Morgunblaðið - 13.08.1978, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 1978
Einu sinni
var..
íí'í ií
-- .
Stríðsmenn nr)a>íanna — Sean Connery «g Michael Caine.
"i.
*St3^
Connery á meðai æðstu presta Kaíiristan. Hér snýr Frímúraramerkið lukkuhjóli
hans í vil. Næsta óvænt.
StjörnubíÓ! „Maðurinn
sem vildi verða konungur"
(„The Man Who Would Be
KinK"). Leikstjórn: John
Huston( handrit: Huston
og GÍadys IIill: Tónlist:
Maurice Jarre: framleið-
andi: John Forman.
Bandarísk frá 1976. Aðal-
hlutverk: Sean Connery,
Michael Caine, Christop-
her Plummer, Saeed Jaffr-
ey, Karroum Ben Bouih.
Frá Columbia Pictures
Ind.
Ævintýrin eru enn að
gerast, þó einkum á bókar-
síðum, skjánum og hvíta
tjaldinu. Eitt gott er þessa
dagana að finna í Stjörnu-
bíó. Hér er til grundvallar
stutt en frábær saga sem
Kipling skrifaði við upphaf
rithöfundarferils síns, og
leikstjóri myndarinnar,
John Huston, telur að sé
„mesta ævintýrasaga sem
skrifuð hefur verið".
Kvikmyndagerð THE
MAN WHO WOULD BE
KING hefur lengi verið í
huga leikstjórans; á árum
áður var ákveðið að þeir
Bogart og Clark Gable færu
með aðalhiutverkin, en frá-
fall þess fyrrnefnda batt
snögglega endi á þær ráða-
gerðir, Kvikmyndagerðin er
því búin að þróast með
leikstjóranum meira og
minna í eina þrjá áratugi.
Það sýnir sig best í af-
burðagóðu handriti Hust-
ons og aðstoðarmanns
hans, Gladys Hill (Oscars-
verðl. 1977). Myndin er
gædd dulúð og spennu
ævintýrisins og stórbrotið
landslag Marocco bætir enn
við heildarmyndina.
I stuttu máli fjallar
MSVVK, um tvo ævintýra-
menn, Sean Connery og
Michael Caine, sem fyrir
tilviljum kynnast rithöf-
undinum Rudyard Kipling
austur í Indlandi. Eru þeir
allir þrír m.a. bræður í
Frímúrarareglunni, sem á
eftir að spila furðulega inn
í söguþráðinn. Þeir félagar
tjá Kipling frá stórkostlegu
blekkingarráðabruggi sem
þeir hafa í huga. Þeir ætla
sér að kokast til afskekkts
og fjarlægs ríkis, Kafirist-
an (nú hluti af Afghanist-
an), leggja það undir sig
með brögðum og þeirra
tíma herkænsku og vopnum
— en báðir voru þeir
liðsforingjar í breska hern-
um — og helst komast í
guða tölu! Kipling reynir að
fá þá ofan af þessari,
hálf-brjálæðislegu hug-
mynd, en allt kemur fyrir
ekki.
Þeir félagar komast við
illan leik til hins afskekkta
ríkis og gengur mun betur
að ná settu marki en þá
hafði órað fyrir. Og það
líður ekki á löngu uns
Connery, sökum allnokk-
urra tilviljana, er orðinn
æðsti maður landsins og
troðfullar fjárhirslur ríkis-
ins standa þeim félögum
opnar. Þar með eru þeir
búnir að ná takmarki sínu,
aðeins er eftir að finna
rétta tímann til að koma
auðæfunum úr landi. En þá
fer Connery að taka hlut-
verk sitt full alvarlega. „Þú
telur þetta heppni," segir
hann við jarðbundinn fé-
laga sinn, Caine, „en ég tel
þetta örlög.“
I anda goðsagnarinnar
um endurkomu Alexanders
mikla (en þeir félagar hafa
notið góðs af henni, þar
sem Connery er tekinn fyrir
son hans), kynnist Connery
stúlkunni Roxanne (leikin
af Shakiru, eiginkonu Cain-
es), og gifting þeirra stend-
ur fyrir dyrum. Þegar hér
er komið sögu er Connery
orðin stjórnvitur lands-
höfðingi, en Caine er að
halda á brott með sinn
hluta auðæfanna. Connery
getur þó talið hann á að
bíða giftingarinnar, en hún
verður upphaf falls þeirra
félaganna. Þá kemur í ljós
að þeir eru aðeins dauðlegir
menn og svikahrappar í
ofanálag.
Huston hefur einkar gott
lag á leikurum, þ.e. svo
lengi sem honum líkar við
þá og þeir hlýða. Ekki
verður annað séð en að svo
hafi verið með þá Connery
og Caine, því að þeir eiga
frábæran samleik sem enn
upphefur myndina. Þá er
Plummer eftirminnilegur í
hlutverki Kiplings. Hér
koma hæfileikar í ljós sem
hingað til hafa verið vel
faldir kvikmyndahúsgest-
um. Minni hlutverk eru
yfirleitt vel leikin.
MSVVK og FAT CITY
eru tvímælalaust langbest-
ar hinna síðari mynda hins
ódrepandi, hálfáttræða
snillings, John Hustons.
Myndin er sönnun þess að
gamli maðurinn er langt
frá því að vera af baki
dottinn og gleðiefni öllum
kvikmyndaáhugamönnum,
ekki síst aðdáendum hans.
Hér birtist okkur ævintýri
Kiplings ljóslifandi; fram-
andi og kynngimagnað. Það
er hæfilega blandað gríni
og kaldhæðni og svo yfir
myndinni er léttleiki ævin-
týrisins. Mörg atriði eru
minnisstæð og sérlega vel
gerð eins og t.d. er þeir
félagar koma að fuglahræð-
unum við útjaðar Kafirist-
an, sem virðast frekar
ætlaðar til þess að stugga
frá mönnum en fuglum.
Dulúðugt atriði. Hið
skyndilega valdatap og fall
Ootah „hins ógurlega", sem
lýst er nokkrum stuttum og
hnitmiðuðum myndskeið-
um. Og undir lok myndar-
innar þegar Caine dregur
krýnt höfuð félaga síns og
vinar uppúr pússi sínu inná
skrifstofu Kiplings. Dimm-
ar, tómar gapandi augna-
tóftirnar lýsa draumnum
sem varð ekki að veruleika,
gljáfögur gullkórónan æv-
intýrinu.
Brldge
Umsjón: ARNÓR
RAGNARSSON
Taf 1- og bridge-
klúbburinn
SI. fimmtudag mættu 44 pör
til leiks sem er óvenju góð
þátttaka. Spilað var í þremur
riðlum, einum 16 para og
tvcimur 14 para.
Urslit urðu þessi;
A-riðill. Albert Þorsteinsso— Sigurður
Emilsson 255
Páll Valdimarsson — Valur Sigurðsson 254
Inga Hoffmann — Ólafía Jónsdóttir 244
Kristján Ólafsson — Runólfur Sigurðsson 228
Gísli Tryggvason
— Guðlaugúr Nielsen 226
B-riðiIl.
Óli Már Guðmundsson
— Þórarinn Sigþórsson 197
Hörður Arnþórsson
— Stefán Guðjohnsen 192
Gísli Hafliðason
— Sigurður Þorsteinsson 178
Ester Jakobsdóttir
— Guðmundur Pétursson 176
Guðmundur Pálsson
— Jón G. Pálsson 160
Criðill. Ingólfur Böðvarsson — Jón Stefánsson 198
Gísli Steingrímsson — Sigfús Árnason 194
Hermann Lárusson — Ólafur Lárusson 185
Guðríður Guðmundsdóttir — Sveinn Helgason 183
Jón Oddsson
— Sophonías Benediktssoii 174
Meðalárangur í A-riðli 210, í
B- og C-riðli 156.
Staðan í stigakeppninni.
Valur Sigurðsson 11
Ásmundur Pálsson 9
Stefán Guðjohnsen 8
Viðar Jónsson 8
Næst verður spilað á
fimmtudaginn kemur í Domus
Medica og hefst keppnin klukk-
an 20 stundvíslega.
Keppnisstjóri er Guðmundur
Kr. Sigurðsson.
Hrólfur er
Halldórsson
ÞAU mistök urðu í frétt Morgun-
blaðsins um nýjan forstöðumann
Menningarsjóðs, að föðurnafn
hans misritaðist — Hrólfur er
Halldórsson en ekki Sigurðsson.
Er hann beðinn velvirðingar á
þessum mistökum.
Páfagaukur
í óskilum
GULUR páfagaukur, röndóttur á
baki, virðist hafa villzt frá sínum
réttu heimkynnum, því hann
fannst á efstu hæð hússins nr. 6
við Aðalstræti. Hann er fremur
lítill og getur eigandi hans leitað
upplýsinga hjá Mbl. um hvar hann
er niðurkominn.