Morgunblaðið - 14.09.1978, Page 28
Öllum stundum
eru „stjórn-
málamenn“
framfærsluríkisins
að „hugsa um að
gera eitthvað
fyrir fylgið.
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1978
barna í framtíðinni koma ekki
við sögu.
Ef á hinn bóginn væri svig-
rúm fyrir stjórnmálamenn í
„velferðarríkjum" Vesturlanda,
myndu þeir telja það eina æðstu
skyldu sína að afmá bílífis-
drauma sósíalismans. Ástæður
þess væru auðvitað fjölmargar,
en ekki sú sízt, að þeim hlyti að
finnast slíkt fóður ósamboðið
hugsandi þegnum í virðulegu
réttarríki. í þeim tilgangi að
gera fólki sínu vinstrimennsk-
una ljósa, þykir mér trúlegt, að
þeir myndu fara varlega að
hinum sýktu í fyrstu, og byrja
endurhæfingu með þvi t.d. að
leggja fyrir þá sérlega viðráðan-
legt barnaskóladæmi:
Hvað myndu 5% árlegar
kjarabætur, talið frá og með
árinu 1978, kosta náttúrurikið
mörgum sinnum meiri merg og
blóð á farsældarárinu 2050
einu?
Endurhæfing
fjölþarfafólks
Þar sem mjög brýnt yrði að
draga verkalýðshugsuði til þátt-
töku í þessari heilaþolraun, væri
óhjákvæmilegt að leggja þeim
til hentuga hjálparformúlu auk
annarrar aðstoðar. Og til þess
að fullrar nærgætni við viðtekn-
ar jafnræðisreglur yrði gætt,
hlytu sumir atvinnurekendur,
a.m.k. í löndum, þar sem þannig
væri komið að þeir þekktu ekki
mun á tékka og víxli, að njóta
sömu fyrirgreiðslna. Þess vegna
myndu stjórnmálamenn kynna
þeim gamla og einfalda stærð-
fræðilega reglu um samhengi
vaxtarstigs og tvöföldunartíma,
sem notazt hefir verið við til
hægri verka, þótt ekki sé hún
hárnákvæm. Ég á hér við
regluna: Vaxtarstig deilt í 70 =
tvöföldunartími (stofnmagns
eða höfuðstóls).
Líklegt mætti telja, að niður-
stöður fengjust i fyllingu tím-
ans. Útkoman úr framgefnu
dæmi yrði þá ekki langt frá að
sýna, að árið 2050, eftir 72 ár
eða góðan mannsaldur, yrði öll
framleiðsla rösklega 32svar
sinnum meiri en nú, ef 5%
árlega kjarabótin hefði komizt
af skvaldursstiginu og orðið
veruleiki. Á einu einasta ári
myndi óendurnýjanlegur hrá-
efnaforði jarðar, auk alls ann-
ars, fara til neyzlu og nota í
32földu því magni, sem nú er
eytt, 32svar sinnum meira yrði
,/Jar sem raunverulegar framfarir geta einungis verið
af andlegum-sálrænum toga spunnar, eiga sér nú
engar raunverulegar framfarir stað í mannheimi; og
í hringiðu hinnar öfugstreymu og útblásnu siðmenn-
ingar sinnar stendur mannkynið enn og aftur á
jafnsléttu mannætunnar. í hugsunarleysi, rótleysi,
siðleysi og kœruleysi læsir það drápsklóm sínum í
rætur heimsins og l'ifsins. “
— Gtínther Schwab
Helmerkt háttarlag
Undir himnesku alræðí
Að því er næst verður komizt
og bezt er vitað, mun líf hafa
kviknað á jörðinni fyrir nálægt
2.000.000.000 árum' Allt frá
upphafi var það háð og bundið
þeim grundvallarlögmálum, sem
stjórna náttúruríkinu í heild
sinni. Þessi lögmál eru fortaks-
laus og óumbreytanleg, altæk og
alráð yfir öllu lifandi og dauðu.
Þau nefnast einu nafni náttúru-
lögmál.
Enda þótt lífríki jarðar hafi
tekið margvíslegum breytingum
á liðnum áramilljörðum, hnikar
það í engu þeirri staðreynd, að
það hefir ævinlega lotið sömu
meginlögmálunum og það lýtur
enn þann dag í dag. Auðvitað
hefir sköpunarverkið reynt þau,
skerpt, styrkt, fágað, fegrað og
fullkomnað á milljónum lífvera
í billjónum tilbrigða áður en
manneskjan var leyst úr frum-
drögum tilveru sinnar fyrir um
5.000.000 árum og tók að tipla og
stika á jörðinni á tveimur fótum
í núlíkri mynd sinni. En í
tímaskeiði þessarar litlu reiki-
stjörnu, sem hlotið hefir heitið
Jörð, er feríivist manneskjunnar
þar eins og andartak í ævi
hennar sjálfrar.
Fáir eru svo vitvana, að þeim
sé ókunnugt um, að maðurinn sé
afsprengi og einn af útlimum
náttúrunnar, sem hefir ákvarð-
að sér og öllu öðru hægfara
þróun á mannlegan kvarða
mælt. Ef ríki hennar tekur
skyndilegum breytingum á til-
teknum sviðum eða svæðum,
umbyltist í einni svipan eða
verður fyrir röskun af manna-
völdum, þannig að lífinu gefst
ekki tóm til að laga sig að
breyttum aðstæðum, þá slokkn-
ar það.
Þetta lögmál hefir maðurinn
ekki viljað viðurkenna, og talið
sig þess umkominn að þvinga til
undirgefni, án þess að gefa því
gaum, að slík umsvif geta ekki
borið óskemmdan ávöxt nema
um stundarsakir, og hljóta að
hefna sín fyrr en varir. Með
vaxandi ákafa og auknum hraða
hefir manneskjan kappkostað
að umturna eigin umhverfi í
sífellu, aö sjálfsögðu með það
fyrir augum að gera sér lífsbar-
'attuna léttbærari. Það hefir
henni sannarlega tekizt. Hún
hefir hins vegar ekki gætt þess,
að henni er frá upphafi fyrir-
munað að mjaka ásköpuðu eðli
sínu til samræmingar, og enn er
ósannað, að henni hafi heppnazt
að höndla það, sem hún sí og æ
segist keppa að með framfara-
sókn sinni, þ.e. meiri lífsham-
ingju. Þrátt fyrir stigmagnaðan
náttúruránskap — eða raunar
réttar sagt: einmitt vegna stig-
majjnaðs náttúruránskapar.
Áfram er arkað vinstribrautir
— og auðlindir jarðar, höfuð-
stóll mannkynsins gengur óð-
fluga til þurrðar.
Lokuð leið
En verðum við þá bara ekki að
varpa okkur í faðm náttúrunnar
á ný, þegar þar að kemur?,
spyrja hinir óforbetranlegu.
Þeirri spurningu hefir verið
svarað fýrir löngu á sannfær-
andi hátt. Það hefir m.a. þýzki
lífverndarfrömuðurinn og rit-
höfundurinn Gunther Schwab,
heiðursprófessor og -doktor við
ýmsa heimsþekkta háskóla, gert
Vinstriverk end-
urtaka sig í sí-
fellu
með þessum afdráttarlausu og
alldómhörðu orðum:
„Til þess hefir manneskjan
vanrœkt nauðsynleya hœfileika
og glatað. Andspœnis náttúruöfl-
unum er hún ósjátfbjarga. Sér-
hvert dýr, sérhvert tré er
lífseigara en hún. Hugsið yður
hana standa peningalausa,
nakta, matarlausa, húsnæðis-
lausa, bíllausa og svipta öllum
hjálpartækjum úrkynjunar
sinnar augliti til auglitis við
náttúruöflin, sem hver einasti
ormur, hvert einasta grasstrá
verður að etja kappi við sérhvert
andartak! Og í allri náttúrusög-
unni munuð þér ekki finna
dæmi um aumkvunarverðari
garm!“
Ugglaust mun ýmsum finnast
fast að orði kveðið, og að
skilaboðin gæti komizt áform-
aða boðleið þótt með blíðlegra
yfirborði væru. Hins ber þó að
gæta, að hámenntað fólk, sem
hefir varið vænum hluta starfs-
ævi sinnar til þess að stöðva
vinstragan án þess að á því
hægi, þarf ekki, má ekki tala
neitt rósamál, og hefir því enga
ástæðu til að biðjast afsökunar
á áherzluþungu orðfæri. „Yfir-
Gúnther Schwab.
Fyrirgreiðslum enn
í hlutverkum
stjórnmálamanna
sjónirnar endurtaka sig sífellt í
verki. Þess vegna verður maður
að endurtaka srnnleikann án
afláts í orðum", kennir Goethe
okkur.
Stjórnmálamenn, útdauð
manntegund
Enn annað kemur og til.
Svokallaðir stjórnmálamenn
virðast ekki gera sér hið
minnsta far um að hugleiða,
hvernig farsældarríkið, sem þeir
eru óþreytandi við að heita
atkvæðahjörðum sínum af óað-
finnanlegri tungulipurð, fái
staðizt raunveruleikann eða því
komið á fót. T.d. farsældarríkið
þeirra árið 2050.
I fyrirheitaflaumnum verður
sjaldnast unnt að festa auga
nema á einu: stöðugum kjara-
bótum á grundvelli hagvaxtar.
Leiðtogar þroskaðri þjóða
nefna oftast 4—6% árlegar
kjarabætur og þykjast varfærn-
ir. Vinstrimenn vanþroskaðra
þjóða segja svoleiðis tölur hins
vegar ekki bera vott um annað
en „gömul íhaldsúrræði" og
traktera sitt fylgi á loforðum
um 10—15% árlegar kjarabæt-
ur. Dæmi eru jafnvel tiltæk um
aðila eins vinnumarkaðar í einu
merkilegu landi, sem hafa álitið
60% árlegar kjarabætur afar
heimilislega viðmiðun, og hafa
hlotið lof margra „ábyrgra
stjórnmálamanna" fyrir einkar
ljúfmannlega hófsemi.
Skýringar á svona vinnu-
brögðum eru hvergi langsóttar.
I stað stjórnmálamanna eru
komnir fyrirgreiðslumenn úr
hinum ótrúlegasta jarðvegi, í
daglegu tali oftast nefndir
pólitíkusar, sem hafa olnbogað
sig, skrifað, slúðrað og jafnvel
sparkað upp á svið, er var þeim
álíka eðlilegur vettvangur og
blómlegur skrúðgarður aldinni
Framfœrsluríki
gegn sjálfs-
bjargarhvöt
ýsu. Slíkt „mannval“ hugsar
hins vegar hvorki í áratugum né
kynslóðum eins og aldaraðir var
vænzt af stjórnmálamönnum.
Það hugsar, ef það hugsar,
aðeins í atkvæðum og kjörtíma-
bilum, elskar verkalýðinn og
alla, sem bágt eiga, næstum
jafnheitt og peninga.
„Stjórnmálamenn" nútímans
eru ávallt reiðubúnir að gera
frændfólki, vinum og kunningj-
um greiða í skjóli aðstöðu
sinnar og aðgangs að opinberum
stofnunum. Þeir kæra sig koll-
ótta þó að tæplega sé unnt að
starfrækja þess konar greiðasöl-
ur öðruvísi en á kostnað frænd-
fólks, vina ög kunningja allra
annarra, ef þeir á annað borð
hafa hugmynd um, að þannig
hljóti að vera eðli málsins
samkvæmt. Um eina meginreglu
hefir hið vinstrivillta fyrir-
greiðslufólk þó afbragðsljósa
hugmynd, henni getur það ávallt
treyst og á henni byggjast
aflavonir þess:
Hinn sofandi meirihluti kýs
alltaf og alls staðar það, sem
hann hcldur að þjóni sérhags-
munum sínum bezt í bili.
Lífsskilyrði barna og barna-
Jón Þ. Árnason:
— Lífríki og lífshættir XXIII