Morgunblaðið - 14.10.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.10.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1978 15 — Og við hverju viltu vara þá? — Ekki drekka mikið vín, svar- ar hún umsvifalaust. — Heldurðu að æskan sé á villigötum núna? — Nei, hún er góð. — Þú lest ennþá bækur, Hvaða bækur? — Bara eitthvað sem ég fæ af safninu. Og hún tínir fram bókar- titla: Aldnir hafa orðið, Endur- minningar Óskars Clausen, Hús- freyjan á Sandi, Æfisögu Hall- gríms Kristinssonar ... — Hver er besta bókin, sem þú hefur lesið? — Það er ekki gott að vita það. — En hvað er skemmtilegast á ævi þinni? — Að hitta góða menn — og konur, skrifar hún. — Hvaða menn? — J-a, hann Stefán Jónsson arkitekt, frænda minn í Reykjavík. Og forsetann ... — Ert þú ánægð með líf þitt? — Já, Guði sé lof. — Vildir þú breyta einhverju, ef þú gætir? — Mundi ég breyta? Nei, Nei, þetta er allt gott. Mér hafði verið sagt að Kven- félagið á Blönduósi ætlaði að hafa kaffiveitingar kl. 2 á afmælisdag Halldóru. Hún kvaðst ætla að fara upp og heilsa upp á gestina. Á 104 ára afmælinu í fyrra hélt hún sjálf ræðu, þakkaði fyrir sig og skálaði við gesti sína. Nú kveðst hún vera búin að biðja prestinn um að þakka fyrir sína hönd. Þykir það sýnilega vissara. En ekki er að vita hvað Halldóra gerir, þegar þar að kemur. — Hvað langar þig ti, að fá í afmælisgjöf? — Ég þarf ekki neitt. Ég hefi allt, svaraði hún og var ófáanleg að óska sér neins. Á náttborðinu má sjá að vinir hennar muna éftir henni, færa henni súkkulaðitungur og sherry og á hverju ári fær hún sendan geitaost frá Noregi, sem vinkona hennar geymir og færir henni bita af öðru hverju. Síðast þegar ég átti við Halldóru langt viðtal um ævi hennar í tilefni 100 ára afmælis hennar, ræddum við nokkuð um vistaskipt- in, sem hún kvaðst þá ekki kvíða, þeim mundi hún bara taka eins og öllu öðru, sem fyrir hana hefði komið í 100 ár. Þegar ég ympraði á því við hana nú, svaraði hún stutt og laggott: . — Það kemur seinná! — Þú ætlar kannski að verða 110 ára? spurði ég. Og Halldóra brosti prakkaralega og kinkaði kolli. Og bætti því við að hún kviði engu, þakkaði guði allt. — Hvar er ritvélin þín? — Hún er niðri á safni, þar sem allt dótið mitt er, svaraði Hall- dóra. Hlín er þar öll og allt, sem ég hafði að segja í henni. Það er gott að eiga ykkur öll með að líta eftir dótinu, sem er þar. Ég hefi beðið piltana um að líta vel eftir því, hann Kristin Pétursson, Sigurð frænda á Geitaskarði og fleiri. Það er gott að vita af því að það er gert. Þetta er merkilegt safn um margt. Nú var Halldóra orðin þreytt. Næstu spurningu minni svaraði hún afgerandi me'ð undirskrift sinni á blaðið, um leið og hún þakkar fyrir komuna. Viðtalinu var lokið. Það var kvitt og klárt, eins og allt sem hún hefur gert um ævina. Hún hefur alltaf vitað hvað hún vildi, ákveðið sjálf hvenær skyldi hætta. Halldóra minntist á munina sína, sem hún hefur ráðstafað til Heimilisiðnaðarsafnsins á Blöndu- ósi (utan það sem hún hafði áður gefið Búnaðarfélaginu, sem eru mest heimilisiðnaður og íslenzkir búningar). Þar hefur safnnefnd, sem Þórhildur ísberg veitir for- stöðu, komið upp Halldórustofu, sem búin er alveg eins og herbergi Halldóru voru á Héraðshælinu. Þar hafði hún síðustu áratugina tvö herbergi, full af íslenzkum munum og hlutum, sumum sögu- legum og meðal þeirra listaverk unnin af íslenzkum konum. Enda mun beiðni hennar um samastað þar, hafa orðið til þess að öll efsta hæðin í Héraðshælinu var byggð á sínum tíma og þar stofnað heimili fyrir aldraða. Þarna í Halldórustofu stendur skattholið hennar, sem hún vann alltaf við. Og innbundnir allir árgangarnir af tímaritinu hennar, Hlín, allt frá 1917 til 1963, með ótal minnismiðum sem stungið er inn í. „í Hlín er mín ævisaga," sagði Halldóra sjálf í ævisögu sinni, sem Vilhjálmur S. Vil- hjálmsson skráði og út kom 1960. Og til hennar vísaði hún í þessu viðtali á 105 ára afmælinu. Rúmið hennar er þarna með ofinni ábreiðu og ritvélin gamla í seilingarfjarlægð. Enda var hún vön að sitja á rúmstokknum, setja púða á hnén og ritvélina þar ofan á. í skáp eru 100 ára gömul bollapör. í lofti útskorin ljósa- króna hennar og hrosshársmott- urnar á gólfi. Elísabet Sigurgeirsdóttir, for- maður Sambands austfirskra kvenna, skrapp með mér út í þetta m.vndarlega safn, sem stendur á Kvennaskólalóðinni. Það leynir sér ekki, að Halldóra hefur ávallt kunnað að meta og halda til haga góðum og merkum gripum og áhöldum. Þegar inn er komið í safnið, blasa við íslenzkir búning- ar frá Halldóru, m.a. skautbúning- urinn, sem móðir hennar saumaði í Reykjavíkurárum sínum 1870—71 og Halldóra klæddist jafna um ævina við hátíðleg tækifæri. „Hann var afsprengi íslenzkrar listar, gerður af íslenzk- um höndum, sem mér voru kærar,“ eins og Halldóra hefur sjálf skrifað. Og þar er einn af upphlut- unum, sem gengilbeinurnar eða uppvartningsdömurnar klæddust við konungskomuna 1907. Þarna eru þiljur úr gömlu baðstofunni í Ási í Vatnsdal, þar sem Halldóra fæddist 14. október 1873, en baðstofan mun reist um 1800. Sálmabók Halldóru, sem hún fékk á fermingardaginn sinn frá Katrínu Þorvaldsdóttur, konu Jóns frænda hennar Árnasonar þjóðsagnaritara, skrautrituð af Benedikt Gröndal, nágranna Hall- dóru í Reykjavík er þar. Kembivél- in sem Halldóra sá í Kanada þegar hún ferðaðist þar um íslendinga- byggðir 1937, og flutti með sér heim til að fara með um sveitir og sýna íslenzkum konum. Þarna eru safngripir í heilum glerskáp, með vettlingum og íleppum úr sam- keppni Hlínar 1923. Og á einum stað má sjá verðlaunasjöl, gerð af Jóhönnu Jóhannesdóttur frá Svínavatni, frá heimssýningunni í París. Undir gleri eru margir merkir smámunir frá fyrri tíð, m.a. fínasti svuntudúkur, sem unninn hefur verið á Islandi, að því er Halldóra segir. Sjálf hafði hún fyrir fimm árum gefið undir- ritaðri bút af svörtu peysufatavað- máli, sem unnið var á Grænavatni í Mývatnssveit 1920—30 og skrifað meö á ritvélina sína: „í peysuföt- um úr þessu efni, ferðaðist jeg um tugi ára um hjeruð Islands — Halldóra". Allt er skilmerkilega merkt frá hennar hendi. Allt kvitt og klárt. Ekki er rúm né tilefni til að telja hér upp alla þá merku muni, sem Halldóra átti og safnaði um ævina. En Halldórustofa ber um alla framtíð hennar svip — svip þess sem hefur í meira en 100 ár haft mikið umleikis og farið sínar leiðir. — Merkilegt hvað hún Halldóra er alltaf önnum kafin, sagði ein hjúkrunarkonan við mig er ég kvaddi. Hún hefur alltaf eitthvað fyrir stafni. Það er ekki ónýtt að eldast, þegar svo er. - E.Pá. Á afmælisdaginn sinn í fyrra skálaði Halldóra Bjarnadóttir. þá 104 ára, við gesti sína og ávarp- aði þá með ræðu.' Til Halldóru Bjarna- dóttur 105 ára Kæra Halldóra. Heimilisiðnaðarfélag Islands sendir þér innilegustu afmælisósk- ir á þessum merkisdegi, „5 ára afmælinu" — svo og hugheilar þakkir fyrir þitt mikla framlag til heimilisiðnaðarmála. Að ógleymdum hinum ágætu og íramsýnu stofnendum félags okk- ar fyrir 65 árum, — þá hefur þú samt orðið merkisberi þeirra sjónarmiða, er voru undirstaða stofnunar félagsins: Að ekki rofn- uðu tengslin við fortíðina, hin forna verklega og listræna menn- ing heimilinna gleymdist ekki í ölduróti og vélatækni nýs tíma, heldur ætti erindi í nútímaþjóðfé- lagi, — aðhæft kröfum nýs tíma en með rót sína í hinum gamla þjóðlega menningararfi. Það má kalla þig fulltrúa þessara sjónarmiða og þeirra mörgu er trúað hafa á þau og lagt þeim lið sitt. Þú hefur þannig orðið tengiliður tveggja alda eða raunar tveggja menningarskeiða, — 1000 ára bændamenningar og hins nýja tíma. Hlutverkið er leiðandi: Að gæta þess að sem minnst glataðist af fornum dyggðum, að ekki rýrnaði arfur liðins tíma, — en yrði til stuðnings í þróun breytinga, hinu nýja „landnámi 20. aldar“. Við vonum að þér finnist sem okkur, að nokkuð hafi áunnist í því að skila þessum arfi fortíðar á margar ungar hendur. Við vonum að þú njótir þess ríkulega, að þú hafir getað gert vonir og drauma að veruleika til gagns fyrir þjóð þína.— Við þökkum þér. þitt mikla framlag og óbilandi trú og áhuga í ræðu, riti og starfi, svo og með bréfum og viðræðum allt fram á þennan dag.— Með slíkri lífslöngun og gleðinni yfir því að lifa og hafa enn hlutverki að gegna, — má vel óska þér lengra lífdaga í viðbót, — að þú verðir allra kvenna elst, þeirra sem lifað hafa í þessu landi. Stjórn Heimilisiðnaðarfélags íslands. Skattholið hennar Halldóru. sem alltaf bar þess merki að þar væri mikið unnið. er nú komið í Halldórustofu í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi, og þar eru, eins og þarna öll bindin af Hlín fyrir ofan skrifborðið frá 1917—1963 með minnismiðum hennar í. Myndina tók Sigursteinn læknir á Blönduósi fyrir 5 árum. - MVA-Þ \j)LTU UN6 U M £SL.£.fJD! $Mlf D/ D t>Ú t> R£yTA E / /u H i/f * ö </, £ F Þ/ CÆ r /'r u ^2 Ileyrnin er það eina, sem farið er að baga Halldóru. Okkur til hægðarauka skrifuðumst við þvi á og létum blokk ganga á milli okkar. Hér er sýnishorn af skrift þessar 105 ára gömlu konu, sitjandi með blokkina á lofti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.