Morgunblaðið - 25.07.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.07.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1978 3 Jón Dan selur í Þýzkalandi á miðvikudaginn Minningarathöfn var í Dalvíkurkirkju á sunnudag um piltana fjóra sem fórust á Eyjafirði 17. júní sl. Að lokinni athöfn í kirkjunni var lagður krans á Minnismerki um drukknaða sjómenn við kirkjuna á Dalvík. Ljósm. Júlíus Snorrason. Fjölmenni við minningarathöfn- inaáDalvík Á SUNNUDAG fór fram í Dalvíkurkirkju minningarat- höfn um piltana fjóra, sem fórust á Eyjafirði þann 17. júní sl. Fjölmenni var við athöfnina og varð hluti mannfjöldans að standa utan kirkjudyra en talið er að nær 400 manns hafi verið saman komnir við athöfnina. Piltarnir fjórir hétu Stefán Ægisson, Símon Hilmarsson, Egill Antonsson og Gunnar Jónsson. Krans frá foreldrum piltanna var lagður við Minnismerki um drukknaða sjómenn úti fyrir Dalvíkurkirkju. Við athöfnina í Dalvíkur- kirkju flutti séra Stefán Snæv- arr minningarorð og kirkjukór Dalvíkurkirkju söng undir stjórn Gests Hjörleifssonar en einnig söng Garðar Cortes einsöng við athöfnina. p£]agar úr Skátaféagi Dalvíkur stóðu fyrir kirkjudyrum með íslenska fána og að athöfninni í kirkj- unni lokinni báru skátar krans úr kirkjunni að minnismerki um drukknaða sjómenn ur Svarfað- ardal og frá Dalvík. Var krang frá foreldrum piltanna lagður við minnismerkið. Kirkjukórinn söng við athöfnina utan kirkj- unnar. Hækkunarbeiðnir bíða afgreiðslu: Hitaveitan um 25% - Lands- virkjunum 35% og Rafmagns- veita Reykjavíkur um 22,3% SKUTTOGARINN Jón Dan GK er nú á leið til Þýzkalands í söluferð og selur þar á miðvikudag. Það hefur aldrei komið fyrir að íslenzkt skip hafi selt ísfisk í Þýzkalandi yfir sumartímann, en ástæð- an fyrir því að Jón Dan fer í þessa ferð er sú, að skipið gat hvorki landað á íslandi, í Færeyjum né í Englandi. Fiskurinn, sem Jón Dan er með, er að mestu leyti þorskur og fást aðeins 94 pfenningar fyrir kílóið af þorskinum í Þýzkalandi um þessar mundir eða aðeins rösklega 100 kr. Þá er skipið með nokkuð af karfa og ufsa og er búist við mun 300 til 400 manns á Skál- holtshátíð SKÁLHOLTSHÁTÍÐ var haldin á sunnudag og sóttu miili 300 og 400 manns messu og samkomu í Skálholtskirkju þá um daginn. Ilófst hátíðin með messu kl. 14 þar sem biskupinn, hr. Sigur björn Einarsson, prédikaði og Skálholtskórinn söng. Seinna um daginn var haldin samkoma í kirkjunni og flutti Björn Þorsteinsson, prófessor, þar erindi um sögu Skálholts. Hinn kunni organisti dr. Finn Videro lék á orgel kirkjunnar. Þá var flutt tónverk eftir Þorkel Sigurbjörns- son og voru það kór Háteigskirkju undir stjórn Marteins Friðriksson- ar og félagar úr Sinfóníuhljóm- sveit Islands sem fluttu verkið. NíelsP.Sig- urdsson heim til starf a í utanrík- isráduneytinu ÁKVEÐIÐ hefur verið að Pétur Eggerz taki við starfi sendi- herra íslands í Bonn frá 1. október 1978 að telja. Níels P. Sigurðsson, sem gegnt hefur sendiherrastörfum í Bonn síðan á öndverðu ári 1976, mun flytjast til starfa í utanríkisráðu- neytinu. hærra verði fyrir þær tegund- ir. Skuttogarinn Engey seldi hluta af farmi í Hull í gær, alls 135 lestir fyrir 31,3 millj. kr. og var meðalverð fyrir aflann 232 kr. Þá seldi Mánatindur í Fleet- wood 824 kassa fyrir 9.6 millj. kr. Lektor í ísl- lensku í Ósló AUGLÝST hefur verið laust til umsóknar starf lektors í íslensku við Háskólann í Ósló og er umsóknarfrestur um starfið til 1. ágúst n.k. Starfið verður veitt frá 1. janúar n.k. og er veitt til þriggja ára en heimilt er að endurráða viðkom- andi einu sinni. Að sögn Bjarna Einarssonar hjá Árnastofnun er tekið fram í auglýsingunni að starfið sé ætlað íslendingi en því hefur gegnt að undanförnu dr. Ivar Orgland. Reikningar Sirkussins hjá ríkis- endurskoðun Menntamálaráðuneytið hefur enn til meðferðar hvort skemmtanaskattur verður felldur niður af sýningum Gerry Cottle sirkussins, sem hingað kom á vegum Bandalags ís- lenskra skáta. Að sögn Birgis Thorlacíus ráðu- neytisstjóra hefur ráðuneytið fengið í hendur reikninga sirkuss- ins og sent þá áfram til ríkis- endurskoðunar. — Ríkisendur- skoðun er hlutlaus aðili, sem annast alla reikningslega endur- skoðun fryir ráðuneytið og við óskuðum eftir því að hún yfirfæri reikninga sirkussins og þegar niðurstaða þeirrar endurskoðunar liggur fyrir tekur ráðuneytið ákvörðun í málinu, sagði Birgir. IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ hefur nú til meðferðar beiðnir um hækkun á töxtum Rafmagnsveitu Reykjavíkur og fleiri rafveitna í landinu og Hitaveitu Reykjavík- ur. Að sögn Kristmundar Ilall- dórssonar, deildarstjóra í iðn- aðarráðuneytinu. liggur einnig fyrir í ráðuneytinu beiðni írá Landsvirkjun um 35% hækkun á rafmagni í heildsölu og er sú beiðni nú til athugunar hjá Þjóðhagsstofnun. Borgarráð Reykjavíkur sam- þykkti nýverið að óska eftir 25% hækkun á gjaldskrá Hitaveitunnar og hefur sú beiðni ekki enn verið afgreidd. Rafmagnsveita Reykja- víkur hefur farið fram á 8,3% hækkun á töxtum sínum en verði Landsvirkjun heimiluð hækkun á verði rafmagns í heildsölu, þarf Rafmagnsveita Reykjavíkur alls að fá 22,3% hækkun á sínum töxtum til að mæta þeirri hækkun og sinni fyrri hækkunarbeiðni. Kristmundur sagði, að einnig lægju fyrir beiðnir frá öðrum rafmagnsveitum í landinu s.s. Rafmagnsveitum ríkisins um hækkun á töxtum og væri þar gert ráð fyrir hliðstæðum hækkunum og hjá Rafmagnsveitu Reykjavík- ur. ■Um það hvenær mætti búast við, að þessar hækkunarbeiðnir fengju afgreiðslu, sagði- Kristmundur að hann gæti ekkert fullyrt. Hins vegar hefði í tengslum við samn- inga aðila vinnumarkaðarins um kaup og kjör í fyrra verið gert um það samkomulag að opinber þjón- usta hækkaði ekki nema á þriggja mánaða fresti og í samræmi við það þyrftu þessar hækkanir að ná samþykki fyrir 1. ágúst n.k. eða að þær kæmu ekki til framkvæmda fyrr en að þremur mánuðum liðnum nema þessu samkomulagi yrði breytt. — Tæknilega séð er orðið mjög tæpt á því að þessar beiðnir geti farið í gegn fyrir 1. ágúst en ég get ekkert sagt til um hvort það verður eða ekki, sagði Kristmundur. Skemmtiferðaskipið World Discoverer kom til Hafnar í Hornafirði sl. sunnudag. Er þetta fyrsta skemmtiferðaskip sem kemur til Hafnar og jafnframt stærsta skip, sem þar hefur lagst að bryggju fyrir utan ameríska innrásarpramma. Ljósm. Mbl. Elías. Fyrsta skemmtiferðaskipið til Hafnar: Barþjónninn ætlaði að sigla á ís- jaka en fékk kalt bað í Jökulsá Skemmtiferðaskipið World Discoverer kom hingað til Hafn- ar í Hornafirði klukkan níu árdegis á sunnudag og voru með því 89 farþegar en áhöfn skipsins skipa 79 manns. Er þetta stærsta skip, sem komið hefur til Hafnar fyrir utan amerfska innrásar pramma en skipið er 3153 tonn og er jafnframt fyrsta skemmti- ferðaskipið, sem hingað kemur. Farþegar skipsins fóru meðal annars í skoöunarferð í Skaftafell og að Jökulsá en einnig fóru nokkrir í styttri ferðir um ná- grenni Hafnar. Það bar helst til tíðinda í skoðunarferð farþeg- anna, að einn af barþjónum skipsins hafði hug á því að fá sér smásiglingu á einum isjakanum á Jökulsárlóni en ekki var jakinn þó . nógu stór til að bera barþjóninn og sökk jakinn undan honum og barþjónninn varð að synda í land. Koma skipsins hingað vakti mikla athygli íbúa Hafnar og er hald manna að sjaldan eða aldrei hafi jafn margir Hafnarbúar verið saman komnir niðri við höfnina og þegar skipið lagði frá um kl. 9 á sunnudagskvöldið. Héðan fór skip- ið til Vestmannaeyja. -Elías.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.