Morgunblaðið - 14.09.1978, Side 15

Morgunblaðið - 14.09.1978, Side 15
Þorlákshöfn MQRGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1978 15 Þorlákshofn. 8. soptember. HÉR hefur verið mikil vinna í sumar bæði á vegum hreppsfélags- ins svo og í frystihúsinu en þar hefur tilfinnanlega vantað fólk til starfa. Vinnuaflið hefur mjög mikið byggst upp á unglingum sem er að sjálfsögðu gott að vissu marki en má ekki vera of einhliða. Aíli hefur verið góður en fimm bátar hafa verið að spærlingsveið- um og með spærlingnum hefur borist á land nokkuð mikið af góðum fiski. Togarinn Jón Vídalín hefur aflað vel að undanförnu og kom til dæmis með 100 tonn úr síðustu veiðiferð sem tók 7 til 8 daga. Þrír til fjórir bátar eru að búast á síldveiðar með reknet. Annar togari Meitilsins h.f., Brynjólfur, hefur hins vegar legið við bryggju í að minnsta kosti tvo mánuði til lagfæringa og er hann nú á söluskrá. Hann er of lítill og óhentugur hér og útgerðarfélagið hefur hreinlega gefist upp á því að gera hann út. Forstjóri Meitilsins, Páll Andreasson, sagði að það ætti ekki að loka frystihúsinu. Hann sagðist fastlega vona að eitthvað raun- hæft yrði gert til bjargar frysti- húsunum í landinu. Hann staðfesti einnig að vinnuaflsskortur hefði háð mjög rekstri frystihússins í sumar og ítrekaðar tilraunir hefðu verið gerðar til að fá fólk til starfa en án árangurs. Hann sótti um leyfi til verkalýðsfélagsins hér um að ráða 15 til 20 ástralskar stúlkur til starfa. Var verkalýðsfélagið lengi tregt til að veita þetta leyfi en þar sem fólk á félagssvæðinu virtist ekki vera fyrir hendi gaf félagið þetta leyfi fyrir sitt leyti. Nú hefur ræst úr með vinnuaflið og ástandið er orðið miklu betra í frystihúsinu og ræður það að sjálfsögðu hvað mikið eða hvort þarf að ráða erlent vinnuafl til starfa hér. Það er stór mál hér að togarinn Brynjólfur verði seldur úr landi þangað sem hann hentar betur og annað stærra og hentugra skip verði keypt í staðinn. Þá yrði bætt úr þeim gloppum sem koma þegar hráefni vantar og samfelld vinna yrði tryggð án þess að þurfi að sækja lélegan fisk til Reykjavíkur til vinnslu hér í því skyni að hafa samfellda vinnu fyrir fólkið. Hér eru miklar vonir við það bundnar- að þetta stærsta útgerðarfélag á staðnum, Meitillinn h.f., sem hefur staðið, ef svo má segja um nokkurt eitt fyrirtæki, undir uppbyggingu þessa staðar, haldi velli, því erfitt er að geta sér til hvað annars væri framundan hér. — Ragnheiður. Þorlákshöin séð úr lofti. Arið 1956 var Volvo nr. 22 í röðinni... af skráðum bílum á íslandi. Volvo var þá með sama markaós- hluta og Fiat, 1,4% Mikilvægt að stærra og hentugra skip fáist í staðinn fyrir Brynjólf Góð aðsókn að handrita- sýningunni AÐSÓKN að handritasýning- unni, sem að venju hefur verið opin í Árnagarði í sumar, hefur verið mjög góð, en hefur farið dvínandi nú með haustinu, sam- kvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið hefur fengið hjá Stofnun Árna Magnússonar. Ætlunin er að sýningin sé opin almenningi í síðasta sinn næst- komandi laugardag, þann 16. september, á venjulegum tíma, milli klukkan 2 og 4 síðdegis. Undanfarin ár hafa margir kennarar komið með nemenda- hópa til að sýna þeim handritin í Árnagarði. Árnastofnun hefur áhuga á að örva þessa kynningar- starfsemi, og verður sýningin höfð opin í þessu skyni enn um skeið. ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU Árlð 1956 var að mörgu leyti gott Volvo ár, en við vorum sannfærðir um að gæði Volvobílanna myndu hækka okkur í sessi áður en langt um liði. Árið 1966 sýndi að við höfðum rétt fyrir okkur. Volvo var þá nr. 9 í röðinni með 3,1% markaðs- hluta. Árlð 1976 bættum við um betur og náðum 5. sæti með 4,8% markaðshluta. Volvo var mest seldi bíllinn í sínum verðflokki, og lang mest seldi bíllinn í sínum stærðarflokki. I dag nálgumst við 4. sætið óðfluga, enda hefur Volvo aldrei boðið jafn trausta og glæsilega bíla og fjölbreytt úrval. Nú má jafnvel Fiat fara að vara sig! VELTIR HF Suðurlandsbraut 16 ♦ Simi 35200 argus

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.