Morgunblaðið - 14.09.1978, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1978
raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar
Innilegar þakkir til þeirra, sem minntust
okkar meö heimsóknum, gjöfum og heilla-
skeytum á 70 ára afmæli okkar 9. júlí og
29. ágúst s.l.
Lifið heil.
Ebba og Rögnvaldur,
Flugumýrarh vammi,
Skagafiröi.
Fiskiskip óskast
Hef veriö beöinn aö útvega 150—200
smálesta fiskibát.
Þarf aö hafa góöan útbúnaö til botnvörpu
og nótaveiöa.
Upplýsingar gefur Þorsteinn Júlíusson hrl.,
Skólavöröustíg 12, sími 14045.
Fiskiskip
Höfum til sölu m.a. 138 rúmlesta stálbát.
Smíöaöur 1972, meö 640 hp. Cummins
aöalvél frá 1976. Báturinn var lengdur og
yfirbyggöur 1977 og er útbúinn til alhliða
veiöa. Getur boriö um 330 tonn af loönu.
SKIPASALA-SKIPALEIGA,
JÓNAS HARALDSSON, LÖGFR. SÍML 29500
Byggingakrani
Til sölu Linden-Alimak byggingakrani Typa
30—38. Sjálfreysandi og fellandi á hjólunru
Upplýsingar í síma 54022 frá kl. 1—5 og í
síma 52826 og 53410 á kvöldin.
1 husn ■ 9 ****** * æöi i . u
Að Háteigsvegi 3
eru til leigu tvær aöskildar hæöir 220 fm og
150 fm í nýbyggöu verzlunar- og skrifstofu-
húsnæöi. Húsnæðiö er bjart og rúmgott og
laust til afhendingar strax.
Sérstaklega hentugt fyrir teiknistofur og
þess háttar starfsemi.
Nánari uppl. veittar í síma 16186 í dag og
næstu daga.
Keflavík
Til sölu rúmlega 100 fm verzlunarhúsnæöi
á mjög góöum staö. Möguleiki á stækkun
um 60 fm. Góö bílastæöi. Ennfremur 160
fm iönaðarhúsnæöi ásamt stórri byggingar-
lóö fyrir verzlunar- og íbúöarhúsnæöi.
Veöbandalaust.
Eigna- og veröbréfasalan,
Hringbraut 90, Keflavík,
sími 92-3222.
Aðalfundur Skógræktarfélags Islands:
Ekki má slaka á í skógrækt-
ar- og landgræðslustörfum
MORGUNBLAÐINU heíur
borizt eftirfarandi ályktun
frá aðalfundi Skógræktar-
félags íslandsi
Hér á eftir fara nokkrar tillög-
ur, sem samþykktar voru á aðal-
fundi Skógræktarfélags íslands á
Stórutjarnarskóla 25.-27. ágúst
s.l.
Aðalfundur Skógræktarfélags
íslands 1978 felur stjórn félagsins
að láta kanna vandlega, hvaða
lagagreinum þurfi að breyta til
þess að skógrækt verði viðurkennd
sem fullgild búgrein og njóti sömu
fjármagnsfyrirgreiðslu og annar
landbúnaður. Telur aðalfundurinn
nauðsynlegt að í jarðalögum verði
skógrækt skilgreind sem ein teg-
und búskapar. Stjórnin beitir sér
síðan fyrir því eins og kostur er að
koma þessum breytingum á og gefi
aðalfundi félagsins síðan á hverju
ári skýrslu um það hvernig þessi
mál standa.
Fundurinn þakkar Skógrækt
ríkisins og skógarvörðum hennar
fyrir mikinn stuðning við skóg-
ræktarfélögin fyrr og síðar.
Fundurinn bendir á að störf
skógarvarðanna hafa víða verið
jöfnum höndum ráðunautastörf
fyrir félögin og einstaklinga og
félagsleg forystustörf, enda er það
í samræmi við ákvæði laga um
skógrækt. Fundurinn leggur
áherslu á að skógarverðir verði
jafnan nógu margir á landinu og
starfssvæði þeirra verði þannig
ákveðin að héruðin njóti sem best
starfskrafta þeirra svo sem reglur
um störf kveða á um.
Fundurinn vekur athygli á því
að nú er aðeins eitt ár eftir af
framkvæmdatíma landgræðslu-
áætlunar 1974—1978. Fundurinn
beinir þeirri eindregnu áskorun til
allra alþingismanna, að þeir taki
höndum saman og beiti sér fyrir
gerð nýrrar áætlunar, sem tryggi
að ekki verði slakað á í skógrækt-
ar- og landgræðslustörfum heldur
haldið áfram af eigi minna afli en
áætlunin, sem samþykkt var á
Þingvöllum 28. júlí 1974, gerði ráð
fyrir.
Fundurinn vekur athygli á
þeirri staðreynd, að þar sem álag á
verð vindlinga, sem rennur til
Landgræðslusjóðs, hefur verið
óbreytt upphæð á hvem pakka um
sex ára skeið, hafa þessar tekjur
rýrnað óðfluga að verðgildi.
Fundurinn beinir þeirri áskorun
til Alþingis að hækka þetta álag
þannig, að það verði eigi minna að
verðgildi en það var við síðustu
hækkun þess. Fundurinn felur
stjórn Skógræktarfélags íslands
að vinna að þessu máli ásamt
öðrum úr stjórn Landgræðslusjóðs
og treystir því að þessu verði fylgt
fast eftir.
Fundurinn vekur athygli á því,
að ríkisstyrkur til skógræktar-
félaganna hefur verið óbreyttur að
krónutölu undanfarin þrjú ár og
því rýrnað stórkostlega að verð-
gildi. Margsinnis hefur verið á það
bent að hlutur skógræktarfélag-
anna í skógræktarstörfunum er
mikill og að þau framlög, sem þau
fá, eru hvatning til aukins starfs
og aukinna framlaga heima fyrir.
Fundurinn skorar á fjárveitingar-
valdið að hækka þetta framlag
myndarlega og til samræmis við
breytingar á verðlagi.
Fundurinn felur stjórn félagsins
og framkvhemdastjóra:
1. að athuga möguleika á því að
gerð veri stutt fræðslukvik-
mynd þar sem sýnd séu rétt
handtök við fræsöfnun, sáning-
ar, dreifplöntun og útplöntun á
trjáplöntum, og verði myndin
sniðin við þarfir byrjanda.
Jafnframt verði fléttað inn í
myndina svipmyndum úr sögu
skógræktarfélaganna og sé
stefnt að því að myndin verði
fullgerð árið 1980.
2. að birtar verði árlega í Ársrit-
inu stuttar leiðbeiningar um
uppeldi og meðferð trjáplantna.
3. að hafa forgöngu um að haldin
verði námskeið að vorinu í 2—3
daga fyrir verkstjóra þá, sem
stjórna unglingum við ræktun-
arstörf.
Fundurinn beinir þeirri ein-
dregnu áskorun til stjórnar félags-
\ ins að hún kynni sér, hvernig
sveitar- og bæjarfélög haga álög-
um á einstaklinga, sem stunda
trjá- eða skógrækt á löndum
sínum sakir þess að á nokkrum
stöðum eru álögur slíkar að
útilokað virðist að nokkur maður
vilji stunda slíka iðju framvegis.
Greinargerð:
Þessi tillaga er fram komin
sakir þess að einstöku sveitar- og
bæjarfélög hafa nokkur undanfar-
in ár hækkað bæði leigugjöld og
skatta svo að frágangssök er að
menn fáist til að leggja fram vinnu
og fjármuni við trjá- og skógrækt,
ef svo fram heldur, sem nú stefnir
á nokkrum stöðum.