Morgunblaðið - 25.07.1978, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1978
Hafsteinn Þorvaldsson# formaður UMFÍ:
„Landsmótri mega ekki
vaxa okkur yf ir höf uð'
HAFSTEINN Þorvaldsson formaður UMFÍ sagði í viðtali við
Morgunblaðið að landsmótinu loknu á Selíossi, að mótið hefði tekist
vonum framar og verið mun auðveldara í framkvæmd heldur en
landsmótið á Laugarvatni 1965.
— Eg tel að landsmótið hafi
verulegu uppeldis- og menningar-
legu hlutverki að gegna í íslensku
þjóðlífi. Aldrei fyrr hafa forystu-
menn í félagsstarfi á hverjum stað
lagt jafn mikið að sér á öllum
sviðum við undirbúning fyrir
landsmót. Enda var staðreyndin
sú að afrek íþróttafólksins voru
glæsileg. Landsmótið fór nú fram
við bestu hugsanlegar aðstæður,
og ungmennafélagshreyfingin
stendur í mikilli þakkarskuld við
þá aðila sem á elleftu stundu tóku
að sér framkvæmd þessa móts,
eftir að sýnt var að UMSE gat ekki
að þessu sinni haldið mótið.
Ég vil nota tækifærið á að þakka
sveitungum mínum sem gerðu það
kleift að HSK gat með svo stuttum
fyrirvara haldið svona glæsilegt
og vel skipulagt landsmót og raun
ber vitni um. Hið félagslega átak
sem liggur á bak við mótshaldið er
liðlega þrjú þúsund íbúum Selfoss
til mikils sóma. Áhuginn á mótinu
er alltaf að aukast, hér voru
mættir til leiks 1200 íþróttamenn
í keppnisgreinar og sýningar-
flokka frá 20 héraðssamböndum,
sýningarflokkur frá Danmörku og
svo mætti lengi telja. Allt hefur
gengið eins vel og kostur er á, hvað
meira er hægt að óska sér. — Ég
óttast að vísu að mótin séu að
verða of stór í sniðum, og ég tel
að bú séu fáir staðir sem geti orðið
haldið mótin svo að sómi sé af.
Mótin eru orðin svo mikil að vexti
að við megum passa okkur á því
að þau vaxi okkur ekki yfir höfuð.
Samt verðum við ávallt að muna
að mótið má ekki missa þá miklu
reisn sem það hefur haft yfir sér
svo lengi.
Þetta landsmót sem nú er lokið
ber fagurt vitni þeirri hugsjón sem
U.M.F.I. hreyfingin berst fyrir.
Andi vináttu var ríkjandi, og
uppskeran er allri auðlegð meiri
fyrir það æskufólk sem sótti
landsmótið sagði formaðurinn að
lokum.
• Frá setningu Landsmótsins
á Selfossi. A myndinni eru
m.a. Hafsteinn Þorvaldsson,
formaður UMFÍ, Jóhannes
Sigmundsson, formaður lands-
mótsncfndar, Vilhjálmur
Hjálmarsson, menntamálaráð-
herra, dr. Kristján Eldjárn
forseti íslands og frúr þeirra.
• Talið er að gestir á
landsmótinu hafi verið
10—15 þúsund og kepp-
endur voru um 1100 að tölu
og hafa aldrei verið fleiri.
Fólk fylgdist almennt
mjög vel með því sem fram
fór og eins og vænta mátti
voru jafnan flestir áhorf-
endur við íþróttavöllinn.
Myndin hér til hliðar sýnir
einmitt mannfjölda fylgj-
ast með því sem fram fer á
íþróttavellinum. Sól skein í
heiði flesta mótsdagana
þótt hvasst væri og notuðu
margir tækifærið til þess
að sleikja sólskinið. Þessar
yngismeyjar á myndinni að
ofan hittum við fyrir í
heitu pottunum hjá sund-
höllinni og er ekki annað
að sjá en vel hafi farið um
þær.
ItVan
Guðm. Jónsson framkvæmdastjóri:
Miklarfram-
Þegar litið er á hversu stórt þetta mót er í sniðum og kcppnisgreinar
eru margar er ekki hægt að segja annað en að mótið hafi gengið mjög
vel fyrir sig, sagði framkvæmdastjóri landsmótsins Guðmundur
Jónsson er við ræddum við hann á Selfossi í gærkvöldi í þann mund
sem mótinu var að ljúka.
— Það var gífurlega mikil
undirbúningsvinna sem fram-
kvæma þurfti fyrir mótið, og öll sú
mikla vinna virðist hafa skilað sér
vel. Þá má ékki gleyma öllum þeim
sjálfboðaliðum sem störfuðu við
mótið, þeir munu hafa verið í
kring um 600 talsins, og vinna
þeirra var ómetanleg. Það er í
raun og veru orðin spurning hvort
áhugamenn geti staðið í þessu,
allur kostnaður og undirbúningur
er orðinn svo mikill. En það vegur
þó upp á móti að landsmótin skapa
mikla samheldni hjá mönnum og
allt virðist þetta leysast þegar
menn snúa bökum saman og
takast á við vandamálin.
— Hvað finnst þér bera hæst á
þessu landsmóti?
— Tvímælalaust öll þau góðu
afrek sem unnin hafa verið í
íþróttagreinunum, frjálsíþrótta-
keppnin hefur aldrei verið betri og
sundíþróttin, sem á vaxandi fylgi
að fagna, kom sterk frá mótinu,
þau voru ófá landsmótsmetin sem
féllu, það sýnir best þær miklu
framfarir sem eiga sér stað.
— Hvað með kostnaðarhliðina?
— Mér sýnist í fljótu bragði að
héraðssambandið sleppi, það
verður enginn ágóöi eða lítill, en
tap ætti ekki að geta orðið, við
fengum að vísu færri áhorfendur
og mótsgesti en búist var við, þeir
urðu um 15 þúsund alls, þó var
ekki gott að gera sér grein fyrir
því hve margir sóttu mótið sökum
þess hve því var dreift á marga
staði.
— Finnst þér landsmótið vera
of fastmótað?
— Nei alls ekki. Landsmótin
eiga að vera með þessu sniði, það
er eitthvað fyrir alla og er það vel.
Þá setja hátíðardagskráin og
kvöldvökurnar alltaf sinn svip á
mótin og gera þau skemmtileg
fyrir alla fjölskylduna. Selfossbú-
ar hafa tekið vel á móti gestum
sínum og við getum verið stoltir
yfir því að svo vel tókst til, sagði
Guðmundur að lokum.
Reiknað er með að næsta
landsmót UMFÍ fari fram á svæði
U.M.F.E. og þá væntanlega á
Dalvík.
Landsmótsblað Morgunblaðs-
ins unnui
Sigtryggur Sigtryggsson
‘Þórarinn Ragnarsson
Helgi Daníclsson
Kristinn Ólafsson.
farir ber hæst