Morgunblaðið - 07.10.1978, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1978
7
„Ritbuir
og þaöan
af verra
Dabjört S. Höskulds-
dóttir, frambjóöandi
Framsóknar á Vestur-
landi, skrifar harðorða
grein í Tímann 4. október
sl., bar sem hún tekur
flokkssystkini sín í
Reykjavík á hné sér og
veitir beim ráðningu. Hún
segir m.a. „En allt hefur
sínar dökku hliðar, og
ekki er allt jafn skemmti-
legt sem á síöum blaðs-
ins (Tímans) hefur komið
nú í sumar. Á ég Þar við
Þaö ritbull sem nokkrir
góöir og gegnir fram-
sóknarmenn í Reykjavík
hafa látið sér úr penna
renna, andstæðingum
flokksins til óblandinnar
ánægju. Hver á fætur
öörum hafa Þeir komið
fram í blaöagreinum og
ásakað hver annan um
óheilindi og Þaðan af
verra ... Og kannski er
Það orðið Ijóst, hvers
vegna Framsóknarfl. tap-
aöi meira í Reykjavík en
annars staðar á landinu.
Þaö má merkilegt vera ef
sumir Þeir menn, sem
skrifað hafa Tímann nú í
sumar og segjast vera
framsóknarmenn hafa
unnið heilshugar í
kosningabaráttunni ...“
o.sv.fv. o.sv.fv.
„Kjaftavaöall
og ásakanir"
Alfreð Þorsteinsson, fv.
borgarfulltrúi, svarar
frúnni í Tímanum í gær.
Hann segir m.a.: „Það er
ekki ónýtt að búa í
forréttindakjördæmi eins
og Vesturlandi Þar sem
1968 atkvæði nægja til að
koma tveimur mönnum
inn á AlÞingi meðan 7000
atkvæði Framsóknar-
manna í Reykjavík og
Reykjanesi nægja aðeins
fyrir einum Þingmanni...
heildaratkvæðamagn
flokksins í síðustu
Úrklippa (tvenndarkeppni) úr Tímanum.
kosningum var um 21
Þúsund atkvæði og út á
Það fengust 12 Þingmenn
... 14 Þúsund lands-
byggðaratkvæði færa
flokknum 11 Þingmenn
en 7 Þúsund í Reykjavík
og Reykjanesi skila
aðeins einum.“ — „Fram-
sóknarmenn í Reykjavík
og Reykjanesi eru orönir
langÞreyttir á kjaftavaöli
og ásökunum frá fólki
eins og Dagbjörtu
Höskuldsdóttur um
ódugnað og leti ...
Framsóknarmenn í
Reykjavík og Reykjanesi
muni ekki fremur en aðrir
sætta sig við að atkvæði
Þeirra vegi ekki Þyngra,
allra sízt nenna Þeir að
hlusta til langframa á
kaupfélagsmaddömur
með margfalt atkvæðis-
vægi hneykslast á mál-
efnum í Þeirra kjördæm-
um“. — Mættum við fá
meira að heyra?
„Ég kaus þig,
en sveikst
þú mig?“
Staksteinum hefur
borizt eftirfarandi frá
kennara í Reykjavík, sem
kveöst hafa kosið flokk
menntamálaráðherra, en
kann ekki lengur að meta
flokkinn né ráðherrann:
„Syngist með tilÞrifum
hægt og fullt af til-
finningu undir Því góða,
gamla lagi, sem kennt er
viö hann Óla skans.
Tílefni: Ummæli
menntamálaráöherra í
sjónvarpsfréttum síðla
dags hins annars í
mánuði október:
Ragnar minn, Ragnar minn
rósrauöi-réöherrann,
ég kaus Þig, en sveikst Þú mig?
hverjum er aö kenna
aö viö veröum aö hefja baróttu
í kjaramólum, launamálum,
hvar er Þín kommasól?
ÓÞekktur kennari“.
jHtöáur
GUÐSPJALL DAGSINS.
Matt. 22..
Brúðkaupskla'öin.
fF a moraun LITUK DAGSINS.
Grænn. Litur vaxtar og
þroska.
DOMKIRK JAN: Ferming og
altarisganga kl. 11 árd. Séra Þórir
Stephensen. Ferming og altaris-
ganga kl. 2 síðd. Séra Hjalti
Guðmundsson.
ÁRBÆJARPRESTAKALL:
Barnasamkoma kl. 10.30 árd.
Guösþjónusta kl. 2 e.h. í safnaöar-
heimili Árbæjarsóknar. Séra
Guðmundur Þorsteinsson.
ÁSPREST AKALL:
Fermingarguðsþjónusta í Laugar-
neskirkju kl. 2 síðd. Séra Grímur
Grímsson.
BREIÐHOLTSPRESTAKALL:
Fermingarmessa í Bústaöakirkju
kl. 2 e.h. Altarisganga. Barnasam-
komur: í Ölduselsskóla laugardag
kl. 10.30 árd. og í Breiðholtsskóla
sunnudag kl. 11 árd. Séra Lárus
Halldórsson.
BÚST AÐAKIRK JA:
Fermingarmessa kl. 10.30. Barna-
samkoma í Bústöðum kl. 11 (Ottó
A. Michelsen og Guðmundur
Hansson). Fundur í Æskulýðsfélagi
Bústaðasóknar sunnudagskvöld.
Altarisganga þriðjudagskvöld kl.
8.30. Séra Ólafur Skúlason, dóm-
prófastur.
DIGR ANESPREST AK ALL:
Barnasamkoma í safnaöarheimil-
inu við Bjarnhólastíg kl. 11.
Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl.
2. Ferming — altarisganga. Séra
Þorbergur Kristjánsson.
FELLA- OG HÓLAPRESTAKALL:
Laugardagur: Barnasamkoma í
Hólabrekkuskóla kl. 2 e.h. Sunnu-
dagur: Barnasamkoma í Fellaskóla
kl. 11 árd.
Guösþjónusta í safnaðarheimilinu
að Keilufelli 1 kl. 2 síðd. Séra
Hreinn Hjartarson.
GRENSÁSKIRKJA: Guösþjónusta
kl. 11. Ferming og altarisganga.
Organleikari Jón G. Þórarinsson.
Séra Halldór S. Gröndal.
HÁTEIGSKIRKJA:
Barnaguðsþjónusta kl. 11. Séra
Arngrímur Jónsson. Guðsþjónusta
kl. 2. Ferming. Prestarnir.
HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11
árd. Séra Ragnar Fjalar Lárusson.
Fjölskyldumessa kl. 2. Séra Karl
Sigurbjörnsson. Lesmessa n.k.
þriöjudag kl. 10:30. Beöið fyrir
sjúkum. Séra Ragnar Fjalar
Lárusson.
LANDSPITALINN: Messa kl. 10.
Séra Karl Sigurbjörnsson.
L ANGHOLTSPREST AKALL:
Fermingarguðsþjónusta kl. 10.30.
Séra Árelius Níelsson. Fermingar-
guðsþjónusta kl. 13.30. Séra Sig.
Haukur Guðjónsson.
LAUGARNESKIRKJA:
Barnaguösþjónusta kl. 11. Messan
kl. 2 er í umsjá séra Gríms
Grímssonar. Sóknarprestur.
NESKIRKJA: Barnasamkoma kl.
10.30 árd. Séra Frank M.
Halldórsson. Guðsþjónusta kl. 11
árd. í umsjá séra Gísla
Jónassonar, skólaprests.
Fermingarmessa kl. 2 e.h. Ferm
verða þessi börn: Guðný Sigur-
þórsdóttir, Meistaravöllum 29,
Hjördís Magnea Guömundsdóttir,
Grandavegi 4, Jórunn Pálsdóttir,
Fossagötu 8, Þórunn Ásdís
Óskarsdóttir, Nesvegi 70.
Æskýlýösstarf Neskirkju: Vetrar-
starfið hefst n.k. mánudag 9. okt.
Opið hús frá kl. 19.30. Sóknar-
prestarnir.
DÓMKIRKJA Krists Konungs
Landakoti: Lágmessa kl. 8.30 árd.
Hámessa kl. 10.30 árd. Lágmessa
kl. 2 síðd. í dag kl. 2 síðd. verður
sungin sálumessa fyrir Jóhannesi
Páli páfa. Alla virka daga er
lágmessa og rósabæn kl. 6 síðd.
FÍLADELFÍUKIRKJAN:
Safnaðarguðsþjónusta kl. 2 síöd.
Almenn guösþjónusta kl. 8 síðd.
Kærleiksfórn til kristniboðsins.
Organleikari Árni Arinbjarnarson.
Einar J. Gíslason.
GRUND- elli og hjúkrunarheimili:
Messa kl. 10 árd. Séra Lárus
Halldórsson.
SELTJARNARNESSÓKN:
Barnasamkoma kl. 11 árd. í
félagsheimilinu. Séra Guðmundur
Óskar Ólafsson.
FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Messa
kl. 2 síðd. Organisti Sigurður
ísólfsson. Séra Kristján
Róbertsson.
HJÁLPRÆÐISHERINN:
Helgunarsamkoma kl. 11 árd.
Hjálpræðissamkoma kl. 20.30.
Ofursti Mollerin og frú tala og
stjórna ásamt deildarstjóranum.
KIRKJA Jesú Krists af síöari daga
heilögum (Mormónar) Samkoma
kl. 14 og kl. 15 í Austurstræti 12.
KAPELLA St. Jósefssystra í
Garðabæ: Hámessa kl. 2 síðd.
VÍOISTAÐASOKN:
Barnaguðsþjónusta kl. 11 í Hrafn-
istu. Séra Sigurður H.
Guðmundsson.
HAFNARFJARÐARKIRKJA:
Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Guðs-
þjónusta fellur niöur vegna
héraðsfundar. Sóknarnefnd.
FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði:
Barnasamkoma kl. 10.30 árd.
Safnaðarprestur.
KÁLFATJARNARKIRKJA:
Guðsþjónusta kl. 11 árd., viö
upphaf héraðsfundar Kjalarnes-
prófastsdæmis. Séra Kjartan Örn
Sigurbjörnsson prédikar og séra
Gunnar Kristjánsson þjónar fyrir
altari. Sóknarprestur.
KEFLAVÍKURPRESTAKALL —
NJAROVlKURPRESTAKALL:
„Opið hús“ í Kirkjulundi kl. 6 síðd. í
dag, laugardag. Sunnudagaskóli í
Keflavíkurkirkju kl. 11 árd. Séra
Ólafur Oddur Jónsson.
STOKKSEYRARKIRKJA:
Barnaguðsþjónusta kl. 10.30 árd.
Sóknarprestur.
GAULVERJABÆJARKIRKJA:
Guðsþjónusta kl. 2 síðd. Sóknar-
prestur.
STÓRÓLFSHVOLSKIRKJA:
Guösþjónusta kl. 11 árd. Séra
Stefán Lárusson.
SELFOSSKIRKJA:
Sunnudagsskóli kl. 11 árd. Messa
kl. 2 síöd. Sóknarprestur.
AKRANESKIRKJA:
Barnasamkoma kl. 10.30 árd.
Messa kl. 2 síðd. Séra Björn
Jónsson.
Jörðin Reynisvatn
í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur er til sölu. Land
512 ha. Jöröinni fylgir veiöiréttur í Úlfarsá.
Upplýsingar gefur
Þorsteinn Júlíusson hrl.
Skólavörðustíg 12.
Sími 14045.
VAKA'
félag lýðræðissinnaðra stúdenta.
Félagsfundur í Vökuhúsi, Hótel Vík, laugar-
daginn 7. okt. kl. 14.00.
Dagskrá: 1. desemberkosningar.
2. Kynning á vetrarstarfinu.
3. Önnur mál.
Vökumenn fjölmennum.
Allir áhugasamir velkomnir.
Stjórnin
HEILSURÆKTIN HEBA
Dömur athugið
Getum bætt viö nokkrum konum í leikfimitíma okkar 2
eða 4 sinnum í viku.
Hringið strax:
Sturtur, sauna, Ijós, sápa, shampoo, olíur og kaffi
innifaliö í verðinu.
Strangir megrunarkúrar og vigtað í hverjum tíma, nudd
eftir leikfimina.
10 tíma nuddkúrar
slökunar- og megrunarnudd.
Karlmenn athugið:
leikfimi á föstudögum fyrir karlmenn. íþróttakennari
Haraldur Erlendsson.
Opið í sauna og nuddi fyrir karlmenn eftir kl. 4 alla
föstudaga.
Innritun í síma 42360 og 86178.
Heilsuræktin Heba,
Auðbrekku 53, Kópavogi.
leitíð ekkí
longt yfír
skammt
Við vekjum alhygli á víðgerða- og þjónusnimiðsliið Ma/da
að Smiðshöfða 23.
Sérþjálfað starfslið og fullkomnasti ta'kjabúnaður trvggir
I. flokks þjónustu.
Smurstöð og varahlutaþjónusta á staðnum
Við minnum Mazda eigendur á að áríðandi er
að koma með bílinn í reglubundnar skoðanir
eihs og framleiðandinn mælir með.
ÞaðTrvggir lágmarksbilanatíðni
og hámarksendingu bilsins.
B/LABORG HF.
SMtDSHÖFDA 23 simar: 812 64 og 812 99