Morgunblaðið - 13.08.1978, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 1978
Eiginkona mín +
GUDRÍÐUR GÍSLADÓTTIR, Unnarbraut 5, Seltjarnarneai
er látin. Finnur Guðmundsson.
f
+
Eiginmaöur minn, (aöir okkar, tengdafaöir og afi,
KARL ÞOHSTEINSSON,
bakari,
Hátúni 8,
veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 15. ágúst kl. 3.
Eiginkona, börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma,
HREFNA INGVARSDÓTTIR,
Skeióarvogi 141,
verður jarösett frá Fossvogskapeliu þriðjudaginn 15. ágúst kl. 3 e.h.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaö, en bent er á líknarsjóö
Oddfellowreglunnar og Langholtskirkju.
Sigurbjörn Ólafaaon,
aynir, tengdadætur og barnabörn.
+
Útför fööur okkar,
ÞÓRARINS V. MAGNUSSONAR,
frá Steintúni,
fer fram frá Fossvogskirkju, mánudaginn 14. ágúst kl. 1.30.
Dntur hina látna.
+
Moðir okkar,
JÓHANNA BJARNADOTTIR,
Háaleitiabraut 54,
er lézt 8. ágúst veröur jarösungin frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 15. ágúst kl.
13.30.
Jónfríóur Siguróardóttir,
Guðjón Sigurðaaon,
Rafn Siguróaaon,
Sverrir Siguröaaon.
Útför
BJARNA EINARSSONAR,
vélamíðameistara,
Hrísateigi 45,
Reykjavík,
veröur gerö frá Fossvogskirkju miövikudagínn 16. ágúst kl. 13.30.
Elísabet Þorkelsdóttir,
Þorkell Bjarnason, Ása K. Oddsdóttir,
Björgvin Á. Bjarnason, Kriatjana Kjartansdóttir,
Ólöf H. Bjarnadóttir,
og barnabörn.
+
Alúöarþakkir fyrir auösýnda samúö og hluttekningu við fráfall og jaðarför,
KRISTJÓNU LÁRUSDÓTTUR,
Reykjavíkurvegi 30,
Hafnarfirði,
Pétur Maack,
Jóhanna Pétursdóttir,
Áslaug Pétursdóttir,
Írís Pétursdóttir.
+
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og jarðarför,
JENS F. MAGNÚSSONAR,
Guórún Guómundsdóttsr,
Ingunn Jensdóttir.
Sveinbjörn Gísla-
son—Minning
Fæddur 20. október 1897
Dáinn 29. júlí 1978
Vinur minn og frændi Svein-
björn Gíslason, Eikjuvogi 8, Rvk.
er látinn. Fráfall hans bar ekki
óvænt að. Hann hafði lengi verið
heilsuveill og síðustu dagana
dvaldi hann á sjúkrahúsi og þar
andaðist hann hinn 29. júlí s.l.
Bálför hans fór fram 2. þ.m.
Sveinbjörn var fæddur að Stekk-
um í Flóa hinn 20. okt. 1897.
Foreldrar hans voru hjónin Sigríð-
ur Filipusdóttir og Gísli Ólafsson
sem þar bjuggu um áratuga skeið.
Sveinbjörn var elstur barna þeirra
hjóna, en systkinin sem upp
komust voru fimm, þrír bræður og
tvær systur. Allir eru bræðurnir
nú látnir, en systurnar eru enn á
lífi. Mikið áfall var það Sveinbirni
þegar hann ungur og örgeðja
missti bróður sinn af slysförum,
sem þá var innan við tvítugsaldur.
Bæirnir í Sandvíkurhverfinu áttu
nokkur ítök til laxveiði í Ölfusá og
var Filipus bróðir Sveinbjarnar að
huga að laxalögnum í ánni en féll í
ána og drukknaði. Fyrrihluta
ævinnar stundaði Sveinbjörn al-
menn störf til sjós og lands, en
hugur hans hneigðist þó til
bókarinnar og aukinnar menntun-
ar, en á þeim árum var ungum og
auralitlum mönnum ekki greið
gangan um menntaveginn. Þó fór
hann til náms í Flensborgarskól-
ann í Hafnarfirði og þar var hann
1918 þegar spánska veikin gekk
yfir, en af henni veiktist hann
hastarlega og hlaut heilsutjón við
það, sem jafnan fylgdi honum
síðan.
Nokkru eftir dvölina á Flens-
borg hóf hann nám í múrsmíði og
gekk jafnframt í Iðnskólann í Rvk.
Sennilegt þykir mér að áhugi hans
á þessu námi hafi komið frá Einari
Sveinssyni múrarameistara, sem
stóð fyrir smíði margra bygginga
stórra og smárra fyrr og síðar, en
við allir þrír vorum systkinasynir.
I Iðnskólanum gat hann sér gott
orð sem mikill námsmaður og þar
kom í ljós hinn mikli áhugi hans
fyrir íslenskri tungu, enda var
hann afbragðs stílisti og svo var
fágaður allur frágangur á ritmáli
hans, að eftirtekt vakti. Eitt sinn
fengu nemendur skólans það
stílsefni að skrifa um íslenska
hestinn. Þessu verkefni skilaði
hann frá sér á þann veg, að þeir,
sem um það fjölluðu í skólanum,
urðu sammála um það, að fleiri
mættu njóta þess en þeir og var
stíllinn síðan birtur í Tímariti
iðnaðarmanna.
Að þessu námi loknu varð það að
ráði fyrir áeggjan ráðamanna
skólans, að Sveinbjörn réðst til
Vestmannaeyja sem byggingar-
fulltrúi. Meðan hann vann þar að
þeim störfum fékk hann sig lausan
frá starfinu í tvo vetur og dvaldi
þá í Danmörku við framhaldsnám
SVAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
Getið þér sagt mér, hvernig við heimilismenn getum
beðizt fyrir saman? Okkur langar til að gera það, sem við
vitum ekki, hvernig við eigum að bera okkur að því.
Akveðið einhvern tíma dagsins, þegar fjölskyldan er
öll saman, t.d. við morgunverð eða um hádegið eða
kvöldmat — eða á öllum þessum tímum. Ef börnin eru
með, ættuð þið ekki að lesa lengi í Biblíunni, og hafið
bænirnar líka stuttar. Biðjið þannig, að börnin njóti
bænanna og skilji þær.
Ef þið eruð söngvin og hafið hljóðfæri, gætuð þið
sungið sálm.
Gott er að biðja þannig, að einn fari með eina
setningu í einu, og síðan endurtaki hinir á á eftir.
Húsbóndinn á heimilinu getur líka leitt bænina yfir
hönd allra.
Guðræknisstundir hjónanna ættu að vara lengur.
Þau ættu þá að biðja fyrir sjálfum sér og fyrir
erfiðleikum á heimilinu, og gott er, að bæði biðji.
Ritninguna má lesa á ýmsan hátt, t.d. einn kapítula
á dag og þá hvert vers lesið upphátt. Það má líka láta
hvern einstakan í fjölskyldunni rifja upp ritningar-
staði eftir minni.
Kunnur hjónabandsráðgjafi hefur sagt mér, að á
löngum starfsferli sínum hafi hann aldrei hitt
fjölskyldu, sem hafi beðizt fyrir saman á hverjum degi
og hafi verið leyst upp.
+
Hjartanlegar þakkir til allra er auösýndu okkur samúö og vináttu viö fráfall og
jaröarför móöur okkar,
GUÐRUNAR HELGADÓTTUR,
Eiríksgötu 11,
Hafdís Rikarðsdóttir,
Ríkey Ríkarósdóttir,
Guðrún Ríkarðsdóttir,
Anna Ríkarðsdóttir,
Guðbjörn H. Ríkarðsson,
Óakar B. Benediktsson,
Bragi Steinarsson,
Bragi Guömundsson,
Halldór Stígason,
og barnabörn.
í fögum, sem snertu starf hans.
Árið 1938 fluttist hann til Reykja-
víkur og vann þar að iðn sinni til
ársins 1943, en þá fluttist hann til
Keflavíkur og setti þar á stofn
pípugerð, sem hann rak í nokkur
ár.
Nokkur kunningsskapur var
með þeim Sveinbirni og Bolla
Thoroddsen, sem þá var borgar-
verkfræðingur í Reykjavík. Ritaði
hann bréf til Sveinbjarnar og bað
hann að taka að sér stjórn
pípugerðar, sem Reykjavíkurborg
hefði í hyggju að koma á fót. Þetta
varð að samkomulagi þeirru milli
og fluttist Sveinbjörn aftur til
Rvk. 1947 og hóf störf hjá
Reykjavíkurborg og þar vann
hann meðan heilsan entist.
Sveinbjörn giftist eftirlifandi
konu sinni Sigríði Vilhjálmsdóttur
frá Knútsborg á Seltjarnarnesi
árið 1939. Vafalaust var þessi
ráðahagur mesta gæfa hans í
lífinu. Sigríður reyndist honum
alltaf vel en þó best þegar hann
þurfti þess mest með, enda var
sambúð þeirra með ágætum. Þegar
hann var orðinn sjúklingur, sem
þurfti umönnunar með, var kær-
leiksríkur hugur hennar og hendur
ávallt reiðubúnar til hjálpar. Þetta
verður henni seint fullþakkað.
Þau hjónin eignuðust tvær
dætur, sem báðar bera svipmót
góðs uppeldis. Þær eru: Björg, gift
Richard Dranitzke sérfræðingi og
skurðlækni í brjóstholssjúkdóm-
um, þau eiga tvö börn og eru
búsett í New York; og Sigurlaug
gift Hilmari Skúlasyni vélvirkja
hér í borg. Þau eiga tvo drengi.
Þegar ég nú að lokinni samferð
lít yfir farinn veg minnist ég
manns, sem var vinur minn frá því
að ég man fyrst eftir mér. Manns,
sem var gáfaður og kíminn í
kunningjahópi, en lét lítið yfir sér
hversdagslega. Manns, sem bar
virðingu fyrir lífinu og því, sem
honum var trúað fyrir.
Við sem stóðum næst Sveinbirni
Gíslasyni, söknum nú vinar í stað,
en megum vera þess minnug að
stundum getur dauðinn verið eins
og líknandi hönd fyrir þá sem
þjást.
Aron Guðbrandsson.
Afmælis-
og
minning-
argreinar
ATHYGLI skal vakin á því, að
afma lis- og minningargreinar
verða að berast biaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig verð-
ur grein, sem birtast á í
miðvikudagsblaði, að berast í
síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með
greinar aðra daga. Greinar
mega ekki vera í sendibréfs-
formi eða bundnu máii. Þær
þurfa að vera vélritaðar og
með góðu iínubili.