Morgunblaðið - 14.09.1978, Page 13

Morgunblaðið - 14.09.1978, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1978 13 U mf er ðarskól- inn Ungir veg- farendur 10 ára Árið 1978 er afmælisár um- ferðarskólans Ungir vegfarendur, en hann er bréfaskóli fyrir börn á aldrinum 3—7 ára. Tilgangurinn með starfi skólans er að vinna fyrirbyggjandi starf í baráttunni við umferðarslysin. Skólinn er rekinn í sameiningu af 59 sveitar- félögum og Umferðarráði, og eru allir kaupstaðir og stærri sveitar^ félög landsins aðilar að honum. I skólanum eru nú 18.400 börn og lætur nærri að það sé um þ.b. 93% af öllum 3—6 ára börnum á landinu. En betur má ef duga skal, markmiðið er, að öll börn á landinu verði þcssarar fræðslu aðnjótandi. í nútíma þjóðfélagi verður ekkert barn einangrað frá umferð og þeim hættum sem umferð er samfara. Þess vegna er stefnt að því að öll sveitarfélög gerist aðilar að skólanum. Sendingar efnis frá skólanum, eru á tímabilinu frá febrúar — júní og ágúst — desember og fær skólinn upplýsingar um heimilis- föng barnanna í desember ár hvert. Reynslan hefur sýnt, að þó nokkur fjöldi barna flyst búferlum eftir að listi með heimilisföngum þeirra er gerður og hefur það valdið starfsfólki töluverðum erf- iðleikum að hafa upp á nýjum heimilisföngum nemendanna. En allar sendingar frá skólanum eru skráðar á nöfn barnanna. Það eru því vinsamleg tilmæli starfsfólks Umferðarráðs, að foreldrar til- kynni breytt heimilisföng strax í síma 27666 eða skrifi til Umferðar- ráðs Hverfisgötu 113, 105 Reykja- vík. „5. september verður næsta sending umferðarskólans póstlögð til allra nemenda hans á aldrinum 3—6 ár, og má búast við því, að þúsundir barna bíði spennt eftir að fá bréfin sín, en gætu orðið fyrir vonbrigðum ef heimilisfang þeirra er ekki rétt skráð hjá skólanum. A þessum tímamótum þakkar starfsfólk Umferðarráðs foreldr- um og öðrum uppalendum barna, samstarfið á liðnum árum og óskar þess, að fólk haldi áfram að gefa sér tíma með börnum sínum í þessu leiðbeiningarstarfi. Strandarkirkja — ekki Strandakirkja Leiðrétting við frétt í Morgunblaðinu í gær, á bls. 5, er frá því greint, að Mbl. hafi verið beðið um að koma til skila fimmtfu þúsundum króna. sem voru gjöf til Strandarkirkju í Selvogi. í fréttinni er kirkjan hins vegar nefnd Strandakirkja og er það ekki sök gefandans eins og sjá má á orðsendingu hans utan á umslaginu. Strönd heitir í Selvogi — ekki Strandir — og ber því að segja og skrifa Strandarkirkja. Morgunblaðið biðst velvirðing- ar á þessum mistökum. sem stafa af misskilningi við lestur próf- arkar. Norrænahúsið minnist 150 ára afmælis Henriks Ibsens NORRÆNA húsið minnist tíu ára afmælis síns með hátíðardagskrá 21. og 22. október í vetur, en vetrarstarfsemi hússins hefst með því að minnst verður 150 ára afmælis Henriks Ibsens. Það er norska leikkonan Toril Gording frá Þjóðleikhúsinu í Ósló sem kemur hingað og flytur dagskrá er nefnist „Bergmannen norsk diktning" í Norræna húsinu fimmtudaginn 14. september kl. 20:30. Leikkonan flytur þætti úr Brandi, Pétri Gaut, Brúðuheimil- inu, Þjóðníðingnum og fleiri leik- ritum er lýsa því, hvernig Ibsen leit á sjálfan sig og köllun sína sem leikritahöfundur og þjóð- félagsgagnrýnandi. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Hér má sjá nemendur í Umferðarskólanum vinna verkefni, sem börnin fá send heim, Gasnvarín fura endist von úr viti IEingöngu er notuð góð fura og nær gagnvörnin 2. 3. 4. alveg að kjarna viðarins. Viðnum er síðan rennt inn í þar til gerða tanka. Tankurinn er síðan fylltur með Boliden saltupplausn og henni þrýst inn í viðinn undir 7 hg/cm þrýstingi. Viðurinn er síðan tilbúinn til notkunar en þarf þó að þorna í ca. 2 vikur. Tilraunir sýna, að gagnvarinn viður endist a.m.k. fjórum sinnum lengur en óvarinn viður. Við erum eina fyrirtækið á íslandi, sem höfum tæki til að gagnverja við undir þrýstingi. Timburverzlunin Volundur hf. KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430 — SKEIFAN 19, SÍMI 85244

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.