Morgunblaðið - 10.10.1978, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.10.1978, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 10. OKTÓBER 1978 33 Tðnhvísl eftir GUÐMUND EMILSSON ef ráöuneytið gerir það ekki: Hvað er tónlistarsafn? Hvernig eru slík söfn rekin erlendis? Hvaða tilgangi á tónlistarsafn á íslandi að þjóna? Hvar er þörfin brýnust? Hvers eðlis er hún? Erum við að tala um rannsóknarbókasafn eða almenningssafn? Um lokað safn eða opið? Á það að höfða jafnt til allra starfs- og aldurshópa? Erum við að tala um eitt móðursafn með litlum útibúum, eða mörg smærri söfn um land allt? Menningarverömæti á vonarvöl Svo eru aðrar spurningar sem svara verður nú þegar: Eru menningarverömæti að fara for- görðum fyrir framan nefið á okkur? Verðmæti sem bjarga verður í dag ella sé það um seinan? Svarið er játandi. Tónlistarfulltrúi menntamálaráðuneytisins upp- lýsti á títtnefndum fundi, að sér hefði borist bréf fyrir um ári frá Smára Ólasyni tónlistarmanni, þess efnis, að hann teldi að ákveðnar segulbandsspólur úti í bæ sem geymdu óbætanlegar tónminjar lægju fyrir skemmdum og hefðu gert um margra ára skeið. Samt eru böndin að sögn í höndum skólagenginna minja- varða. Smári ku hafa bent menntamálaráðuneytinu á, að nægilegt væri að féfesta í 500 þúsund króna apparati til að komast hjá eyðilegginu hljóðrit- ana þessa. Enn hefur ekkert verið gert í þá veru að því er virðist. Guðmundur Gilsson vara-tón- listarstjóri Útvarps, upplýsti einn- ig, að mjög merkilegt safn segul- þráða frá ákveðnu tímabili tónlist- arsögu þjóðarinnar væri órann- sakað og ósnertanlegt vegna skorts á tækjabúnaði. Guðmundur taldi safnið ekki í hættu. Skiptar skoðanir eru hins vegar uppi um það hvort plötusafn Útvarpsins frá fyrstu starfsárum stofnunar- innar, en það er geymt í pappa- kössum „I Síberíu", liggi fyrir skemmdum eður ei. Lokaorö Fleiri hlutir, munir og minjar allt í kringum okkur, bíða þess að menn „uppgötvi" þá á hanabjálk- um og reki í rogastans. En áður en til þess kemur getum vi alténd glaðst yfir því að einhverjir skuli hafa tekið þá stefnu að hefjast handa við varðveiðslu þeirra. Hitt er ekki síður mikilvægt og tíma- bært, að koma á laggirnar almennu tónlistarsafni, tónlistar- mönnum og tónlistarunnendum til gagns og gamans, og tónlistinni í landinu til framdráttar. * • • Það skal að lokum tekið fram, að forsendur þær sem undirritaður studdist við í ritun þessarar greinar eru eins óhlutdrægar og mannlegur breiskleiki hans er megnugur að handleika. Forðast var að fordæma. Stuðst var við opinberar aðgerðir, eða aðgerðar- leysi, almennan fund þar sem öllum var heimilt að taka til máls, og loks blaðaviðtal. Tilgangurinn var aö varpa ljósi á embætti, en ekki manninn sem gegnir því, nema þá óbeinlínis. Hafi hér verið farið með fleipur skal það fúslega leiðrétt. Ferðaleikhúsið, sem einnig starfar undir nafninu The Summ- er Theatre. er nýlega komið heim úr leikför til Skotlai Is. þar sem það tók þátt í Edinborgarhátíð- inni. Mbl. hafði tal af Kristínu Magnús og var hún fyrst spurð um móttökurnar í Skotlandii — Það var afskaplega vel tekið á móti okkur. og allt fyrir okkur gert. Við höfðum fimm sýningar í Traverse-leikhúsinu. sem er stór- merkilegt leikhús fyrir margra hluta sakir. Því er mjög vel stjórnað og f jölbreytni í sýninga- vali. Leikhúsið hefur starfað að mér skilst í um 35 ár. lftið leikhús með mikla starfsemi. Sýningar okkar voru allar haldnar í síðustu viku hátíðarinnar svona þegar heldur er f arið að draga úr aðsókn. en á Edinborgarhátíðina. sem er hin stærsta í heimi. koma þúsundir manna alls staðar að og einhver sagði mér að í ár hefðu verið yíir 5000 sýningar á allri hátíðinni. Verkin sem Ferðaleikhúsið Úr Euphemíu> Björg Árnadóttir. Kristín Magnús og Karl Guðmundsson. Ferðaleikhúsinu boð- ið aftur til Skotlands Spjallað við Kristínu Magnús sýndi eru eftir Odd Björnsson og sýnd undir samheitinu Oddities. Þau eru einþáttungarnir Euph- emía, sem áður hefur verið sýnd undir nafninu Amalía, Jóðlíf og Aríetta, en síðasti einþáttungur- inn er nýr og var því frumsýndur ytra. Auk Kristínar Magnús tóku þátt í sýningunni, Oddur Björns- son höfundur og leikstjóri, Halldór Snorrason, sem annaðist Ijós og sviðs'oúnað. Magnús Halldórsson annaðist hljóðeffekta og leikar- arnir Björg Árnadóttir, Karl Guðmundsson og Jón Júlíusson og Steinvör Hermannsdóttir dansari. Leikmyndirnar þrjár gerði Jón Svanur Pétursson. — Nú fólk virtist skemmta sér vel á sýningunum, sagði Kristín, alla vega klappaði það vel fyrir okkur í lok hverrar sýningar og hefur leikhússtjórinn boðið Ferða- leikhúsinu að koma aftur með aðra sýningu til Traverse, — og það hefði hann varla gert nema af því hann hefur verið ánægður með frammistöðu okkar. En aftur á móti höfðu gagnrýnendur nokkuð- misjafnar skoðanir á verkum Odds Björnssonar. Gagnrýnandi blaðs- ins Evening News áleit Jóðlíf mjög vel skrifað verk og sérstaklega skemmtilegt, en hann kunni'ekki eins vel að meta hina tvo einþátt- ungana. Gagnrýnandi Allen Wright frá The Scotsman áleit hins vegar Aríettu bezt skrifað og skemmtilegast af þessum þremur verkum Odds. Að okkur Oddi undanskildum minntust gagn- rýnendur ekki á frammistöðu leikara né annarra þátttakenda sýningarinnar. Kristín var spurð hvernig henni fyndist að fara með sýningar af þessum toga til annarra landa: — Ég geri mér ljóst að það er meiri áhætta að leggja upp með sýningu af þessu tagi til flutnings erlendis, en t.d. það efni sem Light nights hefur uppá að bjóða. Af margra ára reynslu veit ég að enskumælandi þjóðir hafa gaman af ýmsu þjóðlegu efni okkar, en þegar kémur að íslenzku leikriti er eins og það sé meira happdrætti. Hver þjóð virðist hafa sinn ákveðna smekk í þeim efnum. En til að forðast misskilning vil ég taka fram að þessi orð mín þýða ekki það að ég hafi ekki lengur áhuga á því að flytja íslenzkt leikrit erlendis, því fer fjarri. Kristín sagði það vera mikla vinnu fyrir lítinn leikhóp að koma upp sýningu sem þessari, sérstak- lega þegar litlir sem engir opin- berir styrkir væru veittir til slíks. Hún var spurð hvernig ferðin hefði verið undirbúin: — Ég byrjaði að leggja drög að þessari uppfærslu í nóvember í fyrra. Síðan fórum við Halldór til Edinborgar í janúarlok til fundar við leikhússtjóra Traverse og ráðamenn Edinborgarhátíðarinn- ar. Febrúar og marzmánuðir fóru í undirbúning og ferðalag til Banda- ríkjanna með sýningar Light nights, en þegar heim var komið byrjaði stríðið að manna sýning- una. Ráðamenn Leikfélags Reykja- víkur veittu Karli Guðmundssyni leikara leyfi til að vera með okkur í þessari uppfærslu, Björg Arna- dóttir leikkona, sem búsett er í London, kom heim til að æfa með okkur og Steinvör Hermannsdótt- ir, dansari, sem býr í Edinborg, tók einnig þátt í sýningunni er út var komið, svo að listafólkið kom víða að, en alls vorum við 9 sem stóðum að henni. skriftir, skipulagsstörf, útfyllingu flutnings- og atvinnuleyfa og símhringinga milli landa. Jafn- framt vorum við Halldór, Magnús og ég með 27 sýningar á Light nights á Loftleiðahótelinu og þar fyrir utan rekur Halldór fyrirtæki sitt frá kl. 9 að morgni til 19 að kvöldi og ég hef (að sjálfsögðu mínum húsmóðurstörfum að sinna. — Með þessari upptalningu er ég ekki að kvarta, síður en svo, ég vil vinna þessi störf. Þetta er svipuð vinna og tíðkast hjá erlendum atvinnuleikhópum, mun- urinn er bara sá að þeir eru með opinbera styrki í stærri tölum en ég þori að nefna hér. Við erum langt á eftir öðrum þjóðum í þessum málum. Nú liggja fyrir boð frá 3 erlendum leikhúsum að FESTIVAL Icelandic theatre leaves one cool If t thought that one of our theatre companies could go to Reykjavik and give a per- formance in Icelandic, then I would feel much freer to criti- cise this production. Visitors who do us the honour of speak- ing our language do not deserve to be abused, but it is difficult to be enthusiastic about the programme which the Summer Theatre of Iceland have brought to the Traverse. "Oddities" 'íSr a singularly apt title for this curious triple bill by Oddur Bjómsson who, we are told, is the' " roost uni- versal" of Iceland's contem- porary playwrights. Unfortunately his work is not "universai" in thc ourgoing sense. Ir is not distinctively By ALLEN WRICHT " Oddities " : Traverse lcelandic in situation and character and yet worldwide in íts application. Rather has he absorbed ideas and styles irom other countries. These three piays are so derivative that one can almost identify their sources in Ionesco's " Bald Prima Donna," Beckett's "Happy Days." and — wait for it — Coward's " Bltthe Spirit." If these are the authors who wouid appear to have had the greatest Influence on him. it is hardly sufprising that the last play; which is called " Arietta," is the most entertaining. It is about a middle-aged man who brings a girl to his house where the ghost of his foriiicr love is playing the piano and getting up to al! sorts of mischief. With some wtt and subtlety, it raises the question of whether it is the phantom or the girl who genuineiy exists. Existence ls aiso the theme of " Volk Life"-a duologuc between twins in the womb who frivolously discuss the possibility of life after birth. The best line ín this play is spoken by " Foetus I " when she stands up and exclaims. " I bumped my head against the world." The opening play of the triu left me numb. hut Kristin Magnus not only acts with assurance ln each play, she seéms to preside over all of them. — í maímánuði hófust æfingar á Jóðlífi, einnig þurftum við Karl, Oddur og ég ásamt fleirum að þýða Amalíu yfir á ensku og Oddur umsklrifaði Aríettu fyrir leiksvið þar sem það var upphaflega skrifað sem sjónvarpsleikrit. Eg var á sama tíma að undirbúa og koma saman Light nights sýning- unum fyrir sumarið. í júní var svo gert hlé á æfingum vegna sumar- leyfa, en Karl hélt áfram að þýða Aríettu yfir á ensku og vélrita öll handrit. Æfingar á Oddities hóf- ust hinn 19. júlí og stóðu þar til frumsýnt var í byrjun september sl. Búningar, hárkollur og munir fengnir að láni víða um borgina, útbúa þurfti segulbandsupptöku og margt fleira. Á þessum tíma tók Oddur við starfi leikhússtjóra Leikfélags Akureyrár. Björg sauraaði og útbjó leikbúninga, Jón Svanur teiknaði, málaði og gerði þrjár leikmyndir, Magnús sonur minn tók útstillingamyndir, fram- kallaði og stækkaði þær sjálfur og ég sat löngum stundum við bréfa- Ferðaleikhúsið, komi og haldi sýningar. Ekkert væri okkur kærara en að verða við þeím óskum, en til að undirbúa og setja upp slíkar sýningar þurfum við fjárstyrk eins og aðrar menning- arstofnanir njóta. Hvað er F'erðaleikhúsið gamalt? — Það var stofnað fyrir 13 árum og hefur starfsemi þess aldrei verið meiri en nú. Við höfum komið upp 3 uppfærslum á þessu ári; í febrúar var farið með nýja uppfærslu á Light nights til Bandaríkjanna sem um 2500 manns sáu og hlaut hún einróma góða dóma. Önnur uppfærsla á Light nights var fyrir erlenda enskumælandi ferðamenn í Loft- leiðahótelinu, níunda árið í röð og 27 sýningar eins og ég gat um áðan og þriðja uppfærslan var Oddities með fimm sýningar. Hvað næst? — Ég hefi nógar hugmyndir, sagði Kristín, en það lifir bara enginn á hugmyndunum einum saman. Hér fer á eftir kafli úr gagnrýni blaðsins Evening News: „Þessir þrír einþáttungar sem Sumarleikhúsið frá íslandi færði upp á hátíðinni í Traverse hefðu varla getað hlotið betra samheiti. Leikritunum þremur, sem öll eru skrifuð á ensku, stjórnar Oddur Björnsson, sem er sagður vera sá rithöfundur landsins „sem nær hvað mestum hljómgrunni erlend- is", en verk hans eru samt sem áður ekki auðskilin. „Jóðlíf" er greinilega frumlegast og skemmtilegast þessara þriggja verka, en þar er um að ræða samtal tveggja fóstra í móður- kviði. Verkið er vel uppfært, líflega skrifað og umfram allt fyndið. Hin verkin eru Aríetta og Euphemia. Það er sorglegt að efniviðurinn stóð ekki undir því sem lofað hafði verið sem „stór- kostlegri hugmynd". En kannski má kenna um menningarlegu sambandsleysi." Síðan er tilfærð gagnrýni úr blaðinu The Scotsman: „Ef ég héldi að eitt leikfélaga okkar gæti farið til Reykjavíkur og haldið þar sýningu á íslenzku þá væri mun auðveldara fyrir mig að gagnrýna þessa uppfærslu. Gestir sem gera okkur þann heiður að mæla á okkar eigin tungu eiga ekki skilið að vera skammaðir, en það er líka erfitt að hrífast af þessari efnisskrá, sem íslenzka sumarleikhúsið færði okkur í Traverse. „Oddities" er mjög vel viðeig- andi titill fyrir þessi einkennilegu verk Odds Björnssonar, sem að því er okkur hefur verið tjáð er mest „alheimslegur" íslenzkra nútíma- leikskálda. Því miður eru verk hans ekki „alheimsleg" í beinum skilningi. Þau eru ekki sér íslenzk, hvorki kringumstæður né manngerðir, en veraldarvíð. Fremur hefur hann gleypt við hugmyndum og stíl frá öðrum löndum. Þessi þrjú leikrit leiða hugann að því að uppruna þeirra sé að leita í „Bald Prima Donna" eftir Ioneseo, „Happy Days" eftir Beckett og „Blithe Spirit" eftir Coward. Ef þessir þrír höfundar hafa haft mest áhrif á hann þá er það ekki undarlegt að síðasta verk sýningarinnar, Aríetta, skuli hafa verið það skemmtilegasta. Það fjallar um miðaldra mann, sem kemur heim með stúlku, þar sem fyrir er ástmey hans afturgengin, sem leikur á píanó og hefur ýmis hrekkjarbrögð í frammi. Fyndni og skarpskyggni sem kemur fram í verkinu leiðir þá spurningu af sér hvort það sé vofan eða stúlkan sem séu þáð raunverulega. Tilveran er einnig umræðuefnið \ Jóölíf, en það er samtalsþáttur milli tvíbura í móðurkviði, sem ra'ða með léttúð hugsanlegt líf eftir fæðingu. Beztu setninguna í verkinu segir Jóð 1 þegar það stendur upp og og hrúpar. „Ég rak hausinn í heiminn." Eg sat dofinn eftir fyrsta verkið, en Kristín Magnús leikur ekki eingöngu af öryggi í hverju verki heldur ber hún höfuð og herðar yfir hina."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.