Morgunblaðið - 14.09.1978, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1978
7
r
„Þjóöfélags-
leg bylting"
AlÞýöublaöiö birtir í
gær hugleíöingu um
bjóöfélagsleg markmiö
Albýöubandalagsins,
sem Albýöuflokkur og
Framsóknarflokkur hafa
nú leitt fil valda og ðhrifa
í ríkísstjórn og ráóuneyt-
um. Þar er vitnað orðrétt í
stefnuskrá Albýöubanda-
lagsins, sem Það sjálft
hampar ekki meira en
góðu hófi gegnir. Þar
segir m.a. orðrétt:
• 1) „Sósíalísk stjórn-
málahreyfing leggur
hvorki að jöfnu allar
umbætur innan ríkjandí
Þjóðfélags né heldur ger-
ir hún ráð fyrir aö
sósíalisminn geti vaxið
upp smátt og smátt inn-
an Þess án nokkurra
stökkbreytinga. Hún hlýt-
ur einkum að berjast fyrir
Þeím umbótum sem
skapað geta forsendur
fyrir breytingu Þjóð-
félagsins í sósíalíska
M
|_átt.
Síðan er vitnað til
veigamikils atriðis, sem
svo er oröað, í stefnuskrá
AlÞýöubandalagsins:
• 2) „En Þótt slíkar um-
bætur séu nauösynlegur
áfangi geta Þær aldrei
komið í stað hinnar eigin-
legu Þjóöfélagsbyltingar
en með Því hugtaki er
eingöngu átt við breyt-
ingar á sjálfri undirstöðu
Þjóðfélagsins en ekki
neinar tilteknar aðferöir
sem beitt er til aö koma
henni á. Hvort sem hún
fer friðsamlega fram eða
ekki (leturbr. Mbl.), verö-
ur hún ekki bútuð sundur
í smærri landvinninga."
„Albúin aö
stíga skrefið
til fulls...“
Enn er vitnað í stefnu-
skrá Albýöubandalags-
ins:
• 3) „Á fyrsta stigi getur
hin sósíalska hreyfing
smátt og smátt koroiö sér
upp stofnunum og aflað
sér valdaaöstöðu, sem
gerir henni kleift að tak-
marka og skilorðsbinda á
ýmsan hátt verkanir
Þeirra lögmála er ríkja í
auðvaldsskipulaginu. En
begar hún kemur svo
langt (leturbr. hér) að
geta í verulegum mæli
sett eigin sjónarmið og
viðmiðunargildi í stað
hinna borgaralegu verður
hún líka að vera Þess
albúin að stíga skrefið til
fulls og ná úr höndum
borgarastéttarinnar
helztu valdastöðvum
Þjóðfélagsins. Með hverj-
um hætti Þessu mark-
miði verður náð er
auðvitað ekki undir
hreyfingunni einni komið
en hún getur unnið að Því
að Það gerist á lýðræðis-
legan hátt...“
Alþýöubanda-
lagiöog Evrópu-
kommúnisminn
AlÞýðublaðið leggur
síðan út af Þessari
stefnuskrá AlÞýðubanda-
lagsins og gerir saman-
burð á henni og stefnu-
skrá Kommúnistaflokka
á Ítalíu, Frakklandi og
Spáni, sem hafa frjáls-
lyndari afstöðu gagnvart
borgaralegum Þegnrétt-
indum< Orðrétt segir
AipyODDIaöiö:
„Hér er að vísu (Þ.e. í
stefnuskránni), eins og í
Evrópukommúnisma, um
Það rætt, að ekki megi
skeröa Það lýðræði, sem
Þegar er á komið. Hins
vegar gengur AlÞýðu-
bandalagið skemur í Þá
átt en a.m.k. sumir af
talsmönnum Evrópu-
kommúnismans, sem
segja aö peir muni fara
aö reglum hins borgara-
iega Þingræðis og láta af
völdum ef Þeir missa
meírihluta sinn meðal
Þjóðarinnar. i stefnuskrá
AlÞýðubandalagsins er
-----------------------i
aftur á móti um Það rætt,
að óhjákvæmilegt sé að
skipta algerlega um
stjórnkerfi (leturbr. hér)
til að koma á framtíðar-
ríkinu."
„Ein hjörö
byltingar-
sinna?“
Síöan spyr AlÞýðublaö-
ið: „Er AlÞýöubandalagið
í raun ein hjörö byltingar-
sinna, Þótt annað sé látið
í veðri vaka í málflutningi
fyrir alÞjóð? Á Þetta t.d.
við um Ólaf Ragnar
Grímsson.. .7 Hann hefur
lýst Því yfir opinberlega
að grundvallarskoðanir í
hans stjórnmálum hafi
ekki breytzt, prátt fyrir
flakk milli flokka... Hefur
maðurinn ekki kynnt sér
stefnuskrá nýjasta
flokksins í safni sínu eða
telur hann byltingar-
stefnu eðlilegan grund-
völl allrar vinstri hreyf-
ingar? Verður kannski að
gera ráð fyrir að hann og
fleiri hafi viilzt inn í
flokkinn á fölskum
forsendum?“ — Þannig
spyr AIÞýðublaðið. Sú
spurning hlýtur og aö
vakna hvort Alpýðu-
flokkurinn hafi villzt „á
fölskum forsendum“ inn í
ríkisstjórn með flokki,
sem málgagn hans telur
byltingarflokk og skoð-
analega kreddufastari en
kommúnistaflokkar í V-
Evrópu?
.........‘"x
Gjafavörurnar hjá Kristjáni Siggeirssyni hf. eru valdar úr
framleiðslu heimsþekktra listiðnaðarfyrirtækja. Við mælum
með finnskum glervörum frá Iittala, þýzkum kertastjökum frá
Rondo, sænskum lömpum frá Lyktan, finnskum stálvörum
m.a. pottum frá OPA, dönskum könnum frá Stelton, að
ógleymdum vörunum frá Dansk Design. Finnsku kertin frá
Juhava eru til í úrvali. Góð gjöf sameinar nytsemi og fegurð.
GODGJÖF
SAMEINAR NYTSEMl
. OG FEGURÐ .
Látið okkur aðstoða við valið.
HÚSGflGnflVERSLlin
KRISTJflnS
SIGGEIRSSOnflR HF.
LAUGAVEG113, REYKJAVÍK. SÍMI 25870
Hestamenn
Vegna mikillar eftirspurnar um pláss fyrir hesta
á vetri komanda er nauösynlegt fyrir þá sem voru
meö hesta hjá okkur í fyrra og eins fyrir þá sem
eiga viötökuskírteini og ætla aö vera meö hesta
í vetur aö panta pláss nú þegar og eigi síöar en
15. september.
Nokkrum plássum er óráöstafaö núna. Skrifstof-
an er opin kl. 14—17 sími 30178.
Hestamannafélagið Fákur
SUÐURNESJAKONUR ATH.
LÍKAMSÞJÁLFUN
Nýtt 6. vikna námskeiö hefst 18.
sept. í íþróttahúsi Njarövíkur.
Ath.:
★ Dag og kvöldtímar
★ Tímar tvisvar og fjórum sinnum
í viku.
★ Byrjenda- og framhaldsflokkar.
Styrkjandi og liðkandi æfingar fyrir dömur á öllum aldri.
Upplýsingar og innritun í síma 92—2177.
Birna Magnúsdóttir.
Leikfimiskóli
Hafdísar Árnadóttur s.f
Lindargötu 7
Þriggja mánaöa námskeiö í músik-
leikfimi hefst mánudaginn 18. sept-
ember.
Kennt verður í byrjenda- og fram
haldsflokki kvenna.
Innritun í dag og næstu daga frá kl.
13—18. Sími 84724.
Kennari Hafdís Árnadóttir.
Álsuðu
handbókin
er komin út
Álsuðuhandbókin er gefin út af
samtökum norræna áliðnaðarins
sem kennslu- og handbók fyrir
málmiðnaðarmenn.
Álsuðuhandbókin fæst hjá
íslenzka Álfélaginu Straumsvík
sími 52365 og kostar aðeins 600
krónur.
Pantið eintak-
Við póstsendum.
1
skon luminium
NORDISK ORGAN FOR ALUMINIUMINDUSTRIEN
NORRÆN SAMTÖK ÁLIÐNAÐARINS