Morgunblaðið - 14.09.1978, Side 18

Morgunblaðið - 14.09.1978, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1978 „Þjóðarmorði” á krístnum mótmælt Boírút. 13. soptomhor. AP. KRISTNIR menn cfndu til eins daKs allsherjarverkfalls í austur- hluta Beirúts í da« til að mót- mada því sem þcir kalla „þjóðar- m«rð Sýrlendinsja" á kristnum mönnum í Líbanon. Líbanskir múhameðstrúarmenn virtu verkfallið að vettugi, en þeir hafa vaxandi áhyggjur af afdrifum Moussa Sadr, andlegs leiðtoga Shíta-sértrúarflokksins í Líbanon. Blaðið Al-Wattan í Kuwait hafði eftir áreiðanlegum heimildum í Beirút í dag að hann hefði farið til Addis Ababa frá Líbýu fyrir 10 dögum og síðan hefði hann farið Innbrotið hjá íhaldinu ekki í pólitískum tilgangi Londun. 13. september. Reuter. LÖGREGLAN í London skýrði frá því í dag að ekkert benti til þess að innbrotið í skrifstofu Ihaldsflokks- ins í gær hefði verið framið í pólitískum tilgangi. Á skrifstof- unni voru geymd ýmis leynileg skjöl flokksins en engu var stolið og telur lögreglan að innbrots- mennirnir hafi verið að leita peninga. Meðal skjalanna á skrif- stofunni voru drög að stefnuskrá flokksins fyrir næstu þingkosning- ar. Nixon með nýja bók WashinKton. 13. septemher. Reuter. RICHARD Nixon fyrrum Banda- ríkjaforseti hélt í dag blaða- mannafund þar sem hann skýrði frá því að nýrrar bókar væri að vænta frá honum næsta haust. Bókin mun heita Hinn raunveru- legi forseti. Fyrri bók Nixons hefur nú selzt í um 300.000 eintökum, að sögn útgefenda. Enn hreinsa Rúmenar Vínarborg. 13. september. Reuter. SENDIHERRA Rúmeníu hjá Sameinuðu þjóðunum hefur verið kallaður heim og verður annar skipaður í hans stað. Er það liður í þeim aðgerðum stjórnvalda að skipta um hátt setta embættis- menn í kjölfar þess að rúmenskur undirráðherra flúði til Bandaríkj- anna. til Irans með ólöglegum hætti. Samtímis áttu stórskotalið líbanskra hægrimanna og pale- stínskra skæruliða i bardögum í Suður-Líbanon þriðja daginn í röð. Tveir drengir biðu bana og fimm særðust í múhameðska bænum Nabatiyeh. Verzlanir, bankar, lyfjaverzlan- ir, bakarí, veitingahús og kaffihús voru lokuð í dag í hinum kristna hluta Beirút. Götur voru auðar að öðru leyti en því að vopnaðir menn voru á verði. Báðir flokkar krist- inna, falangistar og frjálslyndir, styðja verkfallið. Páfinn notaði hásætið PáfaKardi, 13. september AP. JÓHANNES Páll páfi I notaði hásætið í fyrsta skipti í dag þegar hann veitti almenna áheyrn og um 15.000 gestir klöppuðu honum lof í lófa. Heimildir í Páfagarði herma að páfi hafi sætt sig við að nota hásætið þar sem borizt hafi mikill fjöldi bréfa þar sem hann var beðinn að nota stólinn svo að hann væri sýnileg- ur mannfjöldanum. Dularfullur dauði útlaga London. 13. september. Reuter. AP. EKKJA húlgarska útvarpsmannsins og leikritahöfundarins Georgi Markov sem lézt með dularfullum hætti 1' London á mánudaginn sagði f viðtali í dag að hún væri í engum vafa um að hann hefði verið myrtur vegna útvarpssendinga til Búlgarfu. Dánarorsök kom ekki í ljós við krufningu en sérfræðingar vinna að framhaldsrannsókn á ástæðun- um. Annabel Markov kona hans sagði i viðtalinu að full ástæða væri til að ætla að einhver hefði myrt hann vegna starfs hans. Markov starfaði við erlendu deild- ina hjá brezka útvarpinu BBC. Frú Markov sagði að hann hefði haft geysimarga áheyrendur í Búlgariu þar sem hann hefði verið talinn hættulegur óvinur vegna þess að hann hefði nafngreint hjákonur búlgarskra leiðtoga. Ekkjan sagði að Markov hefði óttazt um líf sitt allt frá því hann flúði til Bretlands þegar hann var í leyfi á Italíu 1969. Flótti hans vakti mikla reiði og hneykslun í Búlgaríu, meðal annars vegna þess að hann var vinur forseta Búlga- ríu, Todor Zhivkovs. Áður Markov lézt sagði hann vinum sínum að einhver hefði rekið regnhlíf með eituroddi í hann þegar hann gekk fram hjá strætisvagnabiðstöð í London. Hann sagði að maðurinn hefði beðið fyrirgefningar og talað með erlendum hreim. „Hann hafði verið hræddur um árabil. Nánir vinir hans stríddu honum oft á því að hann væri með ofsóknarbrjálæði. Núna vitum við að hann hafði á réttu að standa." Þetta geróist 14. september 1972 — Öldungadeiidin sam- þykkir samning Rússa og Bandaríkjamanna um takmörk- un á fjölda kjarnorkuvopna í fimm ár. 1958 — Fundur De Gaulles og Adenauers. 1940 — Herskylda í Banda- ríkjunum. 1923 — Primo de Rivera tekur sér alræðisvald á Spáni. 1918 — Austurríkismenn bjóða Bandamönnum frið. 1911 — Stolypin, forsætisráð- herra Rússa, ráðinn af dögum. 1901 — Tedd.v Roosevelt verður forseti eftir tilræðið við McKiniey. 1864 — Japanir samþykkja vopnahlé eftir árás flota Breta, Frakka og Holiendinga í Shi monoseki-sundi. 1854 — Landganga Banda- manna í Krímstríðinu. 1847 — Scott hershöfðingi tekur Mexíkóborg herskildi. 1829 — Samningurinn í Adrían- ópel bindur enda á stríð Rússa og Tyrkja. 1778 — Franklin sendur til Frakklands sem sendiherra. 1774 — Don Kósakkar fram- selja Pugaehov leiðtoga sinn eftir misheppnaða uppreisn » Austurríkismenn taka Búkóvínu. 1321 — Andast Dante. Afmæli dagsinsi Johann van Oldenbarvenveldt, hollenzkur stjórnmálaleiðtogi (1547 — 1619) = Luigi Cherubini, ítaiskt tónskáld (1760-1842) = Alex- ander von Humboldt, þýzkur landkönnuður (1769—1859). Innlenti F. Brynjólfur Sveins- son biskup 1605 = F’lugvélin „Geysir“ týnist 1950 = F. dr. Sigurður Nordal 1886 — Sýslu- maður Skaftfeilinga, Þórarinn Öefjörd, ferst í jökulhlaupi 1 Kötlukvísl ásamt sr. Páli Ólafs- syni og Benedikt skáldi Þórðar- syni 1823 = F. Jökull Jakobsson 1933 = Piper Comanche-vél ferst á Eyjafjallajökli 1975. Orð dagsinsi Tuttugasta öldin er aðeins sú nítjánda en talar með dálitlum bandarískum hreim, Philip Guedalla, enskur sagnfræðingur (1889—1944). „Því miður. Samkvæmt erfðaskránni hefur frændi ykkar ekki skilið neitt verðmætt eftir — aðeins Bandaríkjadali." Dollarinn féll London, 13. september. Reuter. Bandaríkjadalur féll á erlendum gjaldeyris- mörkuðum í dag, og er helzta ástæðan fyrir falli dalsins talin vera skortur á vitneskju um gang mála á fundi Jimmy Carters Bandaríkjaforseta með þeim Menachem Begin forsætisráðherra ísraels og Anwar Sadat forseta Egyptalands í Camp David. Óvissan um gang mála á fundinum í Camp David varð til þess að gull hækkaði verulega í verði í dag. Oswald virtist dást að JFK Washinfcton, 13. september Reuter MARINA, ekkja Lee Harvey Oswald, sagði í dag nefnd fulltrúadeildar- innar sem rannsakar morðið á John F. Kennedy að hann hefði virzt dást að forsetanum og alltaf talað vel um hann. Marina Oswald hefur aldrei áður borið vitni opinberlega um morðið á Kennedy 1963. Nefnd fulltrúadeildarinnar rannsakar nú ævi og skoðanir Oswalds sem Warren-nefndin sagði að hefði myrt Kennedy í Dallas og verið einn að verki. „Eg lærði það sem ég vissi um Kennedy af Lee,“ sagði Marina Oswald. „Hann talaði alltaf mjög lofsamlega um forsetann og virtist hreykinn af því hve ungur forseti Bandaríkjanna var og hve mikið aðdráttarafl hann hafði." Oswald sýndi aldFei óvild í garð mannsins sem hann var sakaður um að myrða, sagði hún, og bætti við: „Hann hafði ekkert nema gott eitt um hann að segja.“ Hún sagði að þau hefðu sjaldan rætt stjórnmál þau tvö ár sem þau voru gift og aðspurð um skoðanir hans þegar þau voru í Sovétríkjun- um sagði hún: „Satt að segja veit ég það ekki... ég hafði ekki áhuga á stjórnmálum. En hún sagði að nokkrum mánuðum eftir að þau giftust í Minsk í apríl 1961 hefði hann farið að kvarta yfir kaldri veðráttu. Að því er frú Oswald sagði nefndinni voru nokkrir nágrannar þeirra í Minsk starfsmenn leyni- þjónustunnar MVD og hún kvaðst hafa gert ráð fyrir að hlerunar- tæki væru í íbúð þeirra og bréf þeirra opnuð. Hún sagði að Oswald hefði átt riffill og verið í veiði- klúbb. Hann hefði orðið óánægður þegar hann fékk ekki inngöngu í sovézkan háskóla og hefði annars kannski dvalizt lengur í Sovét- ríkjunum. Þegar Oswald kom til Banda- ríkjanna virtist hann vonsvikinn vegna þess að enginn blaðamaður var á flugvellinum í New York. Hún komst fyrst að því að Oswald hygðist snúa aftur þegar hann spurði hvort hún vildi koma með sér ef hann færi frá Sovétríkjun- um. „Þetta var ekki auðveld ákvörðun fyrir mig . .. en ég sagði honum að ég færi með honum hvert sem hann færi,“ sagði hún. En Oswald gerðist þunglyndur nokkrum mánuðum eftir komuna því að hann átti erfitt með að fá vinnu. Danir reikna með Kínaflensu NÝ TEGUND af Kína-flensu, hefur stungið sér niður og reikna Danir með að hún berist til landsins, innan tíðar, að því er Politikcn skýrir frá um helgina. Bólusetningar hafa þó ekki verið fyrirskipaðar enn sem komið er, en stjórn Vestur-Þýzkalands hefur nú þegar fyrirskipað bólu- setningu við veikinni á hættu- svæðum þar í landi. Þessi tegund Kína-flenzunnar gerði vart við sig fyrir 30 árum í Evrópu, en þá tóku fjórir Svíar veikina. Einkenni flensunnar eru sótthiti, höfuðverkur, þróttleysi og í alvarlegri tilfellum er hætt við lungnabólgu. Framleiðsla bóluefn- is vegna veikinnar er hafin í Danmörku og verður fólk með lungna- og hjartasjúkdóma eink- um hvatt til að láta bólusetja sig. Flensa stingur sér að jafnaði niður í Danmörku um jólaleytið og herjar fram í janúar og febrúar. Sérfræðingar í Danmörku telja ekki ástæðu til að óttast flensuna neitt sérstaklega. Mótmæla æfingum Sovéthers Tókýó, 13. september. Reuter. JAPANIR mótmæltu við ráða- menn í Kreml í gær fyrirhuguðum æfingum sovéska hersins undan eyjunni Etorofu á Norður-Kyrra- hafi. Japanir segja að hættusvæð- ið, sem Sovétmenn hafi sjálfir ákveðið, nái inn í landhelgi eyjunnar. Japanir gera tilkall til Etorofu og þriggja annarra eyja rétt fyrir norðan Hokkaido, en Sovétmenn tóku eyjarnar hernámi við lok seinni heimsstyrjaldarinn- ar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.