Morgunblaðið - 14.09.1978, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1978
Frá Sigtryggi Sigtryggssyni hlaðamanni Mbl. í Köln
AKURNESINGAR stóðu svo sannarlega fyrir sínu er þeir mættu FC
Köln, deildar- og bikarmeisturum V-býzkalands, í Evrópukeppni
meistaraliða a Mungersdorf-leikvanginum í gærkvöldi. bjóðverjarnir
báru sigur úr býtum 4il, en það var of stór sigur miðað við gang
leiksins og marktækifæri. Mörk bjóðverjanna voru af ódýrari
gerðinni og Akranes hefði átt að skora fleiri mörk í leiknum en það
eina, sem Matthías Ilallgri'msson skoraði í seinni hálfleik, eftir
gla'silegan undirhúning Karls bórðarsonar.
Þegar Köin dróst á móti Akra-
nesi spurðu þýzku blöðin: — Hvað
er Akranes? Þau fengu svarið í
gærkvöldi frá þessum litla 4
þúsund manna bæ norður á
Islandi. Þaðan kom sterkt lið, sem
stóð sig miklu betur en nokkur átti
von á og lék knattspyrnu, sem var
fyllilega sæmandi liði í Evrópu-
keppni. Það var mál manna eftir
leikinn að liðið hefði komið mjög á
óvart.
Byrjunin var heldur slæm hjá
íslenzka liðinu og Skagamennirnir
voru lengi að taka við sér. Köln hóf
stórsókn þegar í upphafi og reyndu
mikið krossendingar inn í teiginn
frá bakvörðum og kantmönnum.
Ljóst var að þær myndu skapa
mikinn usla í vörn ÍA og nokkrum
sinnum munaði litlu að illa færi
eftir slíkar sendingar og er leið á
leikinn voru það einmitt slíkar
sendingar sem komu Skagamönn-
um í koll.
Fyrsta mark leiksins kom á 13.
mínútu. Eftir góðan undirbúning
Neumanns barst knötturinn inn að
markteigi ÍA og Littbarski skall-
aði í netið framhjá Jóni mark-
verði. Á 26. mínútunni bættu þeir
við öðru marki og eins og áður átti
Neumann upptökin, sótt var upp
hægri kantinn og þaðan kom
fyrirgjöf frá Nowalka, sem Nau-
mann skallaði í netið. Bæði þessi
mörk voru heldur ódýr og það er
spurning hvort Jón hefði ekki
getað forðað mörkunum með
úthlaupum.
A 29. mínútu léku Akurnesingar
laglega í gegnum vörn Þjóðverj-
anna og Pétur átti aðeins miðvörð-
inn eftir, lék á hann og ætlaði að
skjóta er honum var gróflega
brugðið. Daninn Sörensen, sem
dæmi leikinn, sá þó ekkert athuga-
vert við brotið og leikurinn hélt
áfram. Mínútu síðar sótti Karl
skemmtilega upp vinstri kantinn
meðfram endamörkunum á fullri
ferð og sendi fasta sendingu inn í
markteiginn þar sem Matthías var
staddur og skoraði af stuttu færi
örugglega í markið. Við þetta
lifnaði yfir Skaganum, en þeim
tókst ekki að brjótast í gegnum
vörn Kölnar. Á 40. mínútu skoraði
Köln síðan sitt þriðja mark og
kom það nokkuð óvænt. Úr skyndi-
sókn náði Neumann að skora með
skalla af stuttu færi, vörnin var
illa á verði.
I upphafi seinni hálfleiks fram-
kvæmdi Árni aukaspyrnu skammt
frá vítateig og Pétur stökk hærra
en aðrir, en skalli hans fór hárfínt
framhjá. Á 6. mínútu hálfleiksins
slapp Pétur úr gæzlunni og nýtti
sér það vel. Hann fékk knöttinn
fyrir utan vítateig, lék á einn
varnarmann og skaut þrumuskoti,
sem stefndi í samskeytin, en
markvörðurinn Schumacher varði
snilldarlega. Enn sóttu Skaga-
menn og Pétur fékk boltann inn
fyrir vörnina, greinilega rang-
stæður án þess að línuvörður
veifaði. Hann lék að markinu, en
• Jóhannes Guðjónsson á í höggi við Littharski hjá Köln í leiknum í
gærkvöldi, Skagamenn töpuðu 1—4, sem var of stór sigur miðað við
gang leiksins.
(Símamynd AP)
Karli var óspart
klappað lof í lófa
Köln vann Akranes 4:1 í skemmtilegum leik
Schumacher náði að hirða knött-
inn af tám hans. Á 15. mínútu lék
Sveinbjörn laglega í gegn, gaf á
Pétur í dauðafæri, sem hitti ekki
boltann. Eftir þessi góðu tækifæri
dofnaði yfir Akurnesingum og
leikmenn Kölnar byrjuðu að sækja
á ný. Á 26. mínútu hálfleiksins var
sótt upp vinstri vænginn og
bakvörðurinn Konopka skoraði
með skoti af um 25 metra færi,
jarðarboltinn smaug á milli varn-
armanna og í netið án þess að Jón
hefði möguleika á að verja, þar
sem hann sá boltann of seint. Eftir
þetta var leikurinn tíðindalítill og
fátt markvert gerðist, Köln sótti
meira, en vörnin gaf sig ekki.
Karl var í sérflokki Skaga-
manna og fór hvað eftir annað illa
með v-þýzku varnarmennina. í
seinni hálfleik var það orðið
þannig að er Karl fékk knöttinn
var óspart klappað í áhorfenda-
stúkunni. Hann var hetja áhorf-
enda í þessum leik, nettur með
knöttinn, átti mark Skagamanna,
gerði engin mistök og sýndi allar
sínar beztu hliðar í leiknum. Á
blaðamannafundi að leiknum
loknum var Kirby þjálfari Akur-
nesinga hvað eftir annað spurður
um Karl Þórðarson.
Pétur var í strangri gæzlu og
hefur oft unnið betur en í þessum
leik. En þrátt fyrir að við erfiða
andstæðinga væri að etja, þá var
Pétur mjög hættulegur. Matthías
Hann sá
við mér,
því miður
— bETTA var stór markvörður
og ég freistaði þess frekar að
reyna að renna knettinum í stað
þess að skjóta. Hann sá við mér,
því miður, sagði Ingi Björn
Albertsson að loknum leik Vals
og Magdcburgar, en Inga Birni
brást bogalistin í bezta tækifæri
leiksins aleinn á móti markverð-
inum snemma í seinni hálfleikn-
um.
— — Ég viðurkenni að það
var smá titringur í mér þegar ég
hljóp að boltanum í vítaspyrn-
unni, en hún heppnaðist sem
betur fer. Ég er mjög ánægður
með leik okkar, við börðumst
allir vel. Ég var orðinn svo
þreyttur í lokin að ég varð að
fara út af með krampa f fótunum,
sagði Ingi Björn. — þr.
var laginn með knöttinn og eftir
að hafa ekki skorað í sjö leikjum
kom mark frá honum í þessum
skemmtilega Evrópuleik. Svein-
björn vann vel á miðjunni og á
hrós skilið. Árni Sveinsson lék
þennan án þess að meiðslin frá
síðustu helgi tækju sig upp og stóð
hann sig vel. Sömuleiðis átti
Jóhannes Guðjónsson mjög traust-
an leik.
Neumann var sterkastur Þjóð-
'verjanna, en hann er v-þýzkur
landsliðsmaður. í lið Kölnar vant-
aði Dieter Múller, Japanann
Okudera og Heinz Flohe, en lið
Kölnar er greinilega mjög sterkt
og forföll þessara kappa virtust
ekki veikja liðið.
Njósnarar á
hverju strái
NJOSNARAR frá mörgum félögum
voru viðstaddir leík Köln og IA í
gærkvöldi til pess aö fylgjast meö
Pótri Péturssyni, en hróður hans
hefur greinilega víða borizt. Þarna
voru a.m.k. njósnarar fró fimm
félögum, Standard Liege, La
Louviere og Beveren í Belgíu,
Borussia Monchengladbach í
V-Þýzkalandi og Feyenoord í Hol-
landi. Fulltrúar Feyenoord og La
Louviere ræddu viö Pétur að
leiknum loknum, en Þeim var
tilkynnt að Pétur myndi ekkert gera
í sambandi við atvinnumennsku
fyrr en að loknum síðari leik liðanna
í Evrópukeppninni.
Að mínu mati lék Pétur ekki
sérlega vel aö pessu sinni, en hann
var reyndar í mjög strangri gæzlu.
Þegar Pétur slapp frá gæzlumönn-
um sínum var hann mjög ógnandi
og greinilegt var aö menn voru
almennt hrifnir af honum. Þá er
öruggt, aö mörg félög hafa fengið
áhuga á Karli Þórðarsyni í Þessum
leik, en hann stóð sig frábærlega
vel.
— SS/ —áij
Úrslití Evrópuleikjunumí gærkvöldi
M eistarake ppn in
FC Hruiofp — Wisla Krakow, Póllandi 2.1
Miirk Hruc^c, Ceulemans oit Cools
Mark Wisla. Kapka
Áhorfendur. 17.000
XXX
AEK Aþena — Porto Liasabon 6.1
Mörk AEK. Bayavic (2). Ardizozlu. Tassos,
Nikolau. Mavros.
Mark Porto. Olivera
Áhorfendur. 35.000
XXX
Juventus — Glasf«iw Ramters 1J)
Mark Juventus. Pierpaolo Virdis á 9.
mínútu
XXX
Malmö — AS Monaco 0.0
Áhorfendur. 5.500
XXX
Fenerbache. Tyrklandi — PSV Eindhoven
2,1
Mörk Fenerbache. Rasil og Emin
Mark PSV. Brandts
Áhorfendur 45.000
XXX
Valkesakosken. Haka, Finnlandl —
Dynamo Kiev 0.1
Mark Dynamo, Boltaeha
Real Madrid — Progres Niedecorn,
Lúxemborg 5,0
Mörk Real. Jensen, Juanito (2), Del Bosgue.
Wolff
Áhorfendur, 60.000
XXX
Omonia. Kýpur — Bohemians. (rlandi 2.1
Mörk Omonia. Kanaris ok (ös.tokritou
Mark Bohemians. 0‘Connor
Áhorfendur. 14.000
XXX
Nottinttham Forest — Liverpool 2JI (Ul)
Mörk Forest. Gary Birtles og Colin Barrett
Áhorfendur. 38.316
XXX
Linfield. Nlrlandi — Lilleström 0.0
XXX
Partizan Belgrade — Dynamo Dresden 2,0
XXX
Oden.se — Lokomotiv Soffia 2.2
Mörk Odense. Nilsen 2
Mörk Lokomotiv. Kolev og Velftzkov
Áhorfendur. 8.700.
Keppni bikarhafa
PAOK Saionika Servette
Mörk PAOKi Koudas og Saraíis
2-0
íbúö óskast
Okkur vantar til leigu litla íbúö fyrir erlendan þjálfara,
helst í smáíbúöa- og Bústaðahverfi.
Upplýsingar veittar í síma 72590.
Handknattleiksdeild
lörpedo Moskva — Molde 4—0
Mörk Torpedo. Vasiliev. Mironov. Grishin
og Suehilin.
Áhorfendur, 28.000.
XXX
Valetta Floriaanna — Inter Milanó 1—3
Mar Valetta. Zuereb
Mörk Inter. Altohelli 3 (1 víti)
Áhorfendur, 15.000.
XXX
Rieka (Júgósl.) — Wrexham 3—0
Mörk Rieka, Tomic. Durkalic og Cucriv.
Áhorfendur. 11.000.
XXX
Barcelona — Sehaktor Donetzk 3—0
Mörk Barcelona. Krakl 2 og Sanehez.
Áhorfendur. 50.000.
XXX
Valur — Magdehurg 1 — 1
Mark Vals. Ingi Björn AiberLsson.
Mark Magdeborgar. Steinhach.
Áhorfendur, 7.000.
XXX
Beveren — Bailemeyna 3—0
Mörk Beveren. Albert, Stevens og Schoen-
maker.
Áhorfendur, 17.000.
XXX
AZ‘67 Alkamaar — Ipswich 0—0
Áhorfendur, 13.500.
XXX
Frem — Nanry 2—0
Mörk Frem, Jakobsen og Ilansen.
Áhorfendur, 1.136.
XXX
Shamroek Rovers — Apoel Nikosia 2—0
Banie Ostrava — Sporting Lísbon 1 —0
Mark Banik, Antalik.
UEFA-keppnin
CSKA Soffia — Valenria
Mörk CSKA, Djevizon og Ristov.
2-1
Mark Valeneia, Solsona.
Áhorfendur, 40.000.
XXX
Tvente Knschede — Manehestrr City 1 — 1
Mark Tvente, Thoresen
Mark City. Dave Watson.
Áhorfendur, 12.000.
XXX
Iladjuk Split - Rapid Vienna 2-0
Mörk Hadjuk, Cop og Luketin.
Áhorfendur, 20.000.
XXX
Carl Zeiss, Töpfer.
Áhorfendur, 10.000.
XXX
Borrussia Mönchengladbaeh —
Sturm Graz 5—1
Mörk Mönchengladbach, Bruns (2), Gores,
Nielsen og Simonscn
Mark Sturm Graz, Scheffer
Áhorfendur, 10.000.
XXX
JeruneNse Esch — Lausanne Sport 0—0
Áhorfendur 2.000.
XXX
AC Mflan — Lokomotiv Kosice (tékk) 1—0
Mark Mflano, Novelino
Á horfend ur.65.000
XXX
Grasshoppers — Valetta (Möltu) 8—0
Mörk Grasshoppers, Qonte 2. Sulser 5 og
Ehrli
Áhorfendur, 3.200
Ilihernian — Nörrköping 3—2
Mörk Hihs, Higgins 2 og Temperley
Mörk Nörrköping. ólsen og Andersen
Áhorfendur, 10.000
XXX
Real Gijon — Torino 3—0
Mörk Gijon, Ferrero og Moran
Áhortendur, 30.000
XXX
Dukla Prag — Lanerossi Vicenza 1 —0
Mark Dukla. Nehuda
Áhorfendur. 14.000
XXX
Nantes — Bendiea
Mörk Benefica. Shanana og Nene
0-2
XXX
Arsenal — Lokomotiv Leipzig 3—0
Mörk Arsenal, Stapelton 2 og Sunderland
Áhorfendur, 34233
XXX
EHsborg — Kacing Strasshorg 2—0
Mörk Svfanna, Svenson og Magnuson
XXX
Athlctico Bilhao — Ajax 2—0
Mörk Athletico. Van Dord sj.m og Vidal
Áhorfendur, 40.000
XXX
Basle — Stuttgart 2—3
Mörk Basle, Stohler og Tanner
Mörk Stuttgart, Höness og Olieher 2
Áhorfendur. 25.100
XXX
Duisburg — Lech Poznan (Póll.) 5—0
Mörk Duisburg. Worm 2, Jara, Alhaus og
BUssers
Áhorfendur, 8.000
XXX
Standard Liege — Dundee Utd. 1—0
Mark Standards, Ocnicrs
Áhorfendur, 8.000
XXX
Galatararay - WBA 1—3
Mark Gala., Fathih víti
Mörk WBA, Rohson og Cunningham 2
Áhorfendur, 50.000
XXX
Dynamo Berlin — Rauóa Stjarnan 5—2
Mörk Dynamo, Riediger 3, Netz og Brillat
Mörk Rauftu Stjörnunnar, Sestic og Savic
Áhorfendur, 26.000
XXX
Ifertha Berlin - Trakia Plodiv 0—0
Áhorfendur, 4000
XXX
Start Kristiansand — Esbjerg 0—0
Áhorfendur. 1410
XXX
Finn Harps — Everton 0—5
Mörk Evcrton, King 2. Thomas. Walsh og
Latchford
Áhorfendur, 2800
XXX
Sporting Braga — Hibernian (Malta) 5—0
Mörk Sporting, Gordo 4 og l.ito
Áhorfendur 7