Morgunblaðið - 10.10.1978, Page 18

Morgunblaðið - 10.10.1978, Page 18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTOBER 1978 18 Hörður Einarsson, stjómarformaður Reykjaprents hf.: „Hækkunin undir því sem raun- verulegar þarfir krefjast” VERÐLAGSDÓMUR Reykjavíkur tók í na'rmornun fyrir kæru verðlagsstjóra á hendur útgáfufélögum Vísis og Daghiaðsins, Reykjaprents hf og Dagblaðsins hf, fyrir að hækka verð blaðanna um 20% eftir aö verðlagsyfirvöld höfðu heimilað 10% hækkun. f gær komu fyrir dóminn af hálfu Dagblaðsins Björn Þórhallsson stjórnarformaður og Jónas Kristjánsson stjórnarmaður og ritstjóri. Tveir stjórnarmenn eru erlendis, Ilaukur Ilelgason og Axel Kristjánsson, og einn á sjúkrahúsi, Svcinn R. Eyjólfsson. Af hálfu Yísis komu fyrir dóminn Hörður Einarsson stjórnarformaður, Davíð Guðmundsson framkvæmdastjóri og stjórnarmennirnir Guðmundur Guðmundsson, Þórir Jónsson og Sigfús Sigfússon. Einn stjórnarmanna er erlendis, Ingimundur Sigfússon. í verðlagsdómi eiga sæti Sverrir Einarsson sakadómari og Egill Sigurgeirsson hrl. Lögmaður Dagblaðsins hf er Skúli Pálsson hrl., lögmaður Reykjaprents er Sveinn Snorrason hrl. og lögmaður verðlagsstjóra er Gísli ísleifsson hrl. Samkvæmt lögum um verðlagsmái eru viðuriög viö brotum á lögunum sekt allt að 500 þúsund krónum og ef sakir eru miklar og brot ítrekuð má dæma sökunaut f varðhald cða fangelsi allt að 4 árum og svipta má hann atvinnurétti um stundarsakir eða fyrir fullt og allt. Upptaka eigna samkvæmt 61. grein aimennra hegningariaga er og heimil. Blaðamaður Mbl. fylgdist með yfirheyrslum f verðlagsdómi í gærmorgun og fer hér á eftir endursögn af því sem þar fór fram> Framburður Björns Þórhallssonar Fyrstur kom fyrir dóminn Björn Þórhallsson viðskipta- fræðingur, stjórnarformaður Dag- blaðsins, Brúnaiandi 17, Reykja- vík, fæddur að Efri-Hólmi, Prest- hólahreppi, Norður-Þingeyjar- sýslu, 7. október 1930. Með honum var Skúli Pálsson lögfræðingijr Dagblaðsins. Björn kom fyrir dóminn kl. 9.15. Björn staðfesti, að hann væri stjórnarformaður Dagblaðsins og hefði verið það frá upphafi eða frá 1975. Hann staðfesti að lausasölu- verð og áskriftarverð Dagblaðsins hefði hækkað jafnfmikið og staðhæft væri í kæru verðlags- stjóra. Björn var næst að því spurður hvaða þátt hann hefði átt í því að ákveða umrætt verð. Sagði Björn að þegar kom til að ákveða nýtt verð á blaðinu eftir að verðlagsnefnd hafði samþykkt 10% hækkun hafi 'framkvæmda- stjóri Dagblaðsins hf verið kom- inn í sjúkrahús, en hann annast alla jafna þau mál er lúta að verðlagningu blaðsins. I fjarveru framkvæmdastjórans Sveins R. Eyjólfssonar hefi Jónas Kristjáns- son ritstjóri afgreitt málið. Sagði Björn að Jónas hefði haft sam- band við sig og hefðu þeir orðið ásáttir um að halda sinu striki, þ.e. hækka jafnmikið og segir í tilkynningu blaðanna til verðlags- nefndar, jafnvel þótt nefndin vildi ekki fallast á jafnmikla hækkun. Sagði Björn að venjan væri sú, að framkvæmdastjórinn annaðist þessi mál, þetta væri rútínumál, blöðin tilkynntu hækkun sem þau teldu nauðsynlega og síðan tæki það verð gildi. Taldi hann víst að Jónas hefði haft samband við Svein framkvæmdastjóra í sjúkra- húsinu og borið málið undir hann. „Ef við hefðum ekki hækkað blaðið um 20% hefðum við ekki getað haldið því úti nema skamm- an tíma,“ sagði Björn. Björn sagði aðspurður að ekkert samráð hefði verið milli Dagblaðsins og Vísis um hækkunina en taldi að báðir aðilar hefðu vitað afstöðu hvors annars í málinu. Nú var Björn að þvi spurður hvort hann væri tilbúinn að lækka verðið á blaðinu nú þegar kæra lægi fyrir. Þessu svaraði Björn: „Ég vil ekki leggja fram né styðja þá tillögu. Ég gæti alveg eins flutt tillögu um að leggja niður blaðið." Aðspurður kvaðst Björn ekki hafa handbærar tölur um lausa- sölu Dagblaðsins né fjölda áskrif- enda. Loks óskaði Björn eftir þvi, að dómarinn bókaði það, að álíta mætti að bak við ákvörðun verð- lagsnefndar sé sá tilgangur að hætt verði að gefa Dagblaðið út. Þegar yfirheyrslunni yfir Birni var lokið óskaði Skúli Pálsson, dómarinn bókaði að hann óskaði eftir að Björgvin Guðmundsson formaður verðlagsnefndar yrði kallaður til yfirheyrslu svo spyrja mætti hann um þessa tilteknu verðákvörðun og almennt um verðákvörðun á lesefni í landinu. Framburður Harðar Eínarssonar Klukkan 9,48 kom fyrir dóminn Hörður Einarsson lögfræðíngur, stjórnarformaður Reykjaprents hf, Seljugerði 9, Reykjavík, fædd- ur 23. marz 1938 í Reykjavík. Með honum var Sveinn Snorrason hrl., lögmaður Reykjaprents hf. Hörður staðfesti að hann væri stjórnarformaður Reykjaprents hf og hefði verið það síðan í júní 1977. Hann staðfesti að Vísir hefði hækkað í verði eins og getið væri í kæru verðlagsstjóra. Þvínæst út- skýrði hann hver háttur væri venjulega hafður á þegar dagblöð- in hækkuðu. Væri þá verðlagsyfir- völdum ritað bréf frá öllum blöðunum um það verð, sem þau teldu sig þurfa til þess að reksturinn stæði undir sér. Venj- an væri sú að verðlagsyfirvöld afgreiddu erindi blaðanna athuga- semdalaust og heimiluðu þeim þær hækkanir, sem þau teldu nauðsynlegar. Dómsforsetinn Sverrir Einarsson benti Herði þá á að í bréfi blaðanna til verðlags- stjóra frá í ágúst 8.1. stæði m.a., að miklar kostnaðarhækkanir hefðu orðið síðan blöðin sóttu um hækkanir síðast. Kvað Hörður þetta vera pennaglöp, þarna hefði átt að standa tilkynntu hækkanir síðast. Hörður var nú að því spurður hvort hann hefði átt í því að ákveða verðið á Vísi. Sagði Hörður að hann hefði tekið þessa ákvörð- un ásamt Davíð Guðmundssyni framkvæmdastjóra án þess að bera málið undir stjórnina. Hefði hann síðan gert stjórnarmönnum grein fyrir ákvörðuninni og jafn- framt skýrt þeim frá aðdraganda málsins og þeim kostnaðarhækk- unum, sem orðið hefðu frá því verðið var síðast ákveðið. Hörður kvaðst hafa minnt þá á að blöðin hefðu ævinlega talið sér heimilt, með stoð í 72. grein stjórnarskrár- innar, að ákveöa verð sitt. Verð- lagsyfirvöld hefðu ætíð látið verðl^igningu blaðanna afskipta- lausa og ótækt væri annað en láta reyna á þetta mál til þrautar. Voru allir stjórnarmenn sammála þessu að sögn Harðar, þ.e. Guð- mundur Guðmundsson, Sigfús Sigfússon og Ingimundur Sigfús- son en Þórir Jónsson var erlendis þegar þetta var. Hörður var þvínæst að því spurður hvers vegna hann og Davíð Guðmundsson hefðu talið rétt að halda fast við tilkynnt verð til verðlagsstjóra í ágúst en hlíta ekki ákvöðun verðlagsnefndar. Þessu svaraði Hörður í alllöngu máli og var svar hans í sex liðum. BaÓ dómsformaður Hörð í nokkur skipti að reyna að stytta mál sitt, þar sem þetta væri ekki málflutn- ingur. Hörður svaraði á þessa leið: 1. Aðalástæðan var fjárþörf blaðanna vegna gífurlegrar hækk- unar á tilkostnaði þeirra á því timabili, er síðustu verðákvarðan- ir þeirra voru miðaðar við. Þessar kostnaðarhækkanir eru veruleg- um mun meiri heldur en þær hækkanir, sem blöðin ákváðu. I heild má segja, að kostnaðar- hækkanirnar séu á bilinu 25—30%. Blaðahækkunin var hins vegar ákveðin aðeins 20%. Er því ljóst, að hækkunin nú var ákveðin undir því, sem raunverulegar þarfir kröfðust, en þar réði tillitið til markaðsaðstæðna. Meiri hækk- un í einum áfanga var vart talin framkvæmanleg, heldur yrði að jafna metin í fleiri áföngum. 2. Við teljum — og það hefur til þessa verið samdóma álit allra blaðanna —, að slík afskipti ríkisváldsins af málefnum blað- anna séu brot á prentfrelsis- ákvæði stjórnarskrárinnar, sem hefur þann tilgang að vernda tjáningarfrelsi í landinu. Alveg sérstaklega hlýtur stjórnarskrár- ákvæðið að veita ríka vernd, þegar slík afskipti stjórnvalda leiða fyrirsjáanlega til tapreksturs blaðanna og stefna tilveru þeirra beinlínis í hættu. 3. Ríkisvaldið hefur ekki áður skert frelsi dagblaðanna með þessum hætti, og það er komin löng hefð fyrir því, að stjórnvöld láti verðlag blaðanna afskipta- laust. Við töldum, að með því að blöðin beygðu sig nú undir fyrir- mæli stjórnvalda, sem fælu í sér tálmanir á prentfrelsi, væri skap- að háskalegt fordæmi, sem ekki væri verjandi að hætta á. 4. Allt annað ritað mál en dagblöðin hefur nú verið látið í friði af stjórnvöldum, hvort sem það eru erlend blöð eða innlend vikublöð, tímarit eða bækur. Yfirvöld hafa með réttu látið verðlag þeirra með öllu afskipta- laust, þó að þar sé um að ræða miklu meiri verðhækkanir heldur en þær, sem dagblöðin tilkynntu, í mörgum tilvikum meira en tvöfalt hærri. Við teijum það óviðunandi í lýðræðisþjóðfélagi, að dagblöðin, helzti vettvangur frjálsra skoð- anaskipta, séu þannig lögð í einelti. í því felst ólögmæt mis- munun, sem ekki einungis brýtur gegn prentfrelsisákvæði stjórnar- skrárinnar, heldur einnig gegn grundvallarreglum íslenzkrar stjórnskipunar og annarra lýð- ræðisríkja um jafnrétti. Við getum ekki sætt okkur við, að það verði gert að forréttindum útlendinga eða annarra að miðla piæntuðu máli á Islandi, en frjálsum dagblöðum verði gert ólíft í landinu með fjárhagslegum þvingunum. Gegn því ákváðum við að berjast af öllu okkar afli. 5. Þá teljum við samþykkt verðlagsyfirvalda ólögmæta einn- ig af þeirri ástæðu, að hún var gerð án nokkurrar málefnalegrar athugunar á þörf blaðanna, sem blöðin sjálf höfðu gert sér skýra grein fyrir. Venju samkvæmt sendu blöðin engin gögn með tilkynningu sinni til verðlagsyfir- valda, og verðlagsyfirvöld báðu blöðin ekki um nein gögn áður en þau gerðu samþykkt sína. Við töldum því samþykkt verðlags- yfirvalda hreina geðþóttaákvörð- un. ^ 6. Okkur var mjög vel um það kunnugt, að á meðan núverandi verðlagsmálaráðherra starfaði sjálfur við blaðaútgáfu var það eindregin skoðun hans, að afskipti ríkisvaldsins af verðlagi blaðanna væru óþörf og andstæð stjórnar- skrá. Þess vegna töldum við það sjálfgefið mál, að hann færi ekki úr ráðherrastóli að blanda sér með þessum hætti í málefni blaðanna, hvað þá með því að láta kæra til refsingar verðlagsbreytingar, sem hann vissi, að voru mjög í hófi og minni en kostnaðarhækkanir gáfu tilefni til. Að lestrinum loknum þakkaði Hörður dóminum auðsýnda þolin- mæði og svaraði þá Sverrir dómsformaður að full þörf væri á að þakka þolinmæðina! Hörður var spurður að því að lokum hvort Dagblaðið og Vísir hefðu haft samráð um að hækka blöðin. Sagði hann að svo hefði ekki verið en blöðin hefðu vitað um afstöðu hvors um sig til þessa máls. Framburður Guðmundar Guðmundssonar Klukkan 10.55 kom fyrir dóminn Guðmundur Guðmundsson for- stjóri (Trésmiðjan Víðir), Víði- völlum við Elliðavatn í Reykjavík, fæddur 4. iúní 1910 að Önundar- holti, Villingaholtshreppi, Arnes- sýslu. Guðmundur staðfesti að hann væri í stjórn Reykjaprents hf. Hann sagði að hið nýja verð hefði ekki verið ákveðið á stjórnarfundi heldur hefði Hörður Einarsson tilkynnt honum hvað til stæði og hefði hann jafnframt skýrt honum frá því hvaða kostnaðarhækkanir hefðu orðið í rekstri blaðsins. Kvaðst Guðmundur hafa verið samþykkur hækkuninni, þetta hefði verið lágmarkshækkun. Framburður Jóhannesar Þóris Jónssonar Klukkan 11.05 kom fyrir dóminn Jóhannes Þórir Jónsson fram- kvæmdastjóri (Sveinn Egilsson hf), Blikanesi 23, Garðabæ, fædd- ur 22. ágúst 1926 í Reykjavík. Þórir Jónsson staðfesti að hann ætti sæti í stjórn Reykjaprents. Hann sagði aðspurður að hann hefði verið erlendis þegar hið nýja verð var ákveðið og hefði hann fyrst vitað af málinu þegar hann las um það í blöðunum við heimkomuna. Hefði hann því ekki staðið að þessari ákvörðun á neinn hátt. Framburður Sigfúsar Sigfússonar Klukkan 11.10 kom fyrir dóminn Sigíús Sigfússon viðskipta- fræðingur (P. Stefánsson hf), Starhaga 6, Reykjavík, fæddur 7. október 1944 í Reykjavík. Sigfús staðfesti að hann væri í stjórn Reykjaprents h.f. Sigfús sagði að Hörður Einarsson hefði tilkynnt honum um verðákvörðun- ina. Hörður hefði jafnframt sagt honum hvernig staðan væri og hefði hann verið hækkuninni samþykkur, enda hefði rekstrar- hallinn á blaðinu orðið meiri en hann er í dag. Sagði Sigfús að Hörður hefði talið þörf á meiri hækkun en þessari. Framburður Davíös Péturs Guðmundssonar Klukkan 11.17 kom fyrir dóminn Davíð Pétur Guðmundsson framkvæmdastjóri Reykjaprents, Engjaseli 84, Reykjavík, fæddur 11. marz 1943 í Reykjavík. Davíð sagði aðspurður að hann og Hörður Einarsson hefðu tekið ákvörðunina um hækkun lausa- söluverðs og áskriftar Vísis. Sagði Davíð að 20% hækkunin hefði verið lágmarskhækkun vegna þeirra gífurlegu kostnaðarhækk- ana, sem orðið hafa í blaðarekstri. Davíð ítrekaði að orðalagið „sótt um“ í bréfi útgefenda hefðu verið pennaglöp, þar hefði átt að standa „tilkynnt um“. Sagði Davíð að- spurður að bréf þetta hefði verið skrifað á skrifstofu Morgunblaðs- ins. Davíð tók fram að sér virtist að verðlagsnefnd hafði tekið ákvörðun um verð blaðanna án þess að hafa nokkur gögn í höndum um rekstrarafkomu þeirra. Davíð vildi að lokum láta það koma fram, að hann hefði rætt við Svavar Gestsson viðskiptaráð- herra daginn sem hann tók við ráðherrastörfum, um hækkunar- þörf dagblaðanna. Sagði Davíð að ráðherrann hefði þá talið 20% hækkun sjálfafgreidda. Hins veg- ar vildi hann hafa samráð við meðráðherra sína áður en hann tæki ákvörðun. Sveinn Snorrason hrl., sem var viðstaddur yfirheyrslurnar yfir forráðamönnum Reykjaprents, óskaði bókað að hann óskaði eftir því að formaður verðlagsnefndar yrði kallaður fyrir dóminn til þess að bera vitni í málinu. Framburður Jónasar Kristjánssonar Klukkan 11.54 kom fyrir dóminn Jónas Kristjánsson ritstjóri Dag- blaðsins, Fornuströnd 2, Sel- tjarnarnesi, fæddur 5. febrúar 1940 i Reykjavík. Hann kom siðastur til yfirheyrslu og var Skúli Pálsson hrl. í fylgd með honum. Jónas staðfesti að hann væri í stjórn Dagblaðsins h.f. Hann staðfesti að verð Dagblaðsins hefði hækkað svo sem segir í kæru verðlagsstjóra. Kvaðst Jónas hafa haft frumkvæði að því í fjarveru framkvæmdastjórans og haft samráð við þá stjórnarmenn sem voru á landinu, Björn Þórhallsson og Svein R. Eyjólfsson, og hefði þetta verið sameiginleg ákvörðun þeirra. Hann sagði að Vísir og Dagblaðið hefðu ekki haft samráð um hækkunina, heldur hefðu blöðin vitað hvað til stóð hjá hinu blaðinu. Jónas kvaðst telja að sagan sýndi að verðlagsyfirvöld hefðu ekki áður haft afskipti af verðlagi dagblaða fremur en annars prentaðs máls, innlends og aðflutts. Þá sagði hann ennfremur að blöðin hefðu í ágúst látið reikna út áhrif verðbólgunnar á tilkostnað og tilkynnt hækkun, sem náði ekki alveg þeim tilkostn- aði, sem verðbólgan hafði valdið síðasta verðtímabil. Jónas sagði að eitt atriði hefði vegið þungt á metaskálunum þegar verðákvörð- unin var tekin, nefnilega það að lægra verð myndi fyrr eða síðar hafa leitt til þess að Dagblaðið hefði orðið að stöðva útkomu sína vegna tapreksturs, þar sem blaðið nyti engra styrkja af hálfu þess opinbera. „Ég óttast að afskipti stjórnvalda af málinu hafi einmitt m.a. þann tilgang að hnekkja veldi Dagblaðsins og rýra á þann hátt prentfrelsi í landinu á meðan ríkið styrkir önnur dagblöð beint og óbeint," sagði Jónas að lokum. - SS. Bjöm Þórhallsson, stjómarformaður Dagblaðsins hf.: „Hefðum aðeins getað haldið út í skamman tíma með minni hækkun” Ljósmynd Mbl. Émilía. Stjórnarformenn Rcykjaprents hf, Hörður Einarsson (t.v.), og Dagblaðsins hí, Björn Þórhallsson. bíða þess að yfirheyrslur hcfjist í verðlagsdómi Reykjavíkur í gærmorgun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.