Morgunblaðið - 14.09.1978, Síða 2

Morgunblaðið - 14.09.1978, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1978 Skattar Eimskips hækka um 50 millj. FORRAÐAMENN Eimxkipa- félatís íslands áætla. að skattar fyrirtækisins vesna efnahagsráð- stafana ríkisstjórnarinnar muni hakka um 50 milljónir króna. þar af eru um 20.7 milljónir króna eÍKnaskattsauki en afjíanjí- urinn tekjuskattsviðauki. Morgunblaðið spurðist fyrir um hækkunina hjá nokkrum fleiri hinna stærstu fyrirtækja en sam- kvæmt svörum forráðamanna þeirra er í fæstum tilfellum farið að athuga þau mál nánar. Hvítir kollar á hæstu fjöflum í Mývatnssveit Björk, 13. september. HÉR HEFUR síðustu daga verið heldur svalt og hafa hæstu fjöll nú sett upp hvíta kolla. Þó hefur sáralítil úrkoma vcrið hér í hyggð. Nú standa yfir göngur í Portúgals- olía í október FYRRI olíufarmurinn af tveimur, sem íslendingar hafa fest kaup á í Portúgal er væntanlegur til lands- ins síðari hluta október, en það eru 7500 lestir. Upphaflega átti fyrri farmurinn að koma í ágúst, en honum seinkaði, þar sem olíu- hreinsistöðin sem hreinsar olíuna er enn i byggingu og er nú verið að Ijúka henni. Seinni farmurinn átti skv. samningum að koma í nóvember, en nú er Ijóst að honum seinkar fram í janúar, að því er Þórhallur Ásgeirsson ráðuneytisstjóri tjáði Morgunblaðinu í gær. Suðurafrétti og verður réttað í Baldursheimsrétt á morgun. í gær var farið í Hcrðubreiðar- lindir og Grafarlönd og fundust þar um 120 fjár. Að öðru leyti verður ekki farið í fyrstu göngur í Austurafrétt fyrr en 21. septem- her og réttað í Reykjahlíðarrétt 24. þessa mánaðar. Berjaspretta er hér víðast hvar mjög góð og kartöfluuppskera virðist ætla að verða vel í meðal- lagi þrátt fyrir frekar óhagstæð veðurskilyrði framan af sumri. Enn heldur land áfram að rísa á Kröflusvæðínu. Fyrir nokkrum dögum varð vart við jarðhræring- ar, sem talið er að átt hafi upptök sín við Gyðuhnjúk, sem er á milli Bláfjalls og Sellandafjalls. Frá því í september á síðasta ári er talið að vatnsbotn Grænavatns hafi hækkað um rúma 20 sentimetra og gæti það bent til að land hafi þar sigið sem því nemur. Athyglisvert er að á yfirstandandi sumri varð með minnsta móti vart við mývarg hér í Mývatnssveit en aftur á móti var rykmý meira en um margra ára skeið. Fróðlegt væri að heyra álit vísindamanna á þessu fyrir- hæri. —Kristján. Ný spariskírteini fyrir 1 milljarð A FÖSTUDAG hefst sala á spariskírteinum ríkissjóðs í 2. fl. 1978 og eru alls útgefin í þeim flokki skírteini að upphæð 1.000 milljónir króna. Eru skirteinin bundin fyrstu íimm árin en frá 10. september 1983 eru þau innleysanleg og hvenær sem er næstu fimmtán árin. Höfuðstóll og vextir skírteinanna eru verð- tryggðir miðað við breytingar á byggingarvísitölu. I fréttatilkynningu frá Seðla- bankanum segir að útgáfa þessara spariskírteina byggist á fjárlaga- heimild, og verður lánsandvirðinu varið til opinberra framkvæmda á grundvelli lánsfjáráætlunar ríkis- stjórnarinnar fyrir þetta ár. Skírteinin eru gefin út í þremur verðgildum, 10.000, 50.000 og 100.000 krónum og skulu þau skráð á nafn með nafnnúmeri eiganda en skírteinin, svo og vextir af þeim og verðbætur, eru undanþegin fram- talsskyldu og skattlagningu á sama hátt og sparifé. Grunnskólakennarar í Reykjavík og nágrenni komu í gær saman til fundar þar sem þeir fjölluðu um aðgerðir vegna launamismunar. sem þeir telja sig verða að sæta eftir því hvenær þeir hafa tekið embættispróf. Ljósm. Kristján. Grunnskólakennarar taka ekki kennaranema í æfingakennslu — vegna deilna við menntamálaráðuneytið um launamál NOKKUR hundruð grunnskóla- kennarar í Reykjavík og ná- grenni komu saman til fundar f Sigtúni í gær þar sem fjallað var um deilu grunnskólakennara við menntamálaráðuneytið vegna þess að kcnnarar telja að þeim sé mismunað í launum eftir því hvort þeir hafi tekið embættis- próf frá gamla Kennaraskólanum eða frá Kennaraháskólanum. Hafa grunnskólakennarar nú ákveðið að ráða sig ekki til æfingarkennslu nemenda úr Kennaraháskólanum og fá því nemendur, sem eru á þriðja ári, lokaári kennaranámsins enga æfingakennslu en hins vegar hefur stjórn Sambands grunn- skólakennara mælt með því við kennara að þeir heimili nemend- um af fyrsta ári í Kennara- háskólanum að koma í tvær vikur til kynningarheimsókna í skól- ana fyrir áramót. Valgeir Gestsson formaður Sambands grunnskólakennara sagði í samtali við Mbl. að þessi deila hefði hafist árið 1976 og þá vegna þess að mismunur væri á launum grunnskólakennara eftir því hvenær þeir hefðu tekið sitt embættispróf. „Við höfum talið okkur einu stéttina sem hefur mismunandi laun eftir því hvenær við tókum okkar embættispróf. I kjarasamningunum í fyrra náðum við fram stórum áfanga í þessu máli en þegar hins vegar var farið að framkvæma úrskurð kjara- nefndar var kennurum verulega mismunað. Kom þá í ljós að um 800 kennarar sem tóku próf frá gamla kennaraskólanum og voru sumir hverjir með allt að 14 ára starfsreynslu sátu enn í 13. launaflokki, sem er byrjendaflokk- ur kennara en fengu ekki tilfærslu milli flokka vegna starfsaldurs eins og tíðkast hefur,“ sagði Valgeir. „ÉG á von á því að í dag verði gengið frá hækkun afurða- lána vegna saltfisks og freð- fisks en ég get ekki á þessu stigi sagt hversu mikil hækk- unin verður," sagði Jóhannes Nordal seðlabankastjóri í samtali við blaðið í gær. Aðspurður um hvort ein- hverjar breytingar yrðu að þessu sinni gerðar á vöxtum, en sem kunnugt er er í starfslýsingu ríkisstjórnar- innar gert ráð fyrir að vextir afurðalána lækki, sagði Jóhannes að engar breyting- Fram kom hjá Valgeiri að grunnskólakennarar hefðu átt í viðræðum við menntamálaráðu- neytið frá í maí um þetta mál en engin niðurstaða hefði enn fengist og hefðu kennarar því ákveðið að ráða sig ekki til æfingakennslu kennaranema meðan þetta mál væri óleyst. ar yrðu að þessu sinni gerðar á vöxtum afurðalána. Fram kom hjá Jóhannesi að í lánsfjáráætlun fyrri ríkisstjórnar fyrir þetta ár hefði verið gert ráð fyrir hækkun afurðalánanna og sagðist hann vonast til að sú hækkun, sem nú væri fyrir- huguð færi ekki fram úr þeirri hækkun, sem þar hafði verið áætluð. Um afurðalán til landbúnaðarins sagði Jóhannes að þau yrðu væntanlega tekin til athug- unar seinna í haust þegar í framhaldi af sauðfjárslátrun. Afurðalán: Ákvörðun um hækkun vegna saltfisks og freðfisks tekin í dag Sjálfstæðisflokkurinn: Uttektamefndin skilar um mánaðamótin NEFND, sú sem miöstjórn Sjálf- stæðisflokksins kaus í sumar til að Adalfundur Heimdallar á sunnudaginn AÐALFUNDUR Heimdallar, sam- taka ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, verður haldinn á sunnu- daginn, hinn 17. september. Fundur- inn verður í Sjálfstæðishúsinu Valhöll við Háaleitisbraut, og hefst hann klukkan 2 síðdegis. Á dagskrá eru venjuleg aðal- fundarstörf, skýrsla fráfarandi stjórnar, lagðir verða fram endur- skoðaðir reikningar, lagabreytingar, umræður og afgreiðsla stjórnmála- ályktunar og kosning stjórnar og tveggja endurskoðenda. Félagar í Heimdalli S.U.S. eru nú um þrjú þúsund talsins, og hefur þeim fjölgað verulega tvö undanfar- in ár. Formaður Heimdallar er Kjartan Gunnarsson. gera úttekt á starfsemi Sjálf- stæðisflokksins með tilliti til úrslita síðustu kosninga áformar að sögn Birgis ísleifs Gunnarsson- ar, formanns nefndarinnar, að ljúka störfum um eða eftir næstu mánaðamót. Leggur nefndin að sögn Birgis á það áherzlu að ljúka störfum tímanlega fyrir flokks- ráðsfund og formannaráðstefnu Sjálfstæðisflokksins, sem boðið er til síðari hluta októbermánaðar. Matvöruverzl- anir lokaðar eftir hádegi Matvöruverzlanir í Reykjavík verða almennt lokaðar eftir hádegi í dag, fimmtudag, vegna verð- breytinga, sem gera þarf vegna niðurfellingar söluskatts af mat- vörum. Var samþykkt um þetta efni gerð á fundi matvöru- og kjötkaupmanna en verzlanirnar verða opnar á föstudag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.