Morgunblaðið - 25.07.1978, Blaðsíða 48
AUCíLYSINGASIMINN ER:
22480
ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1978
greiðslugetu Verðjöfnunarsjóðs
Gert ráð fyrir að Seðlabankírai
hækki ararðalán tilfry stihúsa
— jafnhliða afnámi útflutningsbannsins
Búizt við að ríkissjóður ábyrgist
Fyrsta djáknavígslan
frá því fyrir siðaskipti
fór fram í Landakots-
kirkju í Reykjavík á
sunnudag. Agúst K.
Eyjólfsson var þá vígður
til djákna og sá Hinrik
Fehen, biskup, um vígsl-
una. Myndina hér tók
Óli K. Mag. við það
tækifæri. Sjá bls. 33.
ÞESS ER jaínvel að vænta í dag, að ríkisstjórnin taki ákvörðun um
að ábyrjíjast greiðslur úr frystideild Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðar-
ins, þannit; að sjóðurinn geti staðið við greiðslu á þeirri 15% hækkun
viðmiðunarverðs sem ákveðin var frá 1. júní s.l. og gilda átti til 1.
ágúst n.k. Hins vegar tæmdist sjóðurinn mikiu fyrr en nokkur átti
von á og 1000 millj. kr. sem til voru í frystideildinni er ákvörðunin
var tekin voru uppurin um mánaðamót júnf—júií. Ljóst er að
ríkissjóður þarf því að bera ábyrgð á greiðslu 1000 milijóna kr. eða
meira til að standa við greiðslubindingar sjóðsins í júli'mánuði.
Jafnhliða ákvörðun Verka-
mannasambandsins að fresta út-
flutningsbanninu er reiknað með
að Seðlabankinn kanni möguleika
á að hækka afurðalánin, en afnám
útflutningsbannsins var forsenda
þess að ríkisstjórn og Seðlabanki
teldu möguleika á að framkvæma
ofangreindar aðgerðir. Stjórn
Seðlabankans hefur sagt að ekki sé
hægt að auka afurðalánin nema
því aðeins, að útflutningur frá
landinu verði örari, allt fjármagn
sé bundið í birgðum í landinu.
Hins vegar var Morgunblaðinu
tjáð í gærkvöldi, að það væri
efamál að útflutningur á fiski yrði
mikið hraðari á næstu dögum eða
vikum. Ástæðan væri einfaldlega
sú, að framleiðsluaukningin væri
orðin mjög mikil nú á stuttum
tíma miðað við sama tímahil í
fyrra eða í kringum 20%, myndu
birgðir í landinu varla minnka
mikið af þessum sökum og öll
hugsanleg skip væru í flutningi á
fiski frá landinu.
„Þess er ekki að vænta, að það
nægi, eins og ég hef oft sagt áður,
að ábyrgjast eingöngu greiðslu-
getu Verðjöfnunarsjóðs fiskiðn-
aðarins, vegna þess að einnig er
nauðsynlegt að afurðalán Seðla-
bankans hækki í kjölfarið. Hins
vegar hefur Seðlabankinn ekki
talið sig geta hækkað þau, þar sem
peningar eru bundnir í útflutn-
ingsvörubirgðum, sem safnast
hafa mikið upp vegna útflutnings-
bannsins," sagði Geir Hallgríms-
son forsætisráðherra, þegar
Morgunblaðið spurði hann í gær-
kvöldi hvort vænta væri einhverr-
ar bráðabirgðalausnar á vanda
frystiiðnaðarins í dag.
„Það er spurning hvaða áhrif
þessi nýja samþykkt Verkamanna-
sambandsins mun hafa til þess að
birgðir seljist örar úr landi, svo að
unnt verði að hækka afurðalánin.
Þannig má draga þá ályktun að
það hafi verið á ábyrgð Verka-
mannasambandsins ef til stöðvun-
ar frystihúsanna kemur,“ sagði
forsætisráðherra ennfremur.
„Ég tel þá ákvörðun Verka-
mannasambandsins að hverfa frá
útflutningsbanninu mjög skyn-
Framhald á bls. 47
Alþýðubandalagið um frumdrög Benedikts að stjórnarsáttmála:
Rammi með gati,þar sem eftir
er að fylla í efnahagsúrræði
Línurnar skýrast ekki í þessari
viku segja alþýðubandalagsmenn
Alþýðubandalagið telur að þau
frumdrög að stjórnarsáttmála,
sem Benedikt Gröndal, formaður
Alýðuflokksins, lagði fram í
gærmorgun, skýri stöðuna í
stjórnarmyndunarviðræðunum
ekki að neinu ráði. þar sem ennþá
vanti tillögur um lausn éfnahags-
vanda næstu mánaða. „Þetta er
rammasamningur með gati,“
sagði einn alþýðubandalags-
manna, „þar sem vantar f dæmið
um efnahagsvandann, sem nú er
við að glíma.“ Benedikt Gröndal
sagði í' samtali við Morgunblaðið
í gær, að lausn efnahagsvandans
væri mjög viðkvæmt mál og að
hann vildi reyna að finna sam-
Skrifstofustjóri Rannsókn-
arlögreglunnar viðurkennir
nær 3 milljón króna fjárdrátt
SKRIFSTOFUSTJÓRI Rann
sóknarlögreglu ríkisins, Baldvin
Jóhann Erlingsson, hefur viður-
kennt við yfirheyrslur, að hann
hafi dregið sér tæpar 3 milljónir
króna af fé hjá stofnuninni nú um
nokkurt skeið. Var skrifstofu-
sfjórinn í sumarleyfi erlendis,
þegar grunur vaknaði um þenn-
an f járdrátt og var hann handtek-
inn i' fyrrakvöld við komu til
landsins.
Við yfirheyrslur í gær játaði
hann að hafa dregið sér þetta fé
og var hann í gærkvöldi úrskurð-
aður í 21 dags gæsluvarðhald.
Rannsóknarlögregla ríkisins ósk-
aði í gær eftir því að skipaður
yrði sérstakur rannsóknaraðili
til að halda áfram rannsókn
málsins og ákvað ríkissaksóknari
að fela bæjarfógetaembættinu í
Kópavogi að vinna að rannsókn
málsins en skrifstofustjórinn er
búsettur þar f umdæminu.
Skrifstofustjórinn hóf störf hjá
Rannsóknarlögreglu ríkisins er
hún hóf sjálfstæðan skrifstofu-
Framhald á hls. 47
komulagsgrundvöll „án þess að
brjóta á sérstökum tillögum nú“.
Lúðvík Jósepsson, formaður Al-
þýðubandalagsins, sagði þó, að
ljóst væri að vandinn í stjórnar
myndunarviðræðunum snerist
ekki si'zt um þann þátt „sem
engar tillögur voru gerðar um“
og að hann tcldi sjónarmið aðila
liggja fyrir „og að því fyrr, sem
tillögur í efnahagsmálum eru
Iagðar fram, þeim mun betra, þvi'
að á þeim veltur, hvort tök eru á
því, að þessir flokkar myndi
ríkisstjórn eða ekki.“
Ólafur Ragnar Grímsson, for
maður framkvæmdastjórnar Al-
þýðubandalagsins, sagði f viðtali
við Morgunblaðið f gær, að
tillögur Benedikts Gröndal, sem
flokkunum hefðu verið afhentar f
gærmorgun, hefðu verið til um-
ræðu á þingflokksfundi Alþýðu-
bandalagsins í gær síðdegis. 1 dag
hefur verið boðaður fram-
kvæmdastjórnarfundur í Alþýðu-
bandalaginu, þar sem einnig
munu verða forystumenn í verka-
lýðshreyfingunni. Þá hefur verið
hoðaður miðstjórnarfundur í AI-
þýðubandalaginu næstkomandi
föstudag. „Allar þessar stofnanir
fá þetta til umræðu. og mér þykir
ólíklegt, að neitt endanlegt komi
í ljós í þessu máli í þessari viku,“
sagði Ólafur Ragnar.
Framhald á bls. 47
—f---------------------
Afram bjart
fyrir sunnan
SPÁÐ er enn um sinn björtu
veðri á suðvesturhorni landsins
að sögn Páls Bergþórssonar
veðurfræðings og má búast við
að þar verði nær óbreytt veður
næstu 2 til þrjá daga. Hitinn í
Reykjavík í gær komst hæst í
17,6 stig. Norð-austanátt er á
öllu landinu en aðeins er bjart
yfir á sunnanverðu landinu og
kalt er sérstaklega á norðan-
verðu landinu og lítið um þurrk
þar.
Útflutningsbaimi frestað
STJÓRN Verkamannasambands
íslands samþykkti í gær að beina
því til aðildarfélaga sinna, að þau
frestuðu fyrst um sinn fram-
kvæmd útflutningsbannsins, sem
staðið hefur í röska þrjá mánuði,
„enda er þess vænzt að mjög
bráðlega fáist full viðurkenning
á því, að gengið verði til samn-
inga við Verkamannasambandið
á grundvelli tilboðs þess, sem
sambandið lagði fram á fundi
með sáttasemjara og fól í sér fulla
og óskerta vísitölu á allt kaup,
sem í dag er allt að 169.000
krónur dagvinnu og óskert álag
samkvæmt samningum á alla
yfirvinnu,“ segir í fréttatilkynn-
ingu frá VMSÍ.
Fréttatilkynning Verkamanna-
sambandsins, sem barst í gær, er
svohljóðandi:
„Á fundi framkvæmdastjórnar
Verkamannasambands Islands í
dag var samþykkt eftirfarandi
áskorun til aðildarfélaga sam-
bandsins:
„Útflutningsbann Verkamanna-
sambands íslands hefur nú staðið
í röska þrjá mánuði. Bannið hefur
tvímælalaust haft mikil áhrif á að
knýja á um að hin ranglátu
kauplækkunarlög verði afnumin.
Allmargir aðilar hafa þegar samið
um fullar launagreiðslur sam-
kvæmt kjarasamningum eða greitt
laun samkvæmt þeim. Þannig hafa
allstór skörð veriö höggvin í þann
múr sem átti að umlykja samtökin
í krafti laganna. Framh á bls. 47