komið í kaldakol hjá Guðbjarti.
Ég hef jafnframt sýnt fram á að
Kristleifur frá Varmalæk, hafi
ckki reynzt Guðbjarti síðri hauk-
ur í horni eftir að hann var
„settur til höfuðs“ Einari i
Samvinnubankanum. Margt
fleira mætti tína til.
En gagnrýni mín hefur ekki
einungis beinzt að þessu einu.
Aðalgagnrýni mín hefur beinzt að
því, að bankastjórar Samvinnu-
bankans, með vitund bankaráðs og
éndurskoðenda, hafi fjármagnað
ólöglega starfsemi Guðbjarts Páls-
sonar. Ég hef haldið því fram, að
bankinn hafi keypt af Guðbjarti
Pálssyni verðlitla eða verðlausa
pappíra til þess eins að halda
honum á floti í þeirri von, að með
tíð og tíma myndi hann rétta úr
kútnum og skuld hans við bankann
jafnast út.
Samvinnubankinn
fjármagnaði
ljótan leik
Hverju mannsbarni hér á möl-
inni er kunnugt um hvers kyns
iðju Guðbjartur Pálsson stundaði.
Þetta hefur verið kallað meint
okurlánastarfsemi. Sveitamönn-
unum í Samvinnubankanum er
jafnvel kunnugt um þetta og
öðrum. Þessa okurlánastarfsemi
fjármagnaði Samvinnubankinn.
Samvinnubankinn lánaði Guð-
bjarti rekstrarfé til starfsemi
„fyrirtækis", sem í grófum drátt-
um gekk út á þaö, að nota sér
örvæntingu fólks í fjárhagsvand-
ræðum.
Ef bankastjórinn er svo ósvíf-
inn að neita því, að hann hafi
vitað, að hann væri þátttakandi í
ljótum leik, þá hefur hann
óbilandi trú á heimsku fólks.
Guðbjartsmálið var rannsókn-
arefni dómstóla samkvæmt kröfu
ríkissaksóknara. Ríkissaksóknari
er ekki rannsóknarfíkinn maður.
Þó þótti honum þetta mál vert
rannsóknarefni. En við andlát
Guðbjarts henti sakadómur
Reykjavíkur tækifærið á lofti og
óskaði eftir því við ríksisaksókn-
ara, að hann tæki ákvörðun um
hvaða stefnu rannsóknin ætti að
taka.
Hér er kbmið að annarri aðal-
gagnrýni minni. Hver svo sem
ástæðan er, pólitísk eða einhver
önnur, hefur saksóknari sofið vært
á málinu í l‘/2 ár. Andlát Guð-
bjarts er ekki réttlæting í þessum
punkti, því málið snýst um miklu
fleira en Guðbjart einan. Málið
snýst um viðskiptahætti Sam-
vinnubankans, fjármálatengsl
Guðbjarts við ýmsa menn í
opinberu starfi og fjármálaiðju
félaga Guðbjarts í peningaundir-
heimunum.
hans eru með eindæmum. Hann
leggur saman óskylda hluti og
margfaldar og fær út hinar
ótrúlegustu upphæðir.“ í athuga-
semd bankaráðs Samvinnubank-
ans á dögunum var ég sakaður um
að leggja saman skylda hluti, en
nú er þessu skyndilega öfugt farið.
Hvað snýr upp og hvað snýr niður,
Kristleifur minn?
Ef margföldun kemur banka-
stjóranum spánskt fyrir sjónir,
verður að benda honum á, að á
íslandi er óðaverðbólga. 1 milljón
króna fyrir 15 árum síðan er á
verðgildi ársins 1978 23 milljónir.
Það er hárrétt hjá Kristleifi, að
útkoman er „ótrúlegar upphæðir",
en það stafar af því, að ótrúleg
lipurð í þágu Guðbjarts hefur
verið tíðkuð af hendi Samvinnu-
bankans, þeirra Einars og Krist-
leifs.
4. Það hefur smám saman tog-
azt upp úr bankastjóranum at-
Halldór Halldórsson skrif ar
um synda játningu Kristleifs
Jónssonar f rá V armalæk
Staðhæfingar
og sannanir
6. Um það, sem ég kalla einka-
viðskipti Einars Ágústssonar,
fráfarandi utanríkisráðherra og
Guðbjarts, segir bankastjórinn
þetta:
„Þegar bankaráðið upplýsir hið
rétta í málinu segir Halldór:
„Staðhæfing gegn staðhæfingu“.“
(Undirstr. mín, HH).
Ég sagði, að Einar Ágústsson
hefði ritað móttökukvittun þess
efnis, að hann hefði tekið við úr
hendi Guðbjarts Pálssonar skulda-
bréf að fjárhæð 500 þúsund eða
4(6 milljón á núgildi. Þessa
kvittun hafi Einar ritað á persónu-
legt bréfsefni með skrautletruðu
nafni sínu og, að í bréfinu kæmi
hvergi fram, að hann tæki við
þessum skuldabréfum sem banka-
stjóri. Þetta móttökubréf birti ég
í Dagblaðinu.
Og hverju svaraði bankaráðið:
„Það er rétt, að kvittun Einars ber
það ekki með sér, að Einar hafi
tekið við þessum skuldabréfum
fyrir hönd Samvinnubankans, en
hins vegar er það staðreynd, að
þannig var það í raun og veru.“
Þetta er að sjálfsögðu ekkert
annað en réttnefnd staðhæfing
gegn staðhæfingu og einmitt þess
vegna bað ég bankaráðið um
óyggjandi sönnun þess, að svona
hafi þetta verið „í raun og veru“.
Kristleifur verður ekki við ósk
minni. „Staðreyndir skipta mann-
inn engu máli“, segir bankastjór-
inn í þessu samhengi. Staðreyndir
voru það nú einmitt, sem ég var að
biðja um, en ekki órökstuddar
fullyrðingar.
7. Kristleifur bankastjóri neitar
því, að Guðbjarti hafi staðið dyr
Samvinnubankans opnar allt til
dauðadags. „Staðreyndin er þó sú,
að bankinn átti næstum engin
viðskipti við hann eftir 1973 nema
að inn komu greiðslur af inn-
heimtum sem voru til tryggingar
hlaupareikningsskuld," segir
Kristleifur. Hann lætur þess að
sjálfsögðu ekki getið, að þessar
„greiðslur af innheimtum“ voru til
komnar á nakvæmlega þann hátt,
sem ég hef lýst: Plöggum, sem
Guðbjartur keypti af fólki á
flæðiskeri með miklum afföllum,
sem bankinn keypti síðan á fullu
verði.
Þá er rétt að benda sjálfum
bankastjóranum á, að Guðbjartur,
sem ekki hafði leyfi til að skrifa
Hér er á ferðinni margfalt
Alþýðubankamál.
Framangreint er aðeins stutt
samantekt á máli mínu. En ég vil,
að lesendum Morgunblaðsins sé
kunnugt um efni greina minna.
Þær birtust í Dagblaðinu, en ekki
hér og því einfaldara fyrir banka-
stjóra í vörn að snúa stórmáli upp
í þras um tittlingaskít.
Það er jafnframt augljóst, að
bankastjórinn hefur vaðið á
bægslunum yfir greinar mínar og
því þótti mér nauðsynlegt að beina
augum hans og lesenda að aðal-
atriðum í stað aukaatriða. Mér er
raunar ljúft að skerpa skilning
þessa manns í von um, að honum
sé ekki alls varnað.
En snúum okkur þá að kvörtun-
argrein Kristleifs frá Varmalæk.
1. „Árásir Halldórs Halldórs-
sonar á Samvinnubankann" er
nafnið, sem bankastjórinn gefur
greinum mínum. Hér er að sjálf-
sögðu um túlkunaratriði að ræða,
en sjálfur kýs ég að kalla efni
greina minna gagnrýni.
Handtökumálið
mér óskylt
2. I upphafi kvörtunar sinnar
reynir Kristleifur bankastjóri að
bendla mig við „handtökumálið"
svonefnda og lögbrot í því sam-
bandi. Handtökumálið er mér
óskylt. Þá er að finna á stangli í
skrifi. bankastjórans tilburði í þá
átt að koma því inn hjá lesendum,
að það sem ég hef kallað „óyggj-
andi gögn“ séu „tilbúin sönnunar-
gögn“. Þetta er of ómerkilegt til að
því sé svarað. Ég vil hins vegar
ekki láta hjá líða að benda á
málflutninginn.
3. Kristleifur segir: „Blekkingar
hyglisvert og lýsandi atriði um
viðskipti Guðbjarts og Samvinnu-
bankans í framhaldi af víxlaskrá,
sem ég birti með svari við
athugasemd bankaráðsins. Víxil-
inn má rekja aftur til ársins 1962
og fram til 1966. Hann er a.m.k. 5
ár í umferð í bankanum. Og samt
á Guðbjartur ógreiddar 9 milljónir
240 þúsund krónur af honum eftir
þessi fimm ár. Hvenær afgangur-
inn var greiddur eða hvort, lætur
bankastjórinn ógetið um.
5. Þegar ég talaði um 380
þúsund krónur í víxilskuld árið
1964 átti ég við „víxla, sem hann
hefði samþykkt" á árinu 1964, eins
og segir í svari mínu. Hitter rétt,
að víxilskuld Guðbjarts í árslok
1964 var mun hærri, eða 1 milljón
207 þúsund krónur (22 milljónir
933 þúsund krónur á núgildi
(vegna verðbólgu)). Miöað við
málflutning Kristleifs ætti sízt að
standa á mér að gera of mikið úr
skuldum Guðbjarts við Samvinnu-
bankann!
ávísanir vegna misnotkunar, not-
aði ávísanahefti annarra í seinni
tíð og vænti ég, að Kristleifi sé
kunnugt um það.
Og enn vil ég hressa upp á minni
bankastjórans. Dæmi: Árið 1976
var Guðbjartur Pálsson með eigin
víxil í Samvinnubankanum, sem
að sjálfsögðu féll. Ekki vantaði
traustið!
„Guðbjartur var ...
mjög erfiður
viðskiptamaður44
8. Og er þá komið að rúsínunni
í pylsuendanum: „Guðbjartur var
hankanum mjög erfiður við-
skiptamaður. enda hafði bankinn
ekki viðskipti við hann síðustu
árin, sem hann lifði.“
Hvenær uppgötvuðu bankastjór-
ar Samvinnubankans, að Guð-
bjartur væri „erfiður viðskipta-
maður" og hversu langan tíma tók
það Samvinnubankann að losa sig
við hann? Og af hverju var ekki
gengið á hann? Hafði Einari
Ágústssyni láðst að gera það?
Ástæðan er nákvæmlega sú, sem
ég hef margoft haldið fram og er
kjarni máls míns: Að það hafi
verið gagnslaust að ganga á
Guðbjart, þar sem bankinn hafði
enga tryggingu fyrir greiðslu
skulda hans. Hann var „mjög
erfiður“, en samt var haldið í hann
í 12 ár í von um, að hann gæti
greitt skuld sína smám saman.
Þessi ívitnaða setning í kvörtun-
argrein Kristleifs bankastjóra
upplýsir ýmislegt af því, sem ég
hef sagt í blaðaskrifum mínum um
Guðbjartsmálið.
Allir vita, að Kristleifur tók við
lélegu búi, þegar hann kom til
Samvinnubankans árið 1967 og
allir vita, að Guðbjartsmálið er
stórmál. Þetta staðfestir Kristleif-
ur í sektarjátningu sinni:
„Verkefni mitt sem banka-
stjóra var að innheimta það fé
sem Guðbjarti hafði verið lánað
við þær aðstæður sem voru fyrir
hendi eftir að ljóst varð að
rekstur bflaleigu Guðbjarts mis-
tókst.“
Gegn betri
vitund
Kristleifur var kallaður til
bankans í framhaldi af niðurstöðu
bankaráðs þess efnis, að draga
skyldi úr völdum Einars Ágústs-
sonar vegna óhóflegra lána til
Guðbjarts. Kristleifur var kallað-
ur til í hreinsunarskyni.
En aðferðir Kristleifs eru ekki
til fyrirm.vndar og þær hef ég
gagnrýnt. Ég hef gagnrýnt þátt
Einars Ágústssonar í þessu máli
og ég hef gagnrýnt þátt Kristleifs
frá Varmalæk og bankaráðsins
fyrir að hafa fjármagnað ólög-
iega iðju.
bessi gagnrýni er ekki heila-
spuni minn. „tilbúin sönnunar-
gögn“. eins og Kristleifur kallar
heimildir mínar. Gagnrýni mín
byggist á nákvæmum upplýsing-
um um fjármagn. sem Guðbjartur
fékk í Samvinnubankanum.
Gagnrýni mín hefur verið studd
dæmum um tékkaveltu. víxla-
veltu og skuldabréfakaup Sam-
vinnubankans.
Ef Kristleifur Jónsson. banka-
stjóri. neitar því. að Samvinnu-
bankinn hafi haldið Guðbjarti
Pálssyni „á floti“ vegna skulda
hans við bankann. talar hann sér
þvert um hug.
Ef Kristleifur Jónsson neitar
því. að Samvinnuhankinn hafi
látið Guðbjart Pálsson fá fé til
kaupa á víxlum og skuldabréfum
með afföllum. þá talar hann gegn
betri vitund.
Ef Kristleifur neitar því. að
Samvinnubankinn hafi síðan
keypt þessi plögg af Guðbjarti á
fullu verði „til greiðslu á skuld".
þá talar hann gegn hetri vitund.
Og ef hann sér ekki. að með
þessu hefur Samvinnuhankinn
tekið þátt í fjármálasukki. lög-
legu eða ólöglegu. þá er hann
hcillum horfinn og þekkir ekki
mun á réttu og röngu.
Þetta eru aðalatriði. En banka-
stjórinn heldur, að hægt sé að
koma því inn hjá fólki, að
aðalatriði Samvinnubankamálsins
sé það hvort ég þekki mun á víxli,
sem banki kaupir í fyrsta skipti og
framlengingarvíxli!
Það er ósvífni að bera svona á
borð fyrir lesendur þessa blaðs. Ég
veit, að stöðuhækkun Kristleifs
innan Sambandsins hefur ekki
re.vnzt honum sú heillaþúfa, sem
hann vonaðist til. En bankastjór-
inn verður að halda stillingu sinni
þótt honum hafi verið troðið i
tangarkjaft mistaka Einars
Ágústssonar við Samvinnubank-
ann.
Kristleifur Jónsson, bankastjóri,
hefur með kvörtunargrein sinni
staðfest efni greina minna. Hann
hefur ekki borið brigður á neina
staðreynd, hann hefur staðfest
sumar en þagað um aðrar.
Öll er greinin klén og jafngildir
sektarjátningu. Bankastjórinn ját-
ar syndir sínar.
Ilalldór Halldórsson
Aths.. F'yösagnirnar eru einn-
ig að sjálfsögðu eftir greinarhiif-
und.