Morgunblaðið - 03.08.1978, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1978
31
• Jóhann Toríason skorar eina markið í leik Víkings og
KA í 1. deild í gærkvöldi. Frásögn af leiknum er á bls. 46.
Ljósmyndi Jóhannes Long.
við
gluggann
eftirsr. Árelius Nielsson
hvernig trén höföu fallið og
fölnað þegar hreyft var við
nágrönnum alþingishússins.
Sýndi okkur bróður reynisins
eða eins hæsta trésins i garðin-
um, þar sem hann var knéhá
hrísla vaxinn á bersvæði utan
alþingishússins.
Og þetta hús var vernd og
skjöl æðsta gróðurs íslenzkrar
menningar fyrir 40 árum.
Háskóli og Alþingi áttu þar
bæði heima við Dómkirkjunnar
dyr. Nú er krafizt meira!
Gæti ekki Alþingi verið slíkt
skjól hins gróandi þjóðlífs? Því
skal það virða vel og lög þess öll.
En meðal annarra orða. Þessa
klukkustund, sem ég dvaldi nú í
alþingisgarðinum komu aðeins
tveir gestir til að njóta þessarar
hljóðlátu vinjar t hjarta Reykja-
víkur. Þau voru úr sveit: Vigfús
Einarsson frá Seljatungu í
Gaulverjabæ og Sesselja Sigurð-
ardóttir ársgömul ungmær. Þau
voru bæði hrifin.
En mér er sagt, að í garðinum
leynist lind, rétt hjá minnis-
merkinu, mynd Tryggva, sem
gerði garðitin 1903. Hann er 75
ára. Væri ekki hægt að leyfa
lindinni að streyma að nýju á
þessu afmæli? Það vantar
strauma lifandi vatns til að
kenna fólkinu að meta gróður
borgarinnar, efla „grænu bylt-
inguna".
Reykjavík, 7.7. ‘78
Árelíus Níelsson
hrærast með ilmi blómanna og
vexti trjánna.
Hann benti okkur á hið
ógleymanlegasta og lærdóms-
ríkasta að baki allri þessari
gróandands dýrð í litla garðin-
um. Alþingishúsið þessi prýði
miðborgarinnar, byggt af Dön-
um, merkilegt íhugunarefni er
skjöldur, skjól og vernd alls
gróðursins í garðinum.
I skjóli þess ná trén og
blómin, hvort sem þau heita
björk eða reynir, yllir, sírena,
greni, rós eða helluhnoðri vexti,
þroska og fjölbreyttri fegurð og
hæð. Ofan og utan þess fölna
þau og deyja. Hann sýndi okkur,
Græna byltingin í borginni er
hugsjón, sem oft er minnzt á,
þegar kosningakeppnin æðir
yfir.
En hversu heils hugar ann
fólkið sínum grænu blettum og
gróðurlundum? Hvernig njóta
borgarbúar hins gróandi lífs við
fætur og umhverfis sig?
Þar mætti minnast grænnar
grundar, sem var troðin í hel á
nokkrum dögum á Lækjartorgi
fyrir þrem árum, þrátt fyrir
kjörorð „grænu byltingarinnar":
„Gangið ekki á grasinu".
Gróður-gróandi líf þarf um-
hyggju, tillitssemi og virðingu,
skilning og skjól mannshjartans
til þess að ná vexti og þroska,
veita borginni fegurð og yndi,
litu og líf.
En hafi nokkur flogið með
opnum, sjáandi augum yfir
Reykjavík nú hin síðustu ár, má
sjá, að hinn hugsandi hluti
borgarbúa, fólkið, sem ann
gróðri og grænum litum vonar
og vizku, gengur ekki á grasinu,
hefur unnið stóra sigra í sinni
grænu byltingu. Væru húsin
horfin augnablik væri borgar-
svæðið nær samfelldur skógur
með grænum grundum og
blómsturbeðum, runnum og
trjágróðri margra tegunda.
Þetta mætti gjarnan teljast
undur í svo norrænni borg votra
vestanvinda og kaldra norðan-
garra.
Og satt að segja gæti það ekki
gerzt án þess skjóls, sem húsin
veita, vökulla huga og starfandi
handa þeirra hjartna, sem unna
gróanda vors og sinni góðu
fögru borg, fórna henni tíma,
kröftum og erfiði.
En — hefur hinn almenni
borgari yfirleitt tíma til að
gleðjast yfir grænu blettunum í
borginni? Veit fólkið, sem þeyt-
ist um alla landshluta til að
leita að fegurð, friði og hvíld,
um hina fögru staði við fætur
sér?
Hefur hópurinn, sem sækir
sólarstrendur heim oft á ári,
notið fegurðar í Laugardalnum,
á Kjarvalstúni eða friðarins á
sólskinsstund í garði Alþingis?
Yrðu þeir ekki undarlega
margir, sem vissu varla, að
þessir gróðurreitir væru til? Jú,
Alþingisgarðurinn er við Al-
þingishúsið, segir almenningur.
En hvað er þar að sjá? Hvers að
njóta? Hvað er til að hugsa um?
Hann er þó ein elzta, helzta og
fegursta gróðurvin Reykjavíkur.
Rétt við bakdyr Alþingis er lítið
og yfirlætislaust hlið. Og innan
hliðsins gnæfa margra mann-
hæða há tré sitt hvorum megin
við mjóan gangstíg. Það er
reynitré til vinstri, þegar inn er
komið, sitkagrenitré til hægri
nær húsinu. Hæð þeirra, þroski
og vonleiki er ótrúlegur glæsi-
leiki í okkar kalda landi. Tákn
þess hve ísienzk gróðurmold
getur veitt mikla orku.
Stígurinn milli þessara lauf-
miklu baðma endar við hring-
laga blómabeð, sem myndar
eiginlega þrjá hringi:
Stíg umhverfis blómin, stráð-
an sandi, sem gjarnarn mætti
bera íslenzkari blæ, blómbeð
sem elur fjölda litskærra blóma,
sem mættu öll vera íslenzk, þótt
útlend blóm fari vel, græna
grund, sem er hringur um
kjarnann — hringlagaðan gróð-
urreit, sem elur fegurstu blóm-
in.
Allt er þarna í hringmóti. En
hringur er tákn hins eilífa.
Hávaxinn trjágróður, margra
tegunda er umhverfis þessa
gróðurreiti, allt að girðingu, sem
er hár steinveggur, sem veitir
vernd og skjól. En verkar dálítið
hart og kalt. En hvað væri
garðurinn án hans? Spyrjið
opna gróðurbletti borgarinnar á
vorin. Spyrjið Austurvöll.
Gangstígar liggja milli
trjánna út að girðingu og þar
eru bekkir til að hvíla fætur
þreyttra gesta, sem líta inn,
njóta ilms, lita og fegurðar,
friðar og yndis nokkur andartök
í þessum litla Edenslundi við
hjartastað okkar gamla og
dýrmæta borgarhluta sem hlýt-
ur að vera öllum kærastur. Og
gesturinn heyrir og skynjar
næsta nágrenni:
Söng og óma frá helgistund i
Dómkirkjunni, fuglakvak og
vængjasúg komandi og hverf-
andi vorfugla við Tjörnina,
umferðarys sem verður eins og
fjarlægur andardráttur frá
Austurstræti, Kirkjustræti og
Vonarstræti. Hjartslætti
Reykjavíkur við Austurvöll.
En við suðurhluta þessa litla
hrings og helgivinjar blasir
minnismerki við augum þeirra
er inn ganga.
Það stendur á steinhæð, sem
vaxin er íslenzkum heiða- og
holtablómum:
Helluhnoðra, vegarfa, holta-
sóley, melasól, blágresi, gleym-
mér-ei, burnirót og mörkum
fleiri.
Sé gengið upp sjö þrep, er
komið að mynd af einum mesta
og bezta syni og vini íslenzku
þjóðarinnar, frumherja og fyrir-
mynd aldamótakynslóðarinnar,
Tryggva Gunnarssyni, banka-
stjóra og dýravini og margt,
margt fleira, sem gestir garðs-
ins mættu sannarlega íhuga
vandlega. Hann var öllum Is-
lendingum fyrr og síðar frábær
til eftirbreytni.
Myndin er gerð af hug og
höndum listamannsins, Ríkarðs
Jónssonar á áttræðisafmæli
Tryggva 1916: Hönnuðs, höfund-
ar og föður garðsins. I stöpulinn
er greypt mynd af sjálfu lífsins
tré, sem laufmikilli krónu skýlir
íslenzku húsdýrunum öllum í
anda dýravinarins, Tryggva. Er
unnt að hugsa sér íslenzkari
stað og stöpul, íslenzkari gróður,
íslenzkari listaverk? Þarna voru
tveir ménn, sem sjá um garðinn
þær stundir, sem hann er opinn.
Jóhannes Magnússon, dyravörð-
ur Alþingis, hlýr og trúr, sem
annast eftirlit og vernd, og
Þórarinn Ingi Jónsson, garð-
yrkjumaður, sem virðist anda og
Hljóðlátvin
í hjarta Reykjavíkur