Morgunblaðið - 25.07.1978, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1978
Víkingur nældi sér í
tvö óverðskulduð stig
LOKS KOM að því að Víkingi tækist að sigra on síðustu vikurnar
hafa verið magrar hjá þeim. bróttarar hafa einnig átt erfitt með að
innbyrða stigin að undanfiirnu. en ef þeir hafa nokkurn tíma átt sigur
skilinn. þá var það í leiknum gegn Víkingi í gærkvöldi. Víkingar
gerðu fátt annað í leiknum en að skora eina mark leiksins. Kom það
þegar aðeins 2 mínútur voru til leiksloka ok hafði mark þeirra
nokkrum sinnum sloppið í yfirnáttúrulegan hátt fyrr í leiknum.
Fyrri hálfleikur var vægast sagt milli handa sér. En Þrótturum
tilþrifalítill og var freistingin að
beina sjónaukanum yfir að sund-
laugunum orðin geysisterk. Það
voru þó Víkingar sem áttu það
fyrsta sem kalla má færi, en það
var aðeins vegna þess að Rúnar
var næstum búinn að missa lausan
• Þetta færi íékk Páll ólafs-
son í fyrri hálfleik, er Sverrir
Brynjólfsson sendi góða
stungusendingu á hann, en
hraðinn var of mikill og Páll
missti af knettinum út fyrir
endamörk.
málunum á
Víkingur-
Þróttur 1 -0
Texti: Guðmundur Guöjóns-
son
Mynd: Kristínn Ólatsson
skallabolta Helga Helgasonar.
Síðan áttu bæði Sverrir Bryjólfs
og Páll möguleika á að skora eftir
sömu aukaspyrnuna, en hvorugur
hitti boltann. Síðustu mínútur
hálfleiksins kviknaði eilítið líf í
leiknum og fengu bæði liðin þá
þokkaleg færi, best þó, er Arnór
skaut hörkuskoti utan af kantin-
um, sem Rúnar markvörður missti
STAÐAN
STAÐAN f fyrstu deild eftir leiki
helgarinnar er nú Þessi:
KA — IA 0—5
FH — ÍBV 0—2
Víkingur — Þróttur 1—0
Valur 11 11 0 0 32—5 22
ÍA 12 10 1 1 36—10 21
Fram 11 6 14 14—13 13
ÍBV 11 5 2 4 16—15 12
Víkingur 12 5 16 19—22 11
Þróttur 12 2 5 5 15—18 9
FH 11 2 4 6 17—25 8
KA 12 2 4 9—30 8
ÍBK 10 2 3 5 11—16 7
Breiðablik 11 119 9—29 3
Markhæstu leikmenn:
Pétur Pétursson ÍA 12
Matthías Hallgrímsson ÍA 11
Ingi Björn Albertss. Val 11
Arnór Guójohnsen Víkingi 7
Gunnar Örn Kristjénss. Vík. 7
Atli Eóvaldsson Val 6
Guómundur Þorbjörnss. Val 6
Leifur Helgason FH 6
Janus Guólaugsson FH 6
ser.
tókst að bjarga
marklínunni.
í síðari hálfleik var aðeins eitt
lið á vellinum, Þróttur, og hefur
undirritaður varla séð Víkingana
jafn lélega og í leik þessum í
sumar og hefur hann þó séð
allnokkra. Þegar á 6. mínútu
sluppu Víkingar með skrekkinn og
eru þeir vafalítið enn að velta því
fyrir sér hvernig þeir komust
heilir á húfi út úr atganginum.
Sending kom fyrir markið og í
þeim látum, sem í kjölfarið fylgdu,
björguðu Víkingar á línu, skotið
var í stöng og upp úr hornspyrn-
unni, sem síðan var dæmd, skall-
aði Agúst Hauksson ofan á
þverslána. Það voru þeir Halldór
Arason og Sverrir Brynjólfsson
sem sóttu hvað harðast að mark-
inu í þessu tilviki. Nærri miðjum
hálfleiknum varði Diðrik síðan
mjög vel skot Sverris Brynjólfs-
sonar.
Aðeins týrði á peru Víkinga eftir
hálftíma leik og jafnvel þá voru
það aðeins mikil mistök í vörn
Þróttar sem gáfu Víkingum mögu-
leika, en þá tók Gunnar Örn
knöttinn af Jóhanni Hreiðarssyni
rétt fyrir utan vítateig og skaut
síðan þrumuskoti naumlega fram
hjá markinu. Áfram sóttu Þróttar-
ar, en nú gekk illa að skapa sér góð
færi, enda var vörnin sterkari hlið
Víkings. Á 43. mínútu, markamín-
útunni, kom síðan markið sem
setti punktinn yfir i-ið og full-
komnaði óréttlætið. Aukaspyrna
var dæmd á Þróttara vinstra
megin, rétt utan við endalínu,
Gunnar Örn gaf vel fyrir og þar
kom Heimir Karlsson aðvífandi og
skallaði snyrtilega í netið. Það eru
mörkin sem gilda og nú hefði mátt
ætla, að Þróttur ætti ekki aftur-
kvæmt í leikinn sem virkur
þátttakandi. En það var öðru nær
og á lokamínútunum áttu bæði
Þorgeir og Halldór Arason mögu-
leika á að skora án þess að það
tækist.
Þetta var leikur sterkra varna,
en kannski voru þær svona sterkar
vegna þess að sóknarleikmenn
liðanna voru svo lélegir, þeir léku
Framhald á bls. 37
4
Mohamed skoraði þrennu
3. deild
KEPPNI í þriðju deild lá að
mestu niðri um helgina vegna
Landsmótsins á Selfossi. Hér fara
á eftir úrslit þeirra leikja sem við
höfum frétt afi
Stefnir — Njarðvík 3—0
Það var enginn annar en Egypt-
inn Mohamed Mahmout Emem
Mohamed Safan, sem skoraði öll
Elnkunnagjöfln
FH: Friðrik Jónsson 3 KA: Þorbergur Atlason 1
Jón Hinriksson 2 SteinÞór Þórarinsson 1
Viðar Halldórsson 2 Ólafur Haraldsson 1
Gunnar Bjarnason 3 Guöjón Harðarson 1
Janus Guðlaugsson 3 Haraldur Haraldsson 2
Logi Ólafsson 3 Gunnar Gunnarsson 1
Magnús Teitsson 2 Óskar ingimundarson 1
Ólafur Danivalsson 3 Eyjólfur Agústsson 2
Leifur Helgason 2 Gunnar Blöndal 2
Pélmi Jónsson 2 Gunnar Gíslason 2
Þórir Jónsson 3 Elmar Geirsson 2
Benedikt Guðbjartsson (vm) 2 Jóhann Jakobason (vm) 1
Ásgeir Arnbjörnsson (vm) 1 Ármann Sverrisson (vm) 1
ÍBV: ÍA: Jón Þorbjðrnsson Guðjón Þórðarson 2 2
Páll Pálmason 2 Kristinn Bjðrnsson 2
Guðmundur Erlingsson 2 Jóhannes Guðjónsson 3
Einar FriðÞjófsson 2 Jón Gunnlaugsson 2
Örn Óskarsson 3 Jón Áskelsson 2
Friðfinnur Finnbogason 3 Karl Þórðarson 4
Sveinn Sveinsson 3 Jón Alfreðsson 2
ValÞór SigÞórsson 2 Pétur Pétursson 4
Óskar Valtýsson 2 Matthías Hallgrímsson 2
Sigurlés Þorleifsson 1 Árni Sveinsson 3
Ómar Jóhannsson 3 Andrés Ólafsson (vm) 1
Karl Sveinsson 3 Dómari:
Dómari: Arnar Einarsson 3 Valur Benediktsson 1
Víkingur:
Oiðrik Ólafsson 3
Ragnar Gíslason 2
Magnús Þorvaldsson 2
Gunnar Örn Kristjénsson 2
Róbert Agnarsson 3
Heimir Karlsson 3
Jóhannes Béróarson 1
Viðar Elíasson 1
Jóhann Torfason 1
Arnór Guðjohnsen 2
Helgi Helgason 1
Þróttur:
Rúnar Sverrisson 2
Guðmundur Gíslason 2
Úlfar Hróarsson 3
Jóhann Hreiðarsson 2
Sverrir Einarsson 3
Þorvaldur Þorvaldsson 3
Árni Valgeirsson 1
Péll Ólafsson 2
Sverrir Brynjótfsson 2
Ágúst Hauksson 3
Halldór Arason 2
Þorgeir Þorgeirsson (vm) 2
Dómari:
Róbert Jónsson 3
mörk Stefnis í leiknum, eitt í fyrri
hálfleik og síðan tvö í viðbót í þeim
síðari. Njarðvíkingar voru sigur-
vissir í fyrri hálfleik en áttu þó
undir högg að sækja, en í síðari
hálfleik tóku þeir sig á og sóttu og
sóttu. Það voru Stefnismenn, sem
fengu hins vegar tvö færi í
hálfleiknum og nýttu bæði til hins
ýtrasta.
Bolungarvík — Njarðvík 0—2
Þessi leikur fór reyndar fram
degi áður en ieikurinn hér að ofan,
en Njarðvík hafði yfirburði og
skoraði eitt mark í hvorum hálf-
leik, auk þess sem þeir misnotuðu
vítaspyrnu. Benjamín Friðriksson
og Haukur Jóhannsson skoruðu
mörk Njarðvíkur og er staða
þeirra i riðlinum sterk.
Leiknir — Skallagrímur 4—0
Leiknir burstaði Skallagrím og
sigurinn hefði getað orðið enn
stærri, ef heppnin hefði verið með.
Hilmar Harðarson, Þorsteinn Ög-
mundsson og Björn Sigurbjörns-
son (2) skoruðu mörk Leiknis.
ÍK — Stjarnan 4—3
I leik þessum var tröppugangur
mikill og hann var auk þess
fjörugur og vel leikinn. ÍK náði
forystu eftir 10 mínútur með
marki Axels Jónssonar úr vta-
spyrnu, en Stjörnumenn svöruðu
með 3 mörkum fyrir leikhlé og
voru þeir Sigurður Guðmundsson
og Ingólfur Ingólfsson meðal
markaskorara. Hugsanlega hafa
Stjörnumenn talið sigurinn í höfn,
því að þeir voru eitthvað annað að
hugsa fyrstu 10 mínútur síðari
hálfleiks, en þá röðuðu leikmenn
ÍK 3 mörkum í netið hjá Stjörn-
unni, Páll Kristinsson tvö og
Ólafur Pedersen eitt, tvö þessara
marka komu eftir fyrirgjafir
Axels Jónssonar, sem var besti
maður ÍK að þessu sinni.
-gg-
Lawrie Mcmenemie
hryggbraut Leeds
LEEDS United, sem eigi alls fyrir
löngu sparkaði framkvæmdastjóra
sínum, Jimmy Armfield, hefur að
undanförnu v^rið að leita að
arftaka hans. í gær gerðu þeir
framkvæmdastjóra Southampton,
Lawrie McMenemie, girnilegt til-
boð, sem hann gerði sér lítið fyrir
og hafnaði. Hann vill frekar vera
hjá Southampton, sem hann kom
upp í fyrstu deild á síðasta
keppnistímabili.
4leikir íkvöld
FJÓRIR leikir eru á dagskrá í
knattspyrnunni í kvöld, tveir í
fyrstu deild og tveir í annarri.
1. deild Laugardalsvöllur kl.
20.00 Fram - UBK.
1. deild Keflavíkurvöllur kl.
20.00 ÍBK - Valur.
2. deild Húsavíkurvöllur kl.
20.00 Völsungur — KR.
2. deild ísafjarðarvöllur kl.
20.00 ÍBÍ - Þór.
Tveimur fyrrnefndu leikjunum
var frestað vegna Landsmótsins á
Selfossi.