Morgunblaðið - 14.09.1978, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1978
NÝLEGA er lokiö í Laugardalshöll sýningunni „íslenzk föt 1978“ Þar
sem 23 fataframleiðendur kynntu vörur sínar. Hér birtast 3 síöustu
samtöl viö aðstandendur sýningarinnar, sem ekki tókst að birta
í sunnudagsblaðinu. Emilía tók myndirnar.
„Höfum sprengt utan af
okkur húsnœðiðjafnóðum,>
„FRAMLEIÐSLU okkar er
skipt í tvo hluta,“ sagði Rúnar
Pétursson hjá Akraprjón h.f.
„Annars vegar er um að ræða
föt scm við framleiðum fyrir
Alafoss, það er okkar hönnun
á þeirri vöru, og hins vegar eru
föt sem við framleiðum fyrir
Hildu h.f. eftir sniði sem þeir
ákveða. betta er mikið til
útflutnings. en bó eru bau föt
sem við sýnum á sýningunni
seld í Rammagerðinni.
Þróunin hjá okkur hefur orðið
mjög ör. Framleiðslan hófst
1970, og segja má að hún hafi
aukizt stöðugt síðan, að vísu
með fáeinum stökkbreytingum.
Fyrst var húsnæðið 120 fermetr-
ar, 1976 var það stækkað í 360
fermetra, og nú er það 660
fermetrar. Við höfum eiginlega
sprengt húsnæðið utan af okkur
jafnóðum, og þrengsli hafa alla
tíð staðið okkur verulega fyrir
þrifum, þar sem vélakostur og
framleiðsla er sífellt að aukast.
Eg get í rauninni lítið sagt um
sölusamkeppni okkar vöru við
erlenda, þar sem við sjáum ekki
um söluna. En auðvitað getum
við ekki framleitt meira en það
sem við seljum."
Frá sýningarbás Akraprjóns h.f.
„Samkeppnisaðstaðan við
erlend vinnuföt versnar”
„VIÐ ERUM með sýnishorn af
allri okkar framleiðslu hér,“
sagði Klemenz Hermannsson,
sölustjóri hjá Vinnufatagerðinni.
„Við framleiðum fyrst og fremst
allt sem kalla má vinnuföt, frá
vinnuvettlingum upp í rafsuðu-
galla með hettu. Síðan erum við
með úlpur á börn og fullorðna,
skyrtur og fleira.
„Efnið í okkar fötum er yfirleitt
svipað og í samsvarandi vinnuföt-
um sem berast erlendis frá, þó að
vissulega komi fyrir að efni í
erlendum vinnufötum sé mjög
iélegt. En fötin sem við framleið-
um hafa frekar reynzt betur hvað
varðar sniðið.
Eins og er, fer samkeppnisað-
staðan við innflutt vinnuföt versn-
andi, eins og reyndar er um aðrar
vörur, sem bæði eru framleiddar
hér og fiuttar inn. Samkeppnin
kemur aðallega frá Evrópu, en
fötin þaðan eru að hluta komin frá
Asíulöndum." Vinnufatagerðin framleiðir fyrst og fremst hvers kyns vinnuföt.
30 ára gamalt sokkamerki
„VIÐ framleiðum fyrst og en við sjáum líka öllum ríkis-
fremst allar gerðir af sokkum, spítölunum fyrir nærfötum,“
Sýnishorn af framieiðslu Fatagerðarinnar, ásamt einni af
nýjustu vélum fyrirtækisins.
sagði Guðjón Elíasson hjá
Fatagerðinni h.f. á Akranesi.
Fjölbreytnin í gerð sokka hefur
verið töluverð og við höfum
fengið nýjar vélar, sem fram-
leiða frottesokka og eru þær
einu sinnar tegund2ar hér á
landi.
Samkeppnisaðstaða við er-
lenda sokkaframleiðendur er
nokkuð góð. Verðið er sambæri-
legt, og við veljum bezta hráefni
sem völ er á í framleiðsluna,
hvort sem er ull, acryl eða
nælon. Það er allt innflutt.
Trico-merkið, sem við fram-
leiðum, er sennilega orðið um 30
ára gamalt, það var áður
framleitt í gamalli verksmiðju í
Rey'kjavík. Nú vinna um 17
manns hjá okkur, og stefnan er
sú að reyna að endurbæta
tækjakostinn og auka fjöl-
breytnina á þessu sérsviði."
Trúarjátningin
—í kirk junum
NÚ ER aimennt farið að lesa
trúarjátninguna við guðsþjónust-
ur í kirkjum landsins. Presturinn
stjórnar upplestrinum frá altari,
en söfnuðurinn tekur undir.
„Kirkja Krists hefir ávallt um
liðnar aldir leitast við að fylgja
fyrirmælum um skírnina í
Matteusarguðspjalli (28,18—20).
Og Jesús kom til þeirra, talaði
við þá og sagði: Allt vald er mér
gefið á himni og jörðu. Farið því
°g gjörið allar þjóðirnar að
lærisveinum, skírið þá til nafns
föðurins, sonarins og hins heilaga
anda, og kennið þeim að halda allt
það, sem ég hefi boðið yður. Og sjá
ég er með yður alla daga, allt til
enda veraldarinnar.
Samkvæmt þessu hefir kirkjan
við skírnina, kynslóð eftir kynskóð
og allt til þess dags játað trú sína
þannig.
„Eg trúi á Guð föður almáttug-
an, skapara himins og jarðar.
Eg trúi á Jesúm Krist, hans
einkason, drottin vorn, sem getinn
er af heilögum anda, fæddur af
Maríu mey, píndur á dögum
Pontíusar Pílatusar, krossfestur,
dáinn og grafinn, steig niður til
heljar, reis á þriðja degi aftur upp
frá dauðum, steig upp til himna,
situr við hægri hönd Guðs föður
almáttugs, og mun þaðan koma að
dæma lifendur og dauða.
Eg trúi á heilagan anda, heilaga
almenna kirkju, samfélag heil-
agra, fyrirgefning syndanna, upp-
risu dauðra og eilíft líf. Amen.“
Eg held að venjulegur kristinn
maður telji, að það sem tilfært er
hér að ofan verði ekki breytt til
bóta.
Því vekur það athygli að nokkrir
prestar breyta orði í trúarjátning-
unni. — Og það vakti athygli
margra að síðasta prestastefna
gerði sig seka um slíkt hið sama.
— Það sem um er að ræða stendur
í þriðju málsgrein trúarjátningar-
innar, sem hljóðar þannig: Ég trúi
á heilagan anda, heilaga almenna
Júlíus Kr. ölafsson,
kirkju, samfélag heilagra, fyrir-
gefningu syndanna, upprisu
dauðra og eilíft líf. — Amen.
Nú heyrir maður sem fyrr segir
í útvarpsguðsþjónustum og í
kirkjum, að allir söfnuðir fara ekki
eins með þessa umræddu máls-
grein.
Þegar kemur að orðinu „upprisu
dauðra," þá segja sumir söfnuðir:
upprisu holdsins.
Við hvað er átt við með orðinu
upprisu holdsins? Ef holdið, lík-
ami mannsins, á að rísa upp, hvað
verður þá um sálina? —
Mér hefur skilizt að líkaminn
væri hjúpur utan um sálina, eins
og hús og heimili yfir líkamann, og
verði eftir hér á jörðinni, að
jarðvist lokinni.
Ég er að vísu kominn á efri ár.
En ég leyfi mér að hafa þá skoðun,
að hér sé ekki um að ræða
hégómamál. —
Mér væri, og ábyggilega miklum
fjölda manna, þökk í því ef þeir,
sem um málefni kirkju og kristni
fjalla, gerðu grein fyrir þessum
útúrdúr í trúarjátningunni, eins
og ég leyfi mér að kalla þetta
fyrirbrigði.
Július Kr. Ólafsson.
Hrafnistu.
'-------
Eru
þeir að
fá 'ann
?
S.....—
Magnús Torfason veiddi
nýlega, nánar tiltekið 1.
september, stærsta laxinn
sem dreginn hefur verið úr
Laxá í Aðaldal í sumar.
Það var 24 punda hængur,
grútleginn, 106 sentimetr-
ar. Laxinn veiddi Magnús í
svokallaðri Kistu fyrir
neðan Æðarfossa og er
mjög óvenjulegt að svo
legnir laxar veiðist þar
sem þessi fékkst. Sagði
Magnús í viðtali, að laxinn
hefði verið eitthvað meidd-
ur aftan á styrtlu og væri
það hugsanleg skýring á
því að laxinn hefðist við
svo neðarlega í ánni. Tröll-
ið fékk Magnús á maðk og
var viðureignin frekar tíð-
indasnauð, hann fékk ann-
an 18 punda á Breiðeyri á
flugu og var hálfan annan
tíma með hann og gekk þar
mun meira á. Magnúsi
gekk veiðin mjög vel í
þessari ferð, hann fékk 7
laxa og auk 24 og 18
pundaranna, fékk hann tvo
17 punda, einn 12 punda og
tvo 7 punda og er meðal-
þunginn 14,8 pund, sem er
óvenjulega gott.
• Magnús með hænginn stóra.