Morgunblaðið - 10.10.1978, Page 19

Morgunblaðið - 10.10.1978, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1978 19 Horít yíir rústirnar. „ Ömurlegast að horfa á kýrnar og geta ekki leystþœr” 17 kýr og hestur drápust í milljóna tuga eldsvoða á Vötnum í Olfusi VATNABÓNDINN Eyjólfur Björnsson var að koma óskcmmdu heyi úr brunninni hlöðu sinni í iön úti á einu túninu þegar okkur bar að jfarði Vötnum í Ölfusi í gær, en 17 kýr þeirra hjóna á Vötnum drápust í eldsvoða á laugardagskvöld, er fjós, hlaða og hesthús brunnu til kaldra koia. Búið var að koma hræjunum' fyrir en einnig drapst hestur í brunanum. í þessum bruna var iífsviðurværi þeirra hjóna slegið af, en tvíbýli er á Vötnum, 6 manna fjölskylda Eyjólfs sem rak búið og fjögurra manna fjölskylda. Tjónið af völdum eldsvoðans er tugir milljónir króna, en sjálfsíkveikja mun hafa orðið í heitu heyinu. „Ég fór úr fjósinu klukkan 9 á laugardagskvöld og það var heldur í seinna lagi miðað við venjulega, en þá var allt í iagi í gripahúsunum," sagði Eyjólfur. „Það var síðan rétt fyrir klukk- an 12 á miðnætti að eg var vakinn og tilkynnt um eldinn, en maður í bíl sem var á leið um varð eldsins var. Ég hringdi strax í slökkviliðið í Hveragerði. Síðan fór ég strax út í fjósið og komst inn í það að sunnanverðu þar sem venjulega er gengið inn en hávaða norðan rok var á. Ég hélzt ekki við inni í fjósinu og varð að hörfa út undan reykn- um, en þó sá ég að kýrnar stóðu allar og voru furðu rólegar. Ég reyndi þá að fara inn um aðrar dyr hlöðumegin, en í þann mund hrundu þær í eldinum. Skömmu síðar sá ég tvær yngstu kýrnar koma á mikilli fart út úr fjósinu og hafa þær einhvern veginn getað leyst sig úr básunum sem þær voru í innst í fjósinu. Alls voru 19 kýr í fjósinu og það voru því 17 sem drápust. Önnur kýrin sem slapp brenndist aðeins á júgrum og var svolítið snoðuð í hársvörð. í hesthúsinu við hlöð- una var einn hestur sem ekki varð bjargað og mikið af heyinu í hlöðunni gjörónýttist, en ég átti um 35 kýrfóður af heyi.“ „Hvernig kemur þetta tjón út fjárhagslega?" „18 kýr voru tryggðar og 800 hestburðir af heyi, en allur húsakostur var lágt tryggður þar sem um gömul hús var að ræða. Þetta er því gífurlegt tjón, en maður verður að sjá hvað kemur út úr þessu hjá tryggingunum áður en maður getur frekar rætt þær hugmyndir manns að byggja þetta upp. Þó ég fengi kýr nú hef ég enga aðstöðu til að hirða þær í vetur, en þetta skýrist vonandi fljótlega. Ég náði að bjarga 14 kálfum og geldkvígum úr kálfahúsi, en við urðum hreinlega að reka kálf- ana út í kuldann. Það var ömurlegt að sjá gripahúsin og hlöðuna í ljósum logum en Eyjólíur Björnsson bóndi á Vötnum. ömurlegast var að komast inn til kúnna og horfa á þær, en geta ekki leyst þær.“ Grannar Eyjólfs voru að aðstoða hann í gær við að koma heyjum í galta og hreinsa til á svæðinu, sem er flakandi sár eftir brunann. Tjónið er a.m.k. 30—40 milljónir króna. Þótt kýr og hluti af heyforðanum sé tryggt má gera sér í hugarlund hve mikið tjón er hér um að ræða fyrir fólkið í Vötnum og þá er rekstrartjónið ekki síður mikið um leið og kippt er stoðum undan lífsviðurværi fólksins. — á.j. Kálfar og geldkvígur sem unnt var að slcppa úr Séð yíir hlöðurústirnar heim að bænum Vötnum. gripahúsunum gengu í töðuna á túninu í gær. Ljósmyndir Mbl. Emilía. „ Unga fólkið gengur markvisst fram í trúnnVy Rætt við tvo gesti Fíladelfíusafnað- arins sem standa fyrir Biblíuskóla ÓLAFUR Ólafsson úr byggðum Vestur-Islendinga og dr. Robert Thomson kennari og prédikari standa fyrir Biblíuskóla á vegum Fíladelfíusafnaðarins á næstunni og hefjast Biblíulestrar í dag kl. 5. Verða tvær samkomur daglega kl. 5 og 20.30 í tva“r vikur nema á mánudögum og föstudögum. Allir eru velkomnir á þessar samkom- ur. en Guðni Einarsson mun túlka mál dr. Roberts. í spjalli við þá Ólaf og dr. Robert í gær kvaðst Ólafur, sem talar lýtalausa íslenzku, vera fæddur í Kanada, en foreldrar hans voru bæði fædd á íslandi. Faðir hans var Þorgrímur Ól- afsson úr Borgarfirði og móðir hans var Guðrún Rósa Þorsteins- dóttir af Suðurlandi. Ólafur hefur bæði hér heima og vestan hafs stofnað sjóð til styrktar ungu fólki sem vill afla sér menntunar í Biblíufræðum og hafa íslenzk ungmenni hlotið styrk í því tilefni. Þá hefur Ólafur séð um kaup á upptökutækjum fyrir söfnuðinn hér og mun tækið skila kassettum með upptöku á sam- komum í lok þeirra, þannig að samkomugestir geta, ef svo má segja, tekið samkomurnar með sér heim. Ólafur kvaðst hafa starfað á vettvangi Krists i 45 ár og hann bar fyrir kveðjur hingað frá söfnuðinum úti og öðrum löndum þar. „Landinn fyrst," sagði Ólafur að væri viðkvæði sem sér líkaði. Dr. Robert Thomson hefur ritað 8 bækur um trúmál og kenningar Biblíunnar og tvær þeirra hafa verið gefnar út á almennum bókamarkaði en sex eru notaðar sem kennslubækur og uppsláttar- bækur í kristnifræðslu. Ólafur kvað dr. Robert hafa verið mikla blessun fyrir marga á þeim slóðum sem hann starfar. Dr. Robert hefur samið mikið af kristilegum söngv'um, bæði texta og tónlist en hann leikur á píanó. Aöspurðir kváðu þeir félagar ungt fólk í dag hafa meiri áhuga á kristinni trú en ungt fólk fyrir 20 árum. „Unga fólkið í dag er mjög gáfað og ákveðið og þegar það hefur eignast trúna þá gengur það markvisst fram,“ sögðu þeir félag- ar um leið og þeir vildu hvetja sem flesta til þess að taka þátt í samkomunum í Fíladelfíu. Ljósmynd Mbl. RAX. Ólafur Ólafsson. dr. Robert Thomson og Daníel Glad starfsmaður Fíladelfíu. Svöðusár á úlnlið 18 ára piitur slasaðist töluvert á handlegg föstudag þegar smergilskífa gekk inn í úlnlið hans og tók m.a. í sundur slagæð. Slysið varð laust eftir hádegið. Pilturinn stóð í stiga, sem reistur hafði verið við gafl húss við Ægisgötu. Var pilturinn með slípirokk og var á honum smergil- skífa. Vann pilturinn við það að slípa sprungur á gaflinum en gaflinn átti að mála. Slípirokkur- inn gekk til í höndum piltsins og gekk smergelskífan djúpt inn í vinstri úlnliðinn. Þrátt fyrir að mikið blæddi úr sárinu tókst piltinum að komast hjálparlaust r Utvarpssaga í bókarformi UT er komin skáldsagan „Reynt að gleyma" eftir Arlene Corliss. Hefur Axel Thorsteinsson rithöf- undur þýtt bókina, en sjálfur las hann sögu þessa í Utvarpinu fyrr á þessu ári. Er bókin rúmlega 200 blaðsíður. Kápumynd hennar teiknaði Kjartan Guðjónsson, en bókin er prentuð hjá Leiftri en Bókaútgáfan Rökkur hér i bænum gefur hana út. niður stigann og kalla á hjálp. Var hann fluttur á slysadeild Borgar- spítalans til aðgerðar. Afmæli Á SUNNUDAGINN var. 8. októ- ber. varð Kristjón Kristjónsson forstjóri. Reynimel 23. sjötugur. — Ilann hefur undanfarið verið erlendis. —

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.