Morgunblaðið - 13.08.1978, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.08.1978, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 1978 41 fclk í fréttum + Óperan „Hollendingurinn fljúgandi" var fyrir skömmu færð upp á sviðið í hinni frægu v-þýzku óperu í Bayruth, undir stjórn Harry Kupfer frá A-Þýzka- landi. Tilefnið var Wagner-hátíðin og var frumsýning óperunnar hápunkturinn. Þar söng þessi danska óperusöng- kona, Lisbeth Balslev. Var söng hennar mjög vel tekið. + Fyrir nokkrum dögum lagði þessi lamaði Japani, Yukihito Isa, af stað í „fjallgöngu" í hjólastól sinum. Er það ætlun hans að verða fyrstur lamaðra manna til þess að sigra tind hæsta fjalls Japan, Fuji. sem er tæplega 3800 metra hátt. í þessa fjallgöngu lagði hann upp í sérhönnuðum hjólastól af „Katatsumuri-gerð," (Snigill). Þá var 24 manna sveit röskra sveina mætt til þess að aðstoða hinn hugdjarfa Japana, sem er 37 ára. Hann er lamaður frá handleggjum og niður í tær. Okkur vitandi hafa ekki borizt hingað fréttir af ferð Yukihitos upp fjallið. en hann gerði ráð fyrir að ferðin upp í hjólastólnum myndi taka 5 daga. Lassie sýnir dans + Fyrir nokkrum dögum var frumsýnd í Radio City í Bandaríkjunum myndin The Magic of Lassie — um hundinn fræga úr kvikmyndunum. — í sambandi við frumsýninguna var efnt til skemmtunar, en þar kom Lassie fram á fjalirnar ásamt nokkrum fallegum dansmeyjum og sýndi dans. Þessi mynd var svo tekin á lokaæfingunni, Lassie dansaði þar fremst. SKYNDIMYNDIR Vandaöar litmyndir í öll skírteini. bama&fþlskyldu- Ijósmyndir AUSrURSÍRÆTI 6 3MI12644 Frá Hofl Norsku kollstólarnir komnir. Einnig saumakörfur. Prjónagarn og hannyröavörur í miklu úrvali. Verzlunin Hof, Ingólfsstræti 1. Þetta Barrokk speglasett kostar kr. 81.000,- Þrjár aðrar gerðir frá kr. 49.000 - til 155.000- Valhúsgögn Ármúia 4. Valhúsgögn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.