Morgunblaðið - 25.07.1978, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 25.07.1978, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1978 Pétur G. Kristbergsson: Svar til afreksmanna Tveir ungir piltar, fyrrverandi verkstjórar hjá Bæjarútgerð Hafnarfjarðar, hafa látið fara frá sér langhund mikinn þar sem þeir annars vegar lofsama afrek sín hjá B.H., en hins vegar mála sterkum litum óstjórn og van- kunnáttu forvera þeirra í starfi og vonzku og ofsóknir verkafólks í garð þeirra, snillinganna. Það sem kemur mér nú til þess að svara þessum piltum með nokkrum línum, er í sambandi við erfiðleika þessara ungu manna að fara rétt með tölur, en þeir láta hafa það eftir sér að nýting á þorski hafi verið 33% að meðaltali undir minni stjórn. Þetta eru grófar og alvarlegar falsanir sem eru bornar á borð fyrir landslýð allan, vafalaust í þeim tilgangi að gera hlut sinn sem beztan og að sýna fólki fram á það hve verkafólk í Hafnarfirði er heimskt og vanþakklátt að kunna ekki að meta slíka afreksmenn að verð- leikum. Sjá, allt þetta höfum við gert, því fallið þið ekki fram og tilbiðjið okkur? Þannig stilla „góðu drengirnir" dæminu upp og er nema von að fólk, sem ekki þekkir til þessara mála, sé undr- andi á því að hafnfirzkt verkafólk skuli hafa launað þeim snilldina með því að reka tá samtakamátt- arins í afturhlutann á þeim? Varla nema von að undan svíði. Hið rétta í sambandi við nýtingu á þorski fyrir breytinguna er að meðalnýt- ing var 36%. Nú, en hefur þá snillingunum ekki tekizt að bæta nýtinguna um 4% og er það ekki nóg til að sanna yfirburði þeirra félaga? 4% meiri eða minni nýting gerir mikið meir en að ráða úrslitum um afkomu frystihúss í dag, það vita allir sem nálægt þessum málum koma. En lítum aðeins nánar á málið. Þegar piltarnir eru að bera saman nýtingu fyrir og eftir breytingu fiskiðjuversins þá er verið að bera saman tvo ólika hluti, eða til hvers var verið að fara út í breytingar fyrir hundrað milljónir ef allt hefði svo átt að standa í stað? Ég vil benda hér á þrjú veigamikil atriði, sem ráða úrslitum í sam- bandi við breytta nýtingu í fisk- iðjuverinu án allra afskipta verk- stjóra. 1. Á s.l. ári stórjókst hlutfall kassafisks í lönduðum afla. B.v. Júní var breytt þannig að hann getur nú ísað allt að 200 tn. í kassa. B.v. Maí kom til landsins og er nær eingöngu með kassafisk. Það þarf ekki langar útskýringar fyrir menn sem þekkja til þessara mála hve miklu getur munað að vinna fisk sem landað er úr stíum skipa og er alltaf með meiri og minni ís, allt upp í 7—8%, og að vinna fisk úr kössum þar sem enginn ísmoli er keyptur með, auk þess sem hráefnið er yfirleitt miklu betra og það sjálft gefur betri nýtingu. Ég segi örugglega ekki of mikið þegar ég áætla aukningu kassafisks í lönduðum afla 50%, sem ætti að gefa 1,5% betri nýtingu vægt áætlað, og þar skiptir engu máli hvað verkstjór- inn heitir. 2. Fyrir um það bil 6 árum kom hér á markað ný flökunarvél sem var ætluð fyrir smáan og milli- stóran fisk, en eins og allir vita hefur það verið uppistaðan í þorskinum undanfarin ár. Þessar vélar sýndu það strax að þær skiluðu 2—3% betri nýtingu á þessari stærð af fiski á móti því að þurfa flaka hann í vél sem gerð var fyrir stórþorsk. Ég ræddi nokkrum sinnum um það við mína yfirboðara að nauðsynlegt væri fyrir fiskiðjuverið að fá slíka vél, en árangurinn varð sá að fyrst núna eftir breytinguna kom slík vél í húsið. Og við skulum bara fara vægt í sakirnar og áætla þarna 1,5% aukna nýtingu og getur verkstjóri ekkert að því gert. 3. Allir sem einhverja þekkingu hafa á þessum málum vita að þegar breytt hefur verið úr tímavinnu yfir í bónus-vinnu, þar sem sérstaklega er greitt fyrir aukna nýtingu, hefur nýting und- antekningarlaust stórbatnað og hafa heyrzt tölur frá 2—6% betri nýtingu en við skulum fara vægt í sakirnar og taka lægstu töluna 2%. Ég hef hér nefnt þrjá liði sem samtals gefa 5% betri nýtingu og held ég að flestir séu mér sammála um að vægt er farið í sakirnar. Þetta sýnir líka vel þau óheilindi sem að baki búa þegar verið er að bera saman möguleika á nýtingu fyrir og eftir breytingu frystihúss- ins. Þar með er fallinn geislabaug- urinn af þeim félögum, sem þeir hafa óspart reynt að hampa framan í fólk. En þeir félagar höfðu fleiri frægðarsögur af sér að segja, t.d. stóraukningu á hlutfaili neytendapakkninga í framleiðsl- unni og á það að undirstrika óreiðuna undir minni stjórn. En þetta eru samskonar blekkingar og þegar þeir eigna sér heiðurinn af betri nýtingu. Málið er nefnilega ekki eins einfalt og þeir félagar vilja vera láta, því að það er markaðsverð sem ákveður hverju sinni í hvaða pakkningar er hentugast að framleiða, auk þess sem gæði hráefnisins ræður þar miklu um. Ástand markaðanna var t.d. þannig fyrrihluta árs 1977 að óhagkvæmt var að vinna í neytendaumbúðir og fór Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna fram á það við frystihúsin að þau ynnu meira í blokk-pakkningar og var það gert í B.H. eins og annars staðar. Þannig er það síður en svo algild regla að neytendaumbúðir séu hagkvæmastar í framleiðslu hverju sinni. Þannig falla þær skrautfjaðrirnar af þeim félögum, og standa þeir þar með berstrípað- ir og uppvísir að því að reyna að blekkja fólk sem ekki þekkir þessi mál nógu vel. En hafa þessir piltar þá engin afrek unnið eins og þeir segja sjálfir? Jú það hafa þeir svo sannarlega gert, og það afrek munu fáir leika eftir. En það er fólgið í því að fá eitt hundrað manna starfslið Fiskiðju- versins til þess að leggja niður vinnu í þrjár vikur, að ástæðu- lausu að þeirra sögn. En það eru nú fleiri snillingar en þessir piltar, þeir eiga t.d. sálufélaga sem kallar sig Svart- höfða og ritar sá margar og ómerkilegar greinar í Vísi, en þar leggur hann dóm sinn á menn og málefni. Svarthöfði þessi er ekki í minnstu vandræðum að dæma í máli verkstjóranna og starfsfólks B.H. En þar fer þessi nafnleysingi mjög hörðum orðum um verkafólk í Hafnarfirði og telur það letingja og illmenni upp til hópa og lætur sig ekki muna um að skálda upp heilu sögurnar í því sambandi. Mætti halda að hafnfirzkt verka- fólk væri einhver afbrigðilegur kynþáttur, sem helzt þyrfti að útrýma. Slíkum geðveikisskrifum ætti reyndar að láta ósvarað en ég get ekki stillt mig um að sýna fram á að hugsanagangur þessara manna fellur saman eins og flís við rass. Hafi þessi svarthaus einhverja sómatilfinningu ætti hann að standa upp og taka ofan grímuna, hneygja sig fyrir hafn- firzku verkafólki og biðja það afsökunar á orðum sínum. Éftir að hafa verið verkstjóri yfir hafn- firzku verkafólki um 16 ára skeið fullyrði ég það að betri og tryggari vinnufélaga getur enginn verk- stjóri fengið. Ég vil líka láta það koma fram hér vegna þess að reynt er á allan hátt að rægja starfsfólk B.H. að á meðan það starfar við sömu skilyrði og aðrir þá skilaði það um áraraðir betri vinnu, en gerðist á sambærilegum vinnustöðum. Upp- haflega var fiskiðjuver B.H. leigt fyrst og fremst fyrir karfavinnslu. Á sama tíma voru nokkur stór frystihús í Reykjavík með mjög svipuðum vélakosti og aðstöðu. Á þeim tímum var karfinn aðal uppistaðan í afla togaranna og var svo fram yfir 1970. Um áraraðir var það vitað mál B.H. skilaði hæstri nýtingu á karfa af öllum þessum húsum og sýnir þetta dæmi bezt hversu ómaklegar þær árásir eru sem starfsfólk B.H. hefur orðið að þola að undanförnu. Með þökk fyrir birtinguna. Hafnarfirði 21. júlí 1978 Pétur G. Kristbergsson. Inga Dóra Björnsdóttir þjóðfræðingur: Hver er munurinn á fræðimanni og leik- manni í þjóðfræði? Kveikjan að þessu greinarkorni voru ritdeilur Margrétar Hermannsdóttur fornleifafræð- ings og Árna Björnssonar ís- lenskufræðings, sem fram hafa farið í dagblöðum að undanförnu. Ekki er það ætlun mín að blanda mér í þær deilur, en vil ég í þessum skrifum ræða eftirfarandi atriði: í fyrsta lagi tel ég að séra Jónas Jónasson frá Hrafnagili hafi verið fræðimaður fremur en leikmaður í þjóðfræðum, þó próflaus væri. í öðru lagi ætla ég að fara nokkrum orðum um þær breyting- ar, sem hafa átt sér stað í þjóðfræðum sem fræðigrein síðan á dögum séra Jónasar. I þriðja lagi mun ég ræða um þann mismun, sem ég tel vera á hlutverki fræðimanns og leik- manns í þjóðfræðum. JÓNAS JÓNASSON FRÁ HRAFNAGILI OG ÞJÓÐFRÆÐI Rannsóknir og fræðistörf í náttúruvísindum og mörgum greinum hugvísinda hér á landi voru fyrr á tímum stunduð af „ófaglærðum" mönnum, þ.e.a.s. í þeirri fræðigrein, sem þeir lögö stund á, þó þeir hefðu oft em- bættispróf í lögfræði, læknisfræði eða guðfræði. En lengi fram á þessa öld voru þetta einu háskóla- greinarnar, sem hægt var að nema hér á landi og því eina leiðin fyrir þá (sem höfðu tækifæri til að mennta sig yfirleitt), að öðlast þjóðfélagslegt . og fjárhagslegt öryggi. — Það þjóðfélagslega og fjárhagslega öryggi, sem gerði þessum mönnum kleift að stunda þau fræði, sem hugur þeirra stóð til. Einn þessara manna var séra Jónas Jónassön frá Hrafnagili (f. 1856, d. 1918). í formála að bók Jónasar, íslenzkir þjóðhættir, segir Einar Ólafur Sveinsson frá því, að snemma þótti bera á námsfýsi og gáfum Jónasar. Var hann settur til mennta og nam guðfræði, en las öll kynstur auk þess sem krafist var í skólanum. Á þessu og síðari verkum Jónasar er hægt að sjá, að hugur hans stóð ekki óskiptur til guðfræði og prestmennsku, því auk hennar lagði hann stund á kennslu, skáldskap, þýðingar, læknisfræði, náttúrufræði, og síðast en ekki síst þjóðfræði. — Hver veit nema Jónas hefði haldið til náms í þjóðfræðum, ef hann hefði verið uppi á okkar tímum. Á tímum Jónasar áttu sér stað miklar þjóðfélagsbreytingar í hin- um vestræna heimi. Iðnbylting var í algleymingi, með öllu því þjóð- félagslega umróti sem henni fylgdi og þjóðfrelsisbarátta margra Evrópulanda stóð sem hæst. Þetta breytingarskeið fæddi af sér rómantísku stefnuna sem fól m.a. í sér að upphefja allt sem var „gamalt og gott“, og öllu því gamla skyldi bjargað frá gleymsku og eilífri glötun. Upphófst víða í Inga Dóra Björnsdóttir Evrópu söfnun á þjóðsögum og öðrum þjóðlegum fróðleik, og var þessi söfnun kveikjan að þjóðfræð- um sem fræðigrein. Ekki fór Island varhluta af þessari hreyf- ingu, og lögðu bæði innlendir og erlendir menn stund á söfnun þjóðfræða her á landi seinni hluta 19. og í byrjun 20. aldar. Einn þessara erlendu manna var Þjóð- verjinn Marx Bartels, en hann rannsakaði trú og siði á íslandi um fæðingu ,og barnsaldur manna. (Niðurstaða þeirrar rannsóknar birtist í Zeitschrift fúr Ethnologie, 1900 bls 52—86). Átti Jónas i bréfaskriftum við Marx Bartels og safnaði fyrir hann gögnum í þessa rannsókn. Skv. Einari Ólafi Sveinssyni mun Jónas hafa haft mikil not af þessari rannsókn, þegar hann seinna hóf að rita um sama efni. Auk þess las Jónas öll reiðinnar býsn af erlendum ritum um siði og þjóðtrú „sem auðséð er á ritum Jónasar, þó hann vitni ekki til þeirra" (E.Ó.S.). Af þessu má sjá, að Jónas var enginn viðvaningur í þjóðfræðum, þegar hann hóf söfnun á íslensk- um þjóðháttum, þó „prófiaus" væri í þeirri grein, enda stenst bók hans um íslenska þjóðhætti fullkomlega samanburð við erlend rit sem skrifuð voru á sama tíma. En margt hefur breyst í henni veröld frá dögum Jónasar, og þar á meðal hefur þjóðfræði orðið að fullmótaðri fræðigrein og stefnur og starfsvið hennar breyst til muna. Á hans tímum var megin- áhersla lögð á að safna sem mestu af þjóðfræðum, lýsa þeim og ef til vill geta sér til um uppruna þeirra í tíma og rúmi. En söfnun eingöngu hefur fyrir löngu runnið sitt skeið sem aðalstefna í þjóð- fræðum (þó upplýsingasöfnun verði alltaf hluti af þjóðfræði- rannsóknum). Nú er áhersla lögð á að skilgreina og skilja þýðingu þjóðhátta (— sagna, trúar o.sv.fr.) í þjóðfélagslegu samhengi. Til að það sé hægt, svo einhver mynd verði á, þarf maður að takmarka rannsóknarsvið sitt í tímadog rúmi og kanna að dýpt bæði þá þjóðhætti og aðra þjóðfélagslega þætti, sem mörkuðu og mótuðu það þjóðfélag, sem viðkomandi þjóðhættir eru eða voru hluti af. Niðurstöður úr slíkum rannsókn- um eru síðan oft hafðar til samanburðar á sambærilegum rannsóknum annars staðar. Til að slíkar rannsóknir standist nútímakröfur, þarf viðkomandi fræðimaður að hafa haldgóða þekkingu á hugmyndafræði og starfsaðferðum þjóðfræða og mannfélagsfræða. — Þekkingu, sem einungis er hægt að afla með áralangri menntun og þjálfun. Það má kannski lesa á milli þessara lína, að sú sem þetta skrifar, sé full af hinum svo kallaða „prófhroka", og má svo vel vera. En undirrituð (og eflaust fleiri) væru engu fegnari en því að próf yrðu afnumin og þekking ein skipti máli við menntastofnanir hérlendis sem erlendis. En í nútíma þjóðfélagi er skólaganga eðlilegasta leiðin til að afla sér menntunar, en í skólum er þekking manna mæld í prófum, og próf eru einnig einu sannanirnar sem fólk hefur upp á að það sé fært um að vinna sérhæfð störf. FRÆÐIMENN OG LEIKMENN Sú skoðun hefur verið all almenn hér á landi, að einu háskólagreinarnar, sem krefjast aga og alvöru af nemendum sínum, séu raunvísindi. Hugvísindi eins og t.d. þjóðfræði eru talin vera „kjaftafög" sem leikur einn sé að læra, og áhuginn einn oft metinn til jafns við margra ára háskóla- menntun. Þessi hugmynd hefur verið það ríkjandi, að til eru þeir hugvísindamenn (sem þó sjálfir hafa hlotið margra ára háskóla- menntun) sem telja jafnvel áhuga- sama menntaskólanema fullfæra til rannsókna í þeirra eigin sérgrein. Fullviss er ég þó, að þeim hinum sömu þætti af og frá, ef menntaskólanemar eða aðrir ófag- lærðir væru fengnir til rannsókna, sem raunvísindamönnum er gert að stunda. Þetta viðhorf, ásamt viðhorfi þeirra sem ráðstafa fé til vísinda og fræða hér á landi (en þ.e. að þjóðfræði hafi ekkert hagnýtt gildi — og þar af leiðandi of látin mæta afgangi), hefur staðið þessari grein fyrir þrifum. Sumir vilja kannski mótmæla þessu og halda því fram að það sem skorti sé sérmenntað fólk. Slík mótmæli voru kannski rétt- mæt áður fyrr, en eru það ekki lengur. Á undanförnum árum hefur töluVerður fjöldi íslendinga lokið námi í þjóðfræðum og enn fleiri eru enn í námi. Það þarf að virkja kunnáttu og áhuga þessa fólks, sem lagt hefur á sig margra ára nám, í þágu þessara fræða, en verkefnin virðast, eins og er, vera nærri óþrjótandi. Að lokum þetta: Þessi skrif mín um fræðilega menntun, sem nauð- Framhald á bis. .37.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.