Morgunblaðið - 14.09.1978, Side 37

Morgunblaðið - 14.09.1978, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1978 37 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI inKamálunum við ríkisstarfsmenn, enda voru honum ekki frekar en öðrum ráðherrum og stuðnings- mönnum á þingi vandaðar kveðjurnar og þá ekki síður frá þeim sem hefðu átt að vera þeirra sverð og skjöldur. En nú hafa þeir uppskorið, sem síðustu misserin sáðu sorpinu, gróðapúkar sem aðrir. Og verði þeim að góðu með uppskeru sína. En almenningur undrast og skelfist þegar skattskráin upplýsir að þessir nýju sjálfskipuðu „full- trúar verkalýðsins“ úr hinum einu sönnu „verkalýðsflokkum", sem eru komnir inn á Alþingi, voru á því herrans ári, sem þeir hörðust hvað harðast fyrir ha'rri launum með f jórföld laun verkamannsins, með miklu hærri laun en fyrir- rennarar þeirra á Alþingi sem þeir þó hvað mest skitu út fyrir sín háu laun og nokkru hærri-en ráðherrar hafa og þykja þeir þó ekki bónbjargarmenn í launum. Þessir harðdrægu sérhagsmunamenn sem notað hafa rétt lýðræðisins og vanmátt til að grafa undan stofnunum þjóðfélagsins þykjast einnig þekkja til neðanjarðar- streymis fjármuna. Er ekki ástæða fyrir skattalögreglu að kanna hvort hin háu ritlaun síðdegisblaðanna til þeirra leigu- penna sem réðust hvað harðast að ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar hafi öll verið talin fram til skatts? í sjónvarpsþætti ritstjóranná á dögunum afhjúpaði einn „fréttamafíuforinginn" sig átakanlega, þegar hann bað kjós- endur að fyrirgefa sér heiiúsku sína og barnaskap, sem vitaskuld var hvorugt, heldur að vitneskja almennings um svik og lygar þessara manna á liðnum mánuð- um var oðin þekkt. Blekkingarnar komu nefnilega fram þegar valdagræðgin bar eölishvatir refsins ofurliði. I þessum þætti ákallaði Árni Gunnarsson þjóðina og bað hana að viðurkenna karlmennsku sína, því hann hefði nú þrek til að viðurkenna að hann hefði haft rangt fyrir sér í öllum megin- ályktunum sínum. sem fram komu í skrifum hans og fullyrð- ingum um efnahagsmál á liðnum misserum. Bæði hanri og Kjartan Ólafsson viðurkenna nú nauðsyn aðgerða fyrri ríkisstjórnar í kaup- og kjaramálum, báðir eru þeir nú sammála um nauðsyn skerðingar þeirra launasamninga sem gerðir voru á síðasta ári og báðir telja nauðsynlegt að fella gengið því baggar útflutningsatvinnuveg- anna séu orðnir of þungir. Það er engu líkara en þessir herrar telji sína launaskerðingu og svik á kjarasamningum betri, þótt blessað sé yfir henni af leiðitöm- um flokksþrælum komma og krata í verkalýðshreyfingunni. Umræddir ritstjórar eiga enga afsökun. Þeir höfðu aðgang að öllum upplýsingum sem fyrrver- andi ríkisstjórn byggði sínar aðgerðir á og núverandi stjórn einnig. Þessir ritstjórar tóku meira að segja þátt í umræðum um leiðir til aðgerða, byggðum á þessum upplýsingum og þeim var boðin þátttaka um mótun og gerð nauðsynlegra aðgerða á sl. vetri. Aðgerða, sem allir vissu að ein- hverjar þyrftu að vera eftir launasamninga ársins 1977 eins og þáverandi ríkisstjórn margbenti á og varaði við. Þessir ritstjórar í „fréttamafí- unni“ gerðu' oft kröfu til þess að fyrrverandi ríkisstjórn og stuðn- ingsmenn hennar á Alþingi segðu af sér. Nú þegar fyrir liggur sönnun og opinber viðurkenning á því sem í flestum þingræðislöndum væri kallað glæpsamlegt athæfi þessara ritstjóra, sem nú eru orðnir alþingismenn, er sú krafa almenn- ings skýlaus að þeir skili aftur til kjósenda því umboði sem þeir fengu á röngum og fölskum forsendum og segi af sér þing- mennsku. Annars halda þeir áfram að vera kjarklausir launsátursmenn. Ægir.“ Þessir hringdu . . . • Stjórnarkreppa Eftirfarandi kvæði er ort í ágústmánuði síðastliðnum: „Á rökstólum sitja og gerast nú gráir í vöngum gunnreifir kappar af íslenzkum stjórnmálasviðum. Þeir sveitast og þrátta og baða út öllum öngum en aflinn er lítill er fá þeir á sáttanna miðum. Þótt geri þeir atlögur gengur hvorki né rekur því gloppótt og rykug er stjórnmálasigluvoðin og hætt er við því að hver sem taumana tekur teljist í fyrstunni hvorki hrár eða soðinn. Því erfitt mun reynast að sneiða hjá brimi og boða og bjarga þeim afla sem verður að komast að landi því nú er það fyrsta að reyna að varna þeim voða að verðbólgudraugurinn atvinnuleiðunum grandi. Það tekst ef menn vilja með stillingu og slökun á kröfum og staðfestum þrótti til löngunar einhverju að fórna þið íslenzku þegnar þið vitið að vald til þess höfum að verða til hjálpar þeim mönnum sem eiga að stjórna. Hugrún." HÖGNI HREKKVÍSI a . ©1978 MeNaugbt Synd., Ine. ,Og í þetta skipti er bannað að bíta!" Vandervell vélalegur ■ ■ ■ I Ford 4-6-8 strokka benzín og díesel vélar Austin Mini Bedford B.M.W. Bulck Chevrolet 4-6-8 strokka Chrysler CHroen Datsun benzin ,- og diesel ‘ Dodge — Plymouth Flat Lada — Moskvitch Landrover benzin og diesel Mazda Mercedes Benz benzih og diesel Opel Peugout Pontlac Rambler Range Rover Renault Saab Scania Vabis Scout Simca Sunbeam Tékkneskar bifreiðar Toyota Vauxhall Volga Volkswagen Volvo benzin og diesel I Þ JÓNSSON&CO Skeifan 17 s. 84515 — 84516 - Seljum— reyktan lax og gravlax Tökum lax í reykingu og utbúum gravlax. Kaupum einnig lax. til reykingar. Sendum í póstkröfu — Vakúm pakkað el óskað er. ÍSLENZK MATVÆLI Hvaleyrarbraut 4-6. Hafnarlirði Simi: 51455 SÍMI í MÍMI er 10004 Fjölbreytt og skemmtilegt tungumálanám SKYNDIMYNDIR Vandaðar litmyndir í öll skírteini. barna&fjölsk/ldu- Ijósmyndir AUSÍURSTWn 6 SÍMI12644 KAUPMANNASAMTÖK B / L/ ÍSLANOS Viðskiptavinir athugið Allar verslanir félagsmanna okkar veröa lokaöar frá kl. 12 á hádegi fimmtudaginn 14. sept. vegna breytinga á söluskatti. Verslanirnar veröa opnar á venjulegum tíma á föstudaginn 15. þ.m. Félag kjötverslana. Félag matvörukaupmanna. Lokum fimmtu- dag frá kl. 12.30 vegna afnáms söluskatts á matvælum. Opnum föstu- dagsmorgun kl. <10$ S'Oi? BScD®TnCfflOC55@Tr®(MliR£l LAUOAL'*K *• sími 35020

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.