Morgunblaðið - 25.07.1978, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1978
Hús Kaupfélags ísfirðinga á
ísafirði, en þjófurinn fór inn f
húsið um glugga á bakhlið
þess. Ljósm Mbl. Úlfar.
Hér fór þjófurinn
upp á svaiir og
inn um gluggann,
sem örin vísar á.
Stal tveimur milljón-
um króna á skrifstofu
Kaupfélags ísfirðinga
ísafirði, 24. júlí
BROTIST var inn í skrifstofur
Kuapfélags ísfirðinga aðfarar
nótt sl. sunnudags og stolið þaðan
tveimur milijónum króna. Ekki
hefur enn tekist að upplýsa neitt
um hver þarna hefur verið að
verki en í gær, sunnudag. komu
hingað vestur tveir menn frá
Rannsóknarlögreglu ríkisins til
að vinna að rannsókn málsins.
Þjófurinn mun hafa klifrað upp
á svalir á annarri hæð kaupfélags-
hússins og komist þaðan inn um
opinn glugga inn á aöalgang
hússins. Þannig háttar til á
hæðinni, sem þjófurinn hefur
komist inn á, að allar hurðir þar
eru með glergluggum. Mölvaði
þjófurinn glugga og komst inn á
skrifstofu umboðsmanns Ríkis-
skips og á skrifstofu bæjargjald-
kera, sem þarna er einnig til húsa.
Þar hafði þjófurinn ekkert upp úr
krafsinu, en á skrifstofu kaupfé-
lagsins braut hann upp skúffur í
skrifborði og fann þar lykla að
peningaskáp fyrirtækisins. Opnaði
hann skápinn og hafði á brott með
sér tvær milljónir króna í reiðufé
og ávísunum.
- Úlfar.
ÁKVEÐIÐ hefur verið að stöðva
loðnuveiðarnar í eina viku frá og
með deginum í dag að telja og
hefjast þær ekki á ný fyrr en kl.
24.00 þann 31. júlí n.k. Þessi
ákvörðun var tekin á sameigin-
legum fundi Loðnunefndar, full-
trúa verksmiðjueigenda og full-
trúa útgerðarmanna. Veiðibannið
var ákveðið vegna þess hve illa
hefur gengið að vinna loðnuna
síðustu daga, en hún hefur verið
full af átu. Eftir því sem Morgun-
blaðið kemst næst eru nú um 40
skip komin til loðnuveiða.
Fundi ofangreindra fulltrúa
lauk um miðnæturskeið í gær-
kvöldi og þá var eftirfarandi
fréttatilkynning send út:
„Á sameiginlegum fundi Loðnu-
nefndar og fulltrúa útgerðar-
manna og verksmiðjueigenda í
kvöld var ákveðið vegna þess hve
loðnan sem nú veiðist er erfið í
vinnslu að stöðva loðnuveiðar til
kl. 24. 31. júlí. Undanskildir þessu
veiðibanni eru þó þeir loðnubátar
sem nú eru á miðunum og ekki
hafa lagt afla á land s.l. sólar-
hring, þ.e. 24. júlí. Þeir bátar sem
þannig geta lokið veiðiferðum og
reynt verður að finna löndunar-
rými fyrir eru: Bjarni Ólafsson,
Fífill, Hilmir, Óskar Halldórsson,
Pétur Jónsson, Sandafell, Súlan,
Sæbjörg, Þórshamar og Örn.
Ákvörðun þessi er tekin í
framhaldi af samkomulagi Félags
fiskmjölsframleiðenda og Lands-
sambands ísl. útvegsmanna um
það að fela Loðnunefnd að annast
stjórnun á veiðunum meðan
loðnan er í því ástandi sem nú er.
Er gert ráð fyrir því að þegar
veiðar hefjast aftur, væntanlega
að viku liðinni, ákveði loðnunefnd
hve mörg og hvaða veiðiskip megi
hefja veiðarnar og verður þá tekið
tillit til þess m.a. hverjir nú fá að
ljúka veiðiferðum sínum og mót-
tökurýmis ioðnuverksmiðjanna."
Veiði böirnuð í Mývatni
— nema bændur mega haf a tvö net yfir eina nótt í viku
Vilmundur
svarar ekki
KOMIÐ hefur fram í blöðum.
að Alþýðuflokkurinn hafi
ákveðið að tefla Vilmundi
Gylfasyni ekki fram í þeim
stjórnarmyndunarviðræðum
sem fram fara og í grein
Indriða G. Þorsteinssonar í
dagblaðinu Visi sagði hann, að
Vilmundur hefði verið frystur
úti. Morgunblaðið bar þessi
ummæli undir Vilmund. en
hann vildi ekkert um þau
segja.
Björk, 24. júlí.
Á FUNDI í Veiðifélagi Mývatns,
sem haldinn var á Skútustöðum
sl. laugardagskvöld, var sam-
þykkt að banna allar veiðar f
Mývatni frá og með 25. júli til 27.
september 1978. Þó samþykkti
fundurinn aö hverjum veiðirétt-
arhafa væri heimilt að leggja tvö
net fyrir sínu landi frá sunnu-
dagskvöldi til mánudagsmorg-
uns.
Allgóð silungsveiði hefur verið í
Mývatni það sem af er sumri. Árið
1977 var netafjöldi mjög
takmarkaður í vatninu. Var þó
hverjum veiðiréttarhafa heimilaö
að veiða í aðeins fjögur net. Að
undanförnu hefur Jón Kristjáns-
son fiskifræðingur unnið að rann-
sóknum á silungsstofninum i
Mývatni. Benda þær rannsóknir til
að nú sé þörf enn frekari friðunar
með því meðal annars að tak-
marka netafjöldann frá því sem
verið hefur um skeið, ef tryggt á
að vera að stofnunin- verði við
haldið. Og sem fyrr sagði hefur
Veiðifélag Mývatns nú þegar
samþykkt slíka friðun um tíma.
Kristján.
220 hval-
irkomn-
ir á land
ALLS VORU í gær komnir á land
220 hvalir í Hvalstöðinni í Hval-
firði og þá voru tveir hvalbátar
á leið til Iands og báðir með tvo
búrhvali.
Þessir 220 hvalir skiptast þann-
ig að 167 langreyðar hafa veiðst og
53 búrhvalir. Er þetta verulega
meiri veiði en í fyrra en þesS ber
þó að geta, að hvalvertíðin í fyrra
hófst þremur vikum seinna en nú.
Um miðjan júlí í fyrra voru
komnir á land um 100 hvalir. —
Veiðin er alveg ágæt og við gerum
ráð fyrir að verða að eins og
venjulega fram í miðjan septem-
ber eða til loka þess mánaðar,
sagði starfsmaður Hvalstöðvar-
innar, sem blaðið ræddi við.
Jens F. Magnússon
íþróttakennari látinn
LÁTINN er í Reykjavík Jens F.
Magnússon íþróttakennari. Hann
var fæddur 5. september 1915 á
Bíldudal og eftir að hafa lokið
Jens F. Magnússon
þar unglingaprófi fór hann til
náms við Gymnastikhöjskolen,
Ollerup á Fjóni og var þar 1935
til 1936. Jcns tók kennarapróf
með íþróttir sem sérgrein árið
1938 og var það sama ár á
íþróttanámskeiði á vegum Oslo
Turnforening.
Jens var fimleikakennari við
ýmsa skóla en kennslu hóf hann
við barnaskólann í Skildinganesi
1936—40, St. Jósefssk., Landakoti,
1938—40, gagnfræðaskóla Vestur-
bæjar frá 1942, Verzlunarskólann
frá 1944 og Samvinnuskólann 1948
til 1955. Frá árinu 1957 kenndi
hann við Landakotsskóla og
barnaskólann á Seltjarnarnesí,
Mýrarhúsaskóla. Eftir að hann lét
af kennslustörfum starfaði hann
sem húsvörður við íþróttahús
Hagaskóla.
Jens vann mikið að fimleika-
íþróttum og kenndi fimleika bæði
hjá Glímufélaginu Ármanni og
KR. Eftirlifandi kona Jens er
Guðrún Guðmundsdóttir.
Utskipun í skip frá Panama 8töðvuð vegna vangreiddra launa:
Útgerðin varð að leggja fram
um 35 millj. króna tryggingu
FULLTRÚAR Sjómannasam-
bands (slands fengu á laugar-
dagsmorgun hafnarverkamenn f
Hafnarfirði til að leggja niður
störf við útskipun f flutninga-
skipið Fortuna Carrier, sem hér
tekur loðnuafurðir. Skipið siglir
undir fána Panama en eigendur
þess eru japanskir. Við athugun
fulltrúa Sjómannasambandsins á
skjölum skipsins kom f ljós að
skipverjar, sem fyrir utan skip-
stjóra og tvo japanska vélstjóra
eru Filipseyingar, voru ekki
ráðnir samkvæmt kjarasamning-
um, sem Alþýðasamband flutn-
ingaverkamanna viðurkennir.
Voru mánaðarlaun hásetanna 130
dollarar á mánuði og þar af um
30% í yfirtíð eða um 33 þúsund
krónur á mánuði. Alþjóðasam-
band flutningaverkamanna
viðurkennir hins vegar ekki
lægri mánaðarlaun sjómanna en
567 dollara. Var skipstjóra og
útgerðaraðilum skipsins gerð
grein fyrir því að skipið yrði ekki
fermt fyrr en lögð yrði fram
trygging fyrir greiðslu á því sem
vantaði á laun skipverja. Var
þessi trygging lögð fram af hálfu
útgerðaraðila skipsins og nam
hún rúmlega 136 þúsund dollur-
um eða um 35 milljónum ís-
lenzkra króna. Þegar þessi trygg-
m*' -1
'* »•*< .»**«
C5-“ J
FIutninKaskipið Fortuna Carrier lá í gær í Hafnarfjarðarhöfn en á einnig eftir að
lesta f Keflavfk. Hér tekur það loðnuafurðir. Ljósm. Emilía.
ing lá fyrir hófst útskipun um
borð í skipið á ný í gærmorgun.
Óskar Vigfússon, formaður Sjó-
mannasambandsins, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið í gær, að
Fortuna Carrier hefði komið til
Reykjavíkur fyrir einum 10 til 12
dögum og sigldi skipið undir fána
þjóðar, sem mjög væri illa séð af
öllum sjómönnum og löglegum
útgerðarfélögum, vegna þess að
Panama leyfir skipum að sigla án
þess að eðlilegar launagreiðslur
séu viðhafðar eða öryggisbúnaður
skipanna og tryggingagreiðslur
skipverja séu eins og reglur gera
ráð fyrir. — Gegn slíkum út-
gerðarmáta berst Alþjóðasam-
band flutningaverkamanna ITF,
og okkur þótti því ástæða til að
Framhald á bls. 47
MorKunblaösmenn fóru í gær um borð í
skipið í Hafnarfjarðarhöfn, þegar upp-
skipun var nær lokið. Þegar til kom,
viidu fulltrúar skipverja sem minnst um
launamálin segja, og fékkst sú skýring,
að þeir vildu ekki stofna atvinnu sinni
f hættu með yfirlýsingum um kjörin.
Ekki náðist f skipstjórann.
Loðnuveið-
ar stöðv-
aðar í viku