Morgunblaðið - 10.10.1978, Page 13

Morgunblaðið - 10.10.1978, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1978 13 Jóhann E. Björnsson, forstjóri Ábyrgðar: Andartaks kæruleysi kostar ökumanninn nær 200 þús. kr. .......sJlflllf Akureyri — Mjölnir 5 :3 Keflavík — Austfirðir 4 ‘/2:3>/2 Staðan eftir 3 umferðiri 1 Taflf. Rvíkur 18 'á v. 2.-4. Akureyri 13 v. 2.-4. Mjölnir 13 v. 2.-4. Hafnarfjörður 13 v. 5. Kópavogur 12 'k v. 6. Keflavík 11 V. 7.-8. Hre.vfill 7'/2 V. 7.-8. Austfirðir 7'/2 V. Úrslit í 2. deildi 1. UMFERÐ: Vestfirðir — Húsavík 5 ‘/2 Vestm.eyjar — Mjölnir B 5 :1 Taflf. Rvíkur B — Vesturl. Ckl co Seltjarnarn. — Suðurland 3 :3 2. umferð: Suðurland — Húsavík 5'/2: '/2 Seltj.nes — Taflf. Rvíkur B 4 :2 Vesturl. — Mjölnir B 4 :2 Vestm.eyjar — Vestfirðir 3 :3 3. UMFERÐ: Seltjarnarn. — Mjölnir B 6 :0 Suðurl. — Taflf. Rvíkur B 4 :2 Vesturland — Vestfirðir 3'/2:2'/2 Vestm. eyjar — Húsavík 3'/2:2 V2 Staðan eftir 3 umferðiri 1. Seltjarnarnes 13 v. 2. Suðurland 12'/2 V. 3. Vestmannaeyjar 11 '/2 V. 4. Vestfirðir 11 V. 5. Vesturland 10 v. 6. Taflfélag Rvíkur B 7'/2 V. 7. Húsavík 3'/2 V. 8. Mjölnir B. 3 v. Skákstjóri í Munaðarnesi var Þorsteinn Þorsteinsson, stjórnar- maður í Skáksambandi Islands. - SS. Góð œfing fyrir Argentínu Heltfi Ólaísson. Reykjavíki Það var mjög snjöll hugmynd að láta tefla- fyrstu umferðirnar í deildakeppninni hér í Munaðarnesi og mér finnst þetta hafa heppnast framar vonum. Fyrir mig persónulega var mjög gott að fá tækifæri til þess að keppa hérna. Ég hý nú á Akureyri og þótt ég hafi stúderað skák vel að undan- förnu er ég alveg æfingalaus. Þetta var því góð æfing fyrir Ólympíumótið í Argentínu, sem ég tefli á seinna í mánuðinum. Eg hef ekkert teflt síðan í einvíginu gegn Hauki Angantýssyni ef undan er skilið World open mótið, en það tel ég nú varia með. í vetur tefli ég á svæðamóti, líklega í Sviss, og svo ætla ég að tefla í Lone Pine mótinu, svo það er eins gott að halda sig við efnið. Ég er ánægður með útkomuna hjá sveit T.rflfélags Reykjavíkur í þessari keppni og ég vona að við höldum titlinum sem við unn- um síðast. Undanfarnar vikur hefur mikil umferðarslysaalda gengið yfir höfuðborgarsvæðiö og daglega hefur eignatjón skipt milljónum króna. Slys sem leitt hafa til þjáninga eða dauða hafa verið tíðari og meiri í ár en undanfarin ár. Hvers vegna? Ekki er það færð eða veðurfari að kenna, hér hefur verið einmunatíð, bjart og gott veður óvenjuoft miðað við árstíma. Nei, orsakanna er fyrst og fremst að leita hjá ökumönnunum sjálfum, þeir virðast seint ætla að læra tillitssemi, kurteisi og aga í umferðinni. Flest umferðarslysin stafa af því, að ökumenn eru kærulausir í umferðinni, eru annars hugar og að þeir taka óþarfar áhættur. Þess ber þó að geta, að sem betur fer eru margir, já sennilega meirihlutinn, sem aka svo árum skiptir, án þess nokkurn tíma að lenda í umferðaróhappi. En aðrir eru árvissir tjónvaldar. Hver er skýringin? Orsakir umferðarslysa Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Reykjavík um orsak- ir umferðarslysa í umdæmi henn- ar það sem af er þessu ári kemur í ljós að um 35—40% allra árekstra orsakast af því, að ökumenn virða ekki stöðvunar- eða biðskyldu eða uniferðarrétt þeirra, sem frá hægri koma (hinn almenna um- ferðarrétt). Þetta er mjög hátt hlutfall og svona hefur þetta verið undanfarin ár. Einhvernvegin finnst manni, að ökujnenn geti auðveldlega bætt úr þessum aðal ágalla, aðalorsakavaldi árekstra. Hversvegna virða menn ekki umferðarréttinn? , Jú, þegar lesnar eru skýrslur um óhöppin eru skýringarnar oftast þessar: „Ég sá ekki bílinn" eða „hann var svo langt í burtu að ég hélt að ég mundi komast yfir eða inná götuna". Báðar þessar skýr- ingar eru raunar óafsakanlegar, ef málið er athugað: A. ÉG SÁ EKKI BÍLINN! - Hversvegna? Jú, vegna þess að ökumaðurinn var kærulaus við aksturinn, hann gáði ekki nógu vel að sér, sannfærði sig ekki um, að gatan væri í raun og veru auð og leiðin hindrunarlaus. Augnabliks meiri þolinmæði og aðgát hefði bjargað málinu! B. HANN VAR SVO LANGT í BURTU...! — Þarna er tekin óþarfa áhætta vegna vanmats á hraða. Ökumenn verða að fullvissa sig um, áður en þeir aka inn á götu, að þeir geti gert það án áhættu. Oft afsaka menn sig með því að segja að mótaðilinn hafi ekið á ólöglegum hraða. En sá sem ekur t.d. inn á aðalbraut verður að taka þann möguleika með í myndina, annað er ekki raunhæft, því að vitum öll að hraðinn er oft meiri en leyfilegt er. Ökumenn eiga að treysta á sjálfan sig en ekki aðra í umferðinni. Hvað kostar að lenda í árekstri? Hafa ökumenn hugleitt það, hvað það kostar hvern bíleiganda í beinum peningum að eiga sök á árekstri? Menn eru með bíla sína skyldutryggða og fá þannig bætt- ann þann skaða, sem þeir valda öðrum frá tryggingunni. Nýir og nýlegir bílar eru yfirieitt kaskótryggðir, þannig að eigand- inn fær einnig sitt eigið tjón bætt, fyrir utan þá sjálfsábyrgð sem hann hefur tekið á sig. Én sleppur hann svona vel, þegar öll kurl eru komin til grafar? Ekki er það nú alveg víst. Tökum til dæmis ökumann, sem á alla sök á árekstri, hann á meðalstóran, nýjan bíl (Cortinu, Mazda 929 eða Simca 1300) og er með bílinn kaskótryggðann með 68.000 króna sjálfsábyrgð. I fyrsta lagi þarf hann að greiða sjálfsábyrgð af ábyrgðartrygg- ingartjóninu, þ.e. tjóninu á hinúm bílnum, kr. 24.000. Hann fellur í bónus um 20% í ábyrgðartrygg- ingunni og það kostar hann 24.150 krónur að vinna upp bónustapið aftur. Hann greiðir 68.000 krónur af viðgerðarkostnaði eigin bíls (sjálfsábyrgð kaskó) og hann tapar bónusnum í kaskótrygging- unni, sem kostar hann 47.850 krónur að vinna upp aftur. Auk þess fær hann síðan sekt fyrir umferðarlagabrot, sem gæti numið 20—30.000 krónum. Samtals kostar það 181 — 194.000 krónur í peningum, fvrir utan alla þá fyrirhöfn og óþægindi vegna missis bílsins um skemmri eða lengri tíma, að hinn ólánsami ökumaður var eitt augnablik kærulaus í umferðinni. Er þetta ekki verðugt umhugsunarefni fyrir okkur öll, sem daglega ökum í völdunarhúsi umferðarinnar? Jóhann E. Björnsson. TOYOTA Söludeild og varahlutaverslun opna í dag á götuhæð eftir breytingar og endurbætur. Bætt aðstaða, betri þjónusta. •TOYOTA UMBOÐIÐ NÝBÝLAVEGI 8 KÓPAVOGI SÍMI44144 TOYOTA VARAHLLmR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.