Morgunblaðið - 13.08.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.08.1978, Blaðsíða 20
2 0 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. AGUST 1978 Gísli Þór Gunnarsson: Loftkæld rútan brunaði eftir malbikaðri götunni og bar mig nær sögusviði Steinbecks, Salinas dalnum. Brennheit Californiu sól- in brosti mót vorinu, sem hefst í mars á þessum slóðum. Það var ekki laust við að ljúfsár eftirvænting gripi mig þegar ég gerði mér grein fyrir því að ég var að nálgast heimkynni sögupersóna Steinbecks sem höfðu orðið mér kærar við kynningu úr bókum eins og „East of Eden“ og „Of mice and men“ (Mýs og menn). Ég rýndi útum gluggann og reyndi að sjá einhver af þeim undrum náttúr- unnar sem Steinbeck hafði lýst svo fjálglega í „East of Eden“. „ ... Ég man að Gabilan fjöllin austanmegin í dalnum voru ljós fjörleg fjöll full af sól og elskuleg bjóðandi þig velkominn á einhvern hátt, svo þig langaði að klifra upp hlý hlíðardrögin næstum eins og þig langar að klifra í fang á elskaðri móður.“ Það var sama hvernig ég reyndi ég gat bara séð ólöguleg fjöll sem af einhverri örlagafyndni höfðu sest á þennan stað. En er það ekki hlutverk skáldanna að sýna okkur meira útúr hlutum sem við sjáum ekki í önn dagsins. Steinbeck sá ekki landslag eins og dauðan hlut, sérhvert fjall og sérhver jurt var lifandi persónuleiki með ákveðinn tilgang. Hinsvegar þegar komið var að að lýsa mannskepnunni þá var eins og Steinbeck væri að álasa skaparanum fyrir mistök sín. Gegnum gluggann á rútunni sá ég tilbreytingarlítið landbúnaðar- land. Sólin gyllti brúna frjósama moldina sem hafði aldrei þekkt steina. Reitirnir lágu um hæðir, sem rugluðu hárbeitta skipulags- hæfileika Ameríkananna og kom í veg fyrir að hægt væri að hafa alla reitina beina. Kananum hefði þó ekki orðið mikið um að fletja út allar hæðarnar. I San Joaquin dalnum þar sem allt er slétt, þar búa þeir til hæðir með ýtum, svo skemmtigarðar líti svolítið skemmtilega út. Mín kynni af John Steinbeck voru frá skáldsögum, þar sem hann lýsir venjulegu bændafólki og farandverkamönnum. Ég reyndi að ímynda mér hvernig fæðingarheimili hans liti út. Líklega væri það lélegur timbur- hjallur. Faðir hans hefði að líkindum unnið hörðum höndum fyrir sér og sínum. Það fór að styttast í að ég kæmi sjálfur á fæðingarstað hans, svo ég hætti þessu hugarbrölti og fór að fylgjast með áköfum fluguveiði- manni sem barðist hetjulega gegn litlum fluguvesalingi. Steinbeck hefur sjálfur sagt að sérhver Bandaríkjamaður áliti að hann væri fæddur veiðimaður og byði bara eftir tækifæri til að sanna það. Flugnaveiðimaðurinn var áður en varði búinn að sigra flugufjandann og leit hreykinn í kring um sig eins og í leit að viðurkenningu. Rútan stoppaði loks á Gray- hound stöð borgarinnar Salinas. Rútustöðin lyktaði af afkvæmum hamborgaramenningar Banda- ríkjamanna. Gekk ég mér út og tók að spurja vegfarendur vegar með þeim jökulframburði sem íslendingum einum er tamt. Annaðhvort hafa þeir ekki skilið mig eða þá ekki vitað að Steinbeck var til því illa gekk að fá upplýsingar um leiðina að húsi Steinbecks. Furðuvel gekk fyrir mig að finna húsið ef mark er takandi á orðum Steinbecks þegar hann segir að Bandaríkjamenn elski að segja til vegar en þeir segi alltaf rangt til. Salinas er eins og hver önnur bandarísk borg, með útibú frá sömu auðhringunum o.sv.frv. Borgin breiðir sig yfir stórt svæði því allir Bandaríkjamenn vilja búa í einbýlishúsum. Mörg frjósöm bújörðin hefur farið undir ein- hverja af þessum kössum. Hverf- um til fortíðarinnar með Stein- beck, þar sem hann lýsir Salinas í „Travels with Charley". „ ... Þetta var lítið kauptún, kjörbúð undir tré og járnsmíða- verkstæði og bekkur fyrir framan þar sem hægt var að sitja og hlusta á högg hamarsins á steðj- ann. Nú eru lítil hús sérhvert eins og það næsta auðsæjanlega reyn- andi að vera öðruvísi, sem dreifast í mílur í allar áttir. Þetta var trjásæl hlíð með lifandi eikum dökkgrænum mót skrælnandi grasi þar sem Coyote úlfarnir sungu í tunglsskininu. Toppurinn er nú snoðaður og sjónvarpsendur- svarpsstöðvar teygja sig upp í himininn og fæða af sér tauga- veiklaða mynd til þúsunda lítilla húsa sem þyrpast saman eins og jurtalýs við hliðina á veginum." Eftir stutta göngu stóð ég skyndilega í götu með húsum sem áttu sér lengri sögur en glerhallir Steinbeck, strákurinn í götunni sem varö ódauölegur fyrir skáld- sögur sínar. nútímans. Hús Steinbecks stóð tilbúið til að taka á móti mér, eins og hann hafði lýst því í „East of Eden“ „... Það var hreinlegt og vinalegt hús, höfðinglegt en ekki tilgerðarlegt, og það sat fyrir innan hvíta girðinguna umkringt af sléttsleginni grasflöt og rósir og cotoneasters sleiktu veggi húss- ins.“ Þegar ég gekk upp tröppur hússins gerði ég mér grein fyrir að þetta hafði aldrei verið fátæks manns hús. Kona í einkennisbún- ing horfði á mig eins og ég væri óæskilegur gestur. — Hvað get ég gert fyrir þig? spurði hún kurteislega. — Mig langaði bara að skoða húsið, sagði ég. Það er búið að breyta húsinu í veitingahús. Má bjóða þér eitt- hvað? spurði hún krefjandi. — Nei, það held ég ekki, svaraði ég fyrir hönd tóms peningaveskis- ins. Af hverju furfa Ameríkanar að græða á öllum sínum stórmennum jafnvél á þeim sem hötuðu efnis- hyggjuna mest af öllu, hugsaði ég þegar ég fylgdi á eftir konunni inn í stofu hússins, sem var umkringd af dekkjuðum borðum. — Þetta eru myndir af ættingj- um Steinbecks, sagði konan og benti á myndir á vegg. Þarna gat John og Mary systir hans. tnm ano m John Ernst Steinbeck var fæddur í Salinas, Calíforniu 27. febrúar 1902. Forfeftur hans komu frá Þýzkalandi og írlandi. John Steinbeck lýsir fööur sínum á eftirfarandi hátt í „Journ- al of a Nove!“: Samansafni af bréfum sem hann skrifaAi meðan hann var að vinna að „East of Eden.“ „... hann unni sér aldrei hvíld- ar, sterkur og Þögull einstakl- ingshyggjumaður, sem dáðist að hverjum Þeim sem setti sér markið hátt og vann að Því ótruflaöur alla sína ævi.“ Hann hvatti John til dáða á ritvellinum, Þó að móðir John's heföi frekar viljað að hann legði fyrir sig „... eitthvað almennilegt einsog bankastörf.“ Móðir hans, Olive (Hamilton) Steinbeck var fyrrverandi kenn- ari og hvatti son sinn til lestra. John var næstyngstur í fjöl- skyldunni og átti Þrjár systur. Hann var virkur, sterkviljaður með bakgrunn frá húsi fullu af góöum bókum og iíflegum um- ræðum. John var góður nemandi og tók Þátt í félagslífi skólans, var meðal annars forseti bekkjarráðs seinasta bekkjar í High School. Á sumrin vann hann á nálægum bóndabæjum og víkkaði út reynslu sína af sveitum Californíu og sveitafólki. Þegar hann var 17 ára byrjaði hann mennta- og háskólanám sitt við dýrasta og virtasta háskóla Bandaríkjanna „Stanford". Upp- haflega ætlaði hann að leggja fyrir sig ensku en áhugi hans á öðrum sviöum eins og líffræöi og heimspeki dró hann til sín. Aö lokum fór hann að stúdera sjálfstætt og mætti bara Þegar honum sýndist. Á meðan hann var í skólanum vann hann sér inn vasapeninga með vinnu á bú- görðum og í vegagerð. Eftir 6 ára nám yfirgaf hann skó%ann fyrir fullt og allt án Þess að hafa lokið nokkru prófi. Leið hans lá til New York Þar sem hann ætlaði að hefja rithöfundar- feril sinn. Vann hann fyrir sér með blaöamennsku og með verkamannavinnu. Svalt hann meira og minna og varð fyrir miklum vonbrigöum með Þessa fyrstu tilraun sína til rithöfundar- starfa. Aö lokum sneri hann heim til Californíu og vann fyrir sér með ýmsum störfum meðal ann- ars meö Því að sjá um einangrað- an kofa upp í Lake Tahoe.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.