Morgunblaðið - 13.08.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.08.1978, Blaðsíða 32
32______________________ Sovétmenn vara Japani við imdirritun sáttmála við Kínverja Moskvu. 12. á^úst — AP IIIN opinbera fréttastofa Sovét- ríkjanna, Tass. varaði Japani í dag við því að undirrita friðar- og vináttusáttmáia við Kínverja sem nú er unnið að í Peking, og sagði að með því að undirrita samning- inn gætu Japanir alvariega skert þjóðarhagsmuni sfna. Ennfremur gæti undirritunin hindrað fram- gang siökunarstefnu, sagði Tass, en 1000 orða yfirlýsing frétta- stöðvarinnar var birt f helztu blöðum Sovétrfkjanna f dag og er talin túlka opinbera afstöðu húsbændanna f Kreml. Tass sagði að klásúla í sáttmál- anum um samstöðu Japana og Kínverja gegn því að einhver aðili nái algjöru forræði í Asíu valdi Sovétmönnum áhyggjum. „Kín- verjar hafa fyrir löngu opinberað að barátta þeirra gegn forræði er beint gegn Sovétríkjunum. Við- ræðurnar nú í Peking sýna hins vegar enn einu sinni fram á að Kinverjar rembast sjálfir sem rjúpan við staurinn að ná forræði í Suðaustur-Asíu,“ sagði Tass. Eitt af því sem veldur Kreml- verjum áhyggjum er að með samningnum bætist Kínverjum enn einn bandamaður í Suðaust- ur-Asíu, en þar heyja veldin tvö innbyrðis keppni um vináttu og áhrif. í útsendingunni hvatti Tass Japani til að spyrna fast fótum við því að klásúlan gegn forræði yrði sett í samninginn. Takeo Fukuda forsætisráðherrjapan tilkynnti þó á föstudag að viðræðurnar í Peking hefðu orðið árangursríkar og að löndin hefðu komið sér saman um sáttmálann og hermdu fréttir að orðalag umdeildu klásúl- unnar væri í anda samþykktar flokks frjálslyndra demókrata í Japan um afstöðu flokksins til deilna Sovétmanna og Kínverja. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 1978 sem vert er að veita athygli. Eitt er það, að fyrir nokkrum árum fór einhver ráðamaður höfuðborgar- innar til Kaupmannahafnar og fann Strikið og þótti það skemmti- leg gata. Þá datt honum í hug að búa líka til svona skemmtilega götu hér heima. Það var Austur- strætið. Það voru gerðar voða huggulegar teikningar af hellu- Menn uppgötvuðu þetta fljótt og hófu að leita ráða til úrbóta. Einhver hafði séð mann spila á gítar á Strikinu og stakk upp á tónlist. Það var góð hugmynd, enda leið ekki á löngu þar til ýmsar verzlanir við strætið tóku að þenja hátalara með niðursoð- inni útlenzkri músík út yfir göngugötuna, en þegar einhver Déskoteks-dynur eðahjarðljóð Það var nú meiri drottins dýrðarinnar uppákoman, þegar umferðarráð fann upp umferðarbrosið. Fram að þeim tíma var ekki hægt að ferðast svo spönn frá rassi hér í borginni að líf og limir væru ekki í stórhættu vegna ökumanna, sem óku með alíslenzkum fýlusvip um göturnar og gerðu hver öðrum allt til miska sem þeim var unnt með nokkru móti. Nú er heldur en ekki annað uppi á teningnum. Nú aka íslands ökumenn út um allar þorpagrund- ir með bros á vör, — og gera hver öðrum allt til miska sem þeim er unnt. Þannig mætir manni nú undur- ljúft bros þegar maður lítur Umferðarbros eða harðlífissvipur bálreiður framan í ökumann vörubíls, sem hefur svínað svo grimmilega fyrir mann að maður gat lesið á honum framleiðslu- númerið á undirvagninum, vel og vandlega, um leið og maður tróð bremsurnar upp í hné, til að fyrirbyggja frekari kunningsskap við þann hinn sama undirvagn. Þegar maður þeytir hornið að leigubílstjóra, sem er að dudda við það svona í róleg heitum í miðju einstefnu-öngstræti að tína seðl- ,ana upp úr veski fordrukkins farþega, rétt áður en leikritið byrjar, eða bíóið, þá birtist sömuleiðis sólbjart bros í baksýn- isspeglinum, sem bræðir hjartað, — og eyðileggur leikhúsmiðana. Það veitir sannarlega ekki af að reyna að bæta umferðarmenningu landans, en það er því miður ekki nóg að ökumenn keyri um allt með bros á vör. Það skiptir tiltölulega litlu máli fyrir gangandi eða hjólandi vegfarenda hvort hann er ekinn niður með bros á vör, eða rammíslenzkum grimmdar- og harðlífissvip. En það er fleira tengt umferðar- og umhverfismálum hér í borg lögðu Austurstræti með þessum skrýtnu trjám, sem hvergi vaxa nema á teikniborðum arkitekta, og fullt af fólki að ganga á hellunum. Svo voru framkvæmdir hafnar. Hellunum var raðað á Austur- strætið, svolitlu af grasi og myndastyttum komið fyrir og allt var fullkomið. Meira að segja fólkið vantaði ekki. Það er oft þó nokkuð af fólki að ganga um Austurstrætið. En gallinn er sá, að það bara gengur. Þegar það er búið með þessi tvö hundruð skref er fjörið búið. Þetta er vegna þess að það er aldrei neitt að gerast þarna í göngugötunni og ef eitthvað á að gerast þá er það tilkynnt löngu fyrirfram svo allir hafa nægan tíma til að forða sér, eins og ég held að einhver hafi áður bent á. ætlaði að spila á gítar á sama stað var hann fjarlægður umsvifalaust af laganna vörðum og hefur slíkt ekki verið reynt síðan. Niðursuðu- músíkin dynur hins vegar enn á saklausum vegfarendum, sem geta varla talað saman nema á stöku stað á strætinu fyrir hávaða. Nú vil ég varpa fram þeirri spurningu til borgaryfirvalda hvort þessi déskoteks-dynur út úr tízkubúðunum við Austurstræti er leyfilegur og jafnframt hvort ekki væri tilhlýðilegt á þessum frjáls- ræðistímum að leyfa lifandi tón- listarflutning í göngugötunni? Væri til dæmis ekki mjög í anda hins nýja meirihluta að leyfa mönnum að blása þar í blístrur og syngja hjarðljóð eins og geitahirð- ar gera gjarnan í útlöndum? - SIB. Nýtt Nýtt Blússur frá ítalíu og Þýzkalandi. Glæsilegt úrval. Glugginn Laugavegi 49. Galla- og flauelsbuxur 1000 — 2000 — 3000 — 3900 kr. Skyndisala á morgun, mánudag og þriöjudag. Fatasalan Tryggvagötu 10. Geymsla á kjöti *og hólfaleiga Tökum aö okkur geymslu á kjöti í haust. Frystum kjöt. Leggjum áherzlu á örugga geymslu og góöa þjónustu. Þeir sem hafa hólf á leigu eru vinsamlega beönir aö greiöa hólfaleiguna fyrir 15. september n.k. en eftir þann tíma má búast viö aö hólfin veröi leigö öörum ef leigan hefur ekki verið greidd. Nánari upplýsingar veittar í síma 12362. Sænsk-ísl. frystihúsiö, Reykjavíkurborg. REYKJAVÍK Rakarastofan Klapparstíg, sími 12725, 14. og 18. ágúst. AKUREYRI , , Jón Eövarö rakarastofa Strandgötu 6, sími 11408, 15. og 16. agust. KEFLAVÍK Klippotek Hafnargötu 25, sími 3428, 17. ágúst. Mandeville International TAKIÐ EFTIR Sérfræöingur Mandeville International í hártoppum er staddur hér Hann mun fús að ræða við yður I fullum trúnaði og án skuldbindingar Hann mun kynna hina nýju fram leiSslu á Mandeville International á fisléttum hároppum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.