Morgunblaðið - 14.09.1978, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 14.09.1978, Qupperneq 40
FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1978 Bensínlítrinn í 167 krónur Flutningsgjöld skipafélaga hækka um 12% EINHVERN næstu daga mun bensín hækka. en ríkisstjórnin mun enn eiga eftir að fjalla um hækkunina og ákveða hvenær hún skuli koma til framkvæmda. Hver lítri bensíns mun kosta 167 krónur, en til þessa hefur bensín- litrinn kostað 145 krónur. Hækkunin ncmur 15.2%. Þessar upplýsinnar fékk Morgunblaðið í gær á skrifstofu verðlagsstjóra. Búizt er við að ríkisstjórnin muni fjalla um þessa hækkun á fundi í dag eða á morgun, en hækkunin stafar af gengisfalli krónunnar og eins af hækkunum erlendis. Þá mun gasolía, sem notuð er á dísilbíla, hækka í 69 krónur lítrinn, en lítrinn hefur kostað til þessa 63 krónur. Til húsahitunar verður gasolía seld á 49.70 krónur lítrinn. Þá mun skipafragt einnig hækka á næstunni. Undanfarin ár hafa skipafélögin fengið 68% af gengisbreytingunni inn í gjald- skrár sínar, þar sem litið er svo á að það hlutfall sé greitt í erlendum gjaldeyri. Hækkun flutningsgjalda skipafélaganna verður nú vegna gengisbreytingarinnar um 12%. Endurálagningin: Byrjað á félögunum Ingi Björn Albertsson skorar mark Valsmanna í leiknum gegn Magdeburg í gærkvöldi. Mark þetta jafnaði leikinn, 1 — 1, sem urðu síðan lokatölur leiksins. (ljósm. Emilia) Fry sta síldin f rá í f y rr a seldist ekki öll í E vrópu „VIÐ erum svona rétt að byrja álagningarvinnuna, en gerum okkur ckki fyllilega ljóst hversu mikil vinna þetta verður, þótt ljóst sé að þetta kostar mjög mikla vinnu bara í sambandi við atvinnureksturinn,“ sagði Gestur Steinþórsson skattstjóri í Reykja- vík. er Mbl. spurði hann í gær um álögur samkvæmt bráðabirgða- lögunum. „Okkur er skorinn knappur tími,“ sagði Gestur. „Því fyrsti gjalddaginn er 1. nóvember og það þýðir að við verðum að vera tilbúnir að skila af okkur í vélavinnslu 10. október. Við munum byrja á félögunum í atvinnurekstrinum og það verður bara að koma í ljós, hversu mikil vinna þetta nákvæmlega er.“ Gestur sagði að nýjar álögur á félögin kostuðu „heilmikla handa- vihnu, því við verðum að finna tekjur þeirra eða tap og þá einnig fyrri töp, auk þess sem við verðum að fara í allar fyrningarnar. Þegar við erum búin með félögin tökum við fyrir einstaklinga í atvinnurekstri, sem einnig verður mikil vinna, en varðandi ein- staklinga utan atvinnureksturs er málið miklu einfaldara, því að þeirra gjaldstofnar eru allir fyrir hendi í skýrsluvélum og því er hægt að láta vélarnar vinna allt verkið gagnvart þeim.“ TÍU þúsund króna spariskírteini ríkissjóðs, sem gefin voru út í 1. fl. 1966 og 20. þessa mánaðar verða á lokagjalddaga fást nú innleyst fyrir 307.330 krónur og er þar um að ræða höfuðstól, vexti, vaxta- vexti og verðbætur. Upphaflega voru í þessum flokki gefin út spariskirteini að upphæð 50 milljónir króna og samkvæmt SAMKVÆMT þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið aflaði sér í gær, hefur ekki enn tekizt að upplýsingum Seðlabankans er nú eftir að innleysa 29 milljónir króna af upphaflegu nafnverði þessara bréfa og nemur inn- lausnarverð þeirra nú samtals um 890 milljónum króna. Sem fyrr sagði er 20. þessa mánaðar loka- gjalddagi skírteina í 1. fl„ 1966 og bera skírteinin hvorki vexti né verðbótum frá þeim degi. selja alla þá frystu sfld í Evrópu, sem íslendingar seldu þangað á s.l. ári, og er sfldin enn í birgðageymslum, en alls fóru 1000 — 5000 lestir á Evrópumark- að. Astæðan fyrir því að ekki hefur tekizt að selja síldina á almennum markaði mun vera sú, að það verð sem greitt var fyrir síldina, var of hátt til þess að hinn almenni neytandi sæktist eftir henni, og NAUTAKJÖT lækkar í smásölu að meðaltali um nær 23% frá og einnig hefur verið boðið mikið af frystri síld á lægra verði frá Kanada, en alls seldu Kanada- menn rösklega 100 þús. tonn af frystri síld til Evrópu á s.l. ári. Síldin þaðan er almennt ódýrari en frá Islandi, fyrst og fremst sökum þess að hráefnisverð er þar miklu lægra en hér. Það sama er að gerast á saltsíldarmörkuðun- um, þar ryðjast Kanadamenn fram og Undirbjóða íslendinga. | með föstudeginum vegna niður- I fellingar söluskatts og aukinna niðurgreiðslna ríkissjóðs á nauta- kjöti. Niðurgreiðslur ríkissjóðs á nautakjöti aukast verulega eða á fyrsta verðflokki úr 150,60 krón- um upp í 450 krónur, niður- greiðslur á öðrum verðflokki hækka úr 135,60 krónum í 400 krónur. Hvert kfló af nautakjöti í 2. verðflokki í heilum og hálfum skrokkum kostaði áður í smásölu 1370 krónur en kostar eftir lækkunina 1062. Hryggstykki úr afturhluta, steik úr 2. verðflokki kostar nú alveg um 2200 krónur hvert kfló en kostaði áður 2.847. Enn er ekki lokið haustverðlagn- ingu á sauðfjárafurðum en ætlun- in var að nýtt verð á þeim tæki gildi frá og með næsta föstudegi og þá yrði einnig felldur niður söluskattur á kindakjöti og niður- greiðslur þess auknar. Að sögn Gunnars Guðbjartssonar, for- manns Stéttarsambands bænda, var í gærkvöldi ekki alveg ljóst hvort nýja verðið yrði tilbúið fyrir helgi, en enn hefur ekki tekist að ljúka verðlagningu á ull og gærum og eftir er að ákveða sláturkostn- að. Hefur verðlagning á ull og gærum nú verið rædd við við- skiptaráðherra en ullarverksmiðj- urnar telja sig ekki geta greitt hærra verð heldur en nú er greitt. Er gert ráð fyrir að ríkisstjórnin fjalli um þetta mál í dag. Óvænt áhrif bráðabirgðalaga ríkisstjórnarinnar: Lægstu taxtar BSRB lækka frá fyrri lögum KOMIÐ hefur í Ijós, að lægstu flokkar í launatöflu opinberra starfsmanna, BSRB, lækka í launwm við nýju bráðabirgða- lögin frá því sem var sam- kvæmt gömlu bráðabirgðalög- unum. 10. neðstu flokkar í launatöflu BSRB lækka og er munurinn mestur um 12 þús- und krónur. Ríkissjóður greiddi um siðustu mánaðamót samkvæmt bráðabirgðalögum fráfarandi ríkisstjórnar og samkvæmt yfirlýsingu Tómas- ar Árnasonar, sem hann gaf í gær, verður mismunurinn dreginn af og gerður upp við næsta launaútreikning, 1. októ- ber. Um miðbik launatöflu BSRB í 15. flokki, 3. þrepi hækka launin hins vegar mest og fara þar talsvert upp fyrir launatöflu samkvæmt gömlu bráðabirgðalögunum. en síðan lækkar mismunurinn úr því og um 27. launaflokk fer nýja launataflan aftur niður fyrir þá gömlu og í efstu flokkunum cr launalækkunin um 5 þús. kr. Ástæðan fyrir því að þessi mismunur kemur í ljós, er að fastir starfsmenn ríkisins fá laun sín greidd fyrirfram. Þessi áhrif verða hins vegar víðar í þjóðfélaginu, en ASI-félagar fá laun sín greidd eftir á, svo að launþegar á almennum vinnu- markaði verði ekki varir áhrifa bráðabirgðalaganna og geta ekki borið þau saman við áhrif bráðabirgðalaga fyrrvbrandi ríkisstjórnar. Þeir starfshópar, sem verða fyrir launalækkun eru talsvert fjölmennir. Skiptir þar mestu starfsfólk sjúkrahúsa og skrifstofufólk á lægstu töxt- um. Sem dæmi má nefna að sjúkraliðar eru starfshópur, sem verður fyrir lækkun. I bráðabirgðalögum ríkis- stjórnarinnar segir að leiðrétta beri þann mismun, sem kann að koma upp. Verður það gert um næstu mánaðamót, en nýju lögin gilda frá 10. september, þannig að það eru aðeins % hækkunar eða lækkunar, sem þörf er á að verði endurgreidd. Meðaltalshækkun vegna bráðabirgðalaganna á launum almennt er 9 til 9%%, þar af stafa 3 til 314% af áfangahækk- unum á grunnkaup, en 6% stafa af hækkun vísitöluþaks. Meðal- talshækkunin er hins vegar svipuð í krónutölu og orðið hefði samkvæmt gömlu lögunum, en auk launahækkana nú kemur niðurereiðsla og niðurfelling söluskatts á matvælum launþeg- um til góða, sem svarar um 7,9% í verðbótavísitölu. Þótt launa- hækkun sé misjöfn til launþega, kemur sú kjarabót öllum laun- þegum til góða. Mestur fjöldi launþega innan launþegafélags, sem verður fyrir mestri skerð- ingu nú, er innan Bandalags háskólamanna, þar sem víða verður lækkun frá bráðabirgða- lögum fyrri ríkisstjórnar. Meðaltalshækkun opinberra starfsmanna verður meiri en allra launþega, sem er 9 til 914%, eða um 11%. Samkvæmt gömlu lögunum hefði meðaltals- hækkun ríkisstarfsmanna orðið 814%. ASÍ-félagar tapa hins vegar 14% frá gömlu lögunum, verkamenn 114 %, verzlunar- menn 3%, en iðnaðarmenn hagnast um 1%. 10 þús. kr. 1966 nú 307.330 kr. Nautakjötið lækkar um 23%

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.