Morgunblaðið - 25.07.1978, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 25.07.1978, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1978 37 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Brotamálmur Er fluttur aö Ármúla, sími 37033. Kaupi allan brotamálm lang- hæsta veröi. Staögreiösla. Njarðvík Höfum kaupendur aö 3ja—4ra herb. íbúö í tvíbýlishúsi eöa eldra einbýlishúsi í Njarövíkum meö góöa útb. Fasteignasalan, Hafnargötu 27, Keflavík, sími 1420. Munið sérverzlunina með ódýran fatnaö. Verölistinn, Laugarnesvegi 82, S. 31330. Hilmar Foss lögg. skjalaþýö. og dómt. Hafnarstræti 11, sími 14824. Freyjugötu 37, sími 12105. Þrítugur maður óskar eftir atvinnu. Margt kem- ur til greina. Tilboö sendist Mbl. merkt: „Atvinna — 7587“. ; ■ iélagsfífj Hörgshlíð Samkoma í kvöld, miövikudag kl. 8. m UTIVISTARFERÐiR Föstud. 28/7 kl. 20 Kerlingarfjöll, gengiö á Snækoll 1477 m fariö í Hvera- dali og víðar. kl. 20 Þórsmörk. Tjaldað í skjólgóöum og friösælum Stóraenda. Verslunarmannahelgi 1. Þórsmörk. 2. Gæsavötn — Vatnajökull 3. Lakagígar. 4. Skagafjöröur, reiötúr, Mæli- fellshnjúkur. 5. Hvítárvatn — Karlsdráttur. Sumarleyfisferðir í ágúst 8.—20. Hálendishringur, nýstár- leg öræfaferö. 8.—13. Hoffelsdalur, 10.—15. Gerpir, 3.—10 Grænland, 17.—24. Grænland, 10—17. Færeyjar. Uppl. og far. á skrifst. Lækjarg. 6a, s. 14606. Útivist. UTIVISTÁRFERÐIR Miövd. 26/7 kl. 20 Rjúpnadalir — Lækjar- botnar. Létt kvöldganga. Far- arstj. Kristján M. Baldursson. Verð 1500 kr. Fariö frá BSÍ, bensínsölu. Frítt f. börn m. fullorönum. Útlvist. Breiðfirðingar Skemmtiferö Breiöfiröingafé- iagsins til Hveravalla veröur farin 29. júlí. Upplýsingar í símum 52373 og 33088. Feröanefndin. Fíladelfia Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Anna Ásgeirsdóttir og fjölskylda frá Ameríku heilsa. Biblíuorö Einar J. Gíslason. Miðvikudagur 26. júlí kl. 08.00 Þórsmörk (hægt aö dvelja milli feröa) kl. 20.00 Kvöldferð í Viöey. Leiösögumaöur: Lýöur Björns- son sagnfræðingur. Fariö frá Sundahöfn. Föstudagur 28. júlí kl. 20.00 1) Þórsmörk, 2) Landmannalaugar — Eld- ðiá, 3) Hveravellir — Kerlingarfjöll 4) Gönguferö á Hrútfell á Kili. Gengiö frá Þjófadölum. Sumarleyfisferðir 27. júlí. 4-ra daga ferð í Lakagíga og nágrenni. Gist í tjöldum. Fararstjóri: Hjalti Krist- geirsson. 28. júlí. 9 daga ferö um Lónsöræfi. Gist í tjöldum viö lllakamb. Fararstjóri: Kristinn Zophoníasson. Níu feröir um verslunar- mannahelgina. Pantiö tíman- lega. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. Feröafélag íslands. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Geymsluskemma Óskum aö taka á leigu óupphitaöa geymsluskemmu fyrir tómar umbúöir. Greiö aökeyrsla nauösynleg. H.F. Ölgerðin Egill Skallagrímsson, Þverholti 20, Reykjavík, sími 11390. Húsnæði í Árósum Námsmenn athugiö: Til leigu eru 2 rúmcjóö herbergi í nýlegri íbúö á góöum staö. Öll nýtízku þægindi fyrir hendi. Aögangur aö stórri stofu, eldhúsi og 2 baöherbergjum. Gott útsýni. Allar upplýsingar veittar í síma 52921, milli kl. 19 og 20 í kvöld og næstu kvöld. Til leigu miðsvæðis í borginni 482 fm húsnæöi lofthæð 2.60 og 375 fm húsnæöi lofthæö 3.1 Húsnæöi þessi eru upphituö, múrhúöuö og málu meö niöurföllum í gólfi og stórum innkeyrsludyrum. Hentug fyrir t.d. verk- stæöi og/eða geymslur. Allar nánari upplýsingar veittar í síma 25632 eftir kl. 19. — Dollar Framhald af bls. 1 í handagangi þeim er varö á gjaldeyrismörkuðum í dag hækk- aði verð á gulli um þrjá dollara únsan og skráðist á 195 dollara. Verð á kaffi og sykri, sem verið hefur með lægra móti um langt skeið féll aftur á móti, þar eð vörur þessar eru báðar seldar í sterlingspundum og hefur þessi gjaldmiðill hækkað mjög gagnvart dollar að undanförnu. Aðalástæða þess að verð á kaffi hefur ekki verið hærra er sú, að frost hefur ekki mælst á kaffiræktarsvæðum í Brasilíu á þessu ári og uppskera því einkar góð. Þá hefur framboð verið mun meira en eftirspurn hvað varðar sykur einnig. Háttsettur starfsmaður banda- ríska fjármálaráðuneytisins lýsti því yfir í dag að hann sæi enga ástæðu til þess að olíuútflutnings- ríki tækju upp á því að verðleggja olíu í öðrum gjaldmiðii en dollar. Einnig benti hann á að viðskipta- halli Bandaríkjamanna færi nú minnkandi, en þessi halli hefur einmitt átt ríkan þátt í viðbrögð- um kaupsýslumanna á gjaldeyris- markaði. Þess má geta að verð dollars var 235 yen við upphaf árs 1978. — Korchnoi Framhald af bls. 16 ast með Sikileyjarvörn. Najdorf tók með réttu ekki veðmálinu við opinberan aðstoðarmann Korchnois, sem kynni að byggja á einhverri fyrirframvissu. Margs konar byrjanir hafa sézt í þremur fyrstu skákunum. Sú fyrsta var gamalkunnug tegund af Tartakower-afbrigðinu á drottningarvængnum. Hún entist aðeins í 17 leiki og einkenndist af breytingum snemma í skákinni. Önnur skákin var athyglisverð framvinda úr spænsku vörninni, opið afbrigði af Morphy-vörn. Hún var lengri en fyrsta skákin, náði 29 leikjum og dró svip sinn af nýbreytni Korchn- ois í 14. leik. Þriðja skákin var jafnvel enn líflegri og var Nimzoindversk vörn. Ég er þess fullviss, að Korchnoi byggði vinnings- stöðu upp úr byrjuninni og snemma í miðtaflinu og að hann missti vinninginn í rauninni tvisvar út úr höndunum á sér. Athugan- ir, sem gerðar voru á skákinni síðar, benda vissulega til þess, að ef Korchnoi hefði í 21. leik leikið f5 í stað g4, hefði hann tryggt sér unnið tafl. Hefur nokkur efni á slíkum mistökum gegn heimsmeistara? Ilarry Golombek, fréttaritari Mbl. á heimsmeistaraeinvÍKÍnu á Filippseyjum. — Stormurinn Framhald af bls. 14. Hún samþykkti það en sagði að þetta væri í síðasta sinn sem hann fengi jógúrt. í dag sagði frú Leeuwrick: „Ef þeir senda (Karp- ov) jógúrt núna getur verið að hann vilji svínakjöt eftir viku.“ Seinna sagði frú Leeuwerick að Karpov hefði hafnað hugmyndinni um ísskáp og eldunaraðstöðu „bara til að koma vandræðum af stað“. Ed Edmundson frá Honolulu, ritari .dómaranna, sagði að einnig hefði orðið að samkomulagi að banna áhorfendum að taka ljós- myndir þær þrjár mínútur sem myndatökur eru leyfðar áður en hver umferð hefst. Rússar hafa mótmælt því að frú Leeuwerick hafi tekið myndir og lengur en í þrjár mínútur. — Lífríki Framhald af bls. 39 laust hjá að gera upp við sig, hversu langt þeir telja sér fært að líða ófremd, eins og hér að framan hefir verið tekin til dæmis, að breiða úr sér, og hversu lengi sómatilfinning þeirra fær afborið slíkt, ef eitthvað er þá enn afgangs af henni. Það væri að æra óstöðugan að tíunda frekar dæmi um hrörn- aða innviði réttarríkja Vestur- landa, og verður því aðeins eitt nefnt enn. Eins og flestum mun í fersku minni, óðu morðsveitir vinstri- manna inn í Shaba-fylki í Afríkuríkinu Zaire í maí-mán- uði þ.á. og frömdu þar ofboðs- legri níðingsverk að vanda en með orðum verði lýst. Þegar sjónvarp íslenzka ríkisútvarps- ins skýrir frá ógnaröldinni í Kolwesi og örlögum hinna hvítu, óbreyttu og friðsömu borgara þar („Sjónhending", þriðjudag- inn 30. maí sl. ), þá var fólkið ekki myrt. Síður en svo. Það var „fellt"! „Hvar eru leiðtogarnir?" spurði bandaríska fréttatíma- ritið „Time“ hinn 15. júlí 1974, og helgaði meginefni blaðsins forystuliðskönnun Vesturlanda, en fann ekkert. Mér er ekki kunnugt um, að neitt hafi fundizt síðan. Claus Jacobi, aðalritstjóri „Welt am Sonn- tag“, birtir um þessar mundir greinaflokk undir samheitafyr- irsögninni: „Er hægt að stjórna veröldinni?", og telur svarið ákaflega vafasamt svo að ekki sé meira sagt. Eugéne Ionesco kom heim úr Bandaríkjaför í vor, og segir í grein, sem hann ritaði í „Le Figaro", París, í apríl sl.: „Ég sný heim frá Bandaríkj- unum fullur ótta." Það er því víðar en á íslandi, að „þróunin virðist vera í þá átt, að allir taki þátt í stjórnmálum — nema þá helzt stjórnmála- rnenn!" („Morgunblaðið", 4. f.m.). — Telurhand- ritið vera eftir Gísla Framhald af bls. 10 sonar, en um það leyti leituðu Árni og hans menn uppi handrit hér á landi og fluttu til Danmerkur. E.t.v. hefði áður- nefndur Bjarni verið síðasti eigandi þess hér á landi. I handritinu væru einnig önnur nöfn skrifuð til hliðar á síðurn- ar, þ.e. nafnið Magnús Björns- son, sem ekki hefði verið hægt að kenna og nafnið Halldór skrifað að rithætti 18. aldar. Líklegt væri, að það hefði verið í eigu prests í Skálholtsdæmi. Um afskipti sín af handritinu sagði Solhaug, að fræðimaður að nafni Hans Buvarp hefði fundið það árið 1970, en sá hefði fengið honum það í hendur til rann- sókna. Sjálfur hefði hann lokið þeirri vinnu 1973, en ritgerð hans hefði ekki verið prentuð í neinu upplagi fyrr en á þessu ári í Ósló. Handritið sjálft væri mjög vel farið og vel skrifað með rithætti 16. aldar. Væri það í heild 129 síður. — Röksemda- færslan Framhald af bls. 11 þanizt út gífurlega og stjórnunar- kostnaður þar orðinn óhóflega hár. Þess vegna vildi hann taka tillög- una upp að nýju en í stað fræðsluráðs í henni kæmi borgar- stjórn. I fræðsluráði hafði tillagan verið felld. Þór Vigfússon sagði, að aðstæður í Ármúla- og Laugar- lækjarskóla hefðu verið þannig, að hvorki nemendur né kennarar hefðu vitað hvar þeir stóðu. Umsóknir um Fjölbrautaskólann í Breiðholti hafi komið víðs vegar að úr bænum. Þess vegna væri nauðsyn á þessu nýja skipulagi. Þór flutti síðan rökstudda frávís- unartillögu við tillögu borgarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins. Elín Pálmadóttir sagði, að í öllum ruglingnum minnkaði óvissan ekki þegar tilskipanin komi frá ráðu- neyti um breytingu á tilhögun sem gilt hefur í eitt ár. Röksemda- færslan að minnka óvissu væri því hrein fjarstæða og útibúshug- myndir yrðu allra sízt til að bæta ástandið. Borgarstjórnarmeiri- hlutinn vísaði síðan frá tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins. — Hver er.... Framhald af bls. 46. synlegan grundvöll fyrir rannsóknir í þjóðfræðum, eru ekki gerð í því skyni að varpa rýrð á þá alþýðumenn, sem unnið hafa og vinna enn dyggilegt og óeigin- gjarnt starf í þágu verndunar minja og þjóðlegs fróðleiks hér í landi. Hefði starfs þeirra ekki notið við, hefði lítið af þeim minjum, sem við eigum í dag, varðveist. Fæstir þessara manna, svo mér sé kunnugt, hafa talið sig til sérfræðinga í nútímamerkingu þess orðs — þó margir þeirra hefðu kosið að mennta sig í þessum fræðum, ef efni og aðstæð- ur hefðu leyft. Öll vísindi og fræði eru sprottin úr reynslu hins daglega lífs, og aðalsmerki górar fræðigreinar er að hún hafi á að skipa fleiri leikmönnum en sérfræðingum og vonandi munum við alltaf eiga jafn marga áhugasama leikmenn um þjóðfræði og við höfum átt. En samtímis skyldi öllum vera það ljóst, að þó störf leikmanns og fræðimanns séu náskyld og eigi að hafa stuðning hvort af öðru, þá er þeim ekki saman að jafna. Starf leikmannsins einkennist af söfn- un, varðveislu, lýsingum og ábend- ingum á þjóðlegar minjar. Fræði- maðurinn er hins vegar kostaður af almannafé til aö stunda rann- sóknir á þjóðfræðum, þróa og skapa kenningar um hlutverk og þýðingu þeirra. Það er síðan hlutverk leikmanna að meta og vega þær fræðikenningar, sem frarn eru settar, og mat þeirra er oft prófsteinninn á sannleiksgildi kenningarinnar og þeir ráða mestu um hvort hún verður hluti af heimsmynd okkar. New York, 11. júlí 1978.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.