Morgunblaðið - 10.10.1978, Side 2

Morgunblaðið - 10.10.1978, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1978 Þurfa að vera 2 ár útí tíl að mega koma á bílnum heim í frí ISLENDINGAR sem búsettir hafa verið á erlendri Krund skemur cn tvö ár metja ekki t.d. í sumarleyfi sínu eða stuttri viðskiptaferð koma með til landsins bifreið, sem þeir hafa keypt erlcndis. Stafar þetta af strángri túlkun á auglýsingu um notkun heimiidar í 3. írrein laga um tollskrá, scm embættismenn segja að sé afleiðinK misnotkunar á heimildarákvæðunum til að komast hjá Kreiðslu innfiutniní'SKjalda. Samkvæmt 3. grein tollskrárlag- anna er fjármálaráðuneytinu heim- ilt að heimta ekki aðflutningsgjöld af bifreiðum og bifhjólum, innflutt- um af mönnum, sem hafa haft fasta 3 umferðar- slys í Reykja- vik -18 árekstrar UMFERÐARSLYS í Reykjæ vík í gær urðu 3. í einu tilviki sliisuðust farþegar bfla er lentu í árekstri, en í hinum tiivikunum var ekið á mann á Laugavegi við Hótel Esju og ekið var á dreng á Br^iðholts- braut. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar í Reykjavík urðu í gærmorgun 8 árekstrar, en 7 eftir hádegi og til kl. 19:30 og þá urðu fyrrgreind slys. Alls urðu því árekstrar á þessu tímabili 15 og þar af slys í þremur tilvikum. Einn árekstur varð síðan í gærkveldi. I Kópavogi varð einn árekst- ur í gær og einn ennfremur í Hafnarfirði. búsetu eflendis í a.m.k. 2 ár og hafa jafnframt ekki verið heimilisfastir hér á landi. Framangreind heimild gildir þó ekki lengur en í 3 mánuði frá komu farartækisins. Geta þeir einir vænzt framlengingar leyfisins er færa fyrir tollyfirvöldum fullgild- ar sönnur á að þeir hafi í fyrsta lagi ekki launaða atvinnu né reki hér atvinnufyrirtæki, hafi ekki tekið sér heimilisfang hér á landi og hafi ekki flutt búslóð sína hingað til lands. í 1. grein auglýsingar um notkun þessarar heimildar er síðan kveðið á um að aðilar sem hafi haft fasta búsetu erlendis í amk. 2 ár og hafa ekki jafnframt átt lögheimili hér á landi geti notið 3ja mánaða tollfrels- is á innfluttum bifreiðum og bifhjól- um, sem skráð séu erlendis og þeir flytji með sér til landsins. í auglýsingunni er ekkert fjallað um meðferð á málum þeirra sem veríð hafa erlendis skemur en 2 ár. Samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk í gær er þó auglýsingin túlkuð það strangt að tekið er með öllu fyrir að veita slíkt tímabundið tollfrelsi á bifreiðum þessara aðila. Þetta þýðir til að mynda að námsmaður sem á að baki nám í einn vetur og hefur fest kaup á bifreið ytra, má ekki koma á henni til lands í sumarleyfi, né heldur starfsmaður hjá íslenzku fyrirtæki erlendis, hafi hann unnið þar skemur en tvö ár. Embættis- menn segja ástæðuna fyrir þessari ströngu túlkun vera þá, að töluverð brögð hafi verið á misnotkun heim- ildarákvæða þessa. Fyrir hafi komið að námsmaður kæmi heim í sumar- leyfi á rándýrri bifreið en færi utan aftur með flugvél, svo að fjölskylda hans hér heima eða vinir fengju bifreiðina til afnota. Ljósm. Kat;nar Majrnússon Harðasti áreksturinn um helgina varð á mótum Reykjanesbrautar og Smiðjuvegar. Ashkenazy: Áréttar gagnrýni sína á Sinfóníuhljómsveitina NÝLEGA birtist í erlendu tíma- riti viðtal við Vladimir Ashken- azy píanóleikara og hljómsveitar- stjóra, þar sem er vikið að staríscmi Siníóníuhljómsveitar Meðallaun sjómanna skert um 32 þús. á mán. N/ERRI lætur að kjaraskerðing sjómanna sé tæplega 32 þúsund krónur á mánuði eftir fiskverðs- hækkunina. sem ákveðin var nú nýlega. Fiskverð hækkaði um 5%, en þurfti að hækka um 13.2% til þess að sjómenn héldu sama hlutfalli og aðrar vinnandi stéttir í landi. Er þá miðað við að aflamagn haldist hið sama og jafnframt er miðað við hækkanir kaupgjalds verkamanna í landi frá því í október. Hefur það ha'kkað um 45%. en kaupgjald sjómanna 34.7%. Vantar þá sjó- menn um 7.8% til þess að halda sama hlutfalli launa miðað við landverkafólk. Meðallaun sjómanna eru ein- hvers staðar um 4,9 milljónir króna á ári eða um 408 þúsund krónur á mánuði. 7,8% hækkun, sem sjómenn fengu ekki, en hefðu þurft til þess að halda hlutfalli sínu, er á grundvelli mánaðar- launa um 32 þúsund kr. Með þessum meðallaunum er átt við meðallaun sjómanna, hvort sem þeir eru á loðnuveiðum eða öðrum veiðum, en eins og fulltrúar sjómanna í verðlagsráði jafnan taka fram, þá er hér um mjög mismunandi tekjur að ræða meðal sjómanna og launamunur meiri en hjá nokkurri annarri stétt. Eins er vinnuframlag þeirra mjög mis- munandi og ef til vill meira en tíðkast hjá landverkafólki. Kjaranefnd fjallar um kennaradeíluna KJARANEFND tekur á næstunni fyrir beiðni, sem henni hefur borizt frá tveimur kennarasam- böndum, Sambandi grunnskóla- kennara og Félagi framhalds- skólakennara, um umsögn nefnd- arinnar um það hvort tillögur, sem þau hafa sent fjármálaráðu- neytinu til lausnar deilu þessara aðila við ríkisvaldið, séu í sam- ræmi við aðalkjarasamning þess- ara aðila og bókun sem honum fylgdi. í frétt ríkisútvarpsins í kvöld- fréttum sl. föstudag var fjallað um Þrír f orsvarsmenn Nautsins segja upp ÞRÍR af forsvarsmönnum Naustsins hafa sagt upp störfum hjá veitingahúsinu frá og með næstu mánaðamótum eftir því sem Mbl. hefur fregnað. í samtali við Mbl. í gær staðfesti Guðni Jónsson, skrifstofustjóri Nausts- ins, að hann hefði sagt upp störfum við veitingahúsið, svo og framkvæmdastjóri þess, Geir Zoega yngri, og matreiðslumeist- ari hússins, Ib Wessmann. Ástæðuna fyrir uppsögn sinni kvað Guðni vera óvissu þá sem ríkti um framtíð veitingastaðar- ins. Núverandi hluthafar Naustsins hafa um skeið reynt að fá fram endurnýjun á húsaleigusamningi í núverandi húsakynnum, eins og Mbl. hefur greint frá, en það hefur ekki tekizt. Húsaleigusamningur- inn rennur út um áramótin 1979-1980. deilu kennaranna og þar rakin ummæli Ragnars Arnarlds menntamálaráðherra á þingi Kennarasambands Norðurlands vestra en í fréttinni sagði svo orðrétt m.a.: „Menntamálaráð- herra sagði, að hann hefði fengið kjaranefnd til þess að koma saman og ræða málin. I morgun hefði málinu þokað svo á leið, að sínum dómi, að eftir fund kjaranefndar í dag síðdegis ætti lausn deilunnar að vera í sjónmáli og úrslitin að liggja fyrir strax eftir helgi." Benedikt Blöndal, formaður kjaranefndar, staðfesti hins vegar í samtali við Mbl. að það hefðu verið þessi tvenn kennarasamtök er óskuðu umsagnar kjaranefndar um tiltekið atriði, en hann tók það fram að hann vissi að mennta- málaráðherra léti sér annt um lausn málsins og hann hefði m.a. rætt við sig um þetta mál, þar sem hann hefði óskað eftir því að afgreiðslu þess yrði hraðað eins og kostur væri. Benedikt sagði hins vegar, að það hefði verið talið rétt af.gefnu tilefni að heyra sjónarmið fjármálaráðuneytisins í þessu máli og kvaðst hann eiga von á svari þess einhvern næstu daga. Annað væri ekki hægt að segja um þetta mál að svo stöddu. íslands. Segir Ashkenazy þar meðal annars. að hljómsveitinni sé tæknilega ábótavant, og þurfi að fara að hljóðfæraleikurunum eins og börnum. í viðtali, sem birtist á blaðsíðu 26 i Morgunblaðinu í dag, staðfestir Vladimir Ashkenazy að hann hafi látið þessi ummæli falla um leið og hann leggur á það áherzlu, að þau megi ekki skoða sem neikvæða gagnrýni heldur sem raunsætt mat á staðreyndum. Hann segir það skoðun sína að ekki sé nógu vel búið að Sinfóníuhljómsveit ís- lands, að hljóðfæraleikararnir séu misjafnlega á vegi staddir, um leið og hann nefnir sérstaklega þrjá hljóðfæraleikara, sem hann telur að skara framúr, þá Gunnar Egilsson, Pétur Þorvaldsson og Kristján Stephensen. Hann leggur á það áherzlu að ekki megi miða frammistöðu hljómsveitarinnar við það bezta sem gerist hjá stórþjóðunum, en segir hins vegar að skortur á samkeppni hljóti að vera eitt af því sem hái Sinfóníu- hljómsveit íslands. Þá leitaði Morgunblaðið til nokkurra forvígismanna Sinfóníu- hljómsveitarinnar og kemur þar fram að gagnrýni Ashkenazys sé ósanngjörn, um leið og deilt er á frammistöðu hans sjálfs sem hljómsveitarstjóra. Sjá nánar á bls. 26. ©' INNLENT Noregur og EBE semja um aflakvóta NOREGUR og Efnahagsbanda- lagið ákváðu í gær að hefja samningaviðræður um nýtt afla- kvótakerfi, sem mun fá strand- rfkjum í hendur aukið eftirlit með fiskstofnum sínum. Daninn Finn Olav Gundelach, fiskimálafulltrúi EBE, sagði á blaðamannafundi í Ósló að samn- ingaviðræðurnar mundu hefjast í Brussel 6. nóvember. Hann sagði að í viðræðunum yrði reynt að sneiða hjá fyrri mistökum — og virtist hafa átt við þann hátt sem hefur verið hafður á að hafa Norðmenn ekki með í ráðum við skiptingu aflakvóta EBE. Gundelach sagði í dag, að samráð yrðu höfð við Norðmenn áður en kvótarnir væru ákveðnir. Embættismenn segja að gott samstarf sé milli EBE og Noregs þótt Norðmenn ákvæðu að standa utan bandalagsins 1972. Albert Guðmundsson: „Ég vil engar breyting- ar, hvorki á skipulagi flokksins né forystu” „ÉG VIL engar breytingar, hvorki á skipulagi flokksins né forystu," sagði Albert Guðmunds- son, alþingismaður og borgarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins. er Morgunblaðið leitaöi álits hans á þeim hugmyndum. sem fram hefðu komið um breytt fyrir- komulag á forystu Sjálfstæðis- flokksins en Mbl. leitaði álits nokkurra trúnaðarmanna Sjálf- stæðisflokksins á þessum hug- myndum og birtast svör þeirra á bls. 14 og 15 í blaðinu í dag. Albert segir í svari sínu. „Skipulag Sjálfsta'ðisflokksins er gott — stefna flokksins er líka góð og allt tal um skipulagsbreyt- ingar og annað. sem átt hefur sér stað að undanförnu, er eingöngu vegna þess, að flokkurinn tapaði nokkru íylgi í síðustu kosning- um. bæði til sveitarstjórna og Alþingis.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.