Morgunblaðið - 14.10.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.10.1978, Blaðsíða 1
40 SlÐUR OG LESBÓK 234. tbl. 65. árg. LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Ullsten leitar til vinstri og hægri Nýkjörinn forsætisráðherra Svía, Ola Ullsten, á fundi frjálslyndra eftir atkvæðagreiðsluna í þinginu. Flokksbróðir hans óskar honum gÓÖS gengÍS. Símamynd AP Frá (réttaritara MurKunblaðsins í Stokk- hólmi. Önnu Bjarnadóttur. í gær. OLA Ullsten var kjörinn næsti forsætisráðherra Svía á sænska þinginu í morgun, föstudag. Sósíaldemókratar og Miðflokkur- inn sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. 39 greiddu atkvseði með en 66 greiddu atkvæði á móti tilnefning- unni og 215 sátu hjá. Alls sitja 349 fulltrúar á þingi Svía. Á blaðamannafundi í dag var Ola Ullsten, formaður Þjóðarflokksins, ekki tilbúinn til að segja hverjir yrðu ráðherrar í minnihlutastjórn hans. Búizt er við að hátt hlutfall ráðherranna verði konur og að stjórnin verði ekki aðeins skipuð stjórnmálamönnum. Ullsten var ekki heldur tilbúinn til að gefa upplýsingar um stefnumál stjórnarinnar nú, en sagðist hafa upplýsingar um hvort tveggja næst- komandi miðvikudag. Samkvæmt stjórnarskránni náði Ullsten kjöri þar sem þingmeirihluti greiddi ekki atkvæði gegn honum. Ullsten sagði seinna á blaða- mannafundi að stjórn hans mundi leita eftir samvinnu við flokka til vinstri jafnt sem hægri. Hann sagði Framseld Haag, 13. október. Reuter. TVEIR vestur-þýzkir hryðju- verkamenn sem hafa setið í holienskum fangelsum voru í dag framseldir V'estur-Þjóðverj- um og sendir til Vestur-Þýzka- lands með þyriu í kvöld. Hryðjuverkamennirnir eru Christoph Wackernagel og Gerd Schneider, bæði úr Rauða hern- um (RAF). Þau voru flutt til Kölnar. Samningsdrög lögö fr am í W ashington Washinuton. 13. okt. Rcuter. AP. BANDARÍKJAMENN hafa lagt fram samningsdrög sem miða að því að sætta þann ágreining sem enn er uppi milli ísraelsmanna og Egypta um friðarsamning og til- laga þeirra sýnir hvað þeir taka mikinn þátt f viðræðunum. Eins og Cyrus Vance utanríkis- ráðherra sagði „miðaði viðræðun- um vel áfram“ í dag þótt viður- kennt væri af beggja hálfu að enn rfkti ágreiningur um nokkur atriði. Vance lagði samningsdrögin form- lega fyrir sendinefndir ísraelsmanna og Egypta í gær og báðir aðilar samþykktu samstundis að þau yrðu notuð sem grundvöllur samningavið- ræðnanna að sögn George Shermans, opinbers tálsmanns ráðstefnunnar. ítölskum páfa PáfaKnrAi. 13. okt«ibrr. AI*. KARDINÁLAR rómversk-kaþólsku kirkjunnar ráðfærðust formlega í sfðasta skipti f dag fyrir hina leynilegu kosningu sem hefst á morgun um eftirmann Jóhanncsar Páls páfa I og fimm kardinálar voru taldir koma helzt til greina — allir ítalir. Kardinálarnir eru sagðir mjög rólegir fyrir kosninguna og sagt er að engin spenna sé í loftinu eins og fyrir kosningu Jóhannesar Páls I. Þeir hafa kynnzt vel, eru sagðir skilja hver annan vel og fréttir um hugmyndafræðilegan ágreining milli þeirra eru kallaðar ýkjur. Heimildir í Páfagarði herma að páfakjörið taki líklega skamman tíma og að kardinálarnir hallist að því að næsti páfi, hinn 263. í röðinni, verði Itali. Þó eru kardinálar utan Evrópu í fyrsta skipti í meirihluta — 56 á móti 55 — gagnstætt því sem var í sumar. Kardinálarnir eru alls 126 en aðeins 111 eru undir áttræðu og með kosningarétt. Filipiak kardináli Boleslaw í Póllandi lézt í gær. Þeir fimm ítölsku kardinálar sem koma helzt til greina eru: Giovanni Benelli, erkibiskup í Flórenz, Pericle Felici, sérfræðingur í kirkjulögum í Páfagarði, Uco Poletti, staðgengill páfa, Giuseppe Siri, erkibiskup í Genúa, og Salvatore Pappalardo. En samkvæmt tölvuspá blaðs í Genúa er líklegasta páfaefnið Gio- vanni kardináli Colombo, erkibiskup í Mílanó. Samkvæmt tölvuspá Chicago-háskóla í gær kemur helzt til greina Corrado Ursi, erkibiskup í Napoli. Sjá nánar á bls. 19. Hann gaf í skyn að samningsaðil- um hefðu verið send samningsdrögin eftir diplcmatískum leiðum áður en viðræðurnar hófust. Sherman skýrði ennfremur frá því að þótt athyglin beindist fyrst og fremst að tvíhliða sámningi Israels- manna og Egypta væri einnig til umræðu framkvæmd annars sam- komulags fundarins í.Camp David er miðar aö lausn Palestínuvandamáls- ins. . Hann vildi ekkert' um það segja hvort eitthvað hefði miðað í átt til’ samkomulags um samning á breiðari grundvelli en kvaðst aðeins vilja leggja á það áherzlu að Vance utanríkisráðherra liefði rætt við báða samningsaðila um framkvæmd slíks samnings sem síðar yrði gerður. Vance er i forsæii viðræðnanna sem miða að þvi áð ísraelsmenn hörfi frá herteknu egypzku yfirráða- svæði og leggja grundvöll að brott- flutningi ísraelsmanna síðar meir frá vesturbakka Jórdanár. ísraelski utanríkisráðherrann, Moshe Dayan, sagði þegar hann var að því spurður hvernig viðræðurnar gengju: „Vel“. En hann bætti við: „Okkur var sagt að segja ekkert." að leitað yrði eftir samvinnu við sósíaldemókrata í vissum málum, en stjórnin gæti einnig starfað með hægri mönnum. „Minnihlutastjórn verður að vinna út frá miðju,“ sagði hann um stjórn sína, eina hina veikustu í álfunni. Ullsten sagði að ef hann hefði myndað samsteypustjórn hefði hann orðið að standa í „tvöföldum samningum", fyrst við samstarfs- flokkana og síðan í þinginu. Hann viðurkenndi að hann yrði einnig að leita eftir stuðningi pólitískra and- stæðinga og sagði að flokkur hans mundi ekki leggja fram tillögur sem hlytu að verða felldar á þingi. Hann viðurkenndi líka að valdið hefði færzt frá stjórninni til þingsins. Olof Palme, leiðtogi sósíaldemó- krata, sagði að borgaraflokkarnir hefðu ekki getað myndað stjórn, þeir hefðu ekki viljað að sósíaldemókrat- ar mynduðu stjórn og að boðað yrði til kosninga og því hefði flokkur hans setið hjá. „Binda verður enda á þróun sem grefur hægt og bítandi undan ríkisstjórn landsins," sagði hann. Thorsten Larsson, talsmaður Mið- flokksins, sagði að flokkur hans hefði talið að Ullsten mundi standa við stefnuyfirlýsingu fyrrverandi stjórnar, „en vegna ólíkrar afstöðu í orkumálum gátum við ekki greitt stjórninni atkvæði." Bertil Lidgard úr Hægri flokknum sagði að Þjóðarflokkurinn hefði sagt skilið við þriggja flokka samstarfið en bætti því við að hægri menn kynnu þó að styðja viss frumvörp Þjóðarflokksins á þingi. fljúga yfir Beirút þo Bei Beirút. 13, október. AP. CAMILLE Chamoun. einn helzti leiðtogi kristinna manna í Líbanon, bauð í dag palestínskum skærulið- um undir forystu Yassers Arafats „friðsamlega sambúð" ef þeir héldu sig utan við árekstra Sýrlendinga og kristinna manna. ísraelskar könnunarþotur flugu í dag yfir Beirút þar sem umferð milli hverfa kristinna manna og múhameðstrúarmanna var í lág- marki vegna skothríðar frá leyni- skyttum. Þó særðust aðeins fimm, færri en nokkru sinni Elias Sarkis forseti fór til Beiteddin, 40 km suðaustur af Beirút, til að undirbúa fund sem utanríkisráðherrar Arabaríkja er leggja til hermenn í friðargæzluliðið hefja þar á sunnudag. í Genf sagði sérlegur fulltrúi SÞ í málum Libanons, Sadruddin Aga Khan, að brottflutningur sýrlenzkra hersveita gæti valdið „tómarúmi sem gæti hugsanlega leitt til blóðbaðs”. Hann sagði að Sýrlendingar yrðu að vera um kyrrt að sinni, og um það væru allir sammála að eitthvert varnarlið þyrfti að vera til staðar. „Einvígid happdrætti núna,” segir Korchnoi Baguio. 13. okt. AP. Routor. Áskorandinn Viktor Korchnoi bætti við sig enn einum vinningi í einvíginu við heimsmeistarann Anatoly Karpov í dag þannig að þeir eru orðnir jafnir með fimm vinninga hvor og þeir eiga að tefla sjöttu skákina sem getur ráðið úrslitum á morgun en henni getur verið frestað. „Ég held áfram að berjast," sagði Korchnoi þegar hann hafði sigrað heimsmeistarann í dag. Hann sagði að þegar staðan væri 5:5 væri „einvígið núna orðið happdrætti". Aðspurður hvort hann mundi tefla til sigurs í næstu skák þótt hann hefði svart sagði hann: „Hví skyldi ég reyna að sigra,“ og gaf í skyn að hann mundi tefla varlega og taka enga áhættu. Síðustu þrjú töp Karpovs hafa fylgt í kjölfar heimsókna þriggja sovézkra skákfrömuða sem komu til að fagna sigri hans. Þegar staðan var 5:2 kom Evgeny Vasiukov stórmeistari frá Ind- landi þar sem hann sigraði á móti. Síðan kom forseti sovézka skák- sambandsins, geimfarinn Vitaly Sebastianov. Karpov tapaði aftur. I gær kom sovézki íþróttaráðherr- ann Viktor Yvonin. Aftur tapaði Karpov. Raymond Deene, aðstoðarmað- ur Korchnois, segir að áskorand- inn standi miklu betur að vígi eftir þrjá síðustu sigra sína. Korchnoi sagði í dag að staðan í síðustu skákinni hefði verið jafn- teflisleg þegar hún fór í bið í gær, „en mér tókst að sigra með hjálp aðstoðarmanna minna." Keene kvað þá hafa rannsakað stöðuna til morguns og fundið smámöguleika á sigri sem hefði nægt Korchnoi til að vinna. Áður en Korchnoi gekk til hvílu taldi hann sig geta sigrað og sagði: vNúna ætla ég að tefia til sigurs." I dag sagði hann: „Ég held að Karpov sé farinn að þreytast," og bætti við: „Núna erum við jafnir og höfum jafnmikla möguleika." eftir Korchnoi brosir breitt sigurinn í 31. skákinni. Símamynd AP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.