Morgunblaðið - 13.08.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.08.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 1978 31 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Muníð sérverzlunína meö ódýran fatnaö. Verölistinn, Laugarnesvegi 82, S. 31330. Brúðuvöggur Margar stæröir og gerðir. Blindraiön, Ingólfsstræti 16. Mold Mold til sölu. Heimkeyrð. Upplýsingar í síma 51468. Berjatínsla í landi Skaftafells utan Þjóögarðsins, er bönnuð. Landeigendur Brotamálmur er fluttur að Ármúla 28, sími 37033. Kaupi allan brotamálm langhæsta veröi. Staögreiösla. Einhleypur lífeyrisþegi frá Efri- Rín viö svissnesku landamærin leifar eftir íbúö með húsgögnum á leigu í rólegu íbúðarhverfi höfuöborgarinnar í 2—4 mánuöi eftir aöstæöum. Góö leiga í boöi svo og 4 vikna dvöl fyrir einn kvenmann á tveimur stööum aö eigin vali. Tilboð sendist góöfú- lega Mr. KNAB Maximilien c/o Watchmaker, RÚEDI, Markt- gasse 3 á Rheinfelden en Suisse. Atvinna óskast Maöur á miöjum aldri óskar eftir léttu starfi, helzt næturvörzlu. Er algjör reglumaöur. Get byrjaö strax. Uppl. í síma 23620. Nýtt líf Vakningarsamkoma í dag kl. 3 aö Hamraborg 11. Mikill söngur. Beöiö fyrir sjúkum. Allar vel- komnir. Elím, Grettisgötu 62 Almenn samkoma kl. 20.30. Allir velkomnir. Kristniboðsfélag karla Reykjavík Fundur verður í Kristniboöshús- inu Betaníu, Laufásvegi 13, mánudagskvöldiö 14. ágúst kl. 20.30. Haraldur Ólafsson kristniboöi talar. Allir karlmenn velkomnir. Stjórnin Minningarspjöld Félags einstæöra foreldra fást í Bókabúö Blöndals, Vest- urveri, í skrifstofunni, Traöar- kotssundi 6, Bókabúö Olivers Hafnarfiröi, hjá Jóhönnu s. 14017, Ingibjörgu s. 27441 og Steindóri s. 30996. Hörgshlíð 12 Samkoma í kvöld, sunnudag kl. 8. Fíladelfía Safnaöarsamkoma kl. 11 f.h. Aöeins fyrir söfnuöinn. Almenn samkoma kl. 20. Ræöumaöur Hallgrímur Guömannsson. Fórn til kristniboösins. Ungar vingjarnlegar fjölskyldur óska aö ráöa au pair í London eöa París. Svar sendist til Mrs. Newman, 4 Cricklewood Lane, London NW, England. Lii ÚTIVISTARFERÐIR Sunnud.13/8 kl. 10.00 Esja — Móskaðrs- hnúkur. Fararstj. Haraldur Jóhannsson. Verö 1500 kr. kl. 13.00 Tröllafoss og ná- grenni. Létt ganga um skemmtilegt land. Verð 1500 kr. Frítt f. börn m. fullorðnum. Fariö frá B.S.I, vestanveröu. Grænland 17—24. ág. Síðustu forvöð aö verða meö í þessa ferö. Hægt er að velja á milli tjaldgistingar, farfuglaheimilis eöa hótels. Fararstj. Ketill Lar- sen. Þýskaland — Bodenvatn 16—26. sept. Gönguferðir, ódýrar gistingar. Fararstj. Har- aldur Jóhannsson. Síöustu for- vöö að skrá sig. Takmarkaður hópur. Utivist. Sunnudagur 13. ágúst kl. 13.00 Gönguferö á Skálafell v/Esju (774 m.) Verö kr. 1500 gr. v/ bílinn. Fariö frá Umferðarmiðstööinni aö austanveröu. Sumarleyfisferöír: 22.-27. ágúst. Dvöl í Landmannalaugum. Ekió eða gengiö til margra skoðunar- veröra staöa þar í nágrenninu. 30. ág —2. sept. Ekið frá Hveravöllum fyrir noröan Hofsjökul á Sprengisandsveg. Miðvikudagur 16. ágúst kl. 08.00 Þórsmörk. (hægt aö dvelja þar milli feröa). Nánari upplýsingar á skrifstof- unni. Ferðaféiag islands. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Hafnarfjörður Verkakvennafélagiö Framtíöin fer sumar- ferö laugardaginn 19. ágúst. Fariö veröur í Þjórsárdal og aö Sigöldu. Hafiö samband viö skrifstofuna. Stjórnin. Útboð — pípulögn Tilboö óskast í suöuvinnu á rúmum 8 kílómetrum af pípum í dreifikerfi hitaveitna. Útboösgögn veröa afhent á skrifstofunni Strandgötu 11 Hafnarfiröi. Tilboö veröa opnuö á sama staö, miðvikudaginn 16. ágúst kl. 11.00 f.h. Verkfræðiþjónusta Jóhanns G. Bergþórssonar. Lopapeysur óskast Heilar og hnepptar lopapeysur í öllum litum. Móttaka veröur framvegis á mánudögum og miövikudögum kl. 1—3. Tilkynning frá Póst- og símamálastofnuninni um breytt símanúmer Póst- og sím- stöðvarinnar aö Brúarlandi, nú Varmá. Afgreiöslunúmer póst- og símstöövarinnar veröa framvegis 66109 og 66220. Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, aö gjalddagi söluskatts fyrir júlímánuö er 15. ágúst. Ber þá aö skila skattinum til innheimtumanna ríkissjóðs ásamt sölu- skattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið 10. ágúst 1978. Verzlun Verzlunarhúsnæöi ca. 50 fm óskast. Helzt viö Laugaveg eöa nágrenni. Einnig kæmi til greina í verzlunarmiöstöö'.Tilboö merkt: „Föt — 7750,“ sendist afgr. Mbl. fyrir 19. þ.m. Óskum aö taka til leigu lagerhúsnæði 100—200 fm. helzt sem næst Skeifunni. Vélsmiðjan Dynjandi, s.f., Skeifunni 3 H, símar 82670 og 82671. Húsnæði óskast Óskum aö taka á leigu skrifstofu- og lagerhúsnæöi. Æskileg stærö 80—100 ferm. Tilboð merkt: „H — 3892“ sendist Mbl. fyrir næstu helgi. Til leigu gott verslunar- pláss við Laugaveg Þeir sem hata áhuga sendi nafn, símanúmer og tegund verslunar á augl.deild Mbl. merkt: „Laugavegur — 1979“ fyrir kl. 6 15.8. Lagerhúsnæði óskast fyrir hreinlega iönaöarvöru frá og meö næstu áramótum. Stærö 600—800 m2. Tilboö sendist augl.d. Mbl. merkt: „Lager- húsnæöi — 3890“. Sextugur: Trausti Magnússon vitavörður, Sauðanesi í dag, 13. ágúst, er Trausti Magnússon, vitavörður á Sauða- nesi við Siglufjörð 60 ára. Hann hefur gegnt vitavarðarstöðu á Sauðanesi í 19 ár. Trausti er ættaður frá Strönd- um og fluttist frá Djúpuvik aö Sauðanesi með fjölskyldu sína. Trausti hefur gegnt vitavarðar- stöðunni af miklum dugnaði og samviskusemi í öll þessi ár og verið hjálpfús og ósérhlífinn við að. aðstoða þá, er í erfiðleikum hafa lent eða slysum á sjó eða landi í nágrenni hans. Þann 14. október 1971 lét Slysavarnadeildin Vörn á Siglu- firði setja upp vindhraðamæli á Sauðanesi, og bauðst Trausti til að gæta mælisins og veita allar upplýsingar um vind og veðurfar á þessum slóðum. Á Sauðanesi og nágrenni, fyrir norðan jarðgöngin gegnum Strákafjall, eru veður oft mikil, þar hafa vegfarendur því oft lent í erfiðleikum og slysum; bílar oltið út af veginum, snjóskriður fallið á veginn og fleira, sem truflað hefur samgöngur á þessum vegarkafla. Þá hefur verið gott að leita til Trausta, því hann er alltaf boðinn og búinn til hjálpar þegar þörf er á. Þá hefur mörg áhyggjufúli sjómannskonan sem átt hefur ástvini sína á fiskibátum út af Siglufirði, andað léttara, eftir að hún hefur talað við Trausta og fengið glöggar upplýsingar um vindhraða og veðurfar á þessum fiskimiðum. Enda hringja sjó- menn í Siglufirði oft i Trausta, áður en þeir fara á sjóinn, til að fá upplýsingar um vindhraða og sjólag. Þá veitir hann flugfélögun- um oft ómetanlef&r upplýsingar um veðurfar á þessum slóðum áður en flogið er til Siglufjarðar. Á þessum tímamótum þakka ég Trausta öll þau margþættu störf í þágu slysavarnamála, er hann hefur veitt fyrr og síðar og óska honum og fjölskyldu hans allra heilla í framtíðinni og vona að við eigum eftir að njóta starfskrafta hans og hjálpfýsi um langa framtíð. Guðrún Rögnvaldsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.