Morgunblaðið - 13.08.1978, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.08.1978, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. AGUST 1978 35 \\ myndasaga fyrir hörn: „Mikil vinna liggur á bak við teikningamar” — segir Þór Hauksson höfundur nýrrar myndasögu sem hefst í dag í dag hefst á Barna- og fjölskyldusíðunni ný myndasaga, sem höfundur kallar> Putti hefnir sín. Þetta er saga um Putta, sem á heima í trjástofni og fékk ekki að skoða blaðið, sem honum fannst svo spennandi til enda. Hann ákvað því að hefna sín á eiganda blaðsins... Og síðan getið þið sjálf fylgst með framhaldinu, sem mun birtast á hverjum degi á næstunni! Við ræddum stuttlega við höfund og teiknara, Þór Hauksson, fyrir skemmstu. Hann er 13 ára og gengur í Hólabrekkuskóla. „Hvernig líkar þér í skólanum, Þór?“ „Nokkuð vel.“ „Nokkur uppáhalds grein?“ Þór Ilauksson. „Nei, engin sérstök.“ „Hvernig finnst þér teikni- kennslan í skólunum?" „Mér finnst hún dálítið bundin, svona einskorðuð við ákveðin verkefni, sem maður verður alveg endilega að teikna. Mér finnst svo erfitt að vinna eftir uppskrift. Vildi helst fá að ráða svolítið sjálfur, stundum að minnsta kosti." „Varstu lengi að teikna og semja þessa sögu, sem nú á að birtast í Morgunblaðinu?“ „Já, það tók talsverðan tíma. Það er nokkuð mikil vinna, sem liggur á bak við teikningarnar. Ég var óánægður með þær allar — og gerði allt upp á nýtt. Og ef það slettist úr pennanum á mynd, þá er hún alveg ónýt og verð ég þá að gera allt aftur, þó hún sé um það bil að verða búin.“ Við kveðjum svo Þór og þökkum honum kærlega fyrir viðtalið og ekki síður fyrir söguna. „Enginn verður óbarinn biskup" segir í gömlu máltæki, og við vonum, að Þór eigi eftir að vegna vel á þessari braut í framtíðinni. Maður nokkur þurfti að fara frá X-firði til Y-dals á bíl sínum. A leiðinni var honum sagt, að skömmu áður en hann kæmi til Y-dals mundi hann koma að krossgötum þar sem 5 vegir kæmu saman. Á vegamótunum væri staur með merkingum, sem vísuðu í allar 5 áttirnar, svo að hann þyrfti engan veginn að vera í vafa. Þegar maðurinn kom að krossgötunum var vegarskiltið oltið um koll, en hann fann samt sem áður rétta leið án þess að spyrja til vegar. Hvernig fór hann að? Svar á öðrum stað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.