Morgunblaðið - 13.08.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.08.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 1978 21 að líta flestar aðalpersónur „East of Eden“ Hamilton afa hans. Olive móður hans og fleiri. — Hann hefur ekki einu sinni haft fyrir því að breyta nöfnunum í bókunum, muldraði ég hissa. — Nei, allar persónurnar áttu sér stoð í verul'eikanum, sagði hún „Hann var ekkert alltof nærgæt- inn í sumum skrifum sínum. Konan sýndi mér allt húsið. — Þarna fæddist Steinbeck, þarna skrifaði hann eina bókina sína þegar hann lá veikur með lungnakvef. Loks enduðum við í forstofuherbergi og hún sýndi mér myndaalbúm Steinbeck fjölskyld- unnar. Má ekki bjóða þér eitthvað? spurði hún, eins og það væri ekki umflúið. — Gæti ég kannski fengið drykk, sagði ég „ég hef ekkert getað drukkið frá því að ég kom frá íslandi." — Islandi! sagði konan og um- breyttist öll. Hún hafði ekkert fyrir því að spyrja mig um aldur, heldur fór fram að sækja kampa- vínsglös. Var ég feginn því. Kona komin yfir miðjan aldur sem hafði setið lotin við skriftir í herberginu sneri sér að mér. — Ert þú komin allan þennan veg frá Islandi til að heimsækja Steinbeck? spurði hún. — Ekki alveg, en næstum því, svaraði ég. — Er ekki kalt á íslandi? spurði hún. — Jú soldið, svaraði ég. Ég sá að vissara var að nota tækifærið og spyrja kellu úr spjörunum. — Hefurðu búið í Salinas alla þína ævi? spurði ég. — Já, alla mína ævi. Steinbeck skrifaði um einn forföður minn í „East of Eden“. — Þér hlýtur að þykja mikið um að eiga forfeður sem eru orðnar ódauðlegar á síðum bóka Steinbecks, sagði ég. — Ussu, nei, svaraði kella „Steinbeck skrifaði bara lyga- þvælu um afa minn, sem enginn tekur mark á. Ég brosti í kampinn og minntist þess að engum líkar að sjá sjálfa sig eins og þeir eru. Nú kom konan með kampavínsglasið og ég teyg- aði af drykknum með munaðar- svip. — Græðið þið mikið á þessu veitingahúsi? spurði ég konuna sem var enn vond út í Steinbeck. — Nei, öll vinna er gerð af sjálfboðaliðum. Félag sem vinnur að því að vernda og viðhalda húsi Steinbecks stendur fyrir þessu. Ef einhver gróði er þá rennur hann til góðgerðarstarfsemi. Hús Steinbecks í Salinas í Kaliforníu. — Salinas búar hljóta að vera þakklátir Steinbeck fyrir hvað hann hefur frægt staðinn, sagði ég- — Það held ég varla, sagði konan „Steinbeck var sjálfur af efri millistétt, svo fólki fannst hann vera að svíkja sína líka þegar harln sverti stóreignamennina í bókum sínum. I þók sinni „In Dubious Battle“ sem er um verk- föll landbúnaðarverkamanna held- ur hann með verkamönnunum í stað þess að sýna sjónarmið bændanna. Stórbændurnir fyrir- gáfu Steinbeck þetta aldrei og hann gerði sjálfan sig útlægan vegna skrifa sinna. — Menn eru kannski farnir að sjá að Steinbeck var bara að segja frá hlutunum eins og þeir voru sumsstaðar. — Nei, greip kerlingin frammí „það eru flestir dauðir sem Stein- beck skrifaði um. Nú er risin ný kynslóð af innflytjendum til Salin- as sem bera engan kala til Steinbecks og vilja sýna minningu hans virðingu. Nú kom konan með reikninginn fyrir drykknum. Máluga kerlingin vildi ólm borga fyrir mig reikning- inn. Henni fannst upphefð í því að hafa kynnst íslending. Kvaddi ég nú þessar góðhjörtuðu konur. Var ég í æstu skapi vegna þess hve heimurinn er skrýtinn og vanþakklátur við rithöfunda. Hægðist skap mitt þó er ég kom í bókasafn Salinas, þar sem nýbúið er að opna deild með verkum og minnisgripum um Steinbeck. Þar gaf að líta frumútgáfur verka hans, einkabréf, blaðaúrklippur, myndir og annað sem minnir á Steinbeck. Mig var nú tekið að hungra eftir beru lofti og nærandi sólinni svo ég tek það i mig að reyna að fara á puttanum til Monterey. Fékk ég að labba eftir ósmekklegri aðalgötu Salinas, sem er með truflandi litasamsetningu eins og flestar verslunargötur Bandaríkjanna. Loks var ég komin útfyrir bæinn. Traktorar þeyttu rykskýum upp í loftið og salathausarnir flýttu sér að vaxa. Fjöldi bíla fór framhjá en enginn stoppaði fyrir þessum grunsamlega manni. Bílarnir voru þessar benzínfreku drossíur sem Bandaríkjamenn einir í heiminum hafa efni á að keyra í nútildags vegna lágs benzinkostnaðar. Bandaríkin hafa aðeins 1/8 mann- kynsins að geyma en eyða 3/4 af orkulindum jarðar. Ég reyndi að fyrirgefa þessum bílstjórum með því að rifja upp söguna um nauðgarann sem keyrði um takandi upp stelpur sem hann nauðgaði. Þegar hann var búinn að misnota blíðu kvinnanna drap hann þær. Það er fullt af svona sögum í Bandaríkjunum. Ég var orðinn þreyttur í fótunum og ég tók að skyggnast um eftir stað þar sem ég gæti hvílt mig. Svo langt sem augað eygði var bara að sjá heimska kálhausa í beinum röðum. Hús eitt, eyðilegt með neglt fyrir alla glugga, stóð við veginn. Ég tók áhættuna á því að enginn ætti heima þarna, klæddi mig úr öllu nema nærhaldinu og baðaði mig í miðdagssólinni. Hugur minn fór óðar af stað með heilabrotum um lífið og tilveruna. Líf nútíma- mannins er komið svo langt frá upprunanum. I stað þess að vera að berjast fyrir mat og skjóli fer öll orkan í að vinna fyrir reykspú- andi blikkbeljum og skemmtunum sem leiða bara til leiða. Steinbeck samdi sínar bækur um alþýðufólk sem átti náið samlífi við náttúr- una. Ein bókin hans „To a God Unknown" fjallar um bónda sem álítur að sál föður síns hafi sest að í eikartré á eigninni. Fólkið varð aldrei einmana því það fann svo mikinn skyldleika við náttúruna. Bandaríkjamenn tala helst aldrei um það eðlilegasta í lífinu, dauð- ann og kynlíf. Steinbeck braut þessa þagnarskyldu og varð tíð- rætt um þessa hluti auk þess sem hann braut þriðja lögmálið og ræddi um sósíalisma. Hann var maður sem fyrirleit hömlur eigna- réttarins. I því að ég er í þessum heimsspekilegu hugleiðingum, heyri ég hása kerlingarrödd öskra. — Burt með þig. Ég lít upp og sé skorpna kerlingarálku í rósóttum kjól með byssuhólk í hendi sem hún miðaði á mig. — É, Ég vissi ekki að það byggi neinn hérna, afsakaði ég mig. — Ef þú ferð ekki strax í burt kalla ég á lögregluna, hvæsti kerlingin. — Afsakaðu mig, ég er komin alla leið frá Islandi, sagði ég eins og ég gæti afsakað frumstæða nekt mína með því. — Það er ekki til neitt land sem heitir Island og drullaðu þér svo burt. Ég flýtti mér í fötin og gekk burt með beljandi hjartarslátt og vonaði að kerlingin léti ekki af því að hringja í lögregluna. Áform min um að fara á puttanum runnu öll út í sandinn þar sem ég var orðinn hræddur við Iögregluna, og vildi ekki að hún hirti mig upp af veginum. Hús Steinbecks íLosGatos Eftir þessa heimsókn mína til Salinas gerði ég mér grein fyrir að ég hafði ekki séð húsin sem Steinbeck bjó í þegar hann skrif- aði helstu snilldarverk sín. Fyrir einbera tilviljun kynntist ég stelpu sem átti vinkonu sem bjó í húsinu sem Steinbeck bjó í þegar hann skrifaði „Þrúgur reiðinnar". Hús þetta var í millahverfi i Los Gatos. Þegar vinkona mín komst að áhuga mínum á John Steinbeck fór hún með mig, sýndi mér húsið sem hann bjó í. Los Gatos er lítið þorp sem er upp í hlíðunum fyrir ofan San José. Ókum við eftir löngum trjágöngum sem vörpuðu leyndar- dómsfullum skuggum á leiðina. Húsið stóð eitt sér með vel snyrtum garði framanvið. Heljar- mikið gil með náttúrulegutn gróðri var fyrir neðan húsið. Dýralíf var fjölbreytilegt bæði dádýr og fugl- ar. Þetta hús hefur kostað skild- inginn. Steinbeck keypti þetta hús eftir að bók hans „Tortilla Flat“ (Kátir voru karlar) sló í gegn. Hann skrifaði áhrifamestu gagnrýni á kapítalisma í þessu húsi. Bókina „Þrúgur reiðinnar“. Bókin fjallar um fjölskyldu sem flosnar upp frá búi sínu í Okla- homa og ákveður að freista gæfunnar í Californiu. Fjölskyld- an heyrði sögusagnir um næga atvinnu í Californiu. Sögusagnirn- ar reyndust vera uppspuni ætlaður til að narra fólk að svo bændurnir gætu lækkað kaupið vegna offram- boðs á vinnuafli. Sultur og seyra beið þessa fólks og þau hröktust frá einum stað til annars. Á meðan ríktu stórbændur yfir stóru ónot- uðu landflæmi. Enn þann dag í dag er bændum borgað fyrir að framleiða ekki eins og þeir geta, því offramleiðsla er á landbúnað- arvörum. Steinbeck lýsir þessu máli frá sjónarhorni farandverka- mannanna. Hann gerir það á svo snilldarlegan hátt að manni finnst maður standa við hlið þeim. Samt er Steinbeck sjálfur velstæður og býr í villunni í Los Gatos. Millistéttirnar í Californiu kvörtuðu sáran yfir þessum skít- ugu, þjófóttu og hungruðu farand- verkamönnum. Eins og menn kvarta yfir flugum ög vilja alla flugufjanda feiga vegna óþæginda sem þær valda. Blómin líta öðru- vísi á málið. Þeim hlýtur að líða eins og manni sem hótað er geldingu þegar menn hóta flugum lífláti. Eina heimsspekikenningin sem á uppruna sinn í Ameríku er Pragmatisminn; þ.e. að það fari bara eftir því, hvaðan maður horfi á hlutinn, hvernig hann líti út. Ef þú lítur á málið með augum farandverkamannanna þá er eina lausnin að brjóta niður mörk einkaréttarins og skipta gjöfulu landinu milli manna. Stórbænd- urnir líta hinsvegar á það þannig að hagstæðari rekstur fyrir þjóð- arheildina fáist af stórum búum. Það er ekki hægt að nefna Steinbeck kommúnista, nær lagi væri að kalla hann talsmann þeirra sem minna mega sín. Til dæmis að allir hafi rétt til að borða. Hann gerir sér grein fyrir því að það er ekki aðeins þjóðfé- lagslegt óréttlæti, heldur líka að menn eru misvel af Guði gerðir. Fyrsta skáldsaga hans, „Cup of Gold“ (Gullbikarinn), kom út árið 1929. Hún vakti litla athygli. Ári seínna giftist hann í fyrsta sinn og tók að búa á fjölskyldu- setri í Pacific Grove. Hann hélt áfram að skrifa og lifði á 25 dollurum sem faðir hans sendi honum mánaðarlega. Nœstu prjár bækur hans fengu einnig daufar undirtektir. Það var ekki fyrr en „Tortilla Flat“ (Kátir voru karlar) kom út árið 1935 að eitthvað fór að ganga og bókin kom vel út fjárhagslega. Áriö 1939 kemur út eftir hann bókin „Grapes of Wrath“ (Þrúgur reiðinnar) sem var byggð á reynslu Steinbecks frá pví að hann feröaðist meö farandverka- mönnum frá Oklahoma til Californíu. Bókin vakti mikinn úlfabyt og var gerð að pólitísku stórmáli yfir landið pvert og endilangt. Bændum Californíu pótti mjög sneitt að sér með bókinni og á einum af fjölmörg- um fundum basnda staöhæfði einn að samning bókarinnar væri sá hábölvaðasti glæpur sem nokkurntíma hefði verið framinn í Californíu. Bókin var bönnuð í ríkisbókasöfnum og hafinn ófrægingarherferð gegn bókinni. Samtök bænda sögðu bókina gefa brenglaða mynd af pví hvernig Californía tók á móti flóttamönnum sem höfðu flúið jarðir sínar vegna purrka og uppblásturs. Reíðín vegna bókarinnar var svo mikil að skipuð var rann- sóknarnefnd af pinginu til að rannsaka bókina. í borgum landsins ræddu bókasafnsnefnd- ir um pað hvort brenna ætti eða banna hana. Skólanefndir yfir gjörvallt landið bönnuðu bókina vegna pess aö hún væri klám- fengin og ósæmileg. Dúndursala var á bókinni, prátt fyrir allt petta og langir biölistar voru eftir henni á bókasöfnum. Steinbeck var ekki vært í Saiinasdalnum iengur og fluttist hann til New York með konu sinni númer tvö. Meöan á stríðinu stóð samdi Steinbeck áskorun til manna um aö láta skrá sig í herinn. Einnig samdi hann bók sem fjallaði um hernám Þjóðverja í Noregi. Var ráöist á Steinbeck fyrir að hafa gert Þjóðverja of manneskjulega, sem var taliö glæpsamlegt á meöan á stríöinu stóð. Steinbeck var komin yfir fert- ugt pegar hann eignaðist fyrstu syni sína meö annarri konu sinni. Árið 1947 ferðaðist Steinbeck til Rússlands, par sem hann naut mikilla vinsælda. Kommúnista- ríkin kenndu bók hans „Þrúgur reiðinnar" í skólum til að sýna hversu slæmt væri að búa í kapítalístaríkjum. Steinbeck varð seinna eindreg- inn andstæðingur kommúnisma og studdi hann pátttöku Banda- ríkjamanna í Víet-Nam stríðinu meö oddi og egg. „East of Eden“, sígild saga af baráttu milli góðs og ills kom út árið 1952. Sagan lýsir bakgrunni Steinbecks á snilldarlegan hátt. Má segja að rithöfundarferill Stcinbccks hafi risið hæst með útkomu „East of Eden“. Árið 1962 hlýtur Steinbeck Nóbelsverðlaunin fyrir bók- menntir. Upp frá pví tók að halla undan fæti fyrir honum og skrifaði hann enga skáldsögu eftir pað. Varö hann áfengisnautninni að bráð og drakk sig nánast til dauöa. Árið 1968 fer hann að pjást af hjartatruflunum og lést í slæmu kasti pann 20. desember í New York. Ilcimildirt The Wide World of John Stein- beck/ Peter Lisca. Fresno Bee. Útgáfa Peter Lisca af „Graphes of Wrath“. Ferðamannabæklingar. John Steinbeck -1902-1968 -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.