Morgunblaðið - 13.08.1978, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. ÁGUST 1978
Rætt
við
Áskel
Másson
tdnskáld
— „Það er rétt, maður
hefur breyst ansi mikið.
Enda er fjöldi fólks sem
þekkti mig hér áður, sem
þekkir mig ekki núna. Það
ganga allir í gegnum svona
ákveðin skeið í lífinu, ekki
hvað síst á unglingsárunum.
Ég var alltaf að leita mér að
einhverri ákveðinni stefnu í
lífinu, reyna að átta mig á
því hvað ég raunverulega
vildi. Núna hefur mér loks-
ins tekist það.“
„Ég hef fengist við tónlist
alveg frá því ég man eftir
mér. Ég byrjaði að læra á
klarínett í barnamúsíkskól-
anum, en hætti þar og fór að
læra sjálfur, aðallega nótna-
lestur og síðar hljómfræði.
Seinna fór ég í tónlistarskól-
ann og var þar í eitt ár. Ég
gerði mér ljóst síðar að ég
hafði mikið gagn af því
námi, enda þótt ég yrði fyrir
nokkrum vonbrigðum í
fyrstu.
„Það var einhver
flatneskja í þessu“
„Þegar ég var u.þ.b. tíu ára
fór ég fyrst að spila á
trommur. Þegar ég var
Það ætti að vera óhætt að fullyrða að flestir kannist
við nafnið Áskell Másson. Það kann hins vegar að
vera næsta misjafnt við hvern fólk tengir þetta nafn.
Sumir minnast Áskels frá fyrri árum sem eins
liðsmanna „Combósins“ sáluga, afburðasíðhærðs
bongótrommuleikara eða jafnvel sem slagverksleikara
„Náttúru“. Aðrir þekkja Áskel Másson eins og hann
er. Ungur tónsmiður með eðlilega hárgreisðlu og
hugann fullan af tónverkum, að ekki sé minnst á mikið
magn fullkiáraðara tónsmíða fyrir ýmis hljóðfæri.
Askell kom heim frá námi í tónsmíðum í London á
s.l. ári og er nú að vinna að hljómplötu með verkum
sínum, sem væntanleg er á markað í vetur. SIB ræddi
við Áskel fyrir stuttu um plötuna, tónlistina og leitina
að lífsstefnu.
fyrirtæki sem enn hefur ekki
hlotið nafn og kemur á
markað fyrir jól.“
„Áhugi á nútímatónlist fer
mjög vaxandi og er það ungt
fólk fyrst og fremst sem þar
á í hlut. Ég held að þetta
stafi af því að núna er
tónlistin orðin mun húman-
ískari en hún var um skeið.
Menn eru að hverfa frá því
að nota rafmagnshljóðfæri
og tölvur við tónsmíðarnar á
sama hátt og gert var. Eins
ber að geta þess að nokkrir
; menn hér á landi til dæmis,
„Ég var alltaf að
leita mér að Ifetefnu
fimmtán ára varð ég
trommuleikari i hljómsveit-
inni Töturum og lék þá með
Þorsteini Haukssyni sem nú
er orðinn doktor í tónvísind-
um. Ég var í tvö ár í
myndlistaskólanum og var
þá í combóinu ásamt Agli
Eðvarðssyni, Ómari Skúla-
syni og Grétari Guðmunds-
syni. Síðan lék ég með
Náttúru í hálft ár, en eftir
það var ég búinn að fá alveg
nóg af poppmúsík og hélt til
Kaupmannahafnar að spila
djass. Það gerði ég um
nokkurra mánaða skeið og
lék þá mest í
Montmartre-klúbbnum, en
þegar ég fór í þetta aftur
árið eftir fann ég að þetta
átti ekki við mig heldur,
frekar en poppið, það var
einhver flatneskja í þessu.“
„Þegar ég kom heim samdi
ég mikið, enda hefur það
sýnt sig að alltaf þegar ég
hef fengið mig fullsaddan af
einhverju, þá hef ég samið
reiðinnar ósköp á eftir. Auk
þess að semja æfði ég mig
mjög mikið, eða allt að tíu
tíma á dag.“
„Það var um þetta leyti
sem ég uppgötvaði að ég var
búinn að finna það sem ég
hafði verið að leita að. Það
átti best við mig að semja og
mér veittist það stöðugt
auðveldara."
„Sama ár stóð til að gera
sjónvarpsþátt með tónlist
eftir mig og Egill Eðvarðs-
son, sem hugðist stjórna
upptökunni, fékk þá hug-
mynd að láta semja ballett
við tónlistina. Þannig kynnt-
ist ég Alan Carter, þáverandi
ballettmeistara Þjóðleik-
hússins. Ballettinn var
reyndar aldrei saminn og
Egill er enn að vinna að
þættinum, en Alan bauð mér
niður í. Þjóðleikhús og ég
varð mjög hrifinn af þeim
vinnuanda sem þar ríkti og
svo fór að ég var ráðinn sem
eins konar þúsundþjalasmið-
ur á sviði tónlistar við
dansflokkinn. Mest fékkst ég
við tónsmíðar en var einnig
undirleikari."
„Síðan heí ég
verið að semja“
„Á þessum tíma æfði ég
feiknin öll og mjög- skipu-
lega. Ég gerði mikið af því að
einbeita mér í langan tíma
að einstökum atriðum í
sambandi við ásláttartækni
einnig þjálfaði ég mig í að
skipuleggja impróvisasjónir
í smáatriðum til þess að
þjálfa með mér form-
hugsun."
„Árið 1975 fór ég til
London að læra tónsmíðar
hjá Patrick Savill og slag-
verk hjá James Blades. Þar
öðlaðist ég mikilsverða
undirstöðuþekkingu og
grundvöll til að byggja á.
Einkum lagði ég áherslu á
kontrapúnkt og hljómfræði,
auk alls kyns tónlistar-
forrna."
„Ég kom hingað heim í
byrjun árs 1977 og var þá
beðinn að semja verk fyrir
konsert hér. Ég samdi þrjú
verk og hélt tónleika í
Norræna húsinu og Mennta-
skólanum við Hamrahlíð.
Áður en það var, gerði ég
reyndar tónlist við sýningu
Leikfélags Reykjavíkur á
Machbeth. Síðan hef ég verið
að semja og þá sérstaklega
fyrir þessa væntanlegu
plötu, en að auki hef ég leikið
á slagverk á nokkrum hljóm-
plötum annarra aðila.“
„Á þessari umræddu plötu
verða fimm verk eftir mig,
þ.e.: Vatnsdropinn, fyrir tvo
slagverksleikara og segul-
band, Lagasafn, fyrir flautu
og víbrafón; Hrím, fyrir
selló; Itys, fyrir flautu og
síðan annað hvort Helfró,
fyrir slagverk eða Tíbrá,
fyrir hörpu. Þessi plata
verður gefin út af nýju
hafa gert mikið til að kynna
nútímatónlist, þar má nefna
Atla Heimi, Þorkel Sigur-
björnsson og Guðmund
Emilsson."
„Húmanískari
tónlist“
„Ég skrifa sjálfur ekkert
fyrir rafmagnshljóðfæri.
Mér líkar illa við slík tól.
Hins vegar er ég alls ekki á
móti því að menn notfæri sér
tæknina til þess að ná því
besta fram, það væri glópska
að afneita slíku."
„Eftir síðasta stríð voru
gerðar mikilsverðar tilraun-
ir í tónlist og músíkin var því
yfirleitt köld og aðeins ein-
staka manni tókst að nota
hana sem sannan tjáningar-
miðil. Núna er tónlistin sem
sagt smám saman að þróast í
húmanískari átt og árangur
allra þessara tilrauna að
koma í ljós. Hver einasta
grunneining í tónlist var
rannsökuð og menn uppgötv-
uðu margt áður óþekkt."
„En ég held að á þessu
tímabili eftir stríð og þar til
nú, hafi verið að þróast
einhver fjölbreytilegasta og
stórkostlegasta tónlist sem
um getur.“
—SIB
Heili pliitu:
„S^t. pepper lonely
hearts duh bancT
Flytjendur:
Bee (iees.
Peter Frampton,
Paul Nieholas o. I'l.
Þeir eru ótaldir hljómlistar-
mennirnir, sem skapað hafa sér
vinsældir eða orðið þekktir á því
að gera sér mat úr lagasmíðum
Bítlanns. Lög þeirra Lennons og
McCartneys skjóta alltaf af og til
upp kollinum á vinsældalistum
víða um heim, þrátt fyrir að
samstarfi þessara bresku fjór-
menninga sé löngu lokið. Sinfóníu-
hljómsveitir, jassleikarar, ein-
söngvarar, lúðrasveitir og kórar
hafa einnig gegnum árin tekið
þessi lög til meðhöndlunar á
plötum og við ýmis tækifæri og nú
hafa vinsælustu stjörnur poppsins
í dag sameinað krafta sína í því að
gera plötunni „Sgt. Pepper Lonely
Hearts Club Band“ skil í tónum,
tali og kvikmynd. Þetta er eins og
kunnugt er ein þekktasta og
jafnframt besta breiðskífan, sem
Bítlarnir gerðu meðan þeir voru og
hétu. Þessi nýja plata kom út í
Bandaríkjunum fyrir hálfum mán-
uði og hefur þegar selst í milljón-
um eintaka (pantanir fyrirfram
hljóðuðu upp á 4 milljón eintök) og
ekki dregur samnefnd kvikmynd
úr sölunni — kvikmynd, sem
sérstaklega er smíðuð kringum lög
plötunnar og alls staðar er sýnd
fyrir fullu húsi vestanhafs þessa
dagana.
Sá, sem að baki þessarar útgáfu
stendur og gullið malar svo um
munar heitir Robert Stigwood og
er ástralskur.Hann hefur á síðustu
árum átt mikilli velgengni að
fagna í hljómplötuiðnaðinum, „bú-
ið til“ margar stjörnur bæði með
hljómplötum og ekki síst með
kvikmyndum, sem hann gerir
samhliða plötunum. Þessi
samtvinnun hljómplatna og kvik-
mynda þykir velheppnuð sölu-
mennska á poppi og ber plat-
an/kvikmyndin „Saturday night
fever" glöggt vitni um það. Sömu
sögu er einnig að segja um
plötúna/kvikmyndina „Grease".
Þrístirnið hefur svo R. Stigwood
nú fullkomnað með „Sgt. Pepper".
En víkjum að plötunni.
Sú upprunalega
Um miðjan síðasta áratug gáfu
Bítlarnir út sína bestu breiðskífu
„tímamótaplötuna" „Sgt. Pepper"
— þá á hátindi frægðar sinnar.
Þessi frábæra plata vakti þegar
gífurlega athygli fyrir margra
hluta sakir. Lagasmíðar, lagasam-
setningar og kaflaskipti laga þóttu
með miklum ágætum og þykja
reyndar enn. Þá bauð platan upp á
velútfærða tæknivinnu og hljóm-
gæði, sem fram að þeim tíma hafði
ekki þekkst a.m.k. ekki á poppplöt-
um. Textar og myndefni á umslagi
féllu vel að efni plötunnar og gáfu
henni dularfullt yfirbragð. Fleiri
hefðir í poppplötuútgáfu braut
„Sgt. Pepper“ að baki eins og að
bili milli laga var sleppt en það
kallaði á samfellda áheyrn, o.fl.
mætti til telja, sem orðið hefur
fjöldamörgum popplistamönnum
til eftirbreytni gegnum árin.
Jafnan þegar kosið er um bestu
poppplötu, sem gerð hefur verið, er
„Sgt. Pepper" ætíð meðal þeirra
fyrstu, sem nefndar eru.
Sú nýja
Óhætt er að segja, áður en
lengra er haldið, að þær vonir sem
bundnar voru við þessa nýju