Morgunblaðið - 13.08.1978, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 1978
Á faraldsfœti með Islenzka alpaklúbbnum:
Morgunblaðið var nýverið á
ferð með fimm ungum fjall-
göngumönnum, félögum í ís-
lenzka alpaklúbbnum. Ferð-
inni var heitið í Gigjökul, einn
skriðjökla Eyjafjallajökuls. —
Æfingaferð þessi var sú síðasta
af fjöldamörgum í undirbún-
ingi þeirra fyrir þriggja vikna
æfinga- og klifurferð í Ölpun-
um, Sviss og Frakklandi, sem
þeir hyggjast leggja upp í
innan skamms. Þeir félagar
íslenzka alpaklúbbsins sem
taka þátt í þessari ferð eru>
Ingvar Teitsson, ritari klúbbs-
ins, Sveinn Sigurjónsson, Ævar
Aðalsteinsson, Örvar Aðal-
steinsson og fararstjórinn,
Helgi Benediktsson, sem jafn-
framt er varaformaður
klúbbsins.
Meðfylgjandi myndir tala
sínu máli betur en nokkur skrif,
"Upphitun í Eyjafjallajökli
fyrir fjallgöngur í Ölpunum
því er ekki ætlunin að fjölyrða
um æfingaferðina í Gígjökul,
nema hvað ' félagarnir sögðu
ferðina fyrst og fremst farna
„til að hita upp“ fyrir Alpaferð-
ina, æfa yfirferð jökla eins og
þeir gerast erfiðastir, s.s. klífa
bratta ísveggi, „tipla á tánum“
yfir örþunnar ísbrýr og stökkva
yfir hyldjúpar sprungur.
Ég notaði eigi að síður tæki-
færið og spjallaði við þá félaga
um fyrirhugaða ferð þeirra í
Alpana og almennt um íslenzka
alpaklúbbinn, sem nú er á öðru
starfsári sínu.
Varðandi ferðina í Alpana,
sögðu þeir það hafa verið á
stefnuskrá klúbbsins állt frá
stofnun hans að standa fyrir
ferðum þangað ef fram kæmi
áhugi. — Slíkur áhugi kom fram
þegar við stofnun klúbbsins í
marz á síðasta ári en þá var
fyrirvarinn talinn of skammur
til að skipuleggja slíka ferð þá
um sumarið svo að ákveðið var
að slá því á frest um eitt ár, en
hefja eigi að síður undirbúning
fyrir ferðina hið fyrsta. Um
síðustu áramót var síðan endan-
lega ákveðið hvaða félagar
ætluðu að taka þátt í ferðinni og
var þá gerð æfingaáætlun sem
æft hefur verið eftir til dagsins í
dag. Síðustu vikurnar voru til að
mynda farnar tvær ferðir í
miðri viku og jafnan um helgar.
Þegar ákveðið hafði verið á
sínum tíma að fara slíka ferð,
þurfti, í upphafi að leysa eitt
vandamál en það var að finna
góðan fararstjóra, sem hafði
reynslu í ferðum þar ytra. Til
happs fyrir hópinn kom fljót-
lega í ljós að Helgi var tilleiðan-
legur að taka starfið að sér, en
hann er þaulreyndur fjallamað-
ur og hefur þar að auki eytt
miklum tíma við æfingar í
Alpalöndunum undanfarin ár.
Þetta verður í fyrsta sinn sem
hinir þátttakendur hópsins eru
við æfingar í Ölpunum.
Þá innti ég þá eftir því
hvernig ætlunin væri að eyða
þessum þremur vikum þar ytra.
— í upphafi er hugmyndin að
dvelja nokkra daga á einu
frægasta fjallasvæði Sviss,
Berner Oberland og leggja þar
til atlögu við nokkur fjöll, s.s.
Jungfrau, Mönch og Finister-
aarhorn, sem eru öll liðlega 4000
m há. Þess má og geta til
gamans að til þess að komast
inn á þetta fræga fjallasvæði
Niðurferðín æfð...
Ingvar klífur brattan ísinn .
ji'-
Wf í-
Sveinn sýnir hér hvernig á að fara að Þegar
brattar íshliðar eru klifnar...
mmm
Stokkið yfir sprungu...