Morgunblaðið - 03.08.1978, Side 39

Morgunblaðið - 03.08.1978, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1978 39 hans: „Snúið mér út að gluggan- um, svo ég sjái blómin og trén.“ Á þessum erfiða tíma í lífi Höddu og Gunnars sendum við starfsstúlk- urnar í Reykjadal þeim ókkar innilegustu samúðarkveðjur, en í allri sorg sinni geta þau samt verið glöð yfir því að hafa verið trúað fyrir svona yndislegum dreng. Tómleiki og sársauki er okkur í sinni nú við fráfall okkar kæra vinar, en andi hans svífur yfir öllu hér í Reykjadal, og starfið heldur áfram. Andrea og starfsstúlkurnar í Reykjadal. Ég vil aðeins í örfáum orðum minnast látins vinar og elskulegs drengs, Hjartar Þórs Gunnarsson- ar, er lést á Landsspítalanum þann 26. júlí eftir langa baráttu við harðan sjúkdóm. Ég kynntist Hirti fyrst er ég hóf kennslu við Öskjuhlíðarskóla haustið 1977, en þar var Hjörtur nemandi um nokkurra ára skeið. Þótt kynni okkar yrðu ekki löng verða þau mér ætíð ógleymanleg og lær- dómsrík. Hjörtur var hjartahlýr og glað- vær nemandi sem miðiaði birtu og yl til allra sem umgengust hann. Hann var í eðli sínu félagslyndur drengur enda voru samskipti hans og skólafélaga til fyrirmyndar. Þrátt fyrir vanheilsu sína tókst honum að ná undraverðum árangri í námi og allt sem hann gerði bar vott um ótrúlegan viljastyrk og vandvirkni. Ég votta foreldrum hans og bræðrum samúð mína og bið Guð að styrkja þau i sorg þeirra, einnig hjónunum í Selbrekku 32 Kóp. en þau báru ávallt mikla umhyggju fyrir honum. Guð blessi minningu góðs drengs. Dóra Guðrún Kristinsdóttir. Einar B. Sigurðs- — Minning son í dag fer fram útför Einars B. Sigurðssonar iðnrekanda. Hann varð bráðkvaddur aðfararnótt þriðjudagsins 25. f.m. Hann hafði ekki áður látið þess getið, að heilsu hans væri að neinu leyti ábóta- vant. Kom því fráfall hans öllum er til þekktu mjög á óvart. Einar var fæddur 11. september 1911, sonur hjónanna Sigurðar B. Runólfssonar forstjóra frá Norð- tungu í Borgarfirði, og Jóhönnu Rögnvaldsdóttur frá Lambanes- reykjum, Fljótum í Skagafirði. Systkini átti hann þrjú: Elínu, Viðar og Sverri, sem eru öll á lífi. Sigurður er látinn fyrir mörgum árum, en Jóhanna lést háöldruð í janúar s.l. Það kom fram hjá Einari drenglyndi hans við móður sína, hve oft hann gerði komur sínar til hennar, enda hafði alla tíð verið einkar kært á milli þeirra. Kynni okkar Einars hófust árið 1931, er hann gerðist félagi í Karlakór K.F.U.M. (síðar Fóst- bræður). Það tókst fljótlgga með okkur góður kunningsskapur og síðar vinátta, sem alla tíð hefir haldist með okkur. Einar hafði mikla og fagra söngrödd. Ekki var hann búinn að vera lengi í kórnum, þegar honum var falið hlutverk einsöngvara. Það var ekki vandalaust að taka við því af forverum hans, þeim Símoni Þórð- arsyni og Óskari Norðmann undir stjórn hins góðkunna söngstjóra Jóns Halldórssonar. Minnisstæður er mér söngur hans í sænska Haraldur Kristjánsson stöðvarstjóri-Minning Fa-ddur 22. júní 1911. Dáinn 14. júlí 1978. Foreldrar Haraldar voru hin mætu hjón, Guðrún Ólafsdóttir, sem lést háöldruð 13. febrúar s.l. og Kristján Kristjánsson, hafn- sögumaður, sem öllum er ógleymanlegur, er honum kynnt- ust. Haraldur var elstur 5 systk- ina, en 2 systkina hans létust í æsku. Á yngri árum stundaði Haraldur sjómennsku, fyrst með föður sínum, síðan mörg ár á samvinnufélagsbátunum og var eftirsóttur vélstjóri. Eftir að sjómennskuferli hans lauk gerðist hann vélstjóri við Rafveitu ísafjarðar og síðar stöðvarstjóri, þar til yfir lauk. Engum, sem til ísafjarðar koma og lagt hafa leið sína í Engidalinn og skoðað hafa rafstöðina þar, sem' reist var 1936, líður úr minni sú snýrtimennska, sem blasir við, þegar inn í þessa gömlu stöð er komið. Þar er allt skínandi fágað, engu líkara en að allt sé nýtt, enda var hún stolt Haraldar og yndi og hún átti hug hans allan. Mér er í minni, er ég hitti tengdaföður minn í fyrsta sinn, hvað hann og hans góða fólk tók mér vel. Hann var óþreytandi við að sýna mér alla þá fallegu staði, sem hér eru að sjá og hann var héill hafsjór af sögum og sögnum um staði og kennileiti. Betri leiðsögumann á ferðalagi var ekki hægt að hugsa sér. Haraldur var sérstaklega barngóður maður og hændust börn að honum. Yokohama vörubílahjólbaröar á mjög hagstæöu veröi. Véladeild Sambandsins HJÓLBARÐAR BORGARTÚNI 29 SÍMAR 16740 OG 38900 Hann kvæntist Ásgerði Einars- dóttur og eignaðist með henni son, Einar Loga, hljómlistarmann og rithöfund. Þau slitu samvistum. Síðar á lífsleiðinni bjó hann með Guðbjörgu Jónsdóttur, er var hans önnur hönd við framleiðslustörfin. Hún er framúrskarandi velvirk og dugleg kona og hefir staðið heilshugar við hlið hans. Ég bið henni styrks nú, þegar hún hefir misst förunaut sinn og bezta vin. Veri minn gamli góði vinur svo kært kvaddur af mér og mínum. Bjarni Jónsson. SKYNDIMYNMR laginu „Jag drömde", er við sungum það í Almannagjá á Þingvöllum, með hamravegginn að bakhjarli. Vandaðar litmyndir í öll skírteini. barna&fþlsk/ldu- Ijósmyndir /NJSTURSTRÆTI6 3MI12644 Hann kvæntist Kristínu Magnúsdóttur árið 1941, en missti hana alltof fljótt og tregaði hana alla tíð. Son eignaðist Haraldur áður en hann kvæntist, Pétur, og var samband þeirra í milli ætíð gott, en hann ólst upp hjá föðurafa sínum og ömmu, sem hann mat mikils og leit ætíð á sem sína foreldra. Kristín og Haraldur ólu upp bróðurdóttur Haraldar, Ástu Dóru, þar til Kristín lést. Haraldur var búinn að ákveða að fara í ferðalag til Vestmanna- eyja og skoða hinar fögru Eyjar. En enginn má sköpum renna. Nú er hann farinn í annað ferðalag og við sem eftir stöndum vitum, að þar verður tekið vel á móti honum. Hvíli hann í friði. Tengdadóttir. % LANDSLIÐIÐ í BRANSANUM SKEMMTIR í BRAUTARTUNGU LOGALANDI LUNDAREYKJADAL LAUGARDAGINN FÖSTUDAGINN OG SUNNUDAGINN 4. ágúst 5. og 6. águst GÓÐ TJALDSTÆÐI Á BÁÐUM STÖÐUM BALDUR BRJÁNSS. STÍGUR í BETRI FÓTINN MEÐ BRELLUM OG RAKVÉLA- BLÖÐUM Á SUNNUDAG KNATTSPYRNULEIKUR A EYRINNI FYRIR NEÐAN REYKHOLT Á LAUGARDAG KL. 4-5 LANDSLIÐIÐ MÖTI REST • KOMIÐ EF PIÐ ÞORIÐ DANSLEIKIR HELGARINNAR SÆTAFEROIR FRÁ AKRANESt • BORGARNfeSl OG B.S.Í., REYKJAVÍK ÞAÐ BORGAR SIG AÐ KOMA í BORGARFJÖRÐINN HEILLIN MUNIÐ SUND OG GUFUBAÐ í REYKHOLTI - FRÁBÆRT - Auk alls þessa kemur yngsta og efnilegasta hljómsveitin í dag fram á laugardags kvöld. Ævar. U.M.S.B,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.