Morgunblaðið - 13.08.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.08.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 1978 Norðmaður tekinn á hrefnuveiðum „Menn loka ekki dyrun- um og hverfa á braut” Rætt vió Jóhann Einvarósson bæjarstjóra í Keflavík um atvinnuástandið „Við lítum atvinnuástandiA hér að sjálfsöjíðu mjöj? alvar- letíum auKum, því það er staðreynd að tala atvinnu- lausra er nú að nálgast 100 og það er óbjörKulegt,“ sagði Jóhann Einvarðsson bæjar- stjóri í Keflavik í samtali við Mbl. í «ær. „Konur eru 80 — 90% af atvinnuleysis- skráninKunni ok er það dæmi- Kert fyrir það ástand scm skapast þeKar atvinna dregst saman. en það er nú sýnt að ekki verður dregið lengur að taka ákvarðanir í þessum efnum oé fylgja eftir með aðgerðum. Það er búið að þinga mikið um stöðuna hér í at- vinnumálunum á undanförnum árum, þann yfirgripsmikla vanda sem fiskvinnslan á við að glíma. en það hefur ekkert verið gert til úrbóta. Sérstaðan hér er mikil og lengur verður ekki hun/.að að taka tillit til hennar. Útvegsmenn byrjuðu fyrir tveimur árum að ræða reglulega um þessi mál við þingmenn kjördæmisins og bæjarfulltrúa og þá komu þeir m.a. fram með 10 atriði sem skipta miklu máli í þessari þróun. Má þar nefna minnk- andi afla á svæðinu og þar af leiðandi minni afla fyrir hvert vinnsluhús og einnig bentu þeir á að a>skilegt væri að loka a.m.k. um stundarsakir ein- hverjum húsum. En það þarí að hjálpa mönnum til sliks, því framkvæmdamcnn loka ckki aðeins dyrunum og hverfa á braut. Það fylgja ýmsar skyld- ur og kvaðir í kjölfarið. Hitt er svo að það er ekki farið að koma í ljós hvernig þetta atvinnuástand virkar á okkur hérna og kemur varla í ljós fyrr en á næstu vikum. Nú er sumarleyfatími og menn nota því ef til vill tækifærið til að taka sín frí og húsin láta ugglaust lagfæra eitt og annað hjá sér. Staðreyndir blasa þó við og útlitið er ekki gott á sama tíma og mönnum er sagt upp störfum hjá Aðalverktökum á Keflavíkurflugvelli, en það er þó nokkuð árviss atburður á þessum tíma þegar verið er að ganga frá næstu verkefnum. Lengdarflokkunarvélin í Fiskiðjunni í Vestmannaeyjum hefur skilað miklum árangri. Færibandið snýst 120 metra á mfnútu þannig að vélin vinnur mjög hratt, en hún flokkar fiskinn eftir lengd og dreifir honum þannig í fiskikassa. Talsverðar breytingar hafa átt sér stað síðan frumsmíðin var tekin í notkun í vetur. Ljósmyndir Mbl. Sigurgeir. , Fiskflokkunarvél úr Eyj- um ryður sér til rúms Eykur nýtingu á vinnslufiski um minnst 11/2-2% Lengdarflokkunarvél fyrir fisk, sem Halldór Axelsson upp- fyndingamaður í Vestmannaeyj- um hefur teiknað, hefur skilað mjög góðum árangri í nokkrum frystihúsa landsins og er vélin talin skila a.m.k. U/2—2% betri nýtingu á hráefninu. Vélsmiðjan Völundur í Vestmannaeyjum vinnur nú að framleiðslu flokkunarvélanna og eru 10 vélar 1' framleiðslu um þessar mundir. Þá hafa erlendir aðilar sýnt þessari framleiðslu mikinn áhuga og er útlit fyrir góða möguleika á útflutningi flokk- unarvélarinnar til ýmissa Evrópulanda. Fyrsta flokkunarvélin, frum- smíðin, var sett upp í Fiskiðjunni í Vestmannaeyjum í vetur og tók um 1 '/í mánuð að fullgera hana og breyta eins og hentugast þótti. Síðan hafa verið fluttar vélar frá Eyjum til Húsavíkur, Neskaup- staðar og verið er að framleiða fyrir fleiri staði. Vélin tekur við fiskinum úr þvottakari og skilar honum í kassa eftir stærðum sem notandi getur stillt að vild á örskömmum tíma, en vélinni er stýrt með rökrásum. Nokkrar vélar eru að fara af stað til Bolungarvíkur, Isbjarnar- ins í Reykjavík, Útgerðarfélags Akureyrar og Meitilsins í Þorláks- höfn, en bæði Síldarvinnslan og ísbjörninn hafa pantað fleiri flokkunarvélar. í samtali við Halldór sagði hann að erfiðleikar með fjármagn hefðu staðið í vegi fyrir því að ýmis frystihús gætu tekið vélina í notkun, en hanr. kvað reynsluna sýna að vélin eykur nýtingu á margan hátt. Með því að flokka fiskinn er unnt að skipuleggja betur nýtingu hans bæði í flökun- arvélum og roðflettivélum, en vélin getur flokkað 4—6 þúsund fiska á klukkustund eftir stærð fisksins. Frystihúsamenn í Færeyjum hafa komið til Eyja til þess að skoða vélina og m.a. fulltrúar frá þýzku Baader verksmiðjunum. Verð á framleiðslu Völundar er mun hagstæðara en á svipuðum vélum sem er verið að vinna að erlendis, en þriggja flokka vél hjá Völundi kostar um 2,2 millj. kr. og t.d. fjögurra flokka vél um 2,6 millj. kr. 5 menn vinna um þessar mundir við framleiðsluna, þrír vélsmiðir og 2 í rafeindaútbúnaði. í samtalinu við Halldór kom það fram að smíði fyrstu vélarinnar var án alla styrkja, en Fiskiðjan sýndi mikinn áhuga á málinu og vélin var smíðuð eftir að menn höfðu rætt um það sem æskilegt væri að slík vél gæti gert. Miðað við þá nýtingaraukningu sem vélin hefur sýnt þýðir þetta stóra hluti fyrir frystiiðnaðinn í heild. Ályktun Verkamannasambands- ins virðist njóta stuðnings ýmissa annarra helztu verkalýðsleiðtogá í báöum flokkum, sem Mbl. tókst að ná til í gærmorgun. Jón Helgason í Einingu kvaðst raunar hafa staðið að samþykktinni, enda þótt hann hefði ekki getað setið fundinn, þar sem hún hlaut afgreiðslu og kvaðst hann vera henni algjörlega sam- mála. Guðjón Jónsson formaður Málm- og skipasmiðasambands Islands lýsti fullum stuðningi viö ályktun VMSÍ, kvaðst fagna því að hún væri fram komin og reikna með að fleiri aðilar innan verka- lýðshreyfingarinnar myndu fylgja í kjölfariö með áþekka hvatningu. Benedikt Davíðsson formaður Sambands byggingamanna kvaðst fyrir sitt leyti geta samþykkt efni ályktunarinnar, þar sem lýst væri yfir vonbrigðum með að upp úr viðræðum þessara flokka tveggja slitnaði, enda væri hann einn þeirra sem teldi að upp úr hefði slitnað áður en fullreynt var hvort ná mætti samkomulagi. Ekki væri útilokað að ályktun VMSÍ leiddi til þess að flokkarnir reyndu með sér að nýju og þá í samráði við verkalýðshreyfinguna. VARÐSKIPIÐ /Egir tók í fyrra- kviild norskan 75 tonna bát á hrcfnuveiðum út af Siglufirði. en hrefnuveiðar eru nú bannaðar við landið þar sem búið er að veiða upp í leyfðan kvóta. Norski Tekinn á f riðaða svædinu við Horn VARÐSKIPIÐ Ægir tók í fyrradag togbátinn Stíganda RE að mcintum ólöglegum veiðum 2'/z sjómílu inni á íriðaða sva'ðinu út af Horni. Skiimmu áður hafði Ægir farið um sva'ðið og ekki orðið var við neitt. en þegar óvænt kall kom um norskan bát á hrefnu- vciðum út af Siglufirði fór Ægir aftur þvert yfir svæðið á leið norður um og fann þá Stíganda. Mál skipstjórans verður tekið fyrir á ísafirði í dag. háturinn var á hcimleið frá Austur-Grænlandi en hann hafði verið kallaður þaðan þar sem búið var að veiða upp í leyfðan kvóta. Það var Sædís SK 19 sem tilkynnti Ægi að þeir hefðu bæði heyrt og séð norsku sjómennina vera að skjóta á hrefnu. Ægir var þá fyrir Vestfjörðum og tók strax strikið norður um, eða um kl. 5 á föstudag. Um kl. 1 um nóttina stöðvaði Ægir síðan norska bátinn, en fyrr um kvöldið hafði flugvél gæzlunnar fylgzt með ferðum hans. Þegar flugvéiin kom fyrst að norska bátnum var ekki breytt yfir byssu bátsins og tveir menn voru í tunnunni. Hélt báturinn þá af stað í austur, en þegar varðskipsmenn fóru um borð og kynntu sér aðstæður fundu þeir nýtt hrefnukjöt og skömmu síðar játaði skipstjórinn. Norski báturinn var með lítinn afla, eða um 15 tonn af hrefnu, en hann mun hafa verið rétt byrjaður veiðar við Grænland þegar hann var kallaður heim. Mál skipstjórans var tekið fyrir á Akureyri í gær. Skipherra á Ægi er Sigurður Árnason. Sömu erfiðleikar 0g hjá öðrum frysti- húsum en ekki lokað - segja forrádamenn BÚH og BÚR — Geysilegir erfiðleikar stcðja að rekstrinum hjá okkur svipað og hjá iiðrum frystihúsum á þessu svæði. sagði Guðmundur Ingva- son framkvæmdastjóri Bæjarút- gerðar Hafnarfjarðar. er Mbl. spurði hann hvernig reksturinn gengi. — Við höfum fylgzt mcð ölium umræðum um þessi mál og reynum að halda frystihúsinu gangandi eins lengi og kostur er. cn við biðum ráðstafana og reynum að bjarga okkur frá degi til dags um þessar mundir. Marteinn Jónasson fram- kvæmdastjóri Bæjarútgerðar Reykjavíkur sagði einnig að sömu erfiðleikar steðjuðu að BÚR, en ekki hefði verið tekin ákvörðun um lokun. Taldi hann líklegt að um það yrði rætt á fundi útgerðarráðs n.k. miðvikudag, en þetta vær ákvörðun útgerðarráðs og borgar ráðs. Jákvæðar undirtekt,- ir við ályktun VMSI „ÉG ER nokkuð ánægður með þær undirtektir, sem þessi álykt- un okkar hefur fengið — ég heí orðið var við gifurlega marga sem telja það mjög æskilegt, að þessir tveir flokkar taki upp nánara samstarf en síðan verður reynslan að leiða í ljós til hvers þetta leiðir.“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson formaður Verka- mannasambands íslands í samtali við Mbl. í gær. Guðmundur kvaðst telja, að þau sjónarmið er fram kæmu í ályktun VMSÍ ættu mikinn hljómgrunn innan verkalýðshreyfingarinnar, þótt vafalaust væru þar einhverjir sem væru henni andsnúnir. Guð- mundur kvaðst þó ekki mundu hafa staðið að ályktun þessari nema hann þættist hafa vissu fyrir því að hún nyti almenns stuðnings. Hann kvað formleg svör frá flokkunum ekki hafa borizt enn sem komið væri og það yrði að koma í ljós hvort þetta frumkvæði leiddi til árangurs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.